Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 17
umræða 17Helgarblað 20. október 2017 staddir, allslausir og mállausir að heita mátti. Ég fékk enska kennslubók um veturinn og var búinn að læra dálítið í henni og gat ofurlítið talað og var skárstur, þótt lítið væri.“ Hann notar ensku eðlilega líka yfir fyrirbæri sem hann þekkti ekki að heiman, og litar það frásögn hans á mjög skemmtilegan hátt; þegar hópurinn sem hann er með ferð- ast í lest þá skipta þeir sér niður á körin; hann stundar veiðað á rabitum og kattfiski, að ekki sé minnst á pikk og pæk. Ávallt þakklátur guði og lífinu Eitt af því sem gerir frásögn Sig- urðar af ævi sinni jafn geðuga og raun ber vitni er að hann kvart- ar aldrei, kennir ekki öðrum um, liggur gott orð til nær allra, og hann er þakklátur guði sínum fyrir allt sem lánast í hans lífi. Þegar Margrét eiginkona hans kemst loks vestur og alla leið til Kanada þar sem hann dvelst, þá er það ekki beiskjan yfir þeirra sára aðskilnaði og óvissunni sem þau máttu búa við sem litar frá- sögn hans, heldur innilegt þak- klæti til hans góða guðs fyrir að þau fengu eftir allt saman að sameinast á ný. Höfundinum liggur eins og áður sagði gott orð til nær allra, og hann hefur hlýlegt samband við fólk af öllu þjóðerni þar vestra; í viðræðum við indversk- an mann sem verður á vegi hans verða þeir þess áskynja að tungu- mál þeirra eru greinilega skyld og mörg orð samstofna, með- al annars hundur og köttur. Um landa sína segir hann: „Ég ætla að lýsa fólkinu í Nýja-Íslandi eins og það kom mér fyrir sjónir. Það var þægilegt, greiðvikið og sam- hent og eins og einn maður í öll- um málum, bæði pólitík og safn- aðarmálum. Það voru allir með frjálslyndu stjórninni um kosn- ingar, og allir virtust glaðir og ánægðir með kjör sín, þótt þeir væru ekki ríkir.“ En svo kom sundrung og ósamlyndi Eins og þeir vita sem fengið hafa veður af sögu Vestur-Íslendinga þá hófust þar fljótt illvígir flokka- drættir út af minniháttar trú- eða safnaðarmálum; ein grein mót- mælendakirkjunnar fór í hat- rammar deilur við aðra. Er þetta þeim mun undarlegra að í þús- und ára sögu Íslendinga heima í gamla landinu hafði mönnum eiginlega aldrei þótt taka því að láta trúarkrytur mynda vík milli vina, og má nærri geta að þetta hafi fallið jafn jákvæðum manni og jafn miklum vini Drottins og Sigurði Ingjaldssyni mjög illa. Enda skín það úr eftirfarandi til- vitnun: „En þá kom sú sorglega breyting að Magnús Skaftason skipti um trúarskoðun sína, sem öllum er kunnugt. Eftir það skipt- ist fólk í 2 flokka í trúmálum og pólitískum málum, og hófst þá sundrung og ósamlyndi manna á milli, sem mér hefur virst halda áfram síðan.“ Þessar trúardeilur voru þannig að þótt Halldór Laxness, þá kornungur maður færi upp úr 1920 til Nýja heimsins, líklega með það fyrir augum að dveljast í hópi landa sinna þar, þá gafst hann upp og flúði allt þetta stagl og nagg um smáatriði. En lík- lega fáum við aldrei að vita hvort hann hitti fyrir höfundinn Sigurð Ingjaldsson í þeirri heimsókn, eins gaman og hefði nú verið að hugsa til þess, en sá síðarnefndi lifði til jóla 1933. Sigurður segir frá því á einum stað að hann hafi, eftir að hann kom vestur, sent bréf heim til Ís- lands með fréttum af sínum hög- um, og bætir því svo við að það bréf hafi þótt fróðlegt og greinar- gott, sem það hefur líka án efa verið. Kannski er það þess vegna sem hann fékk þá hugmynd að fara að skrifa þessa miklu ævisögu sína, sem ber einmitt greinargóðum og sterkminnug- um manni vitni, sem segir frá á einföldu og kjarnmiklu alþýðu- máli sem unun er að lesa. Og falleg er myndin sem lesendur hljóta að fá í hugann af gamla fátæka Íslendingnum sem í hárri elli situr á sléttum Norður- Ameríku og skrifar stóra bók um allt sitt viðburðaríka líf. n „Öll frásögnin, um ferð Sigurðar þangað vestur, með við- komu í Englandi, og kom- una til Nýja heimsins og atvinnuleit hans og lífs- baráttu er næstum ein- stæð og afar falleg. Bubbi Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar er ein af hans uppáhaldsbókum. Mynd Brynja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.