Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 80

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 80
Afinn og faðir körfuboltans í Hafnarfirði, Ingvar Jónsson, með tveimur barnabörnum sínum og körfu- boltastrákum. Hilmar Péturs- son er til vinstri og Kári Jónsson til hægri. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ljóðstafur Jóns úr  Vör Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sautjánda sinn til árlegu ljóða sam- keppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur er til og með 8. desember og skal ljóðum skilað í fjórum eintökum undir dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá verðlaun eða viðurkenningu verða opnuð og öllum gögnum verður fargað að keppni lokinni. Athugið að ljóðin mega ekki hafa birst áður. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar Skilafrestur í kepp nina er til og með 8 . d es em b er 2 01 7 / Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt sunnu- daginn 21. janúar 2018 í Salnum í Kópavogi. Verðlauna afhendingin er liður í Dögum ljóðsins í Kópavogi, árlegri ljóðahátíð sem hefur þann tilgang að efla og vekja áhuga á ljóðlist. Nánari upplýsingar: menningarhusin@kopavogur.is eða 441 7607 Utanás kriftin e r Mennin garhúsi n í Kóp avogi Digrane svegi 1 200 Kó pavogu r Einn efnilegasti körfubolta-maður landsins, hinn tvítugi Kári Jónsson, skrifaði nýlega undir samning við uppeldisfélag sitt Hauka eftir að hafa leikið einn vetur með Drexel-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann segir aðal- ástæðu vistaskiptanna tilkomna vegna þess að hann var einfaldlega hættur að hafa gaman af hlutunum ytra. „Mér leið ekki nógu vel og hafði ekki gaman af því sem ég var að gera dagsdaglega. Ég þurfti að ákveða hvað væri best fyrir mig persónulega og þótt þetta hafi verið mjög erfið ákvörðun og tækifæri sem erfitt er að gefa frá sér var þetta það sem ég þurfti að gera. Mér líður strax betur hérna heima og finn að neistinn gagnvart körfunni og daglegu lífi er kominn aftur.“ Hann segir lífið í Bandaríkjunum undanfarið ár hafa verið fínt að mörgu leyti. „Auðvitað er margt öðruvísi þar en hér heima á Íslandi. Helsti munurinn er hversu stórt allt er í Bandaríkjunum en skólinn og körfuboltinn er sama batteríið og er haldið mjög vel utan um allt saman. Það voru t.d. nokkrir námsráðgjafar sem sáu bara um körfuboltaliðið sem hjálpaði mér persónulega mjög mikið auk þess sem liðið hafði 4-5 þjálfara í full starfi.“ Mikil körfuboltafjölskylda Kári er fæddur inn í mikla körfu- boltafjölskyldu. Afi hans er Ingvar Jónsson körfuboltaþjálfari, oft nefndur faðir körfuboltans í Hafnarfirði. Faðir hans er Jón Arnar Ingvarsson, margfaldur landsliðs- maður í körfubolta auk þess sem föðubróðir hans, Pétur Jónsson, á að baki 27 landsleiki með A-lands- liðinu í körfubolta. „Það er talað um fátt annað en körfubolta í fjölskylduboðum. Ég læri svo mikið frá þeim sem mér finnst mjög dýrmætt. Eini gallinn er að oft eftir tapleiki eða slaka leiki þá fær maður strax að heyra hvað maður hefði getað gert betur. Það er ekki endilega það sem maður vill heyra strax eftir slakan leik en kannski það sem maður þarf að heyra til að læra af þeim.“ Spenntur fyrir þjálfun Hann segist spenntur fyrir nýbyrj- uðu tímabili, Haukar séu með spennandi hóp og skemmtilegt lið. „Auðvitað er tímabilið nýbyrjað og liðið er með nýjan útlending þannig að við erum ennþá að slípa okkur saman. Ég er mjög spenntur fyrir vetrinum og það verður fjör. Ég mun a.m.k. klára þennan vetur heima og næsta sumar skoða ég möguleika mína. Ef tækifæri opnast til að spila í Evrópu mun ég skoða það en núna er einbeitingin hérna heima.“ Fátt annað en körfuboltinn kemst því að í lífi Kára þessa dagana. Þegar hann er spurður hvert hann stefni síðar í lífinu viðurkennir hann að hann hafi í raun ekki hugmynd um hvað hann vilji starfa við eða hvernig nám hann vilji stunda. „Vonandi kemur það á næstunni. Það er margt sem mig langar til að læra enn frekar um boltann þannig að þjálfun er eitthvað sem ég mun örugglega fara út í.“ Hvað ætlar þú að gera um helg- ina? Það er ekkert planað annað en æfingar og gera eitthvað skemmti- legt með kærustunni og fjölskyldu. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Þessi týpíski ameríski morgunmatur, egg, beikon og pönnukökur. Hver er uppáhaldsmaturinn? Það Finnur aftur fyrir neistanum Kári Jónsson, einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, heldur mikið upp á grínistann Pétur Jó- hann og segir Hafnarfjörð klárlega vera besta bæ landsins. Hann stefnir á atvinnumennskuna. Kári Jónsson í leik með U20 ára landsliðinu á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar þar sem liðið lenti í 8. sæti. MYND/FIBA er jólamaturinn í fjölskyldunni sem er rjúpur. En það er bara einu sinni á ári þannig að uppáhalds helgarmaturinn er góð steik og bernaise-sósa. Það er fátt sem toppar það. Hvaða NBA-leikmenn eru í mestu uppáhaldi? Það er LeBron James en sá sem ég horfi á aðallega til að læra af er Manu Ginobili, örvhentur galdramaður. Hvernig tónlist hlustar þú á? Aðallega rapp og hipphopp. Herra Hnetusmjör er besti íslenski tón- listarmaðurinn. Hvernig kvikmyndasmekk hefur þú? Ég horfi meira á sjóvarpsþætti. Í mestu uppáhaldi eru Game of Thrones, The Walking Dead og Stranger Things. Hver er fyndnasti maður lands- ins? Pétur Jóhann Sigfússon. Er Hafnarfjörður besti bær lands- ins? Alveg klárlega, enginn annar bær kemst nálægt því. Hvaða hæfileika hefur þú sem utanaðkomandi vita ekki um þig? Ég er ekki þekktur fyrir mikla hæfi- leika en það sem fáir vita er að ég er mjög góður nuddari. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 6 -0 E 1 8 1 E 2 6 -0 C D C 1 E 2 6 -0 B A 0 1 E 2 6 -0 A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.