Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er mikil ábyrgð sem fylgir því
að hafa mannaforráð og það vald er vand-
meðfarið. Farðu í bíó, íþróttir eða eitthvað
annað sem veitt getur þér ánægju og fyll-
ingu.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu nöldur samstarfsmanns þíns
lönd og leið. Frestaðu nú ekki lengur því
sem þú hefur lofað að framkvæma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst þú verða fyrir miklum
þrýstingi frá samstarfsmanni þínum.
Kannski er þrýstingurinn sem þú finnur fyrir
til að ganga í augun á öðrum bara kominn
frá þér sjálfum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Breyttu um mynstur í samskiptum
við erfiðan ástvin. Hver sem er getur grætt
peninga, en áreiðanleiki er byggður upp á
löngum tíma.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur verið gott að fá aðra í lið
með sér þegar verkefnin gerast flókin.
Ræktið vináttuna í stað þess að reyna á
hana.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í
augu við staðreyndir. Vandkvæði tengd sam-
göngum að undanförnu leysast.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er mikil togstreita innra með þér
svo að þú átt erfitt með að einbeita þér.
Fólk er tilbúið til að hlusta á það sem þú
hefur að segja.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Að velta fyrir sér ráðgátu sam-
bandsins getur verið hugarleikfimi, sem
reyndar getur breyst í skrímsli sem étur upp
geðheilsuna. Umræður um bækur og kvik-
myndir setja svip sinn á daginn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að hafa alla þræði í
hendi þér áður en þú ræðst í þær fram-
kvæmdir sem þig dreymir um. Hlýddu eðl-
isávísun þinni í þeim efnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki velgengnina stíga þér
til höfuðs, þótt sæt sé. En mundu að í raun
er lífið fyrst og fremst vinna og aftur vinna.
Gefðu þér tíma til að sinna hugðarefnum
þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnst aðrir vilja ráðskast um
of með þín mál. Einbeittu þér að því að gefa
og þiggja og koma til móts við aðra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er góður dagur til að setja
fram langtímaáætlun. Leiddu lýjandi hugs-
anir hjá þér því þær eru aðeins tímabundn-
ar. Nú þarftu bara smávegis lífsreynslu.
Laugardagsgátan var semendranær eftir Guðmund Arn-
finnsson:
Heyra það í Hörpu má.
Í hnallþóru má einatt sjá.
Löngum skjól þar skipin fá.
Skildi við því Kári brá.
Svona lítur lausnin út hjá Helga
R. Einarssyni:
Glími ég við gamla drauginn,
getuleysið skaðar.
Þá birtast allt í einu lögin,
sem eru hér til staðar.
Harpa á Hjarðarfelli leysir gát-
una þannig:
Oft í Hörpu heyrist lag.
Hnallþórulag gerði.
Sættu lagi um svæludag.
Sverða lagið varði.
Helgi Seljan svarar en skaut áður
inn vísu vegna fréttar á dögunum:
Undrun vakti ærna það
sem uppgötvuðu fræðingar,
nú konur hvergi koma að
en karlmenn sjá um fæðingar.
Margt í Hörpu lagið leikið er,
lag í tertu smakkast ætíð mér,
lagi sætt við lendinguna var,
lagið sverðsins Kári af sér bar.
Árni Blöndal á þessa lausn:
Lag í Hörpu heyra má,
í hnallþóru vísast lag má sjá;
í lægið skipin leita þá.
Við lagi skildi Kári brá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Lag í Hörpu heyra má.
Í hnallþóru mörg lög ég sá.
Lag er skipalægi þá.
Við lagi Kári skildi brá.
Síðan er limra:
Hinn landskunni Ljóðstafa-Bragi
limrur af ýmsu tagi
kórréttar kvað,
en þrátt fyrir það
var engin hans limra í lagi.
Og að lokum ný gáta eftir Guð-
mund:
Morgunsólin skært nú skín,
skýrist lítt þó hugsun mín.
Þunn er gáta í þetta sinn
þunnan eftir höfundinn:
Kannski er þetta kötturinn.
Kannski fiskur smávaxinn.
Kannski íþrótt ævaforn.
Ellegar þá telpukorn.
Hér er lítið vers eftir Sveinbjörn
á Draghálsi:
Að liggja‘ ekki á bæn meðan liðs er þörf
heldur leita‘ að þeim sauðum er týnast;
og vinna sín hljóðlátu venjustörf,
að vera fremur en sýnast.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það var lagið!
Í klípu
„OG ER MAÐURINN SEM REYNDI
AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞÚ BÆRIR
VITNI Í SALNUM Í DAG?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SETTI KERTIN Á KÖKUNA EINS OG ÞÚ
SAGÐIR, EN ÞÁ KVIKNAÐI Í KASSANUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... lykilorðið.
EF ÞÚ TYGGÐIR LENGUR MYNDI ÞAÐ
VERA EINS OG EF ÞÚ VÆRIR MEÐ
MEIRI MAT
NEI, EF ÉG HEFÐI MEIRI MAT, ÞÁ
VÆRI ÞAÐ EINS OG ÉG HEFÐI
MEIRI MAT.
MAÐURINN MINN HELDUR VÖKU
FYRIR MÉR ALLAR NÆTUR!
HANN
HRÝTUR!
FARINN Í
HÁTTINN,
HELGA!
HRÓLFUR
HRÝTUR
EKKI,
EN HANN
HELDUR
VÖKU
FYRIR MÉR
HANN
TYGGUR!
ANSANS
Þeir sem hafa komið til Berlínarvita að þar í borg eru leikvellir
sem bera af. Hvar sem þú ert í borg-
inni er stutt göngufæri á næsta leik-
völl, sem er mikill samkomustaður
foreldra og barna að skóladegi lokn-
um. (Foreldrarnir virðast reyndar
allir vinna heldur styttri vinnudag
en á Íslandi en það er önnur saga.)
x x x
Leikvellirnir eru allir ólíkir og hafaoftar en ekki ákveðið þema.
Einn er til dæmis með 1001 nótt
þema og annar með Línu Langsokks
þema. Þessi þemu kveikja líka í
ímyndunaraflinu. Hver vill ekki fá
far með fljúgandi teppi?
x x x
Leikvellirnir eiga það hinsvegarallir sameiginlegt að vera lík-
amlega krefjandi. Þarna er hægt að
hoppa langt og klifra hátt. Und-
irlagið er alltaf sandur þannig að
lendingin er mjúk. Á leikvöllunum
eru oft allskonar fötur og tæki tengd
sandleik, hægt er að tosa fötur upp
og losa þær í gegnum rennur í
skemmtilegum leik.
x x x
Metþáttaka var í skráningumhugmynda í Hverfinu mínu
2017 á vefnum betrireykjavik.is.
Ekki er lengur hægt að bæta við
nýjum hugmyndum en mögulegt er
til 8. apríl að styðja góðar hug-
myndir. Margar þessara hugmynda
tengjast leiksvæðum barna sem sýn-
ir að fólk vill betri leiksvæði. Mörg
önnur tengjast öruggari gönguleið-
um, gróðri og útiveru.
x x x
Það má ekki gleyma því að úti-leiksvæði geta verið fyrir alla.
Leiksvæði getur verið svo miklu
meira en stöðluð róla og rennibraut.
Það þarf leiksvæði fyrir yngstu
börnin, skólabörnin og líka ung-
lingana. Í fyrrnefndri Berlínarp-
aradís voru nefnilega líka krefjandi
leiksvæði sem hentuðu unglingum
fyrir samveru og leik. Á sumum
svæðum voru líka tæki fyrir full-
orðna. Það væri forvitnilegt að vita
hversu mikið betri leikvellir gætu
eflt heilsu? vikverji@mbl.is
Víkverji
Það er andinn sem lífgar, maðurinn
án hans megnar ekkert. Orðin sem ég
hef talað til yðar, þau eru andi og þau
eru líf.
(Jóh. 6:63(