Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu nýs hafnarbakka í Sunda- höfn, utan Klepps. Honum er ætlað að verða megin vöruflutn- ingabakki fyrir stærri og djúp- ristari flutninga- og gámaskip. Verkefnið er mjög stórt á ís- lenskan mæli- kvarða, en búist er við því að um 4.900 tonn af stáli fari í gerð bakkans. Til byggingar bakkans og niðurrekstrar á stálþili þarf sérhæfðan búnað sem ekki var til hér á landi. „Stálið sem við keyptum til bygg- ingar á nýja hafnarbakkanum er svo- nefnt samsett þil. Þá eru reknir niður mjög öflugir stálbitar í þillínu og síð- an hefðbundnar þilplötur á milli þess- ara bita,“ segir Jón Þorvaldsson, að- stoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Jón segir að þetta sé þilfrágangur sem í dag sé notaður erlendis við stóra hafnarbakka með mikið dýpi í viðlegu. „Þilveggurinn verður með þessu efnismeiri en með hefðbundnu þili, sterkari og hefur lengri líftíma. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt efni er keypt hingað til Íslands og byggður hafnar- bakki með þessari forsendu,“ segir Jón. Vinna með tugtonna þyngdir Það er Ístak sem er verktaki á þessari hafnarbakkaframkvæmd og danska verktakafyrirtækið Per Aars- leff leggur því til mjög reynda menn og allan tækjabúnað til þilrekstrarins. „Þeir eru með öflugan vibrohamar og eins mjög stóran beltakrana við verkið. Allar þyngdir á hamrinum og þilefninu eru meiri en við erum vanir og þetta er tækjabúnaður sem ræður við erfiðar aðstæður á byggingarstað og vinnur með tugtonna þyngdir í mikilli fjarlægð frá krananum,“ segir Jón. Verkið er á áætlun, að sögn Jóns. Vonast er til að hægt verði að taka nýja hafnarbakkann í notkun í lok árs 2018 eða byrjun árs 2019. Heildar- kostnaður er áætlaður um þrír millj- arðar króna. Nýi hafnarbakkinn verður alls 400 metra langur. Hin nýju skip Eim- skips, sem smíðuð verða í Kína, munu leggjast að þessum bakka. Þau verða 26.500 brúttótonn. Djúprista þeirra verður níu metrar en dýpið í viðlegu við nýja hafn- argarðinn verður á bilinu 12,50 til 13,50 metrar. Hin nýju og stóru skip munu ekki geta lagt að bryggju í nú- verandi aðstöðu Eimskips í Sunda- höfn. Innan fárra ára á samkvæmt áætl- un Faxaflóahafna að ráðast í næsta áfanga Kleppsbakka. Hann verður byggður í vesturátt, 200 metra lang- ur. Sagan skráð með dróna Verkfræðistofan Hnit hefur eftirlit með verkinu fyrir hönd Faxaflóa- hafna. Hnit hefur bryddað upp á þeirri nýjung að skrá sögu verksins með myndatökum úr lofti. Að sögn Leifs Skúlasonar Kaldal byggingaverkfræðings er reynt að fljúga þarna yfir mánaðarlega, eins og veður og birta leyfir. „Við hjá Hnit eigum Phantom 3-dróna og notum hann talsvert til að taka ljósmyndir af framkvæmdum,“ segir Leifur. Að- spurður taldi Leifur að þetta væri ekki orðið algengt í verktaka- starfsemi, enn sem komið er. Niðurrekstur Mjög öflugur vibrohamar og risastór beltakrani eru notaðir til að reka niður stál- þilið í Kleppsbakka. Þetta er tækjabúnaður sem ræður við erfiðar aðstæður á byggingarstað. Ný tækni við hafnargerð  Unnið er að byggingu nýs hafnargarðs í Sundahöfn, utan Klepps  4.900 tonn af stáli fari í gerð hafnarbakkans  Ný skip Eimskips leggjast þar að  Tækjabúnaður og reyndir menn að utan Sundahöfn er aðal-innflutningshöfn lands- ins. Flutningur skipafélaga úr Gömlu höfn- inni inn í Sundahöfn hófst árið 1971 þegar Eimskipafélagi Íslands var úthlutað landi fyr- ir vöruskemmur. Fljótlega hófst svo hafn- argerð fyrir austan Kleppsspítala þ.e.a.s. bygging Vogabakka þar sem skipadeild Sam- bands ísl. samvinnufélaga, síðar Samskip, fékk aðstöðu. Síðasta stórframkvæmdin til þessa var gerð Skarfabakka, sem tekinn var í notkun í júní 2006. Hann er 450 metra langur og dýpi við hann er 12 metrar. Með tilkomu Skarfa- bakka gátu stærstu skemmtiferðaskipin lagst að bryggju í Reykjavik. Í fyrsta skipti árið 2006 þurftu engin skemmtiferðakip að liggja út á leg- unni við Gömlu höfnina og ferja farþega í land í skipsbátum. Komu skemmtiferðaskipa hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Helsta innflutningshöfnin FLUTNINGUR SKIPAFÉLAGA Í SUNDAHÖFN HÓFST ÁRIÐ 1971 Ljósmynd/Leifur Skúlason Kaldal Sprengingar Búnaður sem notaður er til að bora og sprengja fast berg í botni efnisskipta- skurðar. Sprengt er í smáum skömmtum og undir um 10-15 metra þykkum grúsarfyllingum. Jón Þorvaldsson Kleppsspítali var tekinn í notkun árið 1907 og á því 110 ára afmæli á þessu ári. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunar- innar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað. Þegar Kleppsspítali var reistur var hann langt úti í sveit og fá hús í nágrenninu. Nú er öldin önnur, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér, sem teknar eru með nokkurra ára- tuga millibili. Uppbygging hafnarmannvirkja við Sundin og síðar landfyllinga hefur leitt til þess að Kleppur er nú eins og eyja í „landfyll- ingahafinu“. Efst á myndinni til hægri má sjá hvar hinn nýi Kleppsbakki verður, alls 600 metrar fullbyggður. Upp af honum verða lóð- ir, sem úthlutað verður síðar. Fram kemur á samantekt á heimasíðu Faxa- flóahafna að það var ekki skipafélag sem hóf fyrst starfsemi í Sundahöfn heldur innflytj- endur á fóðurkorni. Árið 1967 var farið að huga að löndunaraðstöðu fyrir laust korn í Sundahöfn og seinna sameinuðust innflytj- endur um að byggja kornturna fyrir laust korn á hafnarbakkanum sem í dag heitir Korngarður. Þar var síðan seinna reist hveiti- mylla. Á eftir skipafélögunum fylgdu svo heild- salar sem komu sér fyrir ýmist á hafnarsvæð- inu eða á jaðri hafnarlandsins eins og til dæm- is í Vatnagörðum, Skútuvogi og Kjalarvogi. Í seinni tíð hafa svo vöruhótel Eimskips og Sam- skipa risið og að nokkru leyti hefur starfssvið heildsala breyst í þá veru að nú sjá þeir aðeins um að markaðssetja vöruna en vöruhótelin sjá um geymslu og dreifingu. Sundahöfn er miðstöð fyrir inn- og útflutn- ing í gámum. Landnotkun á svæðinu hefur því einkennst af miklum gámavöllum. Sundahöfn er einnig miðstöð fyrir heil- farmaflutninga. Húsasmiðjan og BYKO eru t.d. með stórar vöruskemmur á austanverðum Vogabakka. Kleppur er eins og eyja í „landfyllingahafinu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.