Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 46
Vikublað 20. október 2017 18 Hvað ætlar þú að gera um helgina? Sandra kennir hippsterum bjórjóga á KEX Föstudagurinn byrjar bara á kaffi um níu leytið eins og vanalega. Svo fer ég í blóma- búðina mína, Dögg í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en hana keypti ég fyrir sirka ári. Ég vinn þar til hádegis og þá fer ég að kenna jóga í Sólum úti á Granda. Svo fer ég aftur í blómabúðina og vinn fram eftir degi. Um kvöldið ætla ég bara að slaka á og hafa það náðugt. Klukk- an þrjú á laugardaginn mæti ég í KEX til að kenna bjórjóga. Tíminn kostar 3.500 krónur og bjórinn er innifalinn. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessu á KEX og því var ákveðið að hafa þessa tíma mánaðarlega í vetur. Byrja klukkan þrjú á laugardögum, líklegast næstsíðasta laugardaginn í hverjum mánuði. Það á eftir að skýrast. Bjórjóga byrjaði einhvers staðar á útihátíð í San Francisco minnir mig. Það hefur verið mjög vinsælt í Berlín og ég þróaði mína rútínu út frá því sem ég lærði af jógakennara þar. Týpurnar sem mæta í bjórjóga eru bara svona hipsterar, konur og karlar, sem taka sig ekkert allt of alvarlega og hafa gaman af þessu, enda er þetta ekki alvarleg athöfn. Þetta er aðallega bara leikur en hefur stundum þau áhrif að fólk sem hefur aldrei prófað jóga getur komist í stuð við þetta og áttað sig á því að það getur meira en það heldur. Þetta er auðvitað ekkert rosalega „jógíst“. Snýst aðallega um að teygja og fá sér einn kaldan á meðan. Það er ótrúlega fyndið hvað gerist með jafnvægið eftir örfáa sopa. Á sunnudögum reyni ég oftast að slaka á enda í svo mörg horn að líta þegar maður er að reka fyrirtæki og gott að ná smá hvíld. Ég þarf samt eitthvað að mæta enda mikið að gera á sunnudögum í blómabúðinni. Kannski kíki ég líka í Kolaportið, mér finnst það alltaf geggjað næs, en ætli akkúrat þessi sunnudagur verði samt ekki frekar viðburðalítill.“ Unnið í samstarfi við CUrtisson Kids LeiKfangaLeiga svo börnin fái eKKi Leiða Fjölbreytni og ferskar áskor-anir eru þroskandi fyrir börn sem eru að vaxa úr grasi og þessir útgangspunktar eru hafðir að leiðarljósi hjá leikfangabúðinni og leikfangaleigunni Curtisson Kids. Í versluninni fæst gott úrval af þroskaleikföngum sem eru aðallega gerð úr vönduðum viðarefnum og framleidd í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Í versluninni er einnig boðið upp á skemmtilega nýjung sem er fólgin í því að foreldrar geta leigt leikföng handa börnum sínum og skipt þeim út á mánaðar fresti. „Í flestum tilfellum gerist það allt of fljótt að börn fá leiða á leik- föngum sínum. Þess vegna er leik- fangaleigan góður kostur fyrir þau sem vilja spara peninga við kaup á þroskaleikföngum en sjá samt til þess að krakkarnir hafi alltaf eitt- hvað nýtt að fást við, og þroskast um leið. Meðalverð fyrir vandað leikfang er um 5.000 krónur en með aðild að Leikfangaleigunni fá börnin fjögur leikföng í hverjum mánuði til að leika sér með og verðið er aðeins 4.900 krónur. Öll leikföngin eru að sótthreinsuð við hver skil,“ útskýrir Rósa Amelía Árnadóttir verslunareigandi. Hjá Curtisson Kids fæst einnig gott úrval af svokölluðum hlutverkaleikföngum sem hvetja börnin til að skella sér í alls kon- ar hlutverk og auðga með því ímyndunaraflið og þroskann. „Þroskaleikföng auka hugmyndaflæði og hjálpa börnum að fullnýta og þróa hæfileika sína, fínpússa allar hreyfingar og kenna þeim að hugsa út fyrir kassann. Leikur að þroskaleikföngum getur líka hjálpað börnunum að meðhöndla aðstæður og vinna betur að lausnum þegar þau verða eldri samkvæmt nýjum rannsóknum,“ segir Rósa. Curtisson Kids er styrkt- araðili UNICEF á Íslandi, Mæðrastyrksnefndar og Umhyggju – Félags langveikra barna. www.curtisson.is facebook.com/curtissonkids instagram.com/curtisson_kids Kynningarverð í leikfangaleigunni 15% afsláttur fyrir alla nýja viðskiptavini sem skrá sig í Curtisson klúbbinn fyrir áramót 3.900 kr. til 31. des. 2017 4.900 kr. frá og með 1. jan. 2018 sandra Dögg jónsdóttir er sérfræðingur í að kenna fólki jóga meðan það drekkur bjór. m yn d si g tr yg g u r ar i Birta mælir með bleika línan hjá lindex er æðisleg. ekki nóg með það hversu falleg hún er þá styrkirðu gott málefni þegar þú kaupir vöru úr bleiku línunni. bleiki liturinn verður áfram vinsæll í vetur. Þessir ljósbleiku new balance skór fást í versluninni geysir í Kringlunni og við skólavörðustíg. kreo.is var að fá sendingum af nýjum ullar- teppum frá vachtvanvilt. Þetta bleika teppi er einstaklega fallegt. birta mælir með því að þú kaupir bleiku slaufuna ef þú ert ekki þegar búin að því. Kitchenaid hrærivél er á óskalista nær allra kvenna. 10.000 krónur renna til Krabbameins- félagsins ef þú kaupir Kitchenaid hrærivél hjá raflandi í október. 2.000 kr. 84.990 kr. 4.690 kr. 4.690 kr. 15.800 kr. 26.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.