Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 96
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Elsa Borg Jósepsdóttir
frá Borgum, Skógarströnd, áður til
heimilis að Funalind 1, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 2. nóvember 2017.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.00.
Guðbjörn Jósep Guðjónsson
Þorsteinn Rúnar Guðjónsson
Sigrún Borg Guðjónsdóttir Jón Kristjánsson
Kolbrún Guðjónsdóttir Finnur Ingimarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ólína Anna Guðjónsdóttir
Eiðhúsum, Miklaholtshreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Erling Jóhannesson
Eva Erlingsdóttir Lárus Björnsson
Una Erlingsdóttir Vagn Ingólfsson
Jóhannes Erlingsson Valborg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
Phillip Park
Holtsvegi 25, Garðabæ,
andaðist á heimili sínu 29. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 7. nóvember
kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á lungnadeild
A-6 Landspítalans í Fossvogi. Blóm og kransar afþakkaðir.
Sérstakar þakkir til stúlknanna í heimaaðhlynningunni og
starfsfólks lungnadeildar A-6 LSH.
Elín Park
María Poulsen
Lorraine Hodgson Harvey Hodgson
Simon Patrick Park Dawn Park
David Trevor Park Nína Guðrún
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarþel
við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Hauks Sveinssonar
frá Baldurshaga í Bolungarvík.
Einnig viljum við þakka starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umhyggju
þess og góða umönnun.
Sveinn Rúnar Hauksson Björk Vilhelmsdóttir
Óttar Felix Hauksson Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir
Sigríður Hauksdóttir Evald Sæmundsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Valdimar Þór Hergeirsson
fyrrverandi yfirkennari við
Verzlunarskóla Íslands,
sem lést á líknardeild Landspítalans
28. október verður jarðsunginn frá
Neskirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 13.
Ragnar Þór Valdimarsson Brynja Baldursdóttir
Alda Björk Valdimarsdóttir Guðni Elísson
Örn Valdimarsson Aðalheiður Ósk Guðbjörnsd.
Brynja Tomer
og barnabörn.
Ástær eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Þór Þorsteins
framkvæmdastjóri,
lést mánudaginn 30. október á
Landakotsspítala. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn
17. nóvember kl. 13.00.
Dóra Egilson
Egill Þorsteins Marta Þórðardóttir
Karl Þorsteins Erla Traustadóttir
Snæfríð J. Þorsteins
Ugla, Þórdís Stella, Halldóra Þöll,
Kamilla, Úlfur Þór, Trausti Þór og Unnar Elí.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu og móður okkar,
Svanhildar
Sveinbjörnsdóttur
hagfræðings,
Fögruhæð 6, Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar
Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Arnar Jónsson
Karen Arnarsdóttir
Emilía Arnarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna andláts og útfarar
Bjarna Pálssonar
fyrrverandi skólastjóra Núpsskóla í
Dýrafirði og framhaldsskólakennara
í Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans
fyrir frábæra umönnun og umhyggju.
Valborg Þorleifsdóttir
Þorleifur Bjarnason Hildur Ómarsdóttir
Hrefna Bjarnadóttir Bjarni Birgisson
Anna Bjarnadóttir Jón Emil Magnússon
Páll Geir Bjarnason
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Ólafs Jóhanns Jónssonar
læknis,
Eiríksgötu 27, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar
á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir einstaka umönnun
og hlýhug.
Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir
Gylfi Ólafsson Ingibjörg Sigrún Einisdóttir
Vala Ólafsdóttir
Kristján Ívar Ólafsson Heba Helgadóttir
Jón Ívar Ólafsson Ingunn Ásta Sigmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vett-vang, mitt á milli þess sem hefð-
bundnar hönnunarbúðir og listgallerí
bjóða upp á. Reglulega fáum við því til
liðs við okkur listamann eða hönnuð sem
fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna
verk sín innan um okkar vörur sem hanga
í sitthvorum færanlega rammanum og
eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn
í heildarmyndina,“ segir fatahönnuðurinn
Magnea Einarsdóttir sem rekur A.M.Con-
cept Space ásamt Anítu Hirlekar.
„Með því að stilla okkar vöru upp á
þennan hátt trúum við því að skilin á
milli fatahönnunar, myndlistar og ann-
arra skapandi miðla minnki og sameinist
á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar
ekki ósvipað vinnuferli annarra lista-
manna. Okkur finnst oft vanta upp á
þennan skilning hvað varðar fatahönnun
og kannski hönnun almennt, fatnaður
er svo daglegt brauð í lífi hverrar mann-
eskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll
afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar
rannsóknarvinnu,“ segir Aníta.
Magnea segir að breiður hópur leggi
leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa
sér föt eða til að skoða þau listaverk sem
prýða rýmið hverju sinni.
Skyggnast inn í hugarheim
annarra listamanna
Þær Aníta og Magnea kynntust í Central
Saint Martins listaháskólanum í London.
„Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálf-
stæð og skapandi vinnubrögð þar sem
vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en
lokaútkoman. Við vorum hvattar til að
sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna
ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu
og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins
langt og þær komust,“ segir Magnea.
„Frá útskrift höfum við báðar hannað
undir eigin merkjum ásamt því að hafa
unnið samstarfslínur við önnur merki,
sýnt bæði hér heima og erlendis og
verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna
Íslands. Við eigum því ýmislegt sameigin-
legt. Þegar við vorum að eiga samtal um
það leyti sem við vorum að opna búðina
þá áttuðum við okkur á því hvað þessi
bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“
útskýrir Aníta.
Magnea tekur undir og bætir við:
„Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast
inn í hugarheim annarra listamanna
og finnum að aðrir hafa áhuga á því að
skyggnast inn í okkar.“
Báðar eru þær sammála um að það sé
vöntun á sýningarrými fyrir listamenn.
Það kemur þeim því ekki á óvart að við-
tökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir
sér spennandi listaár fram undan. „Já við
finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal
listamanna og annarra hönnuða. Við finn-
um að við erum með eitthvað spennandi
í höndunum og svo hefur verið vöntun
á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa
dagana erum við að auglýsa eftir hug-
myndum frá fólki sem hefur áhuga á að
sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir
öllum miðlum,“ segir Aníta.
Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýn-
inganna fram undan verður Magnea fyrir
svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2
mánuðir en sýningar mega vara í skemmri
tíma og erum við opnar fyrir stuttum við-
burðum líka.“ gudnyhronn@365.is
Spennandi listaár fram undan
Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningar-
rýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja
upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili.
A.M.Concept Space er til húsa við Garðastræti 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r48 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Okkur finnst forvitni-
legt að skyggnast inn í
hugarheim annarra listamanna
og finnum að aðrir hafa áhuga á
því að skyggnast inn í okkar.
0
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
5
-C
8
F
8
1
E
2
5
-C
7
B
C
1
E
2
5
-C
6
8
0
1
E
2
5
-C
5
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K