Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við kynnum nýjan Mitsubishi ASX. Þessi snaggaralegi fjórhjóladrifni sportjeppi skilar þér miklu afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og finnur hvernig þægindin gera aksturinn að hreinni upplifun. Taktu snúning á ASX og leyfðu skilningarvitunum að skemmta sér. Mitsubishi ASX 4x4 Intense ClearTec dísil, sjálfskiptur frá: 4.890.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK NÝR MITSUBISHI ASX 4x4 5 ára ábyrgð FRAMÚR VONUM Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Minnihlutaflokkarnir í borg- arstjórn Reykjavíkur munu á næsta borgarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn, flytja til- lögu um að hafist verði handa við að skipuleggja byggð í Geld- inganesi. Marta Guðjónsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flytur tillöguna fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Tillagan er svohljóðandi: „Í ljósi þess að borgarstjórn hef- ur samþykkt að hefja viðræður við ríkið um Sundabraut og að neyðar- ástand ríkir í húsnæðismálum, samþykkir borgarstjórn Reykja- víkur að hafist verði handa við að skipuleggja byggð í Geldinganesi. Við skipulagsvinnu verði tekið mið af þeim skipulagshugmyndum sem áður hafa komið fram í hugmynda- samkeppni um svæðið. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að undirbúa og gera breytingar á að- alskipulagi og hefja aðra þá vinnu sem nauðsynleg er til að gera það mögulegt að hægt verði að úthluta lóðum í Geldinganesi á viðráð- anlegu verði.“ „Þessi tillaga er flutt vegna þess neyðarástands sem ríkir í hús- næðismálum í Reykjavík. Það neyðarástand má rekja til þeirrar skipulagsstefnu borgarstjórnarmeirihlutans sem þau nefna þéttingu byggðar. Sú stefna hefur annars vegar haft í för með sér sífellt alvarlegri lóðaskort í Reykjavík en hins vegar hafa þessar fáu lóðir á þéttingareit- unum verið alltof dýrar. Það er því löngu orðið tímabært að borgin fari að úthluta byggingarlóðum á sínu eigin landi,“ segir Marta Guð- jónsdóttir. „Reykjavíkurborg á land í Geld- ingarnesi og hefur því öll tök á því að geta úthlutað lóðum þar á við- ráðanlegu verði þannig að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höf- uðið. Við verðum að bregðast við þessu ástandi og það strax,“ segir Marta. Í tillögunni er lagt til að við skipulagningu íbúðabyggðar á Geldinganesi verði tekið mið af fyrri skipulagshugmyndum. Er þar átt við niðurstöðu skipu- lagssamkeppni sem Reykjavík- urborg efndi til en úrslit hennar voru tilkynnt í apríl árið 1990. Alls bárust 30 tillögur í samkeppnina, og voru þrjár verðlaunaðar. 7-8.000 manna byggð Fyrstu verðlaun hlutu arkitekt- arnir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björg- úlfsson. Þar var gert ráð fyrir að Geldinganesið yrði framtíðarbygg- ingarsvæði Reykvíkinga og þar gæti risið 7-8.000 manna byggð. Marta Guðjónsdóttir segir að tillagan frá 1990 sé mjög góð. Ekki síst vegna þess að í henni sé tekið tillit til umhverfisins og nátt- úrunnar og strandlengjan fái að vera ósnortin. Íbúðabyggð verði í Geldinganesi  Minnihlutaflokkarnir flytja tillögu í borgarstjórn  Tekið verði mið af verðlaunatillögu frá 1990 Verðlaunatillagan Reiknað var með að þarna yrði framtíðarbyggingarland og tillit var tekið til náttúrunnar. Morgunblaðið/Ingó Geldinganes Verðlaunatillagan frá árinu gerir ráð fyrir að þarna geti risið 7-8.000 manna byggð í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.