Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 58
34 fólk - viðtal Helgarblað 20. október 2017 móðurmál rokksins og því sömd­ um við á ensku.“ Hann segir að áður fyrr hafi allar íslenskar hljóm­ sveitir sem vildu „meika'ða“ sungið á ensku, til dæmis Jet Black Joe sem náði nokkrum vinsældum erlendis. Það var trommuleikari Dimmu, Birgir Jónsson, sem kom með hugmyndina að því að prófa ís­ lenskuna. „Ég samdi íslenskan og enskan texta við nýtt lag og við gáf­ um það út á báðum tungumálun­ um, sem Crucifixion og Þungur kross. Fólk tengdi strax við ís­ lensku útgáfuna og það lag gerði mjög mikið fyrir okkur. Við end­ um enn þá alla tónleika á því lagi. Eftir þetta var ekki aftur snúið og síðan hafa allar okkar plötur verið á íslensku. Íslenskan gerði það að verkum að fólk tengdi betur við tónlistina og fannst hún ein­ lægari.“ Ingó hlýnar um hjarta­ rætur þegar hann segist hafa hitt aðdáendur með textabrot Dimmu flúruð á líkamann. „Mér finnst þetta æðislegt, að sjá flúraðan texta sem ég hef samið hérna í sóf­ anum.“ Meðlimir Dimmu eru ákaflega ólíkir og með ólíkan bakgrunn en þeir sameinast í tónlistinni. „Biggi, sem starfar sem fram­ kvæmdastjóri, hefur mikla þekk­ ingu á markaðsfræði og sér um öll peningamál hljómsveitarinnar. Silli bróðir hefur mjög gott eyra fyr­ ir tónlist og sér um upptökurnar. Hann hannaði einnig merki sveit­ arinnar. Ég kem inn sem afkasta­ mesti laga­ og textahöfundurinn en allir semjum við þó eitthvað. Stebbi Jak söngvari og ég náum svo vel saman með sjónræna hlutann.“ Dimma er einmitt orðin mjög þekkt fyrir sviðsframkomuna, skrautlega búninga, ljósin, eldinn og sprengingarnar. „Það hef­ ur lengi loðað við þá tónlistar­ menn sem gera eitthvað sjón­ rænt, eins og til dæmis Kiss, Alice Cooper eða Rammstein, að þeir séu að reyna að bæta upp fyr­ ir vankunnáttu í tónlist. En sagan hefur sýnt að tónlist þeirra stend­ ur fyrir sínu og lifir enn. Fyrir mér hefur þetta alltaf verið rjóminn ofan á kökuna. Það er ekki gaman að horfa á tónleika þar sem allir lúta höfði, þá getur maður al­ veg eins setið heima og hlustað á diskinn. Það þarf eitthvað til að grípa augað, sérstaklega á þessum tíma þar sem er endalaust fram­ boð á skemmtiefni.“ Ingó segir þá hafa gengið langt í að gera tónleik­ ana eftirminnilega fyrir áhorfend­ ur. „Eitt sinn héldum við tónleika í Háskólabíói og við vorum búnir að panta svo mikið af sprengjum að við urðum að borga undir full­ mannaðan slökkviliðsbíl sem var til taks fyrir utan. En það var vel þess virði.“ Losnar aldrei við þunglyndið Ingó og félagar hans í Dimmu hafa talað opinskátt um geðheilbrigðis­ mál og þunglyndi á undanförnum árum. „Þetta stendur okkur nærri. Sjálfur hef ég barist við þunglyndi frá barnæsku.“ Þegar Ingó var sex ára gamall fór hann að finna fyrir sjúkdómnum en hann var ekki sá eini í fjölskyldunni. Faðir hans hefur einnig þurft að glíma við þunglyndi. „Fyrir mér er þetta fötl­ un. Þetta er geðsjúkdómur sem maður ræður ekkert við. Leið mín út úr honum er tónlistin, töfrarnir og önnur áhugamál mín.“ Baráttan við þunglyndið kemur sterkt fram í textunum sem hann skrifar. Lög eins og Myrkraverk, Illur arfur og Næturdýrð eru dæmi um lög sem bera þess merki. „Ég á aldrei eftir að losna við þetta. Ég er búinn að vera langt niðri undan­ farið en svo koma tímabil þar sem ég er mjög góður og í jafnvægi. Þetta er ekkert endilega háð að­ stæðum eða umhverfi. Stundum kemur þetta upp hjá manni þegar manni er að ganga allt í haginn. Maður finnur samt enga ánægju eða tilhlökkun, í besta falli doða. Þá gerir maður sér grein fyrir því hversu sjúkt ástand þetta er því það er allt sem segir mér að mér ætti að líða vel. Þetta er magnað­ ur og óhugnanlegur sjúkdómur.“ Ingó hefur aldrei lagst inn á geð­ deild en hann hefur leitað til sál­ fræðinga. „Þegar ég er niðri loka ég mig af félagslega, mér finnst best að takast á við þetta sjálfur.“ Á þessu ári hefur gengið yfir mikil sjálfsvígsbylgja í íslensku þungarokksenunni. Fimm ungir menn hafa svipt sig lífi síðan í apríl en þetta er alls ekki nýtt vandamál. Ingó segir marga af hans æskufélögum hafa val­ ið þá leið að svipta sig lífi og að Silli bróðir hans hafi misst sinn besta vin þegar hann var átján ára gamall. „Ég ætlaði sjálfur að fara þessa leið þegar ég var 32 ára en það mislukkaðist sem betur fer. Ég var þá á þunglyndislyfjum og sturtaði öllu úr glasinu ofan í mig. Það hefði getað farið illa en skammturinn var blessunarlega ekki nógu stór. Ef það hefði gerst þá hefði ég aldrei látið þessa tón­ listardrauma mína rætast og ég hefði aldrei eignast dóttur mína. Flest það besta sem ég hef upplif­ að hefur gerst í seinni tíð.“ Ingó segist hafa lært að berjast gegn þunglyndinu með árunum. „Þetta hamlar mér að mörgu leyti en ég skammast mín hins vegar ekkert fyrir þetta. Maður á ekki að skammast sín fyrir eitthvað sem maður ræður ekki við, ef það skað­ ar ekki aðra. Þetta er sjúkdómur sem fer ekki í manngreinarálit. Tökum sem dæmi Chris Cornell, rokkstjörnu með heiminn í hönd­ um sér og fjölskyldumann. Sjálfs­ víg hans sló alla.“ Ingó segir þung­ lyndi sjúkdóm sem byggist fyrst og fremst á ranghugmyndum. „Fólk getur ekki sett sig inn í þetta ef það þekkir þetta ekki af eigin raun. Það er mjög erfitt að tala við manneskju sem er á þessum stað. Margir deyfa þetta með lyfjum en aðrir fá útrás í öðru, til dæmis tón­ list.“ Það er sú leið sem hann sjálf­ ur hefur farið. „Ég held að ég sé dæmi um að maður á aldrei að gefast upp. Maður verður að passa sig á því að láta þetta ekki ná tök­ um á manni og ég er sannfærð­ ur um að dauðinn er aldrei leiðin því dauðinn er endanleg lausn á tímabundnu vandamáli. Það kem­ ur alltaf dagur eftir þennan dag og maður á að láta drauma sína ræt­ ast, alveg sama þótt öðrum finnist þeir fáránlegir.“ n „Mér finnst þetta æðislegt, að sjá flúraðan texta sem ég hef samið hérna í sófanum. Töframaður „Í þessum heimi er sagt að bestu töframennirnir séu þeir sem kunna að fela mistök sín.“ Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.