Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Árborg Í blíðviðrinu undanfarna daga hafa margir dregið út reiðhjólin sín, sér bæði til heilsubótar og skemmt- unar. Þá er gott að geta stólað á kunnáttu og fagleg vinnubrögð Helga Jósepssonar í hjólabúðinni á Selfossi sem fær ófá hjólin í yf- irhalningu áður en eigendurnir halda út í vorið á fákum sínum. Helgi hefur unnið við viðgerðir og sölu á hjólum frá því árið 2002. Honum er ágætlega lýst sem þús- undþjalasmið, og finnst ekki til- tökumál að lagfæra 10 til 20 hjól á dag. „Í dag er frekar rólegt, ég er ekki búinn að gera við nema sex eða sjö hjól,“ sagði hann er Morg- unblaðið tók hús á honum í Hjóla- bæ í gær. Þeim fjölgar stöðugt sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vissulega eru aðstæður prýðilegar á flatlendinu í Flóanum til að stunda hjólreiðar.    Um 50 manns sóttu fræðslu- fund um menningarsal á Selfossi á fimmtudagskvöld. Fundurinn var jafnframt stofnfundur hollvina- félags salarins, sem staðsettur er í byggingu Hótel Selfoss. Þar hefur hann verið hálfkláraður í áratugi en hugur margra stendur til þess að hann verði kláraður, en hann tekur um 280 manns í sæti, þar er mjög stórt svið og hátt til lofts og vítt til veggja. Salurinn er nú í eigu Sveitarfé- lagsins Árborgar og fékk sveitarfé- lagið starfsmann Verkís til að leggja mat á kostnað við að klára salinn. Samkvæmt því mati þarf að leggja um 240 milljónir króna í verkið. Ljóst þykir að sveitarfélagið eitt og sér ráði ekki við slíka fjár- festingu.    Kaþólska kirkjan hefur sótt um að fá úthlutaða lóð til að byggja kirkju og safnaðarheimili á Selfossi. Nú er til skoðunar að henni verði fundinn staður á sýslumannstúninu svokallaða. Um er að ræða eina af fáum lóðum í eigu sveitarfélagsins sem finna má í miðbænum, en kirkjan mun samkvæmt fram- lögðum teikningum standa nærri Austurveginum, við hlið sýslu- mannshússins. Kirkjuturninn mun rísa 11 metra upp í loftið. Gefin hefur verið út skipulagslýsing og gerð umferð- argreining í tengslum við málið og það sent til umsagnaraðila. Í fram- haldinu verður svo sett fram deili- skipulagstillaga sem allir geta gert athugasemdir við.    Karlakór Hreppamanna fagn- ar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og hefur kórinn boðað komu sína á Selfoss á mánudags- kvöld, þegar hann heldur tónleika ásamt Karlakór Selfoss í Selfoss- kirkju. Með hækkandi sól hækkar rómurinn í öllum helstu kórum hér- aðsins og framundan eru fjölmargir tónleikar þar sem söngfólkið sýnir afrakstur vetrarstarfsins.    Það er ekki algengt orðið að nýjar fataverslanir séu opnaðar á Selfossi en þannig háttar til að í dag flytur Leynibúðin inn í versl- unina Kastalann við Eyrarveginn. Leynibúðin er búð með vörur fyrir fólk á öllum aldri, en um er að ræða íslenska hönnun, sem í raun verður hægt að fá saumaða á staðnum. Búðin var áður á Laugavegi í Reykjavík, en Hulda Dröfn Atla- dóttir, fatahönnuður og eigandi Leynibúðarinnar, ákvað að flytja aftur heim á Selfoss og fann búð- inni sinni stað hjá vinkonu sinni, Maríu Markó,sem rekur hönn- unarbúðina Kastalann. Þær kynntust í Listaháskól- anum þar sem María nam vöru- hönnun en Hulda Dröfn fatahönn- un, eins og áður sagði. Í tilefni dagsins er þar opnunarteiti í dag með tilheyrandi tilboðum og léttum veitingum fyrir gesti. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Selfoss Helgi Jósepsson í Hjólabæ gerir við tugi reiðhjóla í hverri viku fyrir Sunnlendinga og selur þau líka. Þúsundþjalasmiðurinn Helgi í hjólabúðinni Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er mikil áskorun. Við sem skipum stjórn köllum eftir samstöðu bænda til að leysa málin og horfum fram á veginn því það eru miklir styrkleikar í þessari grein,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, sem í gær var kjörin formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). Hún er fyrsta konan sem tekur að sér formennsku í samtökunum og ein af örfáum kon- um í fremstu röð samtaka bænda. Aðalfundi LS lauk í gær. Á fund- inum voru framleiðslumálin ofarlega á baugi, ekki síst vegna erfiðleika við útflutning. Vegna sterkrar krónu fæst lágt verð fyrir útflutt kjöt og einn besti markaðurinn, Noregur, hefur lokast. Veldur þetta sláturleyf- ishöfum erfiðleikum og endar í lækk- uðu verði til sauðfjárbænda eins og gerðist á síðasta hausti og gæti birst þeim í einhverri mynd í haust. Erfiðar ytri aðstæður Spurð um áherslur nýrrar forystu segir Oddný að til skamms tíma verði að vinna með þá stöðu sem nú er. Til lengri tíma litið þurfi að vinna áfram í markaðsmálunum. „Við ætl- um að reyna að nýta styrkleika framleiðslunnar sem við stundum.“ Hún segir að ytri aðstæður séu erfiðar og ræddar hafi verið ýmsar leiðir. Tekur Oddný fram að engin ein augljós leið sé út úr vandanum en stjórnin muni vinna með það sem fram kom á fundinum. Fundarmenn höfnuðu því beinlínis sem rætt hefur verið um að kæmi til greina hjá slát- urleyfishöfum, að greiða sláturinn- leggið út til bænda í hlutum. Oddný Steina viðurkennir að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sauðfjárræktina í landinu ef aðstæð- ur breytast ekki til hins betra. Ef bændum fækki mikið hafi það slæm- ar afleiðingar úti um land því sauð- fjárbúskapur sé límið í flestum sveit- um landsins. Þess vegna þurfi að leita leiða til að draga saman seglin, að óbreyttum ytri aðstæðum, án þess að það leiði til gjaldþrots fjöl- skyldna og byggðaröskunar. Það megi ekki gerast. Áhugi á nýsköpun Oddný Steina hefur verið í for- ystusveit bænda varðandi land- græðslu og sjálfbæra nýtingu og er einnig áhugamaður um nýsköpun innan greinarinnar. Þar hefur hún meðal annars unnið að því að fá bændur til að mjólka ær og endur- vekja sauðaostagerð. Hún hefur áhuga á að vinna áfram að því að víkka út sauðfjárbúskapinn, með ný- sköpunarverkefnum eins og sauða- mjöltun. Þá vill hún kanna til hlítar hvernig skógrækt og sauðfjárbeit fara saman. Reynum að nýta styrkleika okkar  Nýr formaður sauðfjárbænda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Erfið verkefni bíða Oddnýjar Steinu Valsdóttur, nýkjörins for- manns Landssamtaka sauðfjárbænda, og meðstjórnenda hennar. Nýr formaður LS » Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður í stað Þórarins Inga Péturssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. » Hún er búfræðingur og með BS í búvísindum frá Landbún- aðarháskóla Íslands. » Oddný er virk í félagsstarfi bænda, hefur setið á bún- aðarþingi og verið varafor- maður LS síðustu ár. » Hún býr með 500 vetrar- fóðraðar kindur og 70 naut á bænum Butru í Fljótshlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.