Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 20. október 2017fréttir rykgrímur inni í verksmiðjunni en ekki hlífðarhjálma með sérstakri loft­ ræstingu eins og tíðkast annars stað­ ar. „Hver hjálmur kostar mörg hund­ ruð þúsund og þeir þóttu því of dýrir. Í staðinn fengum við rykgrímur sem taka allar rykagnir en aðeins brot af mögulegum gastegundum í um­ hverfinu. Þá svitna menn mikið í þessum hita sem gerir það að verkum að rykgrímurnar rennblotnuðu strax og það kom niður á virkni þeirra. Við kvörtuðum ítrekað yfir þessu og vild­ um fá almennilega hjálma en það fékkst ekki í gegn. Hins vegar kvört­ uðu stjórnendur iðulega yfir því að starfsmenn voru að nota of mikið af rykgrímum og hlífðarhönskum,“ seg­ ir Karl. Afleiðingarnar voru óþægindi í öndunarfærum meðal starfsmanna. „Ég var kominn með áunninn astma en það lagaðist sjálfkrafa á rúmu hálfu ári eftir að ég hætti störfum,“ segir Ívar Örn. Karl segist hafa glímt við óskilgreint „píp“ í öndurfær­ um sínum sem og óþægindi í maga en hvort tveggja lagaðist nokkrum mánuðum eftir starfslok hans. Aðrir voru ekki eins heppnir og að sögn tví­ menninganna voru viðbrögð Norð­ uráls skammarleg. „Ef maður veiktist var maður einfaldlega rekinn. Álagið og mengunin á vinnustaðnum gerði það að verkum að margir sem við þekkjum veiktust, sumir alvarlega. Þeim var öllum bolað út,“ segir Karl. Veikindabónus Þeir segja að fyrirtækið hafi komið upp allt að því fasískum starfs­ reglum varðandi veikindi starfs­ manna. Ingi Rafn Svansson, sem starfaði hjá Norðuráli í sjö ár, frá 2006 til 2013, segir að um hálfgerð­ an farsa hafi verið að ræða. „Þeir komu á kerfi þar sem verkstjórar fengu launabónus ef veikindi starfs­ manna voru undir ákveðnu marki. Afleiðingin varð sú að ef maður hringdi sig inn veikan þá breyttist verkstjórinn í einhvers konar útgáfu af dr. Saxa og vildi vita nákvæmlega hvað var að manni og hvernig ein­ kennin lýstu sér. Þá var óskað eftir alls konar frekari upplýsingum, til dæmis um tíðni klósettferða, hversu oft hefði verið ælt og svo framveg­ is,“ segir Ingi Rafn. Karl bætir við á þessum tímapunkti að þetta hafi verið afleiðing þess viðhorfs hjá framkvæmdastjóra Norðuráls á Grundartanga að starfsmenn væru alltaf að ljúga ef þeir væru veikir. Flett upp í sjúkraskrám Þeir segja að farsinn hafi náð há­ marki þegar hjúkrunarkona tók til starfa hjá fyrirtækinu en þjónustan var keypt frá sjúkrahúsinu á Akra­ nesi. Fljótlega fór að koma í ljós að hjúkrunarkonan hafði umtals­ vert meiri upplýsingar um starfs­ menn en eðlilegt gat talist. „Hún fór að benda mönnum á að hún hefði áhyggjur af því að þeir hefðu verið greindir þunglyndir nokkrum árum fyrr og svo framvegis. Síðar komst upp að hún hefði flett upp sjúkraskrám starfsmanna í gegnum sjúkrahúsið. Vissulega mikill metn­ aður í starfi en kolólöglegt athæfi,“ segir Ívar Örn. Hjúkrunarkonunni var vikið frá störfum að lokum en þá hafði átt sér stað atvik varðandi meiðsli Inga Rafns. „Ég fékk lítinn glóandi mola inn undir hlífðargleraugun mín. Hann rann niður eftir auganu þannig að ég brenndi mig nokk­ uð illa. Ég leitaði mér læknishjálpar utan fyrirtækisins og fékk þann úr­ skurð að ég væri með blöðrur innan á auganu og ætti að taka því rólega,“ segir Ingi Rafn. Þegar hann tilkynnti stöðuna til verkstjóra var honum skipað að koma í vinnuna og hjúkr­ unarkonan ætlaði að rannsaka mál­ ið. „Hún stendur síðan fyrir framan mig með vasaljós og stækkunargler og grandskoðar augað. Síðan segist hún ekki sjá neinar blöðrur,“ segir Ingi Rafn. Honum var því skipað að fara að vinna en fékk að vera inni á skrifstofunni þann daginn. Beittur líkamlegu ofbeldi Annað ámælisvert í stjórn fyrir­ tækisins segja þeir að hafi verið mismunandi og allt að því handa­ hófskennd viðbrögð við ýmsum uppákomum. Það hafi kristallast í ofbeldi sem Ingi Rafn að sögn varð fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hann hafi fengið fyrirmæli um að inna ákveðið verkefni af hendi sem hann var í óðaönn að ljúka. Hann fram­ kvæmdi verkið ekki í þeirri röð sem verkstjórinn hafði fyrirskipað og það orðið til þess að skyndilega var rifið í hnakkadrambið á honum og hann dreginn úr einu bili yfir í ann­ að. Síðan hafi verkstjórinn struns­ að til baka og tekið samstarfsmann Inga Rafns út úr bilinu með sama hætti. „Ég var í áfalli eftir þessa með­ ferð. Það hafði oft verið öskrað á mann og skammast en þarna var farið út yfir öll velsæmismörk. Þetta var hreint ofbeldi,“ segir Ingi Rafn. Hann talaði við Karl, trúnað­ armann sinn, og síðan þáverandi starfsmannastjóra. „Hún var sam­ mála mér í því að þetta væri ólíð­ andi ofbeldi,“ segir Ingi Rafn. Fram­ kvæmdastjóri kerskálans var ekki á sama máli. „Hans fyrstu viðbrögð voru að spyrja hvort verkstjórinn hefði ekki verið að vinna vinnuna sína,“ segir Ingi Rafn. Ekkert var gert í málinu og verk­ stjórinn fékk ekki svo mikið sem áminningu. Stuttu síðar var starfs­ mannastjórinn látinn fara. „Mér leið aldrei vel í vinnunni eftir þessa uppá komu og hvernig mál­ ið var höndlað,“ segir Ingi Rafn. Níu mánuðum síðar sagði hann upp störfum hjá Norðuráli. Allt önnur viðbrögð voru viðhöfð þegar verkamanni einum og næsta yfirmanni hans varð sundurorða. Í pistli frá Vilhjálmi Birgissyni um ástandið í Norðuráli í apríl á þessu ári var minnst á atvikið sem for­ kastanlega framkomu við starfs­ fólk fyrir tækisins. „Starfsmaðurinn vildi meina að verkstjórinn hefði talað niður til hans. Starfsmaður­ inn reiddist og sló fingrum í ör­ yggishlíf framan á hjálmi verkstjór­ ans þannig að hún datt af,“ segir Ívar Örn. Deiluaðilarnir sættust stuttu síðar og tókust í hendur en hart var tekið á atvikinu. „Starfsmanninum var þegar sagt upp störfum. Þetta var einn allra besti verkamaður sem við höfðum unnið með og var með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu,“ segir Ívar Örn. Rekinn fyrir meinta kynferðislega áreitni Karl fékk reisupassann eftir meinta kynferðislega áreitni sem síðar reyndist ekki vera fótur fyrir. Síðar fékk hann þau skilaboð að stjórn­ endur Norðuráls hefðu viðurkennt að uppsögnin hefði verið á gráu svæði. Á svipuðum tíma var ann­ ar starfsmaður sakaður um slíka áreitni en fyrirtækið bauðst til þess að leysa málið með því að færa starfsmanninn á aðra vakt. „Þeir vildu losna við mig með öllum til­ tækum ráðum því ég lét ekki vaða yfir mig,“ segir Karl. Hann hafði sent smáskilaboð til samstarfskonu þar sem hann hrósaði útliti hennar og það var notað sem grundvöllur fyrir tafarlausa uppsögn. „Skeyta­ sendingin innihélt engar kynferðis­ legar tilvísanir. Það er ekki hægt að kalla eitthvað slíkt áreiti nema við­ takandinn hafi beðið sendandann um að hætta og hann virt það að vettugi,“ segir Karl. Honum var því sagt upp störfum og hann fékk litla hjálp frá Verkalýðs­ félagi Akraness við að verja hend­ ur sínar. „Þeir buðu mér 200 þúsund króna styrk upp í lögfræðikostnað. Sá peningur kaupir aðeins stuttan tíma hjá lögfræðingi,“ segir Karl. Hann lauk störfum í október 2013 og skömmu síðar sagði Ívar Örn upp störfum. „Ég fann fyrir óvildinni í minn garð og ég var al­ gjörlega búinn að fá upp í kok,“ segir Ívar Örn, sem einnig glímdi við áðurnefndan áunninn astma vegna vinnu sinnar. Hann var tek­ inn á teppið hjá starfsmannastjóra fyrir meinta kynþáttafordóma. „Það var algjörlega úr lausu lofti gripið. Ég benti henni á að ég væri fæddur í suðausturhluta Tyrklands og væri af kúrdískum ættum. Ef einhverjir fordómar væru til staðar þá beindust þeir yfirleitt gegn mér. Þá varð starfsmannastjórinn kjaft­ stopp og málið var strax látið niður falla,“ segir Ívar Örn. Hann stundar nú meistaranám í lögfræði við Há­ skólann í Reykjavík og saknar ekki Norðuráls. Engir misbrestir hjá Norðuráli Vegna handvammar hjá blaðamanni fékk Sólveig Kr. Bermann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, skamman tíma til þess að bregðast við ásökun­ um fyrir prentun blaðsins. „Í tölvupósti frá DV er látið að því liggja að ýmsir misbrestir séu í starf­ semi Norðuráls. Það er rangt og fjöl­ margar rangfærslur koma fram í þeim efnisatriðum sem tínd eru til. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og eru öryggismál í forgangi. Jafn­ framt eru öryggisstjórnunarkerfi fyr­ irtækisins vottuð samkvæmt alþjóð­ lega OHSAS 18001 staðlinum,“ segir í skriflegu svari hennar. Áskildi Sól­ veig sér rétt til þess að fara yfir efnis­ atriði málsins og svara þeim síðar. n „Ef maður hringdi sig inn veikan þá breyttist verkstjórinn í einhvers konar útgáfu af dr. Saxa og vildi vita ná- kvæmlega hvað var að manni. www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is FRAMHALD JÓLA Í MOSKVU 4. - 8. janúar I 4 nætur Gullni þríhyrningurinn og strandir GOA 14. - 25. nóvember I 11 nætur INDVERSKT SUMAR UM HAUST 339 000 VERÐ kr. 166 300 VERÐ kr. ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! Sölvi Arnar Arnórsson Var rekinn frá Norðuráli á Grundartanga eftir að hafa kvartað yfir einelti yfirmanns og óskað eftir flutningi á aðra vakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.