Fréttablaðið - 04.11.2017, Side 49
ER FRAMTÍÐ
ÞÍN HJÁ
OKKUR?
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 5100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu
í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar
starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum
á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Marel, www.marel.is/störf.
VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI
Weighing, grading & batching
Marel leitar að metnaðarfullum leiðtoga í starf vöruþróunarstjóra
sem mun bera ábyrgð á vöruþróun og rannsóknarstarfi á
vigtunar- og flokkunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að
búa yfir hæfni til að ná fram og skilja þarfir vöruþróunarteyma,
auk þess að byggja upp faglegt þekkingarumhverfi. Starfið felur
í sér að móta og framfylgja stefnu og framtíðarsýn vöruhópsins í
samræmi við heildarstefnu Marel.
Starfssvið:
• Leiða og byggja upp öflugt vöruþróunarteymi
• Þróa og viðhalda grunntækni vöruhópsins
• Útbúa og framfylgja vöruþróunaráætlun fyrir nýjar og núverandi vörur
• Viðhalda nánu samstarfi við iðnaðar-, sölu- og framleiðslusvið innanhúss
og við lykilviðskiptavini
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og tæknilegur bakgrunnur
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og drifkraftur
• Áhugi og/eða þekking á vigtunar- og flokkunartækni af ýmsu tagi
• Metnaður fyrir því að leiða teymi og vinna með öðrum
• Lágmark 3-5 ára starfsreynsla í að leiða teymi með góðum árangri
• Skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og eiga auðvelt með að aðlagast
breytingum
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir,
Innovation Cluster Manager, Iceland & UK,
gudbjorg.gudmundsdottir@marel.com eða í síma 563-8000.
HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR
Marel óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við hugbúnaðargerð í
vöruþróun. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við
krefjandi verkefni í þverfaglegu teymi í alþjóðlegu umhverfi. Starfið
felur í sér þróun og innleiðingu á hugbúnaði fyrir vélar og lausnir
þróaðar af Marel ásamt prófunum.
Starfssvið:
• Hugbúnaðarþróun, hönnun og forritun tækja og hugbúnaðarlausna
sem notaðar eru í kjöt-, kjúklinga- og fiskiðnaði
• Samþætting lausna með því að tengja saman hugbúnaðareiningar
mismunandi tækja
• Prófanir á hugbúnaðareiningum og samþættum kerfum
• Innleiðing og prófanir kerfa hjá viðskiptavinum og samstarfsaðilum
um allan heim
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði
• Skapandi hugsun og hæfni til að starfa í teymi
• Þekking á C++ og/eða öðrum hlutbundnum forritunarmálum
• Þekking á HTML, CSS, JavaScript, Angular er kostur og Linux kunnátta er
æskileg
• Góð enskukunnátta, í töluðu jafnt sem rituðu máli
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Kristín Pálsdóttir, Infrastructure
Manager, Innovation, anna.palsdottir@marel.com eða í síma 563-8000.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 L AU G A R DAG U R 4 . n óv e m b e r 2 0 1 7
0
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
5
-E
B
8
8
1
E
2
5
-E
A
4
C
1
E
2
5
-E
9
1
0
1
E
2
5
-E
7
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K