Fréttablaðið - 04.11.2017, Side 12

Fréttablaðið - 04.11.2017, Side 12
LISTVINAfélag hallgrímskirkju 35. starfsár THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIET Y 35TH SEASON KÓRPERLUR Á ALLRA HEILAGRA MESSU í Hallgrímskirkju Gemstones of a capella choral music on All Saint’s Day L I S T V I N A F E L A G . I S • S C H O L A C A N T O R U M . I S AÐGANGSEYRIR / ADMISSION: ISK 3500 MIÐASALA / Ticket sale: Hallgrímskirkja s. / tel. 510 1000 og MIDI.IS ( online midi.is ) SCHOLA CANTORUM STJÓRNANDI / Conductor: Hörður Áskelsson Sunnudaginn 5. nóvember kl. 17 Sunday November 5th at 5 pm Media vita eftir John Sheppard Miserere eftir James MacMillan Requiem eftir Kjell Mörk Karlsen efnisskrá / programme Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar (UTD) undirbýr innkaup á upplýsinga- og skjalakerfi fyrir Reykjavíkurborg. Um er að ræða rafrænt umsjónarkerfi mála, verkefna, skjala, skráa og annarra gagna, sem heldur utan um myndun, umsjón, umsýslu, vinnslu, notkun, stjórnun og varðveislu upplýsinga. Mikilvægt er að kerfið styðji við skilgreinda verkferla í starfsemi Reykjavíkurborgar og allt utanumhald gæðamála. Hluti af undirbúningi fyrir innkaupin er að kalla eftir upplýsingum frá aðilum á markaði sem bjóða slík kerfi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna virkni sinna kerfa og þjónustu skulu vinsamlegast hafa samband við Sigurlaugu B. Stefánsdóttur verkefnastjóra hjá UTD fyrir 15. nóvember nk. á netfangið sigurlaug.bjorg.stefansdottir@reykjavik.is Athugið að þessi markaðskönnun felur ekki í sér neina skuldbindingu um innkaup, hvorki af hálfu Reykjavíkurborgar né áhugasamra aðila. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær innkaupaferlið hefst en það verður framkvæmt í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 og innkaupareglur Reykjavíkurborgar. reykjavik.is/upplysingakerfi-fyrir-reykjavikurborg Upplýsingakerfi fyrir Reykjavíkurborg Markaðskönnun vegna innkaupa Sýrland Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafn- framt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mund- ir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landa- mæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al- Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokall- aða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hern- aðarlegra yfirvalda yfir öllum mús- limum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálf- stæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus,  er góður árangur Sýrlandshers góð áminn- ing um að stríðið gegn kalífadæm- inu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkis- stjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraks- megin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í for- svari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyj- um hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi sam- takanna. thorgnyr@frettabladid.is  Síðustu dagar kalífadæmisins Íslamska ríkið hefur misst 95 prósent af því land- svæði sem hryðjuverkasamtökin réðu yfir. Deir al-Zour, síðasta stóra vígi samtakanna í Sýrlandi, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Unnið er að upprætingu samtakanna bæði í Írak og Sýrlandi. Fall kalífadæm- isins þýðir þó ekki endalok Íslamska ríkisins. Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. NordicphotoS/AFp Tekist hefur að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara úr klóm Íslamska ríkisins og endurheimta 95 prósent landsvæðis kalífadæmisins. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -A 6 6 8 1 E 2 5 -A 5 2 C 1 E 2 5 -A 3 F 0 1 E 2 5 -A 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.