Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 8
AF ÖLLUM VÖRUM* laugardag og sunnudag SPARIÐ *Gildir ekki um LEGO®-sett, leikjatölvur, spjaldtölvur og vörur sem þegar eru með afslætti. Tilboðin gilda 04.11-05.11 2017. Stjórnmál Þeir sem tóku þátt í skuggakosningum framhalds- skólanna fyrir kosningarnar í fyrra voru líklegri til að kjósa í alþingis- kosningum, en fylgnin var sterkari hjá körlum en konum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, og Hulda Þórisdóttir, dósent við stjórnmála- fræðideild, gerðu. Fyrirkomulag skuggakosninga skipti máli fyrir þátttökuna; þegar farið var úr tíma til að kjósa var þátttaka í skuggakosn- ingum meiri hjá báðum kynjum. Það fyrirkomulag spáði einungis aukinni þátttöku í alþingiskosningum hjá körlum. Magnús Þór segir að út frá niður- stöðunum sé ekki hægt að fullyrða neitt um orsakatengsl þarna á milli, þar sem rannsóknin hafi ekki verið sett upp með tilraunasniði. Hins vegar hafi tengslin þarna á milli verið miklu sterkari milli pilta en stúlkna. „Þess vegna fórum við að skoða hvers vegna karlar og konur kusu ekki,“ segir Magnús Þór. Fyrstu niðurstöður úr megindlegum og eig- indlegum greiningum benda til þess að karlar sem ekki kusu séu líklegri til að segjast hafa litla trú á stjórnmálum og lítinn áhuga á kosningum. Konur eru líklegri til að hafa aðrar ástæður fyrir því að kjósa ekki. Komið hefur fram í fjölmiðlum að þátttaka í alþingiskosningum hefur minnkað undanfarna áratugi og náði sögulegu lágmarki í alþingiskosning- unum 2016. Þá kusu 79,2 prósent. Kosningaþátttaka ungs fólks er mun minni en þeirra sem eldri eru, en nokkuð jöfn sé horft til kynja. Þau Magnús Torfi og Hulda segja vís- bendingar um að einstaklingar sem ekki kjósa í fyrstu kosningum sem þeir hafa kosningarétt í séu ólíklegri til að kjósa í framtíðinni. – jhh Karlar áhugalausir og hafa litla trú á stjórnmálum Ungt fólk sem tekur þátt í skuggakosningum framhaldsskólanna er líklegra til að kjósa í alþingiskosningum. Fréttablaðið/SteFán trúfélög Forstöðumaður trúfélags- ins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endur- greiðslur sóknargjalda til með- lima hefjist eftir miðjan nóv- ember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfir- gefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upp- hafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðs- meðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðs- mennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér  í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslu- manns á því að vera forstöðu- maður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að  stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráð- stafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undir- strikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja  forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurð- ur hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrj- un október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. gar@frettabladid.is Zúistum fækkar í stríði um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. Öldungaráðið yfirgaf félagið og hvetur til úrsagna áður en nýtt greiðsluár hefst 1. desember. Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir. Snæbjörn Guðmundsson, fyrrverandi öldungaráðsmeðlimur hjá zúistum 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l A U g A r D A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -B F 1 8 1 E 2 5 -B D D C 1 E 2 5 -B C A 0 1 E 2 5 -B B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.