Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Við kynnum nýjan Mitsubishi ASX. Þessi snaggaralegi fjórhjóladrifni sportjeppi skilar þér miklu
afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og finnur hvernig þægindin gera
aksturinn að hreinni upplifun. Taktu snúning á ASX og leyfðu skilningarvitunum að skemmta sér.
Mitsubishi ASX 4x4
Intense ClearTec dísil, sjálfskiptur frá:
4.890.000 kr.
FYRIR HUGSANDI FÓLK
NÝR MITSUBISHI ASX 4x4
5 ára ábyrgð
FRAMÚR VONUM
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Minnihlutaflokkarnir í borg-
arstjórn Reykjavíkur munu á
næsta borgarstjórnarfundi, sem
verður á þriðjudaginn, flytja til-
lögu um að hafist verði handa við
að skipuleggja byggð í Geld-
inganesi.
Marta Guðjónsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
flytur tillöguna fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar og
flugvallarvina.
Tillagan er svohljóðandi:
„Í ljósi þess að borgarstjórn hef-
ur samþykkt að hefja viðræður við
ríkið um Sundabraut og að neyðar-
ástand ríkir í húsnæðismálum,
samþykkir borgarstjórn Reykja-
víkur að hafist verði handa við að
skipuleggja byggð í Geldinganesi.
Við skipulagsvinnu verði tekið mið
af þeim skipulagshugmyndum sem
áður hafa komið fram í hugmynda-
samkeppni um svæðið. Umhverfis-
og skipulagssviði verði falið að
undirbúa og gera breytingar á að-
alskipulagi og hefja aðra þá vinnu
sem nauðsynleg er til að gera það
mögulegt að hægt verði að úthluta
lóðum í Geldinganesi á viðráð-
anlegu verði.“
„Þessi tillaga er flutt vegna þess
neyðarástands sem ríkir í hús-
næðismálum í Reykjavík. Það
neyðarástand má rekja til þeirrar
skipulagsstefnu
borgarstjórnarmeirihlutans sem
þau nefna þéttingu byggðar. Sú
stefna hefur annars vegar haft í för
með sér sífellt alvarlegri lóðaskort
í Reykjavík en hins vegar hafa
þessar fáu lóðir á þéttingareit-
unum verið alltof dýrar. Það er því
löngu orðið tímabært að borgin
fari að úthluta byggingarlóðum á
sínu eigin landi,“ segir Marta Guð-
jónsdóttir.
„Reykjavíkurborg á land í Geld-
ingarnesi og hefur því öll tök á því
að geta úthlutað lóðum þar á við-
ráðanlegu verði þannig að ungt
fólk geti komið sér þaki yfir höf-
uðið. Við verðum að bregðast við
þessu ástandi og það strax,“ segir
Marta.
Í tillögunni er lagt til að við
skipulagningu íbúðabyggðar á
Geldinganesi verði tekið mið af
fyrri skipulagshugmyndum.
Er þar átt við niðurstöðu skipu-
lagssamkeppni sem Reykjavík-
urborg efndi til en úrslit hennar
voru tilkynnt í apríl árið 1990. Alls
bárust 30 tillögur í samkeppnina,
og voru þrjár verðlaunaðar.
7-8.000 manna byggð
Fyrstu verðlaun hlutu arkitekt-
arnir Hróbjartur Hróbjartsson,
Richard Ólafur Briem, Sigríður
Sigþórsdóttir og Sigurður Björg-
úlfsson. Þar var gert ráð fyrir að
Geldinganesið yrði framtíðarbygg-
ingarsvæði Reykvíkinga og þar
gæti risið 7-8.000 manna byggð.
Marta Guðjónsdóttir segir að
tillagan frá 1990 sé mjög góð.
Ekki síst vegna þess að í henni sé
tekið tillit til umhverfisins og nátt-
úrunnar og strandlengjan fái að
vera ósnortin.
Íbúðabyggð verði í Geldinganesi
Minnihlutaflokkarnir flytja tillögu í borgarstjórn Tekið verði mið af verðlaunatillögu frá 1990
Verðlaunatillagan Reiknað var með að þarna yrði framtíðarbyggingarland og tillit var tekið til náttúrunnar.
Morgunblaðið/Ingó
Geldinganes Verðlaunatillagan frá árinu gerir ráð fyrir að þarna geti risið 7-8.000 manna byggð í framtíðinni.