Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Afi Grétar hafði
sterkan persónu-
leika og rétt eins
og Old Spice--
ilmurinn var hann
nærri því áþreifanlegur. Hvert
orð ígrundað, mælt af reynslu
og engar vöflur. Þótt hann
hefði ákveðnar skoðanir var
hann málefnalegur og undi öðr-
um að vera sér ósammála,
nema ef Valur kom til umræðu.
Afi var höfðingi mikill og
sérlega greiðvikinn. Hann vildi
að allir hefðu nóg og væru
ánægðir. Í samtölum okkar á
milli kölluðum við hann „greif-
ann“ til að lýsa höfðingsskap
hans og góðmennsku.
Til marks um hið síðar-
nefnda þótti honum ekki til-
tökumál að skutla sínu fólki
hvert á land sem er, m.a.s. upp
á miðhálendi.
Afi var einn auðugasti maður
landsins sé tekið mið af fjölda
afkomenda. Öllum gaf hann þó
tíma og fylgdist af áhuga og
umhyggjusemi vel með alveg
fram á síðasta dag. Minnis-
stæðar eru fjölmargar skíða-
ferðir með afa, innanlands sem
utan. Þar var hann í essinu sínu
en hélt þeirri yfirvegun og ró
sem einkenndi hann svo oft.
Það voru sannarlega forrétt-
indi að eiga afa fram á fertugs-
aldurinn. Blessuð sé minning
hans.
Þorbjörn,
Grétar Dór,
Kári,
Helga Svala,
Haraldur Vatnar.
Þú getur grátið því hann er farinn
eða brosað því hann átti líf.
Þú getur lokað augunum og óskað
að hann komi aftur eða opnað aug-
un og séð allt sem hann lifði fyrir.
Þú getur upplifað tómleika því hann
er ekki nálægt
eða glaðst yfir morgundeginum
vegna gærdagsins.
Þú getur minnst hans vegna þess að
hann er farinn eða heiðrað minningu
hans og leyft henni að lifa.
(Höf. ók.)
Með hinstu kveðju frá Eng-
landi.
Ingadís, Howard
og fjölskylda.
Grétar Haraldsson
✝ GrétarHaraldsson
fæddist 6. mars
1935. Hann lést 14.
mars 2017.
Útför Grétars fór
fram 31. mars 2017.
Í minningu góðs
vinar og frænda
verða æskuárin
sterkust. Þá bind-
ast þau bönd sem
vara alla ævi. For-
eldrar mínir voru
nýfluttir í Norður-
mýrina, á Skeggja-
götu 6, eitt fyrsta
úthverfi Reykja-
víkur, þegar ég
fæddist, austur
fyrir Hringbraut, en yngsta
móðursystir mín, Marta, bjó
ásamt eiginmanni sínum og
Grétari, syni þeirra, í nágrenn-
inu, á Hringbraut 32, sem síðar
varð Snorrabraut 32. Eitt
mesta skipulagsslys Reykjavík-
ur er huglægt, Hringbrautin
lokaði af hina eiginlegu Reykja-
vík, náði frá sjó til sjávar og í
dag áttar sig enginn á þessum
skilum, sem við fundum mikið
fyrir. Snorrabraut og Þorfinns-
gata hétu áður Hringbraut.
Þannig tengdum við saman
nýju og gömlu Reykjavík. Tóm-
as Grétar bróðir minn og Grét-
ar voru jafn gamlir, en tæpur
mánuður skildi þá að, og ég svo
þremur árum yngri. Þeir voru
alltaf saman en leyfðu mér
stundum að vera með þeim og
voru svo verndandi að ég ólst
upp í algjöru öryggi. Við lékum
fótbolta í gömlu grjótnámunni
sem Valur hafði til umráða, þar
sem Heilsuverndarstöðin og
Domus Medica eru núna, og
svo að Hlíðarenda þegar Valur
flutti þangað. Við vorum Vals-
arar. Við fórum í langar göngu-
og hjólaferðir, fórum á ýmsar
samkomur og á veturna sat ég
á sleðanum hjá öðrum hvorum.
Anna móðir mín og Marta voru
mjög samrýndar, eins og í raun
öll sjö systkinin frá Barkar-
stöðum í Fljótshlíð. Árin liðu.
Þau fluttu nær okkur í Karla-
götuna. Smári bróðir bættist
við, svo og systkini Grétars,
Ingadís og Sigurður. Samgang-
ur milli heimilanna var mikill
og fannst mér ég eiga tvö heim-
ili og stóran systkinahóp. Í
minningunni var Grétar ekki
margorður, en vinsamlegur og
hlýr við yngri frænda sinn og
stóð með honum ef á þurfti að
halda.
Og það breyttist ekki í ár-
anna rás. Hann var vinur í raun
og frændrækinn, ráðagóður ef
um var beðið, talaði tæpitungu-
laust og skoðanir hans voru
ekki eftir pöntun viðmæland-
ans. Og betur hefðu margir
fylgt ráðum hans. Hann var
rausnarlegur og rétti mörgum
hjálparhönd en um það var
aldrei rætt. Hann var einn af
hvatamönnum jólaskemmtan-
anna sem Barkarstaðaættin
hefur haldið í áraraðir og séð
um að hans stóra fjölskylda
mæti vel. Þess vegna þekkj-
umst við úr þessari ætt og vit-
um hvert um annað og njótum
þess að hittast.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir að hafa fengið að vera
samferða honum, vita af hon-
um, njóta þeirra stunda sem við
áttum saman, en með árunum
urðu þær allt of fáar.
Við Sigurveig sendum öllum
þeim sem næst honum standa
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hann skilur eftir sig
stórt skarð en góðar minningar
munu fylla það.
Pálmar Ólason.
Vinur minn Grétar Haralds-
son er látinn.
Það kom mér reyndar ekki á
óvart, þegar Sigurður sonur
hans hringdi í mig erlendis og
tilkynnti mér andlát hans. Ég
heimsótti hann þegar ég var í
stuttri heimsókn a Íslandi um
jólin og gerði mér þá vel grein
fyrir þeirri staðreynd að hann
ætti ekki langt eftir.
Við vorum vinir í áratugi og
eins og gengur og gerist í lífinu
skiptust þar á skin og skúrir.
Fyrir tæplega 40 árum síðan
þegar ég hafði tekið þá afdrifa-
ríku ákvörðun að nú þyrfti ég
að taka mín mál föstum tökum
og hafði ákveðið að fara í með-
ferð á Freeport þá hringdi ég í
Grétar vin minn og sagði hon-
um að nú væri hans tími líka
kominn. Og það stóð á endum
að þegar ég var á heimleið var
hann á útleið. Og ef eitthvað
var, varð vinátta okkar nánari
og einlægari við þessi tímamót
í lífi beggja.
Við störfuðum saman um
nokkurra ára skeið og áttum
líka mjög skemmtilegt og gef-
andi samstarf í Knattspyrnu-
deild Vals, enda báðir eldheitir
Valsarar. Þegar Grétar var
beðinn um að taka að sér for-
mennsku hjá Knattspyrnudeild
Vals leitaði hann ráða hjá mér
og kvaðst tilbúinn ef ég sam-
þykkti að fara með honum í
stjórn. Þar áttum við saman
mjög skemmtilegan, sigursælan
og gefandi tíma og þeir voru
margir og langir bíltúrarnir,
sem farið var í á kvöldin og
fram á nætur þar sem lögð
voru á ráðin um hvernig við
næðum sem mestum árangri í
starfi okkar fyrir Val.
Grétar vinur minn var á
margan hátt mjög sérstakur
persónuleiki. Hann var ekki
allra en mikill vinur vina sinna.
Gat virkað hrjúfur, jafnvel frá-
hrindandi fyrir suma, en var í
raun einstakur ljúflingur, hlýr
og góður maður. Hann var
skarpgreindur og vel gefinn og
fljótur að setja sig inn í mál og
greina hismið frá kjarnanum.
En fyrir mér var hann ávallt
framkvæmdamaðurinn Grétar
Haraldsson.
Honum passaði hreint ekki
að sitja bak við skrifborð alla
daga. Nei, hans hugur stóð allt-
af til að standa í ýmiss konar
framkvæmdum og vera á fullu
að fylgjast með og hafa puttana
á púlsinum að allt gengi hratt
og vel fyrir sig.
Grétari var einstaklega um-
hugað um velferð barna sinna
og var ávallt til staðar fyrir
þau, gerði allt sem í hans valdi
stóð til að þeim mætti líða vel
og vegna sem allra best í lífinu.
Þetta var mjög ríkt í fari hans,
fjölskyldan í fyrsta sæti, alltaf.
Í einu orði sagt, einstaklega
góður pabbi.
Ég þakka vini mínum ára-
tuga vináttu og samleið og ylja
mér um hjarta með aragrúa
góðra minninga.
Við Guðlaug sendum börnum
hans og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan mann og
traustan, elskulegan vin lifir.
Eggert Magnússon.
Í dag fer fram bálför Grétars
Haraldssonar, hæstaréttarlög-
manns og Valsmanns. Knatt-
spyrnufélagið Valur þakkar
Grétari fyrir ævilanga tryggð
við félagið og óeigingjarnt starf
í þágu þess.
Það eru margar forsendur
fyrir því að menn eru Valsarar.
Sumir eru, eða hafa verið,
kröftugir keppnismenn, aðrir
kynnast félaginu í gegnum leik
og starf með félögum sínum,
aðrir eru hreinlega fæddir inn í
félagið og sumir hafa fengið
tryggðina við Val með móður-
mjólkinni. Mig grunar að þann-
ig hafi það verið með Grétar
Haraldsson.
Þegar ég hafði verið í meist-
araflokki í knattspyrnu í nokk-
ur ár og uppskeran ekki verið
sem skyldi, var leitað til Grét-
ars Haraldssonar um að verða
formaður knattspyrnudeildar.
Við félagarnir í meistaraflokki
þekktum lítið til hans fyrir utan
óljós ættartengsl innan félags-
ins. En Grétari tókst að skapa
þá umgjörð um knattspyrnu-
deildina, á skömmum tíma, sem
þurfti, ráða þjálfara sem kom
með nýtt hugarfar inn í félagið
og árangurinn lét ekki á sér
standa.
Grétar var formaður deild-
arinnar aðeins þetta eina ár, en
eldmóður hans, áhuginn fyrir
félaginu og ástríðan fylgdi okk-
ur næstu árin.
Fyrir hönd Knattspyrnu-
félagsins Vals sendi ég börnum
og öðrum ættingjum Grétars
samúðarkveðjur og minning
hans mun ætíð lifa meðal Vals-
manna.
Þorgrímur Þráinsson,
formaður.
Ég og Dóra konan þín bjugg-
um sem börn á Marargötu í
Vesturbæ Reykjavíkur.
Á jólunum var mikið fjör
heima hjá Dóru því þá kom
skyldfólkið frá Raufarhöfn í
heimsókn og mennirnir voru í
jólasveinabúningum! Dóra
hjálpaði veikri móður sinni og
sótti í matinn. Það var svo
gaman á Marargötunni á kvöld-
in, þá voru fáir bílar á göt-
unum.
Við krakkarnir fórum í kýlu-
bolta og fallna spýtu á götunni
og yngri bróðir minn fékk einu
sinni spýtuna í höfuðið og móð-
ir okkar lét bakstra á augað og
hann kom strax út aftur.
Maðurinn minn var seinna að
læra í Noregi þegar ég eign-
aðist annað barn okkar á fæð-
ingardeildinni og þá kom Dóra
í leigubíl að sækja mig og barn-
ið heim á Marargötu.
Við og skólasystkinin okkar
úr Versló förum oft í skóla-
ferðalög og hittumst einu sinni
í mánuði í Skrúði á Hótel Sögu.
Það er svo gott, kæri vinur,
að þú skulir vera laus við veik-
indin.
Þú hjálpaðir öllum sem
þekktu þig og gladdir okkur öll
því það var aldrei neitt nema
gott í návist þinni.
Guð blessi þig og fallega
barnahópinn þinn.
Þín vinkona
Þóra.
Við andlát
mágkonu minnar,
sem af vinum og
vandamönnum var ávallt kölluð
Dadda, kemur margt í hugann.
Ég kynntist Döddu fyrst að ráði
þegar hún og Hreinn gengu í
hjónaband í Reykjavík 19. sept-
ember 1964. Brúðkaupið fór fram
í skjóli föðurbræðra hennar. Það
þótti mér mjög óvanalegt, en
skýringin var sú að Dadda mín
hafði misst báða foreldra sína
þegar hún var milli fermingar og
tvítugs. Hún var þá hreinræktuð
Reykjavíkurstelpa og hafði ný-
lega lokið námi og orðið hjúkr-
unarfræðingur. En fljótlega fluttu
Dadda og Hreinn til Akureyrar,
en ég og Hjörtur bróðir hans til
Reykjavíkur.
Eftir þetta leit ég alltaf á
Döddu sem sannan Akureyring,
enda átti hún heima fyrir norðan
til æviloka. Ég tel að Akureyr-
ingar hafi verið lánsamir að fá
hana þangað. Þar starfaði hún alla
tíð við sitt fag, þar ól hún upp
börnin sín fjögur og þar bjuggu
þau Hreinn víða í bænum. Ég
gæti auðvitað bætt við að þar var
hún alltaf með opinn faðminn þeg-
ar við Hjörtur komum í heimsókn
sem oftast var árlega.
Dadda var óvenjuvel gerð
kona. Hún var mjög skapgóð,
notaleg, gamansöm og tók öllum
vel. Ég hefi alltaf álitið að betri
hjúkrunarkonu en hana hafi ekki
verið auðvelt að finna. Ég minnist
þess hversu vel hún sinnti Guðna,
afa bræðranna, við lát hans, eins
var hún afar nærgætin og hugs-
unarsöm við Huldu tengdamóður
mína síðustu árin sem hún lifði.
Heimili þeirra Hreins voru
mjög notaleg og gott að koma til
þeirra. Þau bjuggu víða í bænum.
Einu sinni bjuggu þau í Brekku-
götunni rétt ofan við íþróttavöll-
inn. Við grínuðumst með það, því
að hún var alin upp við mikinn
íþróttaáhuga föður síns, enda
smitaðist það til barna hennar.
Ekki man ég hve marga nætur-
gesti úr fjölskyldu minni hún
hýsti þar eina sumarhelgi, en eins
og ég sagði áður var afar notalegt
að vera gestur hennar.
Síðasta heimili þeirra Hreins í
Skálateigi 3 á Akureyri var ynd-
islegt. Ég rifja upp seinustu heim-
sókn mína í sumar sem leið. Ég sit
í góðum sófa við suðurglugga,
Dadda situr í hægindastól á móti
mér, húsbóndinn er tekinn við
eldamennskunni. Við segjum hvor
annarri fréttir af börnum okkar.
Dadda er með prjónana sína. Hún
var alltaf að prjóna á börnin sín og
barnabörnin og hún var búin að
eignast eitt langömmubarn.
Dadda átti við töluvert heilsu-
leysi að stríða seinustu árin. Hún
tók því sem öðru með jafnaðar-
geði án þess að kvarta eða barma
sér. Hún lét það ekki hindra sig í
því að fara suður á land og vera
við giftingu yngsta sonar síns á
liðnu sumri. Í þeirri ferð vorum
við hjónin svo lánsöm að hún kom
til okkar og tafði dagstund. Það
var ómetanlegt, en til þess að
þetta allt gæti gerst þurfti konu
eins og hana með óbilandi kjark.
Við Hjörtur kveðjum Döddu mína
og þökkum henni meira en fimm-
tíu ára góða og óbilandi vináttu.
Steinunn Bjarman.
Við kveðjum Döddu, okkar
kæru vinkonu, með virðingu og
þakklæti fyrir ánægjulega vin-
áttu. Megi hún hvíla í friði.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Margrét Ólafsdóttir
✝ MargrétÓlafsdóttir
fæddist 23. febr-
úar 1940. Hún
lést 20. mars
2017.
Útför Mar-
grétar fór fram
31. mars 2017.
Hún braut allar vonir, hún
braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu
strengi,
er blunda í hjarta og í
brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er
yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
(Kristján frá Gilhaga)
Kæri Hreinn og
fjölskylda, okkar inni-
legustu samúðar-
kveðjur.
Bára, Díana, Guðfinna, Ingi-
björg, Sesselja og Þórey.
Ég hlakka til þá um heyrnir mér
heilagar vorsins raddir líða
Því vetrarkvöld snjór og vindur hér
vekur í brjósti mínu kvíða.
En ef kólnar mitt ólgublóð
Augun lokast og sjónir dvína.
Berðu þá fyrir mig gola góð
Glitblómum vorsins kveðju mína.
(Jóhann G. Sigurðsson)
Okkar kæra hollsystir, bekkj-
arsystir, er horfin yfir móðuna
miklu eftir stranga baráttu við
erfiða sjúkdóma sem hafa staðið
yfir um árabil. Hún var mjög
dugleg, sterk og ákveðin í að
vinna þessa baráttu eins og önn-
ur vandamál sem hún mætti jafnt
í leik sem starfi.
Hinn 17. ágúst 1959 hittust 22
stúlkur í anddyri í Hjúkrunar-
skóla Íslands, fullar eftirvænt-
ingar. Þær voru að byrja í
þriggja ára erfiðu námi sem átti
eftir að setja spor á líf þeirra.
Aginn var mikill sem hvatti
þennan hóp til þess að gefast
ekki upp. Kynni innan hópsins
urðu fljótlega mikil sem efldust
og styrktust með árunum. Í þess-
um góða og sérstaka hópi var
Margrét. Hún var sérstök með
sín dökku augu svo tekið var eft-
ir, brosmild, hæglát og einlæg og
hafði einstaklega góða nærveru.
Eftir útskrift frá Hjúkrunar-
skóla Íslands í október 1962
hófst alvara lífsins. Hún starfaði
á Vífilsstöðum, kvensjúkdóma-
deild og handlæknisdeild Land-
spítalans, Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur við bæjarhjúkrun
svo eitthvað sé nefnt. Í störfum
sínum sýndi hún mikla natni,
ákveðni og umhyggju, ákveðin
útgeislun sem er ekki allra að
hafa eða geta gefið.
Við stöllurnar fórum víða þeg-
ar tækifæri gafst. Í einni af þeim
ferðum kynntist hún sínum lífs-
förunaut, Hreini Pálssyni lög-
fræðingi, og þau giftast 19. sept-
ember 1964.
Þau fluttu til Akureyrar og
hófu búskap. Eignuðust yndisleg
fjögur börn. Á Akureyri starfaði
Margrét á Heilsugæslustöð Ak-
ureyrar en lengst af við skóla-
hjúkrun.
Í tæp 60 ár hefur hópurinn
hist nokkuð reglulega ýmist í
heimahúsum, vertshúsum eða
sumarbústöðum víða um landið.
Á stórafmælum voru hófin einnig
haldin á Akureyri. Þá var vel tek-
ið á móti hópnum hjá Margréti
og Hreini. Þau voru höfðingjar
heim að sækja og voru hrókur
alls fagnaðar og ómissandi við
hinar ýmsu uppákomur.
Það er erfitt að missa og sökn-
uðurinn er mikill. Úr okkar hópi
eru sex búnar að kveðja þennan
heim. Hugur okkar allra er fullur
af þakklæti að hafa kynnst og
hafa átt stuðning hver annarrar
öll þessi ár í blíðu og stríðu.
Blessuð sé minning Margrétar
Ólafsdóttur, einstakrar konu og
félaga sem við kveðjum með virð-
ingu. Hún mun lifa í hjörtum
okkar. Megi góður guð styrkja
Hrein eiginmann hennar og
börnin; Láru, Ólaf, Guðna og
Hans ásamt barnabörnum og
öðrum ættingjum.
Fyrir hönd hollsystra,
Oddný M. Ragnarsdóttir.
FALLEGIR LEGSTEINAR
AF ÖLLUM LEGSTEINUM
Verið velkomin
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Afsláttur