Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 26

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 26
Helgarefni Mikael Torfason e r í k l æ d du r þykkri dúnúlpu þótt það sé fremur milt í veðri. Hann er víst eiginlega alltaf í úlpu. „Það er öryggistilfinningin,“ sagði eitt sinn náinn ástvinur við hann. Hann er með stóran schäferhund með sér og er kominn til að grípa sér kaffibolla með blaðamanni á Gamla kaffihús­ inu í Fellahverfi. Þótt hundar megi núna tæknilega séð fara á kaffihús þá má hann Sesar bíða úti á meðan eigandinn ræðir um líf sitt og tilurð nýrrar bókar. Syndafallið. Nýútkom­ in fjölskyldusaga Mikaels. Foreldrar hans, Hulda og Torfi, eru í miðdepli. Torfi lést í vor eftir bráð veikindi vegna alkóhólisma. Fyrir tveimur árum gaf Mikael út bókina Týnd í Paradís. Þar sagði Mikael frá fyrstu æviárum sínum til fimm ára aldurs. Mikael fæddist með alvarlegan sjúkdóm í meltingar­ færum og bókin var uppgjör við þann tíma en foreldrar hans voru þá í Vottum Jehóva. Faðir í fimmta sinn Mikael býr í Seljahverfinu. Hann hefur sterka tengingu við Breið­ holtið. Þar er hann að hluta til alinn upp. „Ég bjó hérna í Fellunum þegar ég kláraði fyrstu bókina mína. Fyrir tuttugu árum. Nú bý ég í Seljahverfi. Ég hleyp hér í hverfinu á morgn­ ana,“ segir Mikael og lýsir hlaupa­ leiðinni. „Ég hleyp úr Seljahverfinu, hér í gegnum Fellin og fæ smá urban jungle, héðan og í náttúruna í Ell­ iðaárdal og svo aftur heim. Þetta er frábær hlaupaleið,“ segir Mikael. „Ég kann verulega vel við að búa í Selja­ hverfi, það er fallegt og rótgróið. Mér finnst ég heppinn. Ég á hús, ég á fyrir nauðsynjum. Það er ekki sjálf­ sagt,“ segir Mikael, sem eignaðist sitt fimmta barn fyrir tveimur vikum. Mikael er kvæntur Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. „Ég átti þrjú börn fyrir og Elma eina dóttur, sem er þá stjúpdóttir mín,“ segir Mikael frá og bætir því við að tvö barna hans séu í raun uppkomin. „Ég er svolítið stressaður núna því við Elma erum svo til nýkomin heim af fæðingardeildinni. Tengda­ foreldrarnir eru heima að hjálpa til,“ segir hann en öllum heilsast vel. Dagskráin hefur verið þétt. Það er stutt síðan hann frumsýndi verkið Guð blessi Ísland sem hann samdi með Þorleifi Erni Arnarssyni í Borgarleikhúsinu og nú fylgir hann eftir nýrri bók. Hann segist vera svo­ lítið í lausu lofti. Skammt stórra högga á milli „Það er erfitt að ganga svona nærri sér. Ætli maður sé ekki líka svolítið stressaður yfir því hvernig fólk tekur þessari frásögn. Þetta ár hefur verið mikill tilfinningarússíbani. Pabbi dó í vor og ég var rétt í þessu að eignast dóttur. Ég er svolítið í lausu lofti,“ segir Mikael spurður hvernig honum líði nú þegar bókin er komin út. „Árið 2017 hefur einkennst af öfgum í bæði sorg og gleði. Það hefur verið skammt stórra högga á milli og það er þess vegna sem ég hef ekki haft tíma til að gera upp tilfinn­ ingar mínar. Mér hefur aldrei verið meira sama um þá dóma sem ég fæ. Lífið skiptir meira máli núna,“ segir hann en Mikael missti af frumsýn­ ingu verksins Guð blessi Ísland því dóttir hans fæddist aðfaranótt frum­ sýningardagsins. Verkið hlaut mikið lof gagnrýnenda, fimm stjörnur í Fréttablaðinu, en hann hefur haft lítinn tíma til að melta viðtökur við leikriti og bók. „Ég á kannski bágt með að svara því hvernig mér líður núna eftir að bókin er komin út. Ég man samt vel hvernig mér leið þegar ég var að klára að skrifa bókina. Ég var í miklu uppnámi. Að skrifa um pabba og alkóhólismann. Horfa á þetta allt saman af væntumþykju. Það var erfitt uppgjör en samt mikil hreinsun. Ég hef oft notað skriftir til að hreinsa út tilfinningar. Stundum í gegnum skáldaðar persónur en síðar í skrifum um mig og fjölskylduna.“ Heppinn Sagan er óvægin. Mikael dregur ekk­ ert undan í frásögn sinni. Öfgarnar í fjölskyldulífi hans eru miklar. Móðir hans, Hulda, sveiflast í glímu við geð­ veiki, fátækt og ástarsorg. Stundum er hún glöð diskódrottning. Öðrum stundum undirgefinn Vottur Jehóva. Faðir hans var athafnasamur drykkjumaður. Ævintýramaður. Mikael og systkini hans þurfa oft að axla ábyrgð og hafa áhyggjur sem ættu ekki að vera hluti barn­ æskunnar. „Ég var heppinn að eignast þau fyrir foreldra. Ég hef alltaf fengið að hafa rödd. Segja frá upplifun minni og okkar sögu. Hún hefur aldrei verið bæld. Mamma og pabbi eru bæði þannig persónuleikar og hafa verið miklir þátttakendur í bókum mínum. Ég tók viðtöl við pabba fram á dauðadag hans. Ég er enn að taka viðtöl við mömmu. Þeim finnst ekkert sjálfsagðara. Ég á fleiri, fleiri klukkutíma af viðtölum við foreldra mína. Ég er með þetta allt vélritað. Mér finnst ævi þeirra mjög merki­ leg,“ segir Mikael. Góðir vinir Torfi Geirmundsson, faðir Mikaels, var vel þekktur í íslensku samfélagi. Hann rak Hárhornið við Hlemm um árabil. Hann var sextíu og sex ára gamall þegar hann lést í vor. Þeir feðgar voru góðir vinir. „Ég kann enga skýringu á því hvers vegna við vorum alltaf góðir vinir. Alveg þangað til hann dó. Ég var mikið með honum þessar síðustu vikur í lífi hans. En fram að því töluðum við saman mörgum sinnum í Flókið að vera besti vinur pabba Árið 2017 hefur fyrir Mikael Torfasyni einkennst af öfgum í gleði og sorg. Hann missti föður sinn í vor úr alkóhólisma og eignaðist barn fyrir tæpum tveimur vikum. Hann gerir upp uppvöxt sinn og sögu fjölskyldu sinnar á óvæginn en hlýjan máta í nýrri bók, Syndafallinu. Í frásögninni tekst hann á við siðferði- legar spurningar um lífið og dauðann. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ „Í mörg ár fannst mér ég þurfa að vera eins og hann, harður og duglegur. Brynja mig. Ég slaufaði yfir tilfinningarnar því það var það sem ég hélt að maður yrði að gera til að komast af,“ segir Mikael sem segir sjálfskoðun og skrif undanfarin ár hafa leitt sig áfram í þroska og í átt að jafnvægi. FrÉttaBlaðið/ernir 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -C 4 0 8 1 E 2 5 -C 2 C C 1 E 2 5 -C 1 9 0 1 E 2 5 -C 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.