Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Borghildur Þórð- ardóttir, móðursyst- ir mín, er síðasta systkinið frá Einars- stöðum í Stöðvarfirði, sem kveður þessa jarðvist. Ég var hjá henni þegar hún bjó í Hvammsgerði, þegar ég missti hálfbróður minn, Sigmund Egg- ert, sem dó daginn fyrir afmælið mitt, 27. janúar 1993. Séra Árni Bergur kom heim að Reykjaborg til að segja okkur pabba andlátið. Þá leið mér illa. Borghildur kom þá og sótti mig og fór með mig heim til sín. Ég elskaði Sigmund mikið og saknaði hans sárt. Ég hafði kveikt ljós um nóttina, áður en ég frétti að Sigmundur væri dáinn. Borghildur þekkti Sig- mund vel, hálfbróður minn og systurson sinn. Pabbi sinnti Sig- mundi ekkert, því hann var ekki tengdur honum. Guð almáttugur, mér líður ekki vel. Sigmundur átti vinkonu, sem ég þekkti, en ekkert varð úr þeirra sambandi. Ég var hjá Borghildi í nokkurn tíma eftir að Sigmundur lést. Svo veiktist pabbi minn um haustið, sama árið, og þá var ég hjá Elínu Ingvars, sem passaði búið fyrir pabba. Svo fór ég aftur til Borghildar, móðursystur minn- ar. Þetta var árið 1993. Svo dó pabbi 24. október 1993, síðasti bóndinn í Reykjavík. Borghildur var mér alla tíð góð. Móðir mín, Rósa Ólöf, sá mig ný- fædda en veiktist níu dögum síðar og dó frá mér þegar ég var fjög- urra mánaða gömul. Borghildur var mín stoð og Borghildur Þórðardóttir ✝ BorghildurÞórðardóttir fæddist 21. sept- ember 1926. Hún lést 18. mars 2017. Útför Borghild- ar fór fram 31. mars 2017. stytta þegar eitthvað bjátaði á í mínu lífi. Hún fylgdist með mér og ég gisti hjá henni um jól og há- tíðir á meðan heilsa hennar leyfði. Sein- ustu ár voru Borg- hildi erfið. Borghildur var söngelsk og var í kór til margra ára, ferð- aðist með kórnum sínum til útlanda og naut lífsins. Borghildur var góð kona, sem mér þótti vænt um. Borghildur var dugleg að vinna, var listræn í höndunum, bakaði fínar kökur og bjó til góðan mat. Ég þakka Borghildi umhyggju og kærleik, sömuleiðis börnunum hennar og afkomendum. Blessuð sé minning góðrar móðursystur minnar. Rósa Stefnisdóttir. Með Borghildi hefur kvatt sú síðasta úr systkinahópi pabba. Hún var yngst og þau pabbi voru mjög samrýnd þrátt fyrir níu ára aldursmun og síðar meir skemmdi ekki fyrir góð vinátta pabba og Helga manns hennar en þeir voru jafnaldrar. Borghildur var fasti punkturinn í lífi okkar krakkanna þegar komið var „suður“ til Reykjavíkur, fyrst í litlu kjallara- íbúðinni í Samtúni og síðar í Hvammsgerði 3. Borghildur var gleðimanneskja, hún hafði gaman af að vera með fólki og lifa lífinu. Hún hafði unun af að syngja og dansa, og var gefin fyrir spila- mennsku eins og fleiri í fjölskyld- unni. Borghildur var sérlega rækt- arleg og gestrisin. Heimili hennar var athvarf fjölda fólks og gesta- gangur mikill. Ekki bara systurn- ar Alla og Bína og fjölskyldur þeirra frá Englandi og Bandaríkj- unum eða frændfólk og sveitungar að austan, heldur alls konar fólk víða að, skólakrakkar yfir vetrar- tímann eða gestir sem fengu hjá henni góðan viðurgerning. Pláss- leysi var óþekkt hugtak og engum var ofaukið. Afi og amma bjuggu hjá Borghildi eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og þar til yfir lauk. Við fjölskyldan fórum ekki var- hluta af gestrisni Borghildar. Þórður bróðir bjó hjá henni einn vetur og Guðlaugu og Solveigu sem leigðu úti í bæ var tekið með kostum og kynjum þegar þær komu svangar og blankar í heim- sókn til Borghildar. Þegar mestur var gestagangurinn var búið um í öllum rúmum en Borghildur var sjálf í eldhúsinu og lét einskis freistað að veita gestum gott at- læti. Við systkinin kynntumst vin- um barna hennar og þar gat kviknað ævilöng vinátta. Tímamót tengjast sterkt minningu Borg- hildar, hún mundi alla afmælis- daga og mætti oft með köku eða brauðtertu á afmælum Solveigar og Guðlaugar. Svo hagaði til að pabbi var staddur í Reykjavík á fertugsafmæli sínu í júlí 1957 en Borghildur gerði sér lítið fyrir og hélt honum veglega veislu. Sömu trakteringar fékk Gerður er hún sem barn var stödd í Reykjavík á afmælisdaginn meðan foreldrarn- ir voru í siglingu. Borghildur bauð öllum krökkunum í götunni til veislu, Gerður skyldi sko fá að halda upp á afmælið sitt. Borghildur unni sjálfstæði sínu mikið. Hún fór að vinna utan heimilis eftir að börnin uxu úr grasi, vann á Hótel Borg við að „uppvarta“ eins og það hét og í slátri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Mesta útrás fyrir athafnasemina fékk Borghildur þó með heima- gistingu sem hún rak. Óhætt er að segja að hún hafi verið meira en hálfri öld á undan sinni samtíð. Hún seldi útlendum ferðamönn- um gistingu og þar var höfðings- skapurinn samur við sig. Öll rými voru nýtt og sem fyrr var Borg- hildur í eldhúsinu ef því var að skipta. Ekki einungis var dýrindis morgunmatur innifalinn heldur útbjó hún gestina með nesti og keyrði þá út um allt en hún hafði auðvitað tekið bílpróf þegar Ópel- inn var keyptur á sínum tíma. Borghildur var bráðvel gefin, skörp og ritfær og stálminnug fram á síðasta dag. Hún var mikl- um mannkostum búin, traust og heiðarleg. Við systkinin þökkum henni örlætið og samfylgdina og sendum samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Solveig, Unnur, Pálmi, Gerður og stórfjölskyldan. Kær vinkona mín, Borghildur Þórðardóttir, lést að Hjúkrunar- heimilinu Eir þann 18. þessa mán- aðar. Hún hefur átt við mikil veikindi að stríða í mörg ár og hefur sýnt mikla þolinmæði og hetjuskap í þessum slæmu aðstæðum. Hún átti góða fjölskyldu sem öll gerði henni lífið léttara, heimsótti hana daglega, sem hún kunni vel að meta og var þakklát fyrir. Ég á svo margar skemmtilegar minningar frá löngu liðnum dög- um, en við kynntumst ungar á Laugarvatnsskóla og höfðum allt- af gaman af því að fara þangað. Eitt sinn fórum við saman á Laug- arvatn með nesti og leigðum okk- ur herbergi. Þarna var hestaleiga og hestarnir sem Flosi leikari hafði voru ekki allir góðir. Við Borghildur tókum einn á leigu. Ég fór fyrst á bak og fann fljótt að hesturinn vildi henda mér af sér. Borghildur vildi samt prófa, ekki hætta við, og hesturinn lék sama leikinn og ég horfði á eftir Borg- hildi fram af hestinum eins og hún væri að stinga sér til sunds. Ég hljóðaði upp yfir mig. „Guð minn góður, ert þú ekki meidd?“ „Nei, nei,“ sagði hún. Þegar hún kom til Reykjavíkur var hún mynduð og reyndist fingurbrotin en hún var nú ekkert að kvarta yfir því. Ég frétti svo hjá Önnu frænku að hesturinn okkar Borghildar var meri og kölluð Brella, enda stór- skrítin og brellótt. Borghildur var sérstaklega vönduð og traust manneskja og við áttum svo marg- ar skemmtilegar stundir saman. Alltaf vildum við fara saman í berjamó á haustin, sama þó að við þyrftum að leita mikið. Við vildum rækta kartöflur, áttum garð í mörg ár en hættum þegar við réð- um ekki lengur við uppskeruna eða áburðarpokana. Við vorum lengi saman í sauma- klúbb. Nú erum við Una Aradóttir bara tvær eftir á lífi og sauma- klúbbur okkar hættur. Í 21 ár tók hún á móti ferðamönnum í gist- ingu og morgunverð og þar varð enginn svikinn, enda var hún fork- ur dugleg. Borghildur var í mörg ár í kór eldri borgara og fór í skemmtileg ferðalög með þeim.Það er óhætt að segja að hún var mikil fé- lagsvera, gestrisin og hjálpsöm. Ég kveð nú mína kæru vinkonu með þakklæti og söknuði og votta börnum hennar og öllum barna- börnunum innilega samúð. Ólöf Stefánsdóttir. Það eru mikil forréttindi að kynnast einstaklingum sem eru frábærir. Og það eru líka forrétt- indi að búa í nágrenni við frábæra einstaklinga. Einn slíkra einstak- linga var Borghildur Þórðardóttir sem ég kynntist þegar hún leigði mér kjallarann sinn í nokkra mán- uði. Síðan flutti ég yfir götuna þeg- ar ég eignaðist mína íbúð og var því áfram nágranni hennar. Ég var nýfluttur til landsins eft- ir áratuga fjarveru erlendis og hringdi í Borghildi eftir auglýs- ingu og falaðist eftir kjallaraíbúð- inni sem hún hafði til leigu. Málið var strax klárað og ég flutti í kjall- arann. Borghildur bjó þá með seinni manni sínum, Jóhanni Eyþórs- syni, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Hún var frá Stöðvarfirði, hann frá Hnífsdal og ég frá Vest- mannaeyjum. Tengingin var því á réttum stað og umræðan um sjósókn og lands- byggðina ásamt þeirri lífs- og heim- speki sem Borghildur og Jóhann kunnu best en það var að sýna fólki virðingu og tala jákvætt um það. Ég var ekki búinn að vera lengi í kjallaranum þegar Borghildur bauð nýja leigjandanum í kaffi. Ég gerði auðvitað grein fyrir uppruna mínum og einhverju af lífsleiðinni. Borghildur náði þegar tenging- unni og komst að því að sonur hennar og bróðir minn þekktust úr Kennaraskólanum. Þar með datt ég inn í þessa frábæru veröld þeirra hjóna og ekki varð aftur snúið. Nokkru eftir að ég flutti inn í kjallarann til þeirra hjóna flutti eiginkona mín einnig í kjallarann, þá ófrísk af okkar fyrsta barni. Svo kom lítil stúlka í heiminn og í öllu óðagotinu gleymdi ég að kaupa barnarúm þegar frúin kom heim af sjúkrahúsinu og allar búðir lokað- ar. En Borghildur reddaði málun- um snarlega með þessu fína burð- arrúmi sem hún Solla dóttir hennar átti. Þótt við fjölskyldan flyttum yfir götuna héldu samskiptin áfram og margan fékk ég kaffisopann í eld- húsinu hjá Borghildi. Þar lærði ég að drekka Braga-kaffi og því fylgdu oft góðar kökur og tertur. Einnig voru Borghildur og Jóhann ómissandi í afmælum okkar og dæturnar fengu gjafir sem voru til að styrkja þær í íslenskunni og það hafði sín góðu áhrif. Og svo fluttu Borghildur og Jó- hann á Sléttuveginn og þá var að- eins lengra að fara. Ekki gat ég hugsað mér skemmtilegri stund en að horfa með þeim hjónum á landsleiki í handbolta. Þá var sleg- ið upp veislu með kaffi og tilheyr- andi tertum og oftast kvöldmatur á eftir. Þar var heldur betur stjan- að við mann. Fyrir þennan tíma er ég afar þakklátur. Umgengnin við Borg- hildi gaf mikið. Hún átti ekki til neikvæða hugsun og hennar gild- ismat gagnvart fólki og umhverfi sýndi hvað hún hafði góðan og já- kvæðan einstakling að geyma. Þegar gott fólk hverfur á braut verður manni ljóst að það er þetta góða fólk sem heldur heiminum saman. Þrjótarnir reyna að kljúfa hann í sundur. Ég votta fjölskyldu Borghildar mína samúð við fráfall hennar og ég veit að minningin um hana verður þeim, og öllum sem henni kynntust, í hávegum höfð. Jón Bernódusson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku frænka, í dag kveð ég þig eftir erfið veikindi. Ég þakka þér fyrir samverustundirnar. Það er ekki hægt að minnast þín án þess að nefna prjónaskapinn. Þú hélst í prjónana og prjónaðir til síðasta dags. Elsku Lilja Petrea og Ari Grét- ar, hugur minn er hjá ykkur. Inga Líndal. Maður rekst á margt fólk á lífs- leiðinni. Sumu fólki man maður Jóhanna Líndal Jónsdóttir ✝ Jóhanna LíndalJónsdóttir fæddist 2. júlí 1968. Hún lést 21. mars 2017. Útför Jóhönnu fór fram 31. mars 2017. betur eftir en öðru. Sumir hafa bara svo sterka og eftir- minnilega nærveru að þeir skilja meira eftir sig hjá manni. Jóhanna var ein af þeim. Ég man fyrst eftir henni í Nýju línunni. Ég hljóp oft þar yfir götuna til þess að kaupa eitt og annað fyrir mömmu saumakonu og staldraði yfirleitt aðeins við og skoðaði lit- ríka tvinna og tölur. Þar var sæt og góð stelpa sem tók alltaf bros- andi á móti manni og spjallaði við mann. Þó að maður væri bara lítill krakki í sendiför. Hún var töff og eftirtektarverð týpa, með rokkaða klippingu og lokk í nefinu. Hún var fyrsta stelpan sem ég sá með lokk í nefinu og rakað hár og mér fannst hún frámunalega töff og skemmtileg. Þetta voru fyrstu kynni mín af Jóhönnu og ég mundi alltaf eftir henni og fallega bros- inu hennar og hlýjunni og góð- mennskunni sem stafaði af henni. Þegar leiðir okkar lágu aftur saman mörgum árum seinna á for- eldrafundi í Brekkubæjarskóla þá tók við mér kunnuglegt bros og ég var afskaplega ánægð að komast að því að Lilja litla, sem dóttir mín hafði mikið verið að leika við, var einmitt dóttir Jóhönnu. Stelpurn- ar okkar náðu strax vel saman og það gerðum við Jóhanna og Ari Grétar líka og hefur sá vinskapur verið okkur fjölskyldunni afar dýrmætur. Hvenær sem eitthvað stóð til hjá okkur komu mæðgurn- ar gjarnan saman, með litla sæta gjöf handa okkur til að samgleðj- ast. Það var einmitt eitthvað svo ekta Jóhanna, að gefa sér tíma í að gleðja aðra, alveg sama hvernig stóð á hjá henni sjálfri, og mér þótti alltaf jafnvænt um það. Við Jóhanna vorum mömmur saman. Það tengdi okkur órjúfan- legum böndum síðustu mánuðina og við áttum saman notalegar og innilegar stundir þar sem við ræddum dætur okkar, litlu blómin okkar, og óskir okkar fyrir þær og framtíðina. Jóhanna var auðvitað alltaf með eitthvað fallegt á prjón- unum fyrir fólkið sitt á meðan við spjölluðum. Hún var einhvern veginn alltaf að gefa af sér – hvort sem það var í formi samveru eða fallegra prjónaðra listaverka. Við ræddum heima og geima, grétum og hlógum og knúsuðumst, fuss- uðum og sveiuðum yfir sumu og glöddumst innilega og þökkuðum fyrir annað. En miðpunkturinn hjá henni var alltaf sá sami – Lilja litla og Grétar. Elsku Ari Grétar og Lilja, við fjölskyldan samhryggjumst ykk- ur innilega vegna ykkar mikla missis en við þökkum líka auð- mjúkt fyrir að hafa fengið að vera með ykkur á þessari erfiðu kveðjustund. Jóhanna var einstök kona og einstök móðir. Við vorum stelpumömmur saman og við skildum hvor aðra svo óskaplega vel og síðustu mánuðina töluðum við oft saman án orða því við viss- um sko alveg hvað hin var að hugsa. Ég vildi óska þess að við ættum áralanga vináttu fram und- an en þakka samt fyrir þann góða tíma sem við fengum og ég vona að ég geti miðlað áfram öllu því sem ég lærði af því að hafa þessa yndislegu, hlýju og gefandi konu í lífi mínu. Elsku Jóhanna, ég mun gæta að litla fallega blóminu þínu og varðveita þína minningu um ókomna tíð. Þín vinkona, Tinna. „Ert þú Elín?“ „Já,“ sagði ég. „Ertu búin að kaupa bókina í líf- færafræði?“ „Nei.“ „Ekki kaupa hana, ég skal lána þér hana.“ Á þessum stuttu samskiptum hófst vinátta okkar Jóhönnu. Þeg- ar samtalið fór fram var ég með hausinn undir hillu og sá ekkert nema rauða skó. Jóhanna var með stórt og gott hjarta, það sá ég fljótt. Hún var vinur í raun og vinur í gleði. Mikið höfum við brallað síðan leiðir okk- ar lágu fyrst saman. Flutt milli íbúða, stíliserað, ferðast, farið út að borða, eldað og borðað heima, hlegið, grátið, farið í spa og allt þar á milli. Jóhanna var alltaf fljót að taka ákvarðanir. Oft sagði hún: „Ég var að ákveða að fara, þú kemur með.“ Við fórum saman til Bandaríkjanna, til Bahama og nú síðast til London. Við komumst ekki í síðustu ferðina sem við vor- um byrjaðar að plana til Hawaii. Jóhanna var mikil áhugakona um skó. „Þú getur aldrei átt of mikið af skóm“ sagði hún oft. Eitt sinn þegar við fórum til Banda- ríkjanna keypti Jóhanna 14 pör af skóm. Fyrir 11 árum kynntist Jó- hanna eftirlifandi eiginmanni sín- um Ara Grétari. Eins og allt sem Jóhanna tók sér fyrir hendur voru ákvarðanir teknar hratt. Það leið ekki nema mánuður frá því að hún sagði já við bónorði Ara Grétars þar til þau voru gift. Þau eignuð- ust einn gullmola, hana Lilju Pet- reu, sem fylgdi okkur í ófá ævin- týrin. Í september 2015 kom svo höggið. Jóhanna var greind með banvænt krabbamein. Eins og allt sem Jóhanna tók sér fyrir hendur tókst hún á við krabbameinið eins og verkefni. Hún sagði við mig stuttu eftir að hún greindist: „Ég veit að þetta er banvænt en ég ætla ekki að eyða þeim tíma sem eftir er með einhverjum grátkór. Ég ætla að búa til skemmtilegar minningar. Þið eigið ekki að vera með neina væmni“ – ég og Ari Grétar. Elsku Jóhanna mín, líf mitt er ríkara eftir að hafa kynnst þér.Við bundumst sterkum böndum, ég fékk eina systur í viðbót og þú fékkst eina systur. Við vorum systur þrátt fyrir að vera ekkert skyldar. Ég vona að þér líði betur núna. Ég mun alltaf sakna þín. Þín vinkona Elín. Elsku Jóhanna, nú ertu búin að fá hvíldina, hversu sárt sem það nú er þeim sem eftir standa. Minning þín lifir björt og litrík, stundum stormur en oftast logn. Þú varst metnaðarfull í þínu starfi og vildir öllum vel. Varst með fullt af góðum hugmyndum sem munu áfram nýtast öðrum. Þú sagðir oft; „maður er ekki bara í einu hlutverki“, enda varst þú í mörg- um, móðir, stjúpa, eiginkona, dótt- ir, stjúpdóttir, og systir að ógleymdum þeim góða vin sem þú varst alla tíð, já vinur okkar hjóna, raunar allrar fjölskyldunnar en þó fyrst og fremst Elínar, dóttur okkar. Ekki verður hjá því komist að minnast þess er hópurinn stækk- aði með komu öðlingsins Ara Grétars, verðandi eiginmanns þíns, að ógleymdum ávextinum ykkar henni Lilju Petreu. Þín verður sárt saknað, elsku Jóhanna, en við vitum að allir þurfa að læra að lifa með sorginni, hversu sárt sem það nú er. Við áttum góðan tíma í desem- ber þegar piparkökurnar voru málaðar. Jólaballið var orðið fast- ur liður í tilverunni með börnum og barnabörnum, samvera sem við nutum og hlökkuðum til ár hvert. Samverustundirnar í Tung- unum voru dásamlegar stundir okkur og börnum til mikillar ánægju, já allt eru þetta góðar minningar sem enginn tekur frá okkur. Elsku Ari Grétar, Lilja Petrea, Svanhvít og aðrir fjölskyldumeð- limir, við færum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um þess að algóður Guð varðveiti ykkur og styrki í sorginni. Bryndís, Engilbert og Kristín. Það var mikil sorg þegar okkur bárust þær fréttir að kær félagi okkar í Lionsklúbbnum Eðnu á Akranesi hefði kvatt þennan heim 21. mars síðastliðinn eftir erfið veikindi. Jóhanna kom inn í félag- ið 11. mars 2014 og var virkur og traustur félagi. Eigum við margar góðar minningar um góðan félaga og viljum við sérstaklega nefna ferð okkar Lionskvenna til Búda- pest vorið 2016 þar sem við áttum skemmtilegar og ljúfar stundir með Jóhönnu þar sem ýmislegt var brallað. Við þökkum Jóhönnu fyrir allar samverustundirnar og þann tíma sem hún gaf Lionsklúbbnum Eðnu og munum við minnast hennar sem yndislegs félaga. Við vottum eiginmanni, dóttur, foreldrum, bræðrum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbb- unum Eðnu Akranesi, Auður Vestmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.