Fréttablaðið - 04.11.2017, Síða 106
Nítró sport / Urðarhvarf 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is
Á 2018 árgerð
Sherco hjólum í dag
kl. 15:00-18:00.
Léttar veitingar.
FRUMSÝNING
30% afsláttur af hjálmum
og enduró- og crossgöllum
Bækur
Búrið
HHHHH
Lilja Sigurðardóttir
Útgefandi: JPV útgáfa
Prentun: Bookwell, Finnlandi
Síðufjöldi: 373
Kápuhönnun: Halla Sigga
Búrið er lokahnykkurinn í æsi
spennandi þríleik hins flinka
spennusagnahöfundar Lilju Sig
urðardóttur. Fyrri bækurnar tvær,
Gildran og Netið, hafa fengið lof
samlega dóma, bæði hér á landi
og erlendis. Í Gildrunni er sjónum
beint að Sonju sem algjörlega vilja
laus hefur flækst inn í hættulegan
heim kókaínsmyglara og á sér enga
ósk heitari en að sleppa úr gildr
unni og lifa í friði með syni sínum.
Inn í söguna flækist ástkona Sonju,
bankakonan Agla sem er með alls
kyns óhreint mjöl í pokahorninu.
Agla fær svo meira rými í Netinu þar
sem hún braskar með grunsamlegar
millifærslur og peningaþvott en það
gerir hún sjálfviljug, rekin áfram af
margþekktri löngun til að græða
meira í dag en í gær.
Búrið á sér stað nokkrum árum
eftir atburðina í Netinu. Agla er nú
í aðalhlutverki, Sonju hefur verið ýtt
til hliðar og til útlanda þar sem hún
stundar undarlega en augljóslega
kolólöglega starfsemi tengda eitur
lyfjum. Agla sjálf þarf hins vegar
að svara til saka fyrir gjörðir sínar í
fyrri bókum og er framan af lokuð
inni í fangelsi og er að auki dauðsár
út í Sonju sem hefur yfirgefið hana
skýringarlaust. Stuttu eftir mislukk
aða tilraun til sjálfsvígs bjóða forrík
ir erlendir stórnotendur á áli Öglu
vinnu sem ráðgjafi á þeirra vegum,
en þeir hafa undanfarin ár neyðst
til að kaupa ál langt yfir heims
markaðsverði. Agla grípur þetta
hálmstrá fegins hendi og kastar
sér út í vinnuna, fullkomlega með
vituð um að hún er ekki lögleg. Sér
til aðstoðar fær hún blaða
k o n u n a
Maríu sem
l e s e n d u r
k a n n a s t
vel við úr
Netinu og
inn í söguna
f l æ k j a s t
fleiri per
s ó n u r ú r
hinum bók
unum tveim
ur, bæði vinir
o g ó v i n i r
Ö g l u , a u k
þess sem hún
kynnist nýju
fólki og Elísu,
stúlku sem hún
verður mjög
hrifin af.
P e r s ó n u
g a l l e r í i ð e r
f j ö l s k r ú ð u g t
í Bú r i n u o g
n a u ð s y n l e g t
að hafa lesið
hinar bækurnar tvær til að átta
sig almennilega á þeim. Lilju tekst
að draga upp skýra mynd af hinni
köldu en ástríðufullu Öglu og sömu
leiðis stendur viðskiptabraskarinn
Ingimar og Anton sonur hans les
endum ljóslifandi fyrir sjónum. Ég
get þó ímyndað mér að Sonja sé
þeim sem ekki hafa lesið fyrri bæk
urnar svolítil ráðgáta auk þess sem
fleiri aukapersónur eru dregnar of
óljósum línum til að lesandinn nái
almennilega utan um þær. Til að
mynda hefði ég gjarnan viljað lesa
meira um samband Öglu og Elísu
alveg eins og mig langaði að vita
meira um tilfinningalíf Sonju og
Öglu í Netinu. Þetta
breytir þó ekki því
að Búrið er hörku
spennandi fletti
tryllir með stutt
um köflum þar
sem oft og hratt
er skipt á milli
sjónarhorna til
að halda lesand
anum á tánum.
Sögupersónurn
ar vaða margar
úr öskunni í eld
inn, hvað eftir
annað, og virð
ast pikkfastar í
sínu persónu
lega búri, hvort
sem það teng
ist gjörðum
þeirra sjálfra,
annarra eða
er tilfinninga
legs eðlis. Það
eru margir
boltar á lofti en Lilja
missir ekki einn einasta. Sem betur
fer sér til sólar undir lok bókar hjá
sumum persónanna – en alls ekki
öllum.
Helga Birgisdóttir
NiðurStaða: Æsispennandi reyfari
um ástir og átök í framandi glæpaheimi
sem inniheldur þó skýra skírskotun til
íslensks samfélags í dag.
Á ógnarhraða úr öskunni í eldinn
Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað
í borginni Kouvola í Finnlandi í
meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu
opnaði Björgvin sýningu í listasafni
borgarinnar undir heitinu Straumur.
Björgvin lærði fyrst hér heima en fór
síðan í framhaldsnám til London,
Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi.
Spurður um hvað hann sé að sýna að
þessu sinni segir Björgvin það vera
ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og
allar tengist þær umhverfinu bæði
í nágrenni við þar sem hann býr, í
NorðurFinnlandi og svo er hluti
myndanna frá Reykjavík. „Hér áður
var ég meira í málverkinu en hef
einbeitt mér meira að ljósmyndinni
síðustu ár með áherslu á ljóðræna
stemningu.“
Björgvin segir titil sýningarinnar
vísa einkum í myndir sem hann
hefur tekið af ám. „Þetta verða svona
hálfgerðar abstraktmyndir þó svo
þær séu í raun hlutlægar. En svo eru
einnig aðrar myndir sem eru teknar
í þokuslæðingi að morgni við ána í
Kuusankoski sem er hér skammt frá.
Það sem vekur athygli mína í nátt
úrunni hér í samanburði við heima
á Íslandi er að hér er náttúran öll
mun mildari. Það er þó mjög fallegt
hérna en þá einkum niður við vötnin
og árnar og skógurinn býr líka yfir
sinni fegurð enda hef ég gert talsvert
af því að mynda þar.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouv
ola en síðast var það fyrir þremur
árum. „Þá var ég með sýningu sem
ég nefndi Spor og þar var ég að skoða
náttúru í mótun, hluti sem breytast
sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin
segir að hann kunni vel við sig í þarna
í SuðausturFinnlandi og að þar sé
gott að vera. „Finnarnir eiga vel við
mig eins og náttúran hér í kring og
svo á ég finnska konu þannig að þetta
er allt bara gott og fallegt.“ – mg
Náttúran öll mun mildari
Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola.
4 . N ó v e m B e r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r58 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
0
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
5
-8
3
D
8
1
E
2
5
-8
2
9
C
1
E
2
5
-8
1
6
0
1
E
2
5
-8
0
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K