Fréttablaðið - 04.11.2017, Side 63
1
1
4
4
2
2
3
3
AA
BB
CC
DD
EE
FF
GG
HH
II
JJ
Mannvit óskar eftir fagfólki í eftirfarandi stöður við
starfsstöð fyrirtækisins í Kópavogi.
Landslagsarkítekt
Mannvit óskar eftir landslagsarkitekt til starfa á mannvirkja- og umhverfissvið fyrirtækisins.
Verkefni fyrirtækisins eru fjölbreytt hönnunar- og ráðgjafastörf, almenn skipulagsmál og skipulagsgerð
auk landslagsgreininga þar sem lagt er mat á sérstöðu, eiginleika og gildi landslags á ákveðnu svæði
vegna framkvæmda.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Sérþekkingu á landslagshönnun og landslagsgreiningum æskileg.
• Reynsla af skipulagsgerð æskileg.
• Góð kunnátta í almennum teikniforritum og/eða ArcGIS eða sambærilegum landfræðilegum
upplýsingakerfum. Þekking á umhverfismálum og sjálfbærri hönnun.
• Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Sé hugmyndaríkur og hafi frumkvæði og metnað.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Reyndur burðarþolshönnuður
Viðkomandi þarf að geta tekið að sér alhliða burðarþolshönnun og hafa staðgóða og fjölbreytta reynslu
af slíkri hönnun.
Menntunar- og hæfnikröfur
• M.Sc. gráða í verkfræði eða B.Sc. gráða í byggingartæknifræði með sérhæfingu í burðarþoli.
• Æskilegt að viðkomandi hafi að lágmarki 3 ára starfsreynslu af hönnun burðarvirkja.
• Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með FEM- reiknilíkön.
• Reynsla af BIM hönnun og þekking á Tekla Structures er kostur.
• Reynsla af hönnunarstjórn og verkefnastjórn er kostur.
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
Byggingartæknifræðingur eða verkfræðingur á sviði samgangna og veitna
Viðkomandi þarf að geta sinnt verkefnum í veituhönnun, með sérstaka áherslu á hönnun veitna í
þrívíddarhönnunarforritum. Einnig þarf viðkomandi að geta sinnt öðrum verkefnum sem snúa að þéttbýlistækni.
Menntunar- og hæfnikröfur
• B.Sc. eða M.Sc. gráða í byggingarverkfræði eða tæknifræði (áhersla á samgöngur og veitur er æskileg).
• Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu.
• Reynsla í veituhönnun (fráveita, vatnsveita og hitaveita) er æskileg.
• Þekking á þrívíddarhönnunarforritum (Autocad Civil 3d eða Microstation Inroads) er æskileg.
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku, ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.
Umsóknarfestur er til og með 13. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri Mannvirkja og umhverfis í síma 422 3015.
Sótt er um störfin á heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is
Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, rekstrar, jarðvísinda, umhverfis, byggingarefnarannsókna,
verkefnastjórnunar og heildarumsjónar verkefna. Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði
verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks
með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður
best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.
Við hvetjum konur jafnt sem
karla til að sækja um starfið.
Árangur
í verki
Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalar-
og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík
Dvalar - og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir
hjúkrunarfræðingi til starfa í 80-100% stöðugildi.
Á Jaðri eru 12 hjúkrunarrými og 5 dvalarrými.
Heimilið var nýlega stækkað og allt tekið í gegn.
Þar er vinnuaðstaða með því besta sem gerist.
Nánari upplýsingar veitir Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðu-
maður, í síma 857-6605
Skriflegum umsóknum er tilgreini menntun, fyrri störf og 2 um-
sagnaraðila ber að skila til forstöðumanns Jaðars fyrir 20. nóvem-
ber 2017 á netfangið jadar@snb.is ellegar á póstfangið Hjarðartún
3a, 355 Ólafsvík
Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum
sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ.
Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir,
Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri
er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík – og veðrið er að sjálfsögðu alltaf
gott undir Jökli!
Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna.
Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður
bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi.
Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir,
golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík.
Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma.
Snæfellsbær
Forstöðumaður
Rafiðnaðarskólinn
óskar eftir að ráða
í fullt starf sviðsstjóra
veikstraums.
Starfslýsing:
Í starfinu felst meðal annars að leiða og halda utan
um eftirmenntunarnámskeið á sviði veikstraums og
stýra innleiðingu nýrra námskeiða auk þróunar
núverandi námskeiða.
Viðkomandi starfsmaður starfar jafnframt með
öðrum starfsmönnum Rafiðnaðarskólans að fram-
gangi eftirmenntunar fyrir félagsmenn RSÍ og SART.
Sviðsstjóri veikstraums er talsmaður þess sviðs í
nánu samstarfi við skólastjóra.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður sinni
einhverri kennslu.
Starfskröfur:
• Víðtæk þekking og reynsla á sviði veikstraums
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Nánari upplýsingar veitir Stefán Sveinsson,
skólastjóri, stefan@raf.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017.
Öllum umsóknum verður svarað
og 100% trúnaðar gætt.
Stórhöfða 27 | 110 Reykjavík | Sími 568-5010
Fax 581-2420 | www.raf.is | skoli@raf.is
0
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
5
-F
F
4
8
1
E
2
5
-F
E
0
C
1
E
2
5
-F
C
D
0
1
E
2
5
-F
B
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K