Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 18
18 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 20. október 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Valhöll skelfur Það er óhætt að segja að Valhöll leiki á reiðiskjálfi þessa dagana. Bjarni Benediktsson á ekki sjö dagana sæla eftir að hvert málið á fætur öðru hefur verið dregið upp af fjölmiðlum og skaðað bæði hann og flokkinn. Bjarni hefur löngum gengið undir nafninu Teflon-Bjarni, með vísan til þess að fátt bíti á hann og hann hrindi öllum atlögum af sér. Þær hafa verið margar í gegnum tíðina en nú er svo komið að fylgið er farið að mælast undir 20 prósentum þegar aðeins rúm vika er í kosn- ingar. Hér er ekki bara framtíð Sjálfstæðisflokksins undir, heldur líka formennska Bjarna. Harkan í kosningabaráttunni mun bara aukast. Fara með veggjum Sú var tíðin að þriggja manna þingflokkur Pírata var sá hávaðasam- asti á þingi og þótti mörgum nóg um. Í síð- ustu kosning- um fitnaði þingflokkurinn veru- lega og bjuggust flestir við því að enn meira myndi bera á þeim í opinberri umræða. Annað kom á daginn. Lítið hefur borið á Pírötum síðustu mánuði og því má það teljast dágott hjá þeim að hafa þó haldið því fylgi sem kannanir sýna. Þeir ættu þó að minnast kjördagsins fyrir réttu ári, þar sem fylgishrunið var tals- vert á síðustu metrunum. Allir sammála Nú er runnin upp gósentíð fyr- ir hina ýmsu þrýstihópa því aldrei lofa stjórnmálamenn eins miklu og rétt fyrir kosningar. Rit- höfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda stóðu nýlega fyrir fundi með frambjóðendum í Safnahúsinu. Ekki kemur á óvart að þar voru frambjóðendur allir sammála um að það væri forgangsmál að afnema virðisaukaskatt af bók- um. Reyndar var það Lilja Alfreðs- dóttir sem fyrir nokkru tók málið upp á sína arma og hlaut mikið lof fyrir. Nú er að sjá hvort þeir stjórnmálamenn sem komast í ríkisstjórn muni eftir þeim lof- orðum sem þeir gáfu svo nýlega í Safnahúsinu. U m eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti ís- lenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Ís- lendinga sem fóru fram á að 11 pró- sentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerf- isins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er einkar lagið að sýnast áhugasam- ir þegar þeir finna fyrir þrýstingi þjóðarinnar. Yfirleitt hlusta þeir þó ekki lengi og lítið sem ekkert verður úr framkvæmdum. Þegar boðað var til kosninga fyrir tæpu ári virtist stjórnmála- mönnunum sérlega umhugað um heilbrigðis kerfið. Eftir kosningar gerðist hins vegar ekkert í þeim mál- um. Það má virða ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar til vorkunnar að henni gafst ekki mikill tími til aðgerða. Hinu verður þó ekki á móti mælt að hún virtist aldrei áhugamikil um að beita sér fyrir eflingu heilbrigð- iskerfisins og ekkert bendir til að hún hefði vaknað til lífsins í þeim efnum hefði valdatími hennar orðið lengri. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að almenningur vill að stjórn- málamenn setji heilbrigðismál í for- gang. Það vilja stjórnmálamennirn- ir alltaf gera fyrir kosningar, en áhuginn er merkilega fljótur að dvína að þeim loknum. Hið sama virðist vera uppi á teningnum nú. Efling heilbrigðiskerfisins er ofar- lega á loforðalista stjórnmálamanna sem tala fjálglega um vilja sinn til að beita sér þar. Kjósendur vita hins vegar að það er lenska að svíkja kosningaloforð við fyrsta tækifæri. Þessi vitneskja kjósenda á vitaskuld sinn þátt í því að þeir vantreysta stjórnmálamönnum. Af hverju að treysta þeim sem standa ekki við orð sín? Stöðugt berast vondar fréttir úr heilbrigðiskerfinu. Við vitum allt um þrengslin, sjúkrarúm á göngum og manneklu. Starfsfólk þarf iðu- lega að sýna útsjónarsemi við erfið- ar aðstæður, álagið er mikið og mjög reynir á þrek þess. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu og einnig hefur komið fram að um þúsund hjúkrunarfræðingar kjósa að starfa við annað en hjúkrun. Þetta er enn ein vísbendingin um það hversu slæmt ástandið í heil- brigðiskerfinu er. Öflugt heilbrigðiskerfi verður ekki til úr engu. Það kostar, og það kostar ekki bara eitthvað heldur heilmikið. Ráðamenn segja iðu- lega þegar staða heilbrigðiskerfisins berst í tal að aukið fé hafi verið sett í það á liðnum árum. Um leið vita all- ir að þær upphæðir sem um ræðir nægja einfaldlega ekki. Meiri fjár- muni þarf og um leið þarf að skapa heildarstefnu, ekki hugsa einungis til nokkurra missera. Þarna má ekki ríkja hin alkunna íslenska hugsun: Þetta reddast einhvern veginn. Þjóðin hefur ítrekað sent ráða- mönnum þau skilaboð að hún vilji að heilbrigðiskerfið sé í forgangi öll- um stundum. Stjórnmálamennirnir vilja það bara stundum, eins og til dæmis núna þegar þeir þurfa að smala til sín atkvæðum. Íslensk pólitík þarf að breytast. Það er ekki nóg að lofa öllu fögru fyrir kosn- ingar og svíkja loforðin daginn eftir kosningar í trausti þess að þjóðin sé með skammtímaminni. Orð skulu standa. n Íslensk pólitík þarf að breytast Við áttum draum V ið áttum draum. Í sjötíu ár – allt frá árinu 1930 – höfðu Íslendingar, sem aðhylltu- st jafnaðarstefnu – sósíal- isma – skipt sér í margar fylkingar. Oftast tvær. Stundum miklu fleiri. Afleiðingarnar urðu þær, að ís- lenskt samfélag mótaðist aldrei af hugsjónum jafnaðarmanna um félagslega samábyrgð og vel- ferð alls fólksins. Í stað þess að vera skapendur eins og á hin- um Norður löndunum varð okkar hlutskipti að reyna að leiðrétta. Þá og þegar það tókst. Sem „aukahjól undir vagni“ afla, sem okkur voru andstæð. Sem aðhylltust önnur sjónarmið en sjónarmið jafnaðar- manna. Sem voru okkur andsnúin. Í sjötigu ára Í sjötíu ár! Loks þá hafði framrás sögunnar lagt í auðn þau hörðu deilumál, sem sundrað höfðu jafnaðarmönnum á Íslandi. Þau heyrðu þá sögunni til. Ekki lengur samtímanum. Og drauminn átt- um við. Um handtök saman í stað krepptra hnefa. Um samstöðu í stað sundrungar. Um samfylkingu í stað ósættis. Og við tókum saman höndum. Grófum gamlar vær- ingar. Gömul sár. Gömul meiðsli. Gamlan fjandskap. Gamalt ósætti. Einbeittum okkur saman að því að ná þeim áhrifum á Íslandi, sem jafnaðarstefnan hafði átt að hafa. Við gengum ekki öll til liðs við þennan gamla draum. En flest okkar. Og af hreinlyndi, af sátt- fýsi og af öllum okkar vilja. Og við náðum árangri. Jafnaðarstefnan á Íslandi varð helsta andmæli ný- frjálshyggjunnar – kölluð sá turn, sem gnæfði gegn hrunsöflunum. Þangað til … Þangað til … Horfnir af vettvangi Mikil er sú ábyrgð þeirra, sem völdu þann kostinn að gerast samábyrgir hruninu. Þeir hafa nú verið þurrkaðir út af vettvangi. En draumurinn lifir enn. Þrátt fyrir áföll, deilur og ósætti, sem til var stofnað í þeim eina tilgangi að ógna og gera að engu samstöð- una, samheldnina og sáttfýsina, sem var meginkjarninn í draumi okkar um endurreisn íslenskrar jafnaðar stefnu lifir draumurinn enn. Og á enn erindi. Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem gróðavæn- legustu nýtendur sameiginlegr- ar auðlindar íslenskra fiskið- miða nota fjármuni sína til þess að kaupa sér fjölmiðil til varnar einkahagsmunum sínum og kjósa fremur að verja hagnaði sínum af nýtingu auðlindarinnar til þess að greiða himinháan taprekstur slíks málgagns fremur en að taka sinn réttmæta þátt í rekstri samfélags- ins – er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem helstu og frekustu nýtendur orkuauðlind- ar landsmanna kjósa heldur – og komast upp með það – að greiða erlendum eigendum sínum himinháar fjárhæðir í formi til- búinna vaxtagreiðslan fremur en að taka þátt í rekstri samfélagsins sem þeir hagnýta í gróðaskyni – er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem auðlegðar- skattar voru afnumdir og skattar lækkaðir á hæstu tekjur jafnframt því sem skattar voru hækkað- ir á lágtekjur og gömlu fólki með starfsorku neitað um aðgang að vinnumarkaði – „af því það kostar svo mikið“ – er þörf fyrir jafnaðar- menn þar? Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem helmingur allrar auðsöfnunar á síðastliðnu ári lenti í höndunum á fámenn- um hópi þeirra allra ríkustu en allir hinir báru skarðan hlut frá borði – er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem menn í æðstu stöðum stjórnkerfisins hafa sannarlega leynt umtalsverðum fjármunum í sinni eigu í erlend- um skattaskjólum og hafa komist upp með það – er þörf fyrir jafn- aðarmenn þar? Er þörf fyrir jafnaðarmenn þar? Í samfélagi þar sem leyndarhyggja er látin ríkja um alvarleg afbrot í því eina skyni að hlífa háttsettum þjóðfélagsþegnum við gagnrýni – er þörf fyrir jafnaðarmenn Þar? Við áttum draum Við áttum okkur draum. Sá draumur lifir enn! Með okkur. n Brynjar Níelsson – Rás 2 Björk Guðmundsdóttir um Lars von Trier – RÚV Ann ar hver líf eyr isþegi á kannski 50 millj ón ir Hann lét eins og hann hefði fengið að koma svona fram við allar leikkonur sínar Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Sighvatur Björgvinsson skrifar Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.