Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 21
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 land. Mig hefur alltaf langað til að starfa á stöðum sem eru nokkuð frábrugðnir Bretlandi og Ísland hefur alltaf staðið utan við Evrópu- sambandið en er samt í nánu samstarfi við það, svo mig langaði að kynnast því aðeins betur. Brexit-málið bætti svo kryddi í tilveruna, það er búið að skipta um forystu í báðum löndum síðan þá og mér finnst öll þessi þróun bara gera starfið áhugaverðara.“ Hann telur ekki að starf sendiherra Bret- lands á Íslandi verði erfiðara vegna Brexit þótt að ýmsu þurfi að huga nú, eins og til dæmis stöðu Breta sem búi á Íslandi og stöðu Íslend- inga sem búi í Bretlandi. „Ég hef minni áhyggjur af því núna eftir að báðar þjóðirnar hafa látið í ljósi eindreginn vilja til að ganga frá gagnkvæmu sam- komulagi sem fyrst, til að tryggja stöðu sinna ríkisborg- ara sem þegar búa í þessum löndum. Þetta eru mjög áhuga- verðir tímar sem við lifum á og enginn veit hvernig málin eiga eftir að þróast en við Bret- ar erum sannarlega að gera okkur betur og betur grein fyrir því að þessi alþjóðaheimur sem við lifum í er sífellt að minnka og fólk að færast nær hvert öðru.“ En þegar smæð Íslands er höfð í huga, tel- ur hann nauðsynlegt að Bretland starfræki sendiráð á Íslandi? „Já, það finnst mér. Þetta er fullvalda ríki sem er hluti af mjög mörgum alþjóðlegum stofnunum og banda- lögum en er jafnframt með sjálfstæðar skoð- anir og stefnumál. Ég tel mikilvægt að Bret- land haldi tengslum hingað, til að koma sínum skoðunum á framfæri og nýta sér hin ýmsu tækifæri sem hér bjóðast í sam- skiptum og viðskiptum þjóðanna. Ég held að þessi hugmynd um að Ísland sé lítið, fábrotið land sem þrífist á fiskveiðum sé dálítið úrelt ímynd.“ Biðst vægðar Ferillinn í utanríkisþjónustunni spannar rúm tuttugu ár og hann dæsir þegar hann rifjar upp hversu langur tími er liðinn. „Ég verð allt- af jafn hissa en ég hóf störf þar árið 1993; ég var aldrei viss um hvað ég vildi verða og utan- ríkisþjónustan freistaði mín því mig langaði að sjá mig um í heiminum. Nú eru liðin 24 ár og ég er enn ekki viss um hvað ég vil gera þegar ég verð stór! En ég hef fengið tækifæri til að skoða heiminn og kosturinn við utanríkisþjón- ustuna er að það er svo mikil fjölbreytni í einu starfi, það eru svo mörg mismunandi verkefni sem lenda á þinni könnu. Þannig að svona starf býður upp á mikla fjölbreytni en á sama tíma mjög gott starfsöryggi.“ Eftir einungis fimm mánaða reynslu sem sendiherra Bretlands á Íslandi er Michael Nevin með á hreinu hvað er mikilvægt í emb- ættinu. „Þessir fyrstu mánuðir fara bara í það að læra hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og kynnast nýju fólki. Stóra hindrunin er hins vegar tungumálið. Það er reyndar gríðarlega hjálplegt hversu margir Íslendingar tala feiknagóða ensku en ég tel að tungumálið sé lykillinn að því að fá tilfinningu fyrir hlutunum, skilja þá betur og geta fengið innsýn inn í sam- félagið, svo það er mikilvægt að læra tungumál hvers lands. Við Sawako vorum einmitt að bóka kennara og hefjum íslenskunámið í næstu viku svo vonandi kemur þetta. En svona fyrirfram vil ég biðjast afsökunar, á meðan ég er að læra íslenskuna mun ég sennilega misþyrma henni á einhvern hátt svo sýnið mér vægð, takk.“ „Ég held að við eigum mjög margt sameiginlegt, það er sama seiglan í fólkinu,“ segir Michael Nevin um líkindi með Íslendingum og Írum en sjálfur er hann frá Norður-Írlandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Það sem þiðkallið úthverfi ognágrannabæi þykirmér nú bara vera nokkuð miðsvæðis. Kveðjuhóf fyrir sendiherrahjónin þegar þau yfirgáfu Malaví. Michael Nevin sendiherra Bretlands í Malaví, nú á Íslandi, og eiginkona hans Sawako Nevin eru fyrir miðri mynd. Sendiherrahjónin vöktu eftirminnilega athygli á mikilvægi náms fyrir stúlkur í Malaví með því að taka upp myndband og syngja með einum þekktasta hip hop tónlistarmanni landsins, Tay Grin. Fjöldi malavískra skólastúlkna auk aðstoðarborgarstjóra höfuðborgarinnar Lilongwe komu einnig fram í myndbandinu sem var ætlað að hvetja fólk til að senda stúlk- ur í skóla, sem er ekki sjálfgefið þar í landi. Myndbandið má finna á Youtube undir heitinu "Reach Out (For Ur Dream)".

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.