Fréttablaðið - 04.11.2017, Síða 10
Því eru læknar
hvattir til að vera á
varðbergi gagnvart þessum
sjúkdómum.
Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir.
Það er verið að gera
legsteinahús um alla
gömlu, merkilegu legstein-
ana sem forfeður mínir á
Húsafelli gerðu.
Páll Guðmunds-
son í Húsafelli
Frá leikskóla til háskóla
#nýjarPVreglur2018
Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi
Málþingið er hluti af fundaröð Persónuverndar um hið breytta regluverk og fer fram í aðalsal Háskólabíós
fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 15:00-17:00. Málþingið er aðallega ætlað þátttakendum í skólastarfi
á Íslandi – en verður opið öðrum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir.
Málþinginu verður streymt á vefsíðu Persónuverndar.
Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@personuvernd.is.
Persónuvernd, í samstarfi við Háskóla Íslands, boðar til málþings fyrir íslenskt skólasamfélag
um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi árið 2018. Hið nýja regluverk
markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður
rætt:
• Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd á íslenskt skólasamfélag
• Vinnsla persónuupplýsinga í vísinda- og rannsóknarstarfi
• Hvernig eiga skólar að vinna eftir nýrri löggjöf?
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 í aðalsal Háskólabíós kl. 15:00-17:00
Dagskrá: Opnun málþings: Dómsmálaráðuneyti
Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á skólastarf
Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd
Söfnun persónuupplýsinga í þágu rannsókna
Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd
Raunhæf ráð um innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar
Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum
Fundarstjórn og inngangserindi:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
Tilgangur skráningar er að áætla fjölda þátttakenda
Ásgerður Búadóttur og Sverri Haraldsson
Höfum verið beðin að útvega listaverk
eftir Ásgerði Búadóttur og Sverri Haraldsson.
Einnig abstraktverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Hjörleif
Sigurðsson, Hörð Ágústsson, Karl Kvaran, Valtý Pétursson o.fl..
Hátúni 6B | Sími 552 4700
studiostafn.is/listaverkasala
Málverk eftir Jóhannes S. Kjarval,
Jón Stefánsson og Kristínu Jónsdóttir
Studio Stafn, Hátúni 6B, Sími 552 4700.
Leitum að góðum blómauppstillingum eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón
Stefánsson og úrvalsmálverki eftir Jóhannes S. Kjarval fyrir fjársterkan
viðskiptavin.“
Ný verk í sölu á: studiostafn.is/listaverkasala
Stjórnmál „Ég var hreinsuð út og
var náttúrlega ekkert í þessum kosn-
ingaham Pírata. Ég held að það hafi
verið út af ótta við Sjálfstæðisflokk-
inn, eða mér skildist það. Það var
eina skýringin sem ég fékk,“ segir
Birgitta Jónsdóttir.
Fyrir nýafstaðnar alþingiskosn-
ingar var ákveðið að Birgitta yrði
ekki í heiðurssæti á framboðslista
Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á
kjördegi að ástæðan hefði verið ótti
við að Sjálfstæðisflokknum tækist
að hræða fólk með því að hún yrði
ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu.
Birgitta segist ekki vera sár yfir
þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár
þegar ég heyrði þetta,“ segir hún.
Birgitta, sem er einn af stofnfélögum
Pírata, segist stolt af því að hafa tekið
þátt í að byggja upp stjórnmálahreyf-
inguna. „Ég er stolt af því að hafa
tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu
sem hefur starfað með svona mörgu
ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft
sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á
flottan hátt. Mér finnst það frábært
legacy,“ segir Birgitta og segist mjög
stolt yfir því að hafa tekið þátt í að
búa til svoleiðis.
Píratar eru aðilar að fjögurra
flokka stjórnarmyndunarviðræðum
undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.
Birgitta segist ekki vita nógu mikið
til að hafa afgerandi skoðun á þeim
stjórnarmyndunarviðræðum. Hún
sé ekki aðili að stjórnarmyndunarvið-
ræðunum og sé ekki að skipta sér af.
Hún óskar Pírötum á þingi vel-
farnaðar í stjórnarmyndunarviðræð-
unum. Í Fréttablaðinu í gær var greint
frá því að innan þeirra flokka sem
eiga aðild að stjórnarmyndunarvið-
ræðunum hafi áhyggjum verið lýst af
reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki
Pírata. Þetta finnst Birgittu ósann-
gjarnar athugasemdir.
Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir
sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það
hafa allir Píratar núna setið á þingi
þó það sé misjafnlega lengi. Við
erum með stífar reglur um að bera
hluti undir grasrótina. Það getur ekki
átt sér stað á einum degi eins og hjá
öðrum flokkum. Þannig að allar þær
áhyggjur sem hafa verið settar fram
eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum.
Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu
þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokk-
urinn og Flokkur fólksins færu inn á
þing. Hvað hefur mikið af fólki þar
setið áður á þingi? Og formaður ann-
ars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“
segir Birgitta og bætir við að þessi
orðræða gagnvart félögum hennar sé
ósanngjörn. jonhakon@frettabladid.is
Var ýtt til hliðar af ótta
við Sjálfstæðismenn
Birgitta Jónsdóttir fékk ekki heiðurssæti á lista fyrir síðustu kosningar. Hún
segir það hafa verið af ótta við viðbrögð Sjálfstæðismanna. Hún óskar félögum
sínum velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðum og segist ekki vera sár.
„Það sem skiptir máli er að Píratar hafa ítrekað sagt að þeim finnist ekki að
ráðherrar eigi að vera þingmenn og við höfum talað fyrir fagráðherrum. Ég
veit ekki hvernig það verður núna,“ segir Birgitta. FrÉttaBlaðið/Valli
Fyrir nýafstaðnar al-
þingiskosningar var ákveðið
að Birgitta yrði ekki í heið-
urssæti á framboðslista
Pírata.
HeilbrigðiSmál Búast má við alvar-
legum afleiðingum vegna vaxandi
útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi
sem ekki hafa sést um árabil. Þetta
kemur fram í ritstjórnargrein Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis
í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Þórólfur segir í greininni að fyrst
megi nefna alvarlegar afleiðingar
sárasóttar, til dæmis meðfædda
sýkingu. Þá varar hann einnig við
því að ein afleiðinganna gæti verið
meðfæddar HIV-sýkingar. „Því eru
læknar og aðrir heilbrigðisstarfs-
menn hvattir til að vera á varð-
bergi gagnvart þessum sjúkdómum
í sínum daglegu störfum,“ skrifar
sóttvarnalæknir.
Sú aukning sem Þórólfur nefnir
er talsverð. Skrifar hann að fylgst
hafi verið með árlegum fjölda ein-
staklinga sem greinast með sárasótt
og/eða lekanda frá árinu 1896, með
klamydíu frá 1982, HIV frá 1983 og
svo með lifrarbólgu B frá 1985.
Samkvæmt Þórólfi hefur árlegur
fjöldi þeirra sem greinist með lek-
anda aukist árlega frá árinu 2004 og
í fyrra hafi 89 greinst með sjúkdóm-
inn. „Í dag eru flestir sem greinast
með lekanda karlmenn sem stunda
kynlíf með öðrum karlmönnum.“
Sama þróun hefur jafnframt átt
sér stað með sárasótt og í fyrra var
fjöldi nýgreindra með HIV-sýkingu
sá hæsti á einu ári frá því faraldur-
inn hófst. – þea
Sóttvarnalæknir óttast
afleiðingar kynsjúkdóma
SkipulagSmál Deila tveggja land-
eigenda í Húsafelli þarf að fara að
nýju fyrir úrskurðarnefnd umhverf-
is- og auðlindamála.
Eins og Fréttablaðið sagði frá 5.
október 2016 er listamaðurinn Páll
Guðmundson að reisa nýtt hús við
vinnustofur sínar í Húsafelli. „Það er
verið að gera legsteinahús um alla
gömlu, merkilegu legsteinana sem
forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“
sagði Páll í Fréttablaðinu.
Deiliskipulag lóðarinnar og
byggingarleyfi hússins var kært til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála af Sæmundi Ásgeirs-
syni, sem keypti gamla Húsafellsbæ-
inn á árinu 2009 og rekur þar gisti-
heimili. Steinsnar er milli húsanna.
Sæmundur sagði aðkomu að gisti-
heimilinu og bílastæðum tekna
burt og bílastæðin verða notuð af
gestum safns Páls. Ómögulegt yrði
að stækka gistiheimilið og hann
myndi því verða af tekjum. Átroðn-
ingur safngesta á hlaði gistiheimilis-
ins myndi ennfremur gera rekstur
þess erfiðan.
Úrskurðarnefndin sagði hins
vegar kæru Sæmundar vegna deili-
skipulagsins of seint fram komna
og hafnaði því sömuleiðis að ógilda
byggingarleyfi vegna legsteinasafns-
ins. Sæmundur leitaði í framhaldinu
til Umboðsmanns Alþingis sem
segir ekki ljóst hvort nefndin hafi
tekið formlega afstöðu til þess hvort
umdeild auglýsing um samþykkt
deiliskipulagsins hafi verið birt með
fullnægjandi hætti:
„Hafði þetta álitaefni þó sérstaka
og verulega þýðingu í því máli sem
hér er til umfjöllunar, enda verður
að telja að þegar hvort tveggja nafn
svæðis sem deiliskipulag á að taka
til sem og landnúmer þess er rang-
lega tilgreint í auglýsingu skipu-
lagsins í Stjórnartíðindum hljóti
að vakna umtalsverður vafi um
það hvort slík birting geti talist
fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu
umboðsmanns sem leggur fyrir
úrskurðarnefndina að taka málið
fyrir ef Sæmundur óskar þess og það
mun hann þegar hafa gert.
Deilan stendur í raun um tvö
hús; safnahúsið sem nú er verið að
steypa upp og timburhús sem flutt
var á staðinn eftir að deiliskipu-
lagið var kært. Óljóst er hvor húsin
þurfa að víkja falli málið á endanum
Sæmundi í vil og Páli í óhag. – gar
Legsteinasafn Páls fer á ný
fyrir úrskurðarnefnd
4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
5
-B
A
2
8
1
E
2
5
-B
8
E
C
1
E
2
5
-B
7
B
0
1
E
2
5
-B
6
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K