Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 40

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 40
D-víta mín er nauðsyn legt fyr-ir heil brigt tauga kerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsyn legt fyr ir húðina, bein in, sjón ina og heyrn ina svo nokkuð sé nefnt og það ver okk ur fyr ir al var leg um sjúk dómum. Rann- sóknir gefa einnig sterkt til kynna að D-vítamín sé í raun grund- vallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma en vitað er um a.m.k. 100 mismunandi sjúk- dómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamínskorti. D-vítamínskortur á norðlægum slóðum „Sérfræðingar við Friedman School of Nutrition Science and Policy hafa birt rannsóknir sem gerðar voru á skólabörnum í Boston og sýndu að allt að 90% þeirra skorti D-vítamín. Einnig kom þar fram að þeir sem eru í ofþyngd, með dökka húð og/eða lifa á norð- lægum slóðum séu oftar í skorti en aðrir. Þessar niðurstöður ættum við á Íslandi ekki að hundsa þar sem hér vantar verulega upp á að sólin skíni nægilega mikið á okkur og einnig eru allt of mörg börn í ofþyngd. Við þetta má svo bæta að lands- könnun á mataræði 6 ára barna á Íslandi frá 2011–2012 sýndi að einungis um 25% barnanna fengu ráðlagðan dagskammt eða meira af D-vítamíni og var neysla fjórðungs barna undir lágmarksþörf (2,5 µg/ dag). Vonandi eru þessar tölur orðnar betri í dag en það er full þörf á stöðugri umfjöllun þar sem þetta vítamín er okkur svo lífs- nauðsynlegt,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumark- þjálfi hjá Artasan. Allt að þrefaldur dagskammtur Í september voru svo birtar niðurstöður klínískra rann- sókna (við sama skóla) þar sem skoðað var hvað það þyrfti mikið magn í daglegri inntöku af D-vítamíni til að hækka gildin hjá þeim börnum sem mældust í skorti. Í ljós kom að stærstur hluti barnanna þurfti að taka 2000 a.e. (alþjóðlegar einingar) af D-vítamíni í 6 mánuði til að ná ásættan- legum gildum en hámarksskammtur fyrir 9 ára og eldri er 4000 a.e. á dag. Þetta segir okkur að ef um D-víta- mínskort er að ræða, dugir ekki að taka bara ráðlagðan dag- skammt, enda eru þeir hugsaðir til að viðhalda þeim gildum sem fyrir eru, ekki til að hækka þau. Hver eiga gildin að vera? Landlæknis- embættið telur að D-vítamín gildin eigi ekki að fara undir 50 nmól/l og eru það svokölluð skortsmörk. Dr. Michael Holick, sem er einn helsti sérfræðingur í heimi um D-vítamín og mikilvægi þess, telur að lágmarksgildi ættu að vera 75 nmól/l og reyndar eru fleiri sér- fræðingar þeirrar skoðunar. Ef við erum nálægt skortsmörkum má kannski segja að hættan á skorti sé frekar fyrir hendi, þ.e.a.s. ef við sleppum því að taka vítamínið inn. Hvar fáum við D-vítamín Þetta vítamín er ekki eins og önnur vítamín sem við getum fengið úr fjölbreyttri fæðu en aðeins um 10% af D-vítamíni koma úr matnum. Sólin er helsta og besta uppspretta D-vítamíns en það verður til í líkama okkar vegna áhrifa UVB-geisla sólarinnar á húðina. Þetta gerist eingöngu þegar sólin er mjög hátt á lofti og ef hún skín á stóran hluta líkamans. Landlæknisembættið hvetur fólk til þess að taka D-víta- mín sérstaklega í formi bætiefna því eins og áður kom fram er það okkur lífsins ómögulegt að fá það úr fæðunni eða frá sólinni nema í takmörkuðum mæli, D-vítamín dagur 2. nóvember er víða kallaður D-víta mín dagurinn (og sums staðar D-vítamín vika) þar sem lögð er sérstök áhersla á að upplýsa fólk um mikilvægi D-vítamíns. Þetta er að sjálfsögðu gert með það að leiðarljósi að bæta heilsu- far almennings. Mikil vakning hefur orðið á sl. árum eða áratug hvað varðar neyslu á D-vítamíni og sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að við getum stórbætt heilsufar okkar með því að taka inn meira af því í formi bætiefna en sem nemur opinberum ráðlegg- ingum. Helsta ástæðan er líklega sú að allt of margir eru í skorti eða við skortsmörk á meðan ráðlagðir dag- skammtar miðast við að viðhalda gildunum en ekki að hækka þau. D-lúx munnspreyin frá Better You tryggja hámarksupptöku en með því að úða D-lúx út í kinn förum við fram hjá meltingar- kerfinu og tryggjum hraða og mikla upptöku. D-lúx hentar grænmetisætum og sykursjúkum, sem og þeim sem eru á glútein- lausu fæði. Sölustaðir: Flest apótek, heilsu- búðir og heilsuhillur verslana. D-vítamín skortur algengur á norrænum slóðum Ný rannsókn sýnir að börn sem voru í D-vítamínskorti þurftu að taka allt að þrefaldan dagskammt í sex mánuði til að ná ásættanlegum gildum. Íslendingar þurfa að taka D-vítamín allt árið um kring. D-lúx 3000 munnúðarnir eru til fyrir alla aldurshópa. Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumark- þjálfi hjá Artasan. Þeir sem eru í ofþyngd, með dökka húð og/eða lifa á norðlægum slóðum eru oftar í skorti en aðrir. Friedman School of Nutrition Science and Policy ERTU MEÐ STERK BEIN? BEINVERND ER MIKILVÆG ALLA ÆVI OSTEO ADVANCE er fullkomin blanda fyrir beinin • Kalk og magnesíum í réttum hlutföllum • D vítamín tryggir upptöku kalksins • K2 vítamín sér um að kalkið skili sér í beinin Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -0 E 1 8 1 E 2 6 -0 C D C 1 E 2 6 -0 B A 0 1 E 2 6 -0 A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.