Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 44
Vikublað 20. október 2017 16 55 ára 39 ára 52 ára Orðabanki Birtu: Ímyndun Úr íslensku orðabókinni ímyndun KVK, • það að ímynda sér, hugarburður, órar • skoðun Samheiti *fantasía, grilla, heilaspuni, hugarburður, hugarfóstur, hugarórar, hugarsmíð, hugmyndasmíð, hugmyndasmíði, hugsmíðar, ofsjónir, órar, skynvilla „Ég held að Mary Poppins hafi haft meiri áhrif á hippakynslóðina en Woodstock. Mary Poppins er kannski besta birtingarmynd þess að maður eigi frekar að fljúga flugdrekanum sínum en að leggja ofuráherslu á bankann sinn, og að ef maður hlær nógu mikið þá geti maður hafist á loft og svifið um og að maður eigi að muna að vera góður við gömlu konuna sem selur fuglafræ fyrir utan stóru kirkjuna. - Hilmar Örn Hilmarsson Orðið sem við veltum fyrir okkur þessa vikuna er notað yfir atburði, atburðarás eða einhvern raunveruleika sem aldrei hefur átt sér stað annarrs staðar en í huganum. Stundum er talað um að orð séu til alls fyrst en á undan þeim þarf hugmyndin að verða til. Oft er talað um ímyndunarafl, þá sem ímyndun í jákvæðum skilningi. Svo er talað um ímyndunarveiki, en þá er átt við fólk sem heldur sig talið einhverjum kvillum eða sjúkdómum án þess að neitt sé til í því. John Lennon bað fólk um að ímynda sér engin þjóðlönd, engin trúarbrögð og ekkert stríð í von um að sú hugarsmíð yrði að veruleika einn daginn. Í bókinni „Leyndarmálið“ (e. The Secret) eru lesendur hvattir til að sjá lífið fyrir sér eins og þeir vilja hafa það því án þess eigi draumarnir aldrei eftir að rætast. Ímyndaðu þér bara ef engin Væru … guðrún bergmann Starf: Rithöfundur og ráðgjafi Fædd: 25. október 1950 karl Wernersson Starf: Fjárfestir Fæddur: 24. október 1962 þorsteinn bachmann Starf: Leikari Fæddur: 25. október 1965 hildur sVerrisdóttir Starf: Stjórnmálakona Fædd: 22. október 1978 67 ára Afmælisbörn vikunnar Vel mælt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.