Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
mánudaginn 3. apríl, kl. 18
og þriðjudaginn 4. apríl, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17,
mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17
G
un
nl
au
gu
rB
lö
nd
al
Karólína Lárusdóttir
Uppboð í yfir 20 ár
Forsýning á verkunum laugardag til þriðjudags
Ámeðan Íslendingar undirbjuggu stofnun lýðveldis á Þingvöllum17. júní 1944 gekk Sigurður Nordal frá formála Flateyjarbókarsem kom út síðar sama ár. Innblásnir af þessu notuðu Norðmenntvö hundruð ára afmæli stjórnarskrárinnar á Eiðsvöllum 2014 til
að gefa út norska þýðingu á Flateyjarbók. Sigurði Nordal datt ekki í hug að
þýða Flateyjarbók enda var hún skrifuð á þeirri íslensku sem enn er notuð
við bókmenntasköpun hér á landi.
Jón Hákonarson í Víðidalstungu lét setja Flateyjarbók saman úr 113
kálfskinnum á 9. áratug 14. aldar. Í fyrri hluta bókarinnar er sagt frá Nor-
egskonungunum Ólafi Tryggvasyni og nafna hans Haraldssyni með tengd-
um frásögnum af umsvifum þeirra og áhrifum við Eystrasalt, í Orkneyjum,
Færeyjum, á Íslandi, Grænlandi, Vínlandi og víðar. Er það túlkað svo að
Jón hafi viljað efla minninguna um stórhug Norðmanna undir stjórn Ólaf-
anna og lyfta þannig fram ungum og nýjum konungi: Ólafi Hákonarsyni –
sem Jón hafi ætlað að kom-
ast til metorða hjá, síðasta
konunginum af ætt Haralds
hárfagra. Konungurinn ungi
dó strax árið 1387, aðeins
sautján ára gamall, en frétt-
in barst ekki til Íslands fyrr
en sumarið eftir og þá hafi
botninn dottið úr verkefninu. Sögum af Sverri konungi eftir Karl ábóta og
af Hákoni gamla eftir Sturlu Þórðarson hafi þá verið bætt við og það verið
látið duga sem innlegg í pólitíska umræðu í Húnaþingi í aðdraganda stofn-
unar Kalmarsambandsins 1397.
Metnaður Jóns að láta sig dreyma um að ganga með bók fyrir Noregs-
konung gæti hafa nærst á sögum Gissurar afa Jóns. Gissur dó 101 árs í Víði-
dalstungu þegar Jón stóð á tvítugu 1370 og hefur getað sagt frá dvöl sinni
við hirð Hákonar háleggs í upphafi aldarinnar þegar Haukur Erlendsson
var lögmaður í Noregi – en Steinunn kona Hauks og Gissur (sem var 15 ára
þegar Sturla dó) voru bræðrabörn.
Áður en Einar þveræingur flytur fræga ræðu sína á Þingvöllum um að
ekki sé skynsamlegt að afhenda Ólafi konungi Haraldssyni Grímsey (eins
og hinn miður greindi bróðir Einars, Guðmundur ríki, vildi gjarnan) er sagt
frá því í Flateyjarbók að kona Einars hafi verið Guðrún Klyppsdóttir. Hún
og Ólöf móðir hennar voru á flótta undan reiði Gunnhildar konungamóður
eftir að Klyppur hafði vegið Sigurð konung slefu Gunnhildarson fyrir að
taka Ólöfu frillutaki á meðan Klyppur var í sendiför á Englandi. Undir
ræðu Einars má áheyrendum Flateyjarbókar því vera ljóst að Einar veit
fullvel að þótt Ólafur Haraldsson sé góður geti aðrir konungar verið illir.
Við Háskóla Íslands er nú boðið upp á fjölsótt meistaranám í fornbók-
menntum á ensku fyrir erlenda stúdenta en ekki er hægt að halda úti nám-
skeiðum á meistarastigi fyrir íslenska stúdenta í sömu bókmenntum vegna
ónógrar þátttöku – og grunur leikur á að Íslendingunum þyki erfitt að lesa
forna málið. Kannski styttist í að við þurfum að þýða Flateyjarbók á ný-
íslensku.
Eru íslenskar fornbókmenntir
of erfiðar fyrir Íslendinga?
Tungutak
Gísli Sigurðsson
Flateyjarbók Brynjólfur biskup Sveinsson sendi Danakonungi Flateyj-
arbók 1656. Hún, ásamt Konungsbók Eddukvæða, kom heim aftur 1971.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og for-maður Sjálfstæðisflokksins, lét umhugs-unarverð orð falla í ræðu á ársfundi Samtakaatvinnulífsins sl. miðvikudag. Hann sagði að
einkaframtakið mætti alltof neikvæðu viðhorfi í dag. Það
er mikið til í þessum orðum Bjarna en um leið eru aug-
ljósar skýringar á því að svo er.
Þegar horft er yfir farinn veg frá því undir lok 19. aldar,
má segja , að atvinnulífið, eins og við þekkjum það byrji að
verða til. Þá er átt við þegar vélknúin fiskiskip taka við af
árabátum og skipuleg fiskvinnsla hefst, sem kemur til við-
bótar við landbúnaðinn, sem verið hafði helzti atvinnuveg-
ur landsmanna frá upphafi Íslands byggðar.
Það er einkaframtakið, sem byggir þetta atvinnulíf upp.
Það eru einstaka dugnaðarforkar sem taka til hendi með
tvær hendur tómar. Sumum þeirra tekst að koma undir
sig fótunum og verða burðarásar atvinnulífs, sem verður
undirstaða þéttbýlismyndunar. Sumum mistekst í fyrstu
tilraun en gefast ekki upp og reyna aftur reynslunni rík-
ari. Kannski er ævisaga Thors Jensens, sem Valtýr Stef-
ánsson, ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi, skrifaði og út
kom um miðja síðustu öld enn bezta atvinnulífssaga, sem
skrifuð hefur verið á Íslandi.
Það eru þessir einkaframtaksmenn sem þjóðin virðir
enn í dag. Hvort sem þeir byrjuðu trillukarlar og enduðu
sem stórútgerðarmenn, byrjuðu sem
mjólkurbílstjórar í sveitum, þegar þeir
fengu bílpróf og reka í dag myndarleg
flutningafyrirtæki, hófu ungir að gera við
skellinöðrur í bílskúr pabba og mömmu og
reka nú stór bílaumboð, opnuðu mat-
vörubúð í gömlu fjósi eins og Pálmi í Hagkaupum og
byggðu svo Kringluna – þetta eru táknmyndir hins raun-
verulega einkaframtaks.
Og allt það unga fólk, sem í áratugi hefur laðast að
Sjálfstæðisflokknum, hefur ekki sízt gert það vegna þess
að það hefur litið til þess flokks, sem helzta málsvara
þessa einkaframtaks. Ég held ekki að viðhorf fólks til
slíks einkaframtaks sé neikvætt.
En það er til önnur tegund af einkaframtaki, sem hefur
orðið æ sýnilegri á Íslandi á síðasta aldarfjórðungi eða
svo. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur
gefið því einkaframtaki ágætt nafn. Hann hefur kallað
það „klíkukapítalisma“.
Í grein, sem birtist í Morgunblaðinu 12. nóvember árið
2005 lýstu Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaður og Jónas
H. Haralz, hagfræðingur því með öðrum orðum, þótt þeir
séu að segja það sama efnislega og Hannes. Þeir töluðu í
þeirri grein um „ribbaldaskeið ungs kapítalisma“, sem
þeir töldu sig sjá í kringum sig þá. Og enn aðrir hafa talað
um „óheftan og ruddalegan kapítalisma“.
Það er ekki fráleitt að ætla að það neikvæða viðhorf,
sem Bjarni Benediktsson talaði um á ársfundi SA beinist
að þess konar einkaframtaki.
Hvernig hefur það „einkaframtak“ birzt okkur á síð-
ustu áratugum?
Í fyrsta lagi í mynd einkarekstrar, sem leggur áherzlu á
að ná einokunarstöðu á markaði. Fyrr á árum barðist
Sjálfstæðisflokkurinn gegn því að ríki og bæjarfélög
rækju útgerðarfyrirtæki. Þau voru yfirleitt rekin með gíf-
urlegu tapi á kostnað útsvarsgreiðenda á sama tíma og
Tryggvi Ófeigsson, útgerðarmaður í Reykjavík, og hans
líkar ráku togara á eigin ábyrgð með hagnaði. Viðleitni
sumra einkafyrirtækja til að ná einokun á sumum sviðum
atvinnulífs var orðin æpandi á síðustu áratugum 20. aldar.
Í öðru lagi í mynd viðskiptasamsteypna, sem hér byrj-
uðu að ráði að verða til á tíunda áratug síðustu aldar eftir
fall Sambandsins og tóku mið af svipuðum fyrirbærum í
öðrum löndum, ekki sízt Bandaríkjunum á níunda áratug
20. aldar.
Þá voru komnir til sögunnar ungir fjármálamenn, sem
keyptu fyrirtæki upp með mikilli skuldsetningu, seldu úr
þeim eignir, sögðu fólki upp störfum og skildu eftir sig
sviðna jörð. Meðal mistaka stjórnvalda síð-
ustu árin fyrir hrun var að setja ekki
skorður við þeirri þróun. Fjölmiðlalögin
svonefndu voru þó tilraun til þess.
Í þriðja lagi er svo það einkaframtak,
sem gerir út á ríkið og aðra opinbera aðila,
ef svo má að orði komast, þ.e. þá sem notfæra sér pólitísk
tengsl, annað hvort til þess að ná hagstæðum rekstr-
arsamningum við ríkið eða nota þau tengsl til að skapa sér
sérstöðu.
Það eru þessar þrjár tegundir „einkaframtaks“, sem
hafa komið óorði á einkaframtakið og valda því neikvæða
viðhorfi, sem formaður Sjálfstæðisflokksins hafði orð um
á dögunum.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til þess m.a. að
berjast fyrir einkaframtaki og frjálsri samkeppni en hann
var ekki stofnaður til þess að berjast fyrir einkarekinni
einokun, viðskiptasamsteypum, sem hafa reynt að leggja
undir sig heilu markaðina í fámennu eyjasamfélagi eða
einkarekstri, sem leggur áherzlu á að ná pólitískum
tengslum til að skapa sér aðgang að ríkissjóði eða sjóðum
sveitarfélaga.
Það er mikilvægt að greina á milli þessara „ribbalda“
og hinna raunverulegu einkaframtaksmanna, sem verða
aftur og aftur til í hverri kynslóð, hvort sem þeir endur-
nýja heilu bæjarfélögin, eins og Róbert Guðfinnsson hef-
ur gert í Siglufirði eða byggja upp nýtt „Loftleiðaæv-
intýri“ eins og Skúli Mogensen hefur gert.
Og það skiptir máli að móta rekstrarumhverfi atvinnu-
veganna á þann veg, að „klíkukapítalisminn“ nái ekki að
festa rætur á ný.
Um kapítalisma,
ribbalda og klíkur
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Einkaframtak og
„einkaframtak“
Íslands er getið í fundargerð frábandaríska seðlabankanum 28.-
29. október 2008. Það er engin ný
frétt, heldur kom fram opinberlega
fyrir nokkrum árum. Þar segir, eins
og líka hefur lengi verið vitað, að ár-
ið 2008 hafnaði bandaríski seðla-
bankinn gjaldeyrisskiptasamningi
við íslenska seðlabankann vegna
þess, að kerfið hér þyrfti miklu
meira en 1-2 milljarða dala.
En nokkrar nýjar fréttir eru í
gömlu fréttinni. Í fyrsta lagi segir í
fundargerðinni, á öðrum stað, að ís-
lenski seðlabankinn hafi beðið hinn
bandaríska um gjaldeyrisskipta-
samning um svipað leyti og hinn evr-
ópska. Þetta hefur því verið vorið
2008. Í bréfi 15. mars 2008 bað ís-
lenski seðlabankinn hinn evrópska
um gjaldeyrisskiptasamning og
sendi afrit til bandaríska seðlabank-
ans. Davíð Oddsson talaði marg-
sinnis við stjórnendur bankanna,
Jean-Claude Trichet og Timothy F.
Geithner, og ítrekaði þessar beiðnir.
Hann skrifaði síðan Geithner aftur í
júní og október.
Í öðru lagi var hugmyndin einmitt
að gera gjaldeyrisskiptasamninga
við nokkra aðila, sem gætu numið
miklu hærri upphæð samtals en far-
ið var fram á frá bandaríska seðla-
bankanum. Nathan Sheets, sem seg-
ir samkvæmt fundargerðinni, að 1-2
milljarða samningur myndi ekki
hafa tilætluð áhrif, tekur það ekki
með í reikninginn.
Í þriðja lagi kann að vera rétt, að
íslenski seðlabankinn hefði þurft 10
milljarða dala gjaldeyrisskiptasamn-
ing, eins og Geithner sagði Davíð
munnlega. En af hverju gerðu
Bandaríkjamenn þá ekki slíkan
samning? Þá munaði ekkert um það.
Þeir höfðu látið Íslendinga fá tvöfalt
meiri Marshall-aðstoð á mann en
Hollendinga og haldið aftur af Bret-
um í landhelgisdeilunum. Skýringin
er auðvitað, að þeir höfðu misst
áhuga á Íslandi, sem var ekki lengur
hernaðarlega mikilvægt.
Í fjórða lagi er athyglisvert, að í
fundargerðinni er strikað yfir nöfn
annarra ríkja, sem báðu árangurs-
laust um gjaldeyrisskiptasamninga.
En Ísland var of lítið til þess, að taka
þyrfti slíkt tillit til þess.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Fréttirnar í fréttinni