Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 37
hálfa söguna. Það er vafalaust að allir einstaklingar hafa sína sérgáfu af einhverju tagi, eða þá alhliða gáfu og lundarfar sem rétt er að skima eftir og hlúa að. Það þarf ekki að leiða til heimsfrægðar og skýfalls aura og gulls. En það gæti dugað til að einstakling- urinn fengi sjálfstraust sem hann ella færi á mis við. Það traust gæti auðveldað honum að fóta sig og finna reit til að njóta sín. Á því myndu allir græða. Það er ekkert sérstakt keppikefli fyrir þjóð, fjöl- skyldur eða einstaklinga að sigra heiminn. Við erum ekki í slag við hann. Leiðtogar þjóðar, sem ekki hafa ofmetnast, vita vel að þeir munu minnstu ráða um það, hvort henni farnast vel eða illa. Það er ekki einu sinni víst að þeir þekki merkin sem sýni að þjóð sé á lukkunnar vegi. Hagvöxtur og „verg þjóðarfram- leiðsla“ eru ekki marktæk merki. Þjóðarleiðtogar eru betri ef þeir þekkja sín tak- mörk og viðurkenna að minnsti hlutinn veltur á þeim. En það breytir ekki því, að þeir hljóta að vera sann- færðir um að þeir geti samt lagt sitt af mörkum og séu jafnvel vænlegustu eintökin sem þjóð má hafa gagn af um þær mundir. Ef svo væri ekki ættu þeir að færa sig. Mannanna verk Á Íslandi er gösprurum netsins uppsigað við „fjór- flokka“. Enginn veit af hverju. Það kemur ekki fram hjá gösprurunum. Gaspur er heldur óheppilegt til að flytja rök fyrir flóknum hlutum. Lengi vel vissu menn í megindráttum fyrir hvað fjórflokkarnir stóðu. Þar á meðal það, að þeir stæðu að verulegu leyti fyrir ólík- um lausnum. Þess vegna settu kjósendur þá gjarnan aftur á. Enginn veit fyrir hvað Píratar og Björt fram- tíð standa. Þau fyrirbæri munu því standa stutt við og verður lítt saknað. Viðreisn og Samfylking virðast telja sig eiga nokkra samleið með slökkviliðum. Öll fyrirbærin eiga erindi inn í brennandi hús. Slökkviliðin þó eingöngu til að bjarga fólki sem kann að vera inni og svo að slökkva bálið. Viðreisn og Samfylking eru í öðrum er- indum. Þau vilja inn í hin brennandi hús og fá að ylja sér við eldana og kíkja þar í pakkann áður en allt er brunnið til grunna. Vinstri grænir njóta þess að vera taldir yst til vinstri í stjórnmálum. Samfylkinguna langaði að verða turn og þótti ágætt að Vinstri græn yrðu áfram til sem smáflokkur. Það yrði flóknara fyrir Samfylk- ingu að verða að turni sem sæist langt að ef órólega deild „gömlu kommanna“ væri þar innanborðs og ýtti flokknum til vinstri, jafnvel svo að efast yrði um að turninn væri „stjórntækur“. En þegar Samfylkingin stóð ekki lengur fyrir neitt annað en að koma fólki hið snarasta inn í brennandi hús, hrundi sá turn til grunna og var burðarsteypan þá ekki orðin þurr í mótunum. Tebbit talar Það eru ekki margir menn lögfræðingar af Guðs náð. Ekki er með því verið að segja að almættinu sé upp- sigað við lögfræðinga. Sumir benda þó á, að himna- ríkismenn velji sjaldan lagalegu leiðina í baráttunni, því djöfsi sé svo miklu betur mannaður. Maður, sem var töluvert upplagðari fyrir lögfræði en aðrir, hafði það einu sinni á móti tilteknum laga- bálki að í hann vantaði söguþráð. Þetta rifjaðist upp þegar Norman Tebbit lávarður, sem var handgeng- inn frú Thatcher, minntist á að Winston Churchill hefði sent búðing, sem borinn var fram, aftur inn eld- hús, því búðinginn hefði vantað „theme“. Það má orða á íslensku að smekk. Búðingurinn hefði verið per- sónulaus sem búðingur, í rauninni ekki snúist um neitt sérstakt. Hann hefði vantað stef og melódíu eða, eins og lagabálkinn, skort söguþráð. Lávarðurinn minnti á það, að hann hefði sem framkvæmdastjóri breska Íhaldsflokksins stjórnað seinustu kosningabaráttu frú Thatcher er hún reyndi að sigra í kosningum í 4. sinn í röð, sem var næsta einstakt. Það tókst. Tebbit telur að mestu hafi ráðið að stefnuskrá frúarinnar hafi haft þráð. Sá þráður leiddi fólk með trúverðugum hætti til þeirrar niðurstöðu að það væri í þjóðarþágu að Thatcher héldi áfram um tauma. Um leið hafi þess verið gætt að reyna ekki að ganga í augun á and- stæðingunum og í þeim tilgangi stíga á tær þeirra sem hefðu lengst af sýnt flokki frúarinnar tryggð og trúnað. Með trúverðugleika af þessum toga hefði sigur unnist á móti öllum líkum. Kaflaskil? Ef skilin á milli fjórflokkanna á Íslandi eru að verða óljós og flokkarnir eða einhver þeirra snuddast aðal- lega í því að fanga aðdáun andstæðinganna verður þeim fárra daga auðið. Sé svo komið, þá er óþarft að sýta það. Flokkar eru mannanna verk. Þúsund ára reynsla og lipurlega kveðið ljóð sanna bæði að öllu er skammtaður tími. „Losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum,“ eru lokaorðin þegar ævistarf skáldsins er kvatt. Það er eftirsjá að sumum hnútum sem rakna. En ekki endilega öllum. Lausa hnúta má oft binda aftur sé þess þörf. Flokkur án tilgangs má fara. En tilganginn vantar þá samastað. Það er lakara. Miklu lakara. Morgunblaðið/Ásdís 12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.