Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2017, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 04.11.2017, Qupperneq 106
Nítró sport / Urðarhvarf 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is Á 2018 árgerð Sherco hjólum í dag kl. 15:00-18:00. Léttar veitingar. FRUMSÝNING 30% afsláttur af hjálmum og enduró- og crossgöllum Bækur Búrið HHHHH Lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV útgáfa Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 373 Kápuhönnun: Halla Sigga Búrið er lokahnykkurinn í æsi­ spennandi þríleik hins flinka spennusagnahöfundar Lilju Sig­ urðardóttur. Fyrri bækurnar tvær, Gildran og Netið, hafa fengið lof­ samlega dóma, bæði hér á landi og erlendis. Í Gildrunni er sjónum beint að Sonju sem algjörlega vilja­ laus hefur flækst inn í hættulegan heim kókaínsmyglara og á sér enga ósk heitari en að sleppa úr gildr­ unni og lifa í friði með syni sínum. Inn í söguna flækist ástkona Sonju, bankakonan Agla sem er með alls kyns óhreint mjöl í pokahorninu. Agla fær svo meira rými í Netinu þar sem hún braskar með grunsamlegar millifærslur og peningaþvott en það gerir hún sjálfviljug, rekin áfram af margþekktri löngun til að græða meira í dag en í gær. Búrið á sér stað nokkrum árum eftir atburðina í Netinu. Agla er nú í aðalhlutverki, Sonju hefur verið ýtt til hliðar og til útlanda þar sem hún stundar undarlega en augljóslega kolólöglega starfsemi tengda eitur­ lyfjum. Agla sjálf þarf hins vegar að svara til saka fyrir gjörðir sínar í fyrri bókum og er framan af lokuð inni í fangelsi og er að auki dauðsár út í Sonju sem hefur yfirgefið hana skýringarlaust. Stuttu eftir mislukk­ aða tilraun til sjálfsvígs bjóða forrík­ ir erlendir stórnotendur á áli Öglu vinnu sem ráðgjafi á þeirra vegum, en þeir hafa undanfarin ár neyðst til að kaupa ál langt yfir heims­ markaðsverði. Agla grípur þetta hálmstrá fegins hendi og kastar sér út í vinnuna, fullkomlega með­ vituð um að hún er ekki lögleg. Sér til aðstoðar fær hún blaða­ k o n u n a Maríu sem l e s e n d u r k a n n a s t vel við úr Netinu og inn í söguna f l æ k j a s t fleiri per­ s ó n u r ú r hinum bók­ unum tveim­ ur, bæði vinir o g ó v i n i r Ö g l u , a u k þess sem hún kynnist nýju fólki og Elísu, stúlku sem hún verður mjög hrifin af. P e r s ó n u ­ g a l l e r í i ð e r f j ö l s k r ú ð u g t í Bú r i n u o g n a u ð s y n l e g t að hafa lesið hinar bækurnar tvær til að átta sig almennilega á þeim. Lilju tekst að draga upp skýra mynd af hinni köldu en ástríðufullu Öglu og sömu­ leiðis stendur viðskiptabraskarinn Ingimar og Anton sonur hans les­ endum ljóslifandi fyrir sjónum. Ég get þó ímyndað mér að Sonja sé þeim sem ekki hafa lesið fyrri bæk­ urnar svolítil ráðgáta auk þess sem fleiri aukapersónur eru dregnar of óljósum línum til að lesandinn nái almennilega utan um þær. Til að mynda hefði ég gjarnan viljað lesa meira um samband Öglu og Elísu alveg eins og mig langaði að vita meira um tilfinningalíf Sonju og Öglu í Netinu. Þetta breytir þó ekki því að Búrið er hörku­ spennandi fletti­ tryllir með stutt­ um köflum þar sem oft og hratt er skipt á milli sjónarhorna til að halda lesand­ anum á tánum. Sögupersónurn­ ar vaða margar úr öskunni í eld­ inn, hvað eftir annað, og virð­ ast pikkfastar í sínu persónu­ lega búri, hvort sem það teng­ ist gjörðum þeirra sjálfra, annarra eða er tilfinninga­ legs eðlis. Það eru margir boltar á lofti en Lilja missir ekki einn einasta. Sem betur fer sér til sólar undir lok bókar hjá sumum persónanna – en alls ekki öllum. Helga Birgisdóttir NiðurStaða: Æsispennandi reyfari um ástir og átök í framandi glæpaheimi sem inniheldur þó skýra skírskotun til íslensks samfélags í dag. Á ógnarhraða úr öskunni í eldinn Björgvin Björgvinsson, mynd­listarmaður og myndlista­kennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, í Norður­Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í nátt­ úrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouv­ ola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur­Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“ – mg Náttúran öll mun mildari Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola. 4 . N ó v e m B e r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r58 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 5 -8 3 D 8 1 E 2 5 -8 2 9 C 1 E 2 5 -8 1 6 0 1 E 2 5 -8 0 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.