Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
✝ Áslaugur Jó-hannesson
fæddist 13. sept-
ember 1928 í Hrís-
ey. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 24. mars
2017.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Marinó Guðmunds-
son, f. 18.12. 1893,
d. 14.12. 1933, og
Valgerður Guðbjörg Jónsdóttir,
f. 23.12. 1884, d. 27.3. 1988.
Systkini Áslaugs eru: 1)
Jörundur, f. 5.10. 1919, d. 10.3.
1996. 2) Guðrún Sigríður, f.
21.10. 1923, d. 18.6. 2010.
Hinn 16.10. 1954 kvæntist Ás-
laugur Rögnu Guðmundu Bald-
vinsdóttur, f. 29.12. 1931, d.
11.5. 1985.
Börn þeirra eru: 1) Sigurlína
Valgerður, f. 6.5. 1955, gift Ein-
1988, þau eiga eina dóttur. b)
Ásgeir, f. 8.10. 1991. c) Áslaug
Ragna, f. andvana 10.5. 1996. d)
Sævar, f. 11.8. 1998. 4) Anna
Steinunn, f. 1.7. 1962, d. 4.9.
2000. a) Ásrún Ýr Gestsdóttir, f.
3.3. 1987, gift Klas Rask, f. 30.4.
1979. Þau eiga tvö börn og fyrir
átti Ásrún einn son. 5) Baldvin,
f. 25.6. 1965, kvæntur Friðriku
Björk Illugadóttur, f. 20.6. 1965.
Börn: a) Ragna, f. 10.2. 1991, í
sambúð með Elfari Árna Að-
alsteinssyni, f. 12.8. 1990. Þau
eiga eina dóttur. b) Bjarki, f.
andvana 10.1. 1996. c) Elvar, f.
25.3. 1997. Unnusta hans er
Katrín Þorgrímsdóttir, f. 20.1.
1997. 6) Heimir Sigurpáll, f.
17.2. 1971, kvæntur Ingibjörgu
Guðmundsdóttur, f. 5.5. 1973.
Börn: a) Ragna Steinunn, f. 15.6.
2010. b) Jón Oddur, f. 29.6. 2012.
Fyrir átti Ingibjörg soninn
Mikael.
Áslaugur bjó alla tíð í Hrísey
og lengst af starfaði hann við
eigin útgerð. Síðustu tvö árin
bjó hann á Dalbæ á Dalvík.
Útför Áslaugs fer fram frá
Hríseyjarkirkju í dag, 1. apríl
2017, og hefst athöfnin kl. 14.
ari Péturssyni, f.
31.10. 1955, barn:
a) Helga, f. 17.5.
1988, í sambúð með
Atla Steini Svein-
björnssyni, f. 19.9.
1987, þau eiga einn
son. 2) Ingibjörg, f.
24.4. 1957, gift Jó-
hanni Þóri Alfreðs-
syni, f. 22.9. 1957,
börn: a) Ragnar
Daði, f. 30.4. 1984, í
sambúð með Söndru Dögg
Vignisdóttur, f. 10.4. 1988, þau
eiga tvö börn. b) Áslaugur
Andri, f. 4.9. 1988, í sambúð með
Ragnheiði Ásmundsdóttur, f.
7.4. 1989, þau eiga tvö börn.
Fyrir átti Jóhann synina Alfreð
og Magnús. 3) Jóhannes, f. 11.1.
1959, kvæntur Marínu Sigur-
geirsdóttur, f. 9.3. 1961, börn: a)
Hjörvar, f. 2.10. 1989, kvæntur
Steinunni Karlsdóttur, f. 27.2.
Áslaug, tengdaföður minn,
hitti ég fyrst fyrir rétt um 31 ári
síðan þegar ég kom fyrst í Sól-
bakka með verðandi eiginmanni,
Jóhannesi. Þá var rétt tæpt ár lið-
ið frá því að Ragna, eiginkona Ás-
laugs, féll frá langt um aldur
fram. Missirinn var mikill og
sorgin grúfði yfir heimilinu þar
sem systkinin og Áslaugur þjöpp-
uðu sér saman og héldu heimilinu
og fjölskyldunni saman. Áslaugur
tók mér vel, var glettinn og reifur
og hafði gaman af að gaspra og
slá á létta strengi. Hann var sjó-
maður af lífi og sál og í eldhúsinu
á Sólbakka heyrði ég fyrst orðfar
og orðaforða sem tengdist sjó-
mennsku. Ég á mynd í huga mér
þar sem hann situr á kolli í eld-
húsinu, nýkominn úr róðri, úti-
tekinn og þreyttur og bíður eftir
kvöldmatnum. Hann lagði mikið
upp úr því að halda heimilinu
hreinu og halda húsinu vel við.
Taka vel á móti gestum og hafa
myndarbrag á öllu. Í mínum huga
var hann hrjúfur og hlýr í senn,
ekki mikið fyrir að tjá tilfinningar
sínar með orðum en átti sannar-
lega sínar erfiðu stundir.
Sorgarskýin grisjuðust, sólin
skein á ný, það fjölgaði í fjöl-
skyldunni, börnin fluttu burt og
stofnuðu fjölskyldur en Anna
Steinunn bjó heima ásamt Heimi
og Ásrúnu, hún stýrði myndar-
legu heimilinu og var til staðar
fyrir föður og systkini, þar til aft-
ur var stórt skarð höggvið í fjöl-
skylduna þegar hún féll frá
haustið 2000. Þá sem fyrr var
bara eitt í stöðunni, halda áfram
og ásamt Heimi gerðu þeir sitt
besta að búa Ásrúnu Ýri gott
heimili. Áslaugur var stoltur af
börnum sínum og barnabörnum
og fylgdist vel með öllum alveg
fram á síðasta dag. Samskipti
okkar einkenndust alla tíð af
gagnkvæmri virðingu og hlýju.
Eftir erfið veikindi í ársbyrjun
2015 varð ljóst að Áslaugur gæti
ekki farið heim í húsið sitt til að
búa þar einn og þá fékk hann
hvíldarinnlögn á Dalbæ á Dalvík,
strax á annarri viku var hann bú-
inn að óska eftir framhaldsvist
sem gekk eftir. Á Dalbæ naut
hann ómetanlegrar umhyggju og
alúðar starfsfólks sem við þökk-
um af heilum hug. En fátt vissi
hann betra en að skreppa heim í
Hrísey, komast á skutluna og
hitta „strákana“, ræða um lands-
ins gagn og nauðsynjar og svo
auðvitað aflabrögð og útgerð.
Áfram og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
(Davíð Stefánsson)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Marína Sigurgeirsdóttir.
Afi er farinn. Það skiptir ekki
máli þótt maður hafi reynt að
undirbúa sig fyrir þennan dag.
Hann var samt óvæntur og sár.
Ég var svo lánsöm að fá að
alast upp á heimili með afa.
Mamma hugsaði um heimilið og
afi passaði upp á að ég yrði hræði-
lega frekur krakki. Hann þoldi
svo illa þegar ég grét að allt var
látið eftir mér. Mömmu til lítillar
gleði.
Afi kenndi mér að spila Svarta-
Pétur og sjómann. Þegar hann
var heima og mamma fór
snemma í vinnu kom hann mér á
fætur, græjaði morgunmat og
náði í spilin. Eftir skóla náði ég
honum með mér í göngutúra um
eyjuna okkar. Hann leiddi litlu
stelpuna sína og sagði mér sögur
úr Hrísey. Ég fékk að heyra frá
prakkarastrikum hans, slagsmál-
um og sjósigrum. Hann kenndi
mér kenninöfnin heima og fyrir
handan. Hann kenndi mér líka að
meta alvöru íslenskan mat.
Eftir að mamma lést bjó ég í
tvö ár hjá afa og Heimi. Ég eyddi
svo öllum fríum hjá þeim seinna
meir. Hrísey og Sólbakki hefur
alltaf verið heim. Það verður
skrítið að fara heim en enginn afi
að blunda í stólnum sínum. Eng-
inn afi sem ég get eldað og bakað
fyrir. Ég mun sakna þess að
bjóða afa í mat eða að færa hon-
um góðgæti eins og kleinur eða
hákarl. Enginn var eins ánægður
með eitthvað gott að borða eins
og hann.
Afi var mikill húmoristi. Þegar
ég var 19 ára og ólétt var ég með
hnút í maganum yfir því hvað
hann myndi segja. Gamli tók
fréttunum vel af fyrsta langafa-
barninu. Það myndi nefnilega
hljóma svo vel í dánartilkynning-
unni! Og núna, 11 árum og 10
langafabörnum seinna, er komið
að henni.
Elsku afi, það kemst enginn
með tærnar þar sem þú hafðir
hælana. Takk fyrir allan tímann
sem þú gafst mér. Takk fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig. Ég
veit að amma og mamma hafa
tekið vel á móti þér. Við sjáumst
aftur, afi, og ég kem með eitthvað
gott handa okkur.
Ásrún Ýr.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Áslaug móðurbróður
minn, sómamann og höfðingja frá
Hrísey, þar sem hann fæddist og
bjó alla sína tíð. Þar stundaði
hann sjósókn og gerði sjálfur út
sína báta. Hann var verkmaður
mikill og gekk vel í því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
maður sem bar það utan á sér að
vera traustur og heiðarlegur,
maður sem komst áfram af eigin
rammleik án þess að ganga á
hagsmuni annarra. Áslaugur
hafði hlýja og góða nærveru. Mér
leið einhvern veginn alltaf vel í
návist hans. Hann var samt langt
frá því að vera geðlaus maður,
heldur hafði hann sterkar og
ákveðnar skoðanir sem hann kom
á framfæri með skýrum og af-
dráttarlausum hætti. Maður beið
eiginlega spenntur eftir því á leið
út í eyjuna að hitta kappann og
taka umræðuna, sem stundum
var krydduð með smá koníakstári
sem okkur þótti aldrei verra.
Í bernskuminningunni var allt-
af ævintýraljómi yfir því að fara
til Hríseyjar að heimsækja Ás-
laug, ömmu og frændsystkinin.
Auðvitað var eyjan á sinn hátt
ævintýraleg en það var samt sigl-
ingin í trillunni hans Áslaugs sem
maður beið eftir. Að sitja í lúk-
arnum og finna öldurnar leika við
lítinn bátinn. Fyrir ungan dreng
var það ævintýri.
Það vita allir sem heimsótt
hafa Hrísey að þar ríkir sérstak-
ur andi og þangað er gott að
koma. Við fjölskyldan og stund-
um stórfjölskyldan, gerðum okk-
ur oft ferð í eyjuna til að njóta þar
fallegra sumardaga og stundum
skemmtana í tengslum við Hrís-
eyjarhátíðina. Í öllum tilvikum
var þó Áslaugur meginaðdrátt-
araflið. Það var alltaf gaman að
heimsækja hann og alltaf tók
hann hlýlega á móti okkur. Trak-
torinn hans kom ósjaldan að góð-
um notum við að flytja fólk og
búnað og alltaf var Áslaugur
mættur á bryggjuna þegar lagt
var að og alltaf fylgdi hann okkur
úr hlaði og horfði á eftir ferjunni
þegar við héldum heim eftir góða
heimsókn í Hrísey. Fjölskyldan
öll á mjög góðar minningar frá
þessum ferðum og þær ylja okkur
öllum nú þegar við kveðjum Ás-
laug frænda.
Amma Valgerður átti skjól hjá
Áslaugi syni sínum alla tíð eftir
að hann komst á fullorðinsár þar
til hún fór á Kristneshæli, hátt á
tíræðisaldri. Það er því ekki
skrítið að amma og Áslaugur séu
samtvinnuð í minningabankan-
um. Má með sanni segja að við
systkinin stöndum í þakkarskuld
við Áslaug og fjölskyldu fyrir alla
þá ástúð og umhyggju sem þau
sýndu ömmu okkar á langri ævi
hennar.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Áslaugi frænda
mínum og eiga með honum marg-
ar skemmtilegar stundir í gegn-
um tíðina. Stundir sem nú virðast
hafa verið alltof fáar þegar ekki
eru fleiri í boði.
Börnum Áslaugs og fjölskyld-
um þeirra sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Lárus L. Blöndal.
Nú hefur mikill öðlingur úr
Hrísey hvatt þennan heim. Ás-
laugur var einn af þeim einstak-
lingum sem maður hefði viljað
hafa hjá sér alltaf. Hann var í
okkar augum tákn um hreysti,
dugnað og heiðarleika og umfram
allt góður vinur sem gott var að
heimsækja. Hann var eftirtektar-
verður þegar við byrjuðum að
vera í Hrísey hjá Gunnu Leifa í
Gunnuhúsi. Hann var við sjósókn
þegar Jón Guðjónsson var með
Arnarbergið og atti kappi við sjó-
mennina í eyjunni. Þegar við
komum til Hríseyjar, göngum
upp bryggjugötuna og beygjum
til hægri í átt að kirkjunni lítur
maður alltaf á fallega húsið hans
Áslaugs og skoðar hvort það séu
opnir gluggar, ljós innandyra eða
hreyfing. Skyldi Áslaugur vera
heima núna? spurði maður sig.
Hann var svo sannarlega heima
um jólin og áramótin síðustu og
líka mættur eins og konungur
fjarðarins á þorrablótið í febrúar,
uppáklæddur og flottur eins og
hann var alltaf. Það voru ófáir
kaffibollarnir sem hann bauð
körlunum upp á þegar hann var á
svæðinu. Flesta daga mættu Árni
Kristins, Mikki, Simmi og fleiri í
kaffið og þar var nú tekið á því að
ræða um sjósókn, pólitík, at-
vinnumál og allt sem litar daglegt
líf fólks í Hrísey og víðar. Kæri
Áslaugur, það verður tómlegt að
líta heim að Sólbakka, fallega
húsinu þínu á horninu, næst þeg-
ar við komum. Þetta er víst lífsins
gangur og við sitjum eftir með
góðar minningar um einstakan
vin sem gat rætt við alla aldurs-
hópa og var hrókur alls fagnaðar
þar sem hans naut við.
Við þökkum góða samfylgd og
sendum aðstandendum styrk og
blessun.
Hildur Jónsdóttir og
Sigmundur Karl Ríkarðsson.
Áslaugur
Jóhannesson
Ég kynntist
Sverri haustið 2013
þegar þau hjónin
komu í heimsókn til
okkar í Brussel. Þau
voru bæði hlýleg og indæl og
höfðu góða nærveru. Það var gam-
an og fróðlegt að spjalla við
Sverri. Hann fylgdist vel með
þjóðmálunum og hafði menntað
sig bæði í Svíþjóð og Bandaríkj-
unum, sem var óvenjulegt á hans
tíma mælikvarða. Ég dáðist að því
að hann hafði ákveðin gildi í heiðri
og tókst að koma þeim áleiðis til
afkomendanna. Hann var hörku-
duglegur, traustur, réttsýnn og
góður fjölskyldufaðir. Fjölskyld-
an, vinnan og heimilið var ávallt í
fyrirrúmi. Þegar Anna Sigrún
fæddist komst ég líka að því að
hann var yndislegur afi. Þrátt fyr-
ir miklar fjarlægðir tókst honum
og Önnu Margrjeti að vera mik-
ilvægur hluti af fjölskyldulífinu í
Brussel. Þegar heilsa leyfði komu
þau til okkar í heimsókn og með
aðstoð fjarskiptatækninnar áttum
við notalegar stundir með þeim
tvisvar í viku.
Sverrir hafði mikla gleði af því
Sverrir
Sigmundsson
✝ Sverrir Sig-mundsson
fæddist 9. janúar
1929. Hann lést 22.
mars 2017.
Útför Sverris fór
fram 31. mars 2017.
að tala við Önnu Sig-
rúnu og söng fyrir
hana í símann við
miklar vinsældir.
Hann var með mynd
af Önnu Sigrúnu á
tölvuskjánum og
bauð henni góðan
daginn á morgnana.
Önnu Sigrúnu
fannst líka alltaf
gaman að hitta afa
Sverri.
Hann veitti henni mikla athygli
og hló dátt að uppátækjum litla
prakkarans. Sverrir var duglegur
að hvetja litlu dömuna til dáða og
hrósa henni fyrir hvert þrosk-
astökk sem hún tók. Anna Sigrún
missir af miklu að geta ekki notið
samveru við afa sinn lengur í upp-
vextinum. Við erum þó þakklát
fyrir dýrmætu stundirnar sem
þau áttu saman. Anna Sigrún tal-
ar oft um afa Sverri og minningin
lifir vonandi áfram í huga hennar.
Sigríður Eysteinsdóttir.
Afi minn, Sverrir Sigmunds-
son, skipaði ávallt stóran sess í til-
veru minni. Síðustu daga hef ég
verið að róta til í minningum mín-
um um afa og reyna að koma þeim
í orð. Hins vegar varð mér fljót-
lega ljóst að það væri engin leið að
taka saman helstu atburði eða
minningar eða neitt slíkt. Persóna
hans liggur eins og rauður þráður
í gegnum allt líf mitt, frá því ég
man fyrst eftir mér og þar til hann
lést.
Það var fyrst á undanförnum
árum að ég áttaði mig á því að það
væri ekki sjálfgefið að eiga jafn
mikil og náin samskipti við afa
sína og ömmur og ég hef átt. Þeg-
ar ég ólst upp í Hollandi bjuggu afi
og amma stundum hjá okkur mán-
uðum saman og pössuðu mig þeg-
ar foreldrar mínir voru í námi og
vinnu. Mér fannst svolítið skrítið
að afi talaði ekki hollensku. En
það stoppaði hann ekki í að þvæl-
ast með mér út á leikvöll eða niður
að síkinu að dorga með vinum
mínum. Ég var alltaf með alls kon-
ar vesen. En afi var mjög þolin-
móður gagnvart því. Oft þegar ég
fékk hugmyndir að nýjum uppá-
tækjum beið ég eftir því að vera
einn með afa. Ef það var ekki þeim
mun hættulegra mátti alltaf
treysta á að afi nennti að stússast
með mér í því.
Á þessum tíma kom ég stund-
um einn til Íslands á sumrin og
var hjá afa og ömmu. Þrátt fyrir
að vera 5-8 ára og eiga fáa eða
enga vina á Íslandi man ég aldrei
eftir öðru en að hafa hlakkað til
þess að koma til Íslands. Það var
ekki síst vegna þess hve það var
alltaf gaman hjá okkur afa. Eitt
sumarið byggðum við kofa út í
garði. Ekki bara eitthvert drasl,
heldur þriggja hæða kofa með
þaki. Það er mjög lýsandi fyrir afa
að þegar kofinn var tilbúinn var ég
sannfærður um að ég hefði byggt
kofann – ef til vill með smávegis
aðstoð frá afa. Afi var gjarnan í
lykilhlutverki í þeim hlutum sem
skiptu máli en hafði litla þörf fyrir
að troða sér í sviðsljósið.
Í afa mátti líka finna skemmti-
lega blöndu af ævintýraþrá og
íhaldssemi. Á yngri árum fór hann
í hjólreiðaferðir um hálendi Skot-
lands og fór til náms bæði í Sví-
þjóð og Bandaríkjunum. Áratug-
um síðar, þegar ég hjólaði með
honum í Hollandi, sá hann ekki
ástæðu til að skipta um gír. Enda
virkaði gírinn sem hann var að
nota bara ágætlega.
Það var mikill fengur að því
þegar afi og amma fluttu í íbúðina
á neðri hæðinni í nýja húsinu okk-
ar. Það var alltaf hægt að treysta á
að fá kaffi og ristað brauð hjá þeim
á morgnana. Afi hafði frumlegan
matarsmekk og kenndi mér meðal
annars að rækjusalat og spægi-
pylsa væri gott saman á ristað
brauð. Hann reyndi líka að sann-
færa mig um að hafragrautur og
skyr færu vel saman. Það tókst
síður.
Afi hafði alltaf mikinn áhuga á
ferðalögum okkar Tinnu. Hann
fylgdist vel með og tók saman
blaðaklippur frá þeim löndum sem
við höfðum ferðast um. Hann
fylgdist líka vel með veðurfréttum
og á síðasta ári þegar við bjuggum
í Taívan hringdi afi reglulega og
sagði mér hvernig veðrið á
„Formósu“ ætti að vera næstu
daga.
Afi, þín verður sárt saknað. Þú
áttir langa ævi og sást margt. Og
þú varst ávallt til staðar fyrir okk-
ur. Takk fyrir allt.
Þorsteinn Kristinsson.
Nú hefur kær vinur, Sverrir,
fyrrverandi innkaupastjóri Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, kvatt
sína jarðnesku tilvist. Við áttum
farsæla samfylgd um árabil og
hans verður saknað.
Sverrir kom heim frá Svíþjóð
árið 1951 að loknu tæknifræði-
námi og réðst þá til starfa hjá
Rafha í Hafnarfirði við undirbún-
ing að framleiðslu dreifispenna.
Rafha hafði þá samið við norskt
fyrirtæki um framleiðslurétt sam-
kvæmt hönnun þess og teikning-
um. Sverrir starfaði hjá þessu
norska fyrirtæki um tíma vegna
undirbúnings að framleiðslunni á
Íslandi.
Sverrir starfaði í rúmt ár hjá
Rafha og bauðst þá námsdvöl í
Bandaríkjunum og var lengst af
hjá rafveitunni Niagara Mohawk í
Buffalo í New York. Þegar Sverrir
kom heim aftur var hafist handa
um framleiðslu dreifispennanna í
Rafha og sá hann um hana í ein
sex ár. Fyrst var aðallega um að
ræða einfasa spenna til rafvæð-
ingar landsbyggðarinnar en síðan
hófst framleiðsla stærri spenna til
nota í dreifistöðvum í þéttbýlinu.
Um mitt ár 1960 réðst Sverrir
til starfa hjá Rafmagnsveitunni.
Hann byrjaði sem tæknifræðing-
ur í áætlanagerð, en sú starfsemi
var þá í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. Yfirmaður áætlana-
og framkvæmdadeildar var þá Að-
alsteinn Guðjohnsen. Á þeim tíma
var hann að móta starf áætlana-
gerðar m.a. með ýmsum nýjung-
um í undirbúningi framkvæmda
með nákvæmari verkfyrirmælum,
teikningum og kostnaðaráætlun-
um.
Í viðtali við undirritaðan árið
1998 féllst Sverrir á að segja frá
starfsvettvangi sínum hjá Raf-
magnsveitunni og Rafha. Greinin
er varðveitt í Línunni, starfs-
mannablaði RR, frá desember
1998. Í viðtalinu greindi Sverrir
frá fyrstu árum sínum í áætlana-
deildinni, en þá voru miklar fram-
kvæmdir í gangi í veitukerfinu.
Byggingar voru að hefjast í
Háaleitishverfi, Árbæjarhverfi og
Fossvogi. Þetta kallaði á mikla
undirbúningsvinnu. Framkvæmd-
ir við gatna- og gangstéttagerð í
eldri hlutum borgarinnar kölluðu
jafnframt á endurnýjun dreifi-
kerfisins ásamt endurnýjun götu-
lýsingar.
Rafmagnsveitan annaði ekki
sjálf þessum framkvæmdum og
var brugðið á það ráð að bjóða út
verk sem síðan voru unnin af verk-
tökum.
Þeir starfsmenn sem störfuðu
mest með Sverri í aðkomu að
þessum málum voru þeir Jón
Haukur Jóelsson verkstjóri og
Þórður Júlíusson birgðavörður.
Jón Haukur þekkti vel til efnis-
mála frá starfi sínu sem verkstjóri
götulýsingar og tenginga og var
hann fenginn fljótt í innkaupin eft-
ir að Sverrir byrjaði árið 1975. Jón
Haukur varð síðar verkstjóri í
birgðastöðunni. Þórður Júlíusson
tók við stöðu birgðavarðar árið
1976. Hann kom úr dreifistöðva-
deild en hafði áður unnið sem eft-
irlitsmaður með verktökum.
Sverrir greindi frá því að þessir
samstarfsmenn hans hefðu komið
á þeirri festu og reglusemi sem
einkennt hefur birgðastöðina.
Við samstarfsmenn Sverris hjá
RR þökkum honum samfylgdina á
liðnum áratugum og vottum að-
standendum samúð okkar.
Guðmundur K. Egilsson,
fyrrverandi forstöðumaður
Minjasafns RR/OR.