Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Bandaríski hipp- hopp-tónlistarmað- urinn Post Malone heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 11. júlí nk. ásamt tveimur íslenskum upphitunarhljóm- sveitum sem til- kynnt verður um síðar. Í tilkynningu segir að Post Mal- one sé „sjóðandi heitt nafn þessa dagana“ og hafi slegið rækilega í gegn með lögum á borð við „Congra- tulations“ og „White Iverson“ auk þess að hafa hitað upp á tónleikum Justins Bieber á ferðum hans um heiminn í fyrra. Laginu „White Iverson“ hefur verið streymt yfir 250 milljón sinn- um á Spotify og er horft hefur verið á myndbandið við það 280 milljón sinnum á vefsíðunum YouTube og Vevo. Í tilkynningu segir að ævintýri Post Malone hafi hafist í febrúar ár- ið 2015 þegar hann setti fyrr- nefnt lag á vefinn SoundCloud. „Um leið byrjuðu nöfn á borð við Wiz Khalifa og Mac Miller að tvíta um hann, Complex og Noi- sey lofuðu hann í bak og fyrir, hann fékk frábær gigg á stórum tón- listarhátíðum og stóru útgáfurisarn- ir hófu að berjast um hann. Kanye West, Jay-Z og 50 Cent buðu sig fram sem samstarfsfélaga. Í ágúst sama ár samdi hann við Republic Re- cords,“ segir í tilkynningu. Fyrsta breiðskífa Post Malone, Stoney, kom út í desember í fyrra og mun hann nú vera á tónleikaferð um heiminn að kynna nýja tónlist. 1.200 miðar verða seldir á tónleik- ana og hefst miðasala 12. apríl kl. 10 á vefslóðinni harpa.is/malone. Post Malone heldur tónleika í Silfurbergi Rapparinn Post Malone FRÁ LOS ANGELES Gunnar Valgeirsson gvalgeir@gmail.com Íslenskt tónlistarfólk hefurinnrás hingað í Disney Halltónleikahöllina 1. apríl, en þá hefst svokölluð Reykjavíkurhátíð í samvinnu þess og Sinfóníuhljóm- sveitar Los Angeles (LA Philharm- onic). Þrátt fyrir dagsetningu fyrstu hljómleikanna, er ekki um neinar ýkjur að ræða því þá leikur Maxímús Músíkús tónlistarhóp- urinn með sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Helgina þar á eftir verður opnunarhátíð undir titlinum Búið til á Íslandi þar sem ýmist kunn- uglegt listafólk, s.s. Múm, amiina, JFDR, og Dj.flugvél og geimskip, koma fram. Annað tónlistarfólk í klassíska tónlistarheiminum verð- ur með tónleika fyrstu vikuna, s.s. Kammerkórinn Schola Cantorum, en á annarri helgi hátíðarinnar verður hápunkturinn þrennir tón- leikar Sigur Rósar sem seldust upp á hálftíma þegar miðarnir fóru í sölu hér vestra. Meginhátíðinni lýkur svo með tónleikum Jóhanns Jóhannssonar, þar sem Valgeir Sigurðsson og annað íslenskt og erlent tónlist- arfólk kemur fram. Að hátíð lokinni mun Björk Digital vídeósýningin verða á The Reef sýningarstaðnum niðri í miðbæ og verður hún frá 19. maí til 4. júní. Eftir að þessi hátíð var sett upp í samvinnu sinfóníu Los Angel- es og íslenska listafólksins, var tón- leikum Bjarkar Guðmundsdóttur bætt við þann 30. maí sem hluta af hátíðinni. Þeir tónleikar seldust upp nær samstundis á netinu og eru miðar á þá mjög dýrir á endur- sölumarkaðnum. Eins og sjá má af þessum lista verður hér um fjölbreytta hátíð að ræða þar sem klassískt tónlistar- fólk, raflistafólk, popplistafólk, kórar, og annað listafólk kemur fram. Frá Íslandi koma fimmtíu tónskáld og sextíu tónlistarflytj- endur fram, með 18 ný verk og þrjár listasýningar. Hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason frá Íslandi og fyrrver- andi hljómsveitarstjóri sinfóníu Los Angeles, Finninn Esa-Pekka Salonen, verða listrænir stjórn- endur hátíðarinnar. List og land heillar Aðdragandann að hátíðinni má rekja allt til 2012 þegar fram- kvæmdastjóri sinfóníuhljómsveit- arinnar hér í bæ, Chad Smith, heyrði verk Daníels á tónleikum í Disney-höllinni. Smith heillaðist af verkinu og ákvað að heimsækja Ís- land í fylgd stjórnarforseta LA Philharmonic, Debrah Broda. Það sem heillaði þau í heimsókninni var hversu frjáls íslenski tónlistar- heimurinn var, þar sem samvinna tónlistarfólks rauf alla jaðra ým- issa tónlistartegunda og tónlist- arhópa. Þetta er þráður sem marg- ir hafa bent á í gegnum áratugina og hefur verið vel útlistað í heim- ildarmyndum s.s. Rokk í Reykjavík og Screaming Masterpiece. „Hin ótrúlega dýpt og vídd lif- andi og nýrrar tónlistar í Reykja- vík var óvænt uppgötvun af okkar hálfu,“ sagði Smith nýlega. „Þetta mátti finna á allskonar stöðum og í nokkra daga í apríl munum við hér í Los Angeles hafa tækifæri til að sjá áhrifamikið listafólk frá Ís- landi.“ Undirritaður hefur búið hér í landi yfir þrjá áratugi og hef ég oft haft á orði við aðra Íslendinga hér- lendis að þrátt fyrir útflutning okkar á fiski, sé útrás tónlistar- fólks af klakanum út í heiminn kannski sú verðmætasta hvað varð- ar landkynningu – okkar raun- verulegu nútímaútrásarvíkingar. Ekki er laust við að maður sé eftirvæntingarfullur varðandi þessa hátíð. Þegar tillit er tekið til þeirrar breiddar á tónlist sem flutt verður er ekki laust við smá stolt af listafólki klakans. Tónlistar- fólkið á þessari hátíð þarf ekkert að hafa neina minnimáttarkennd. Undirritaður hefur séð Sigur Rós, Múm, amiinu og Björk Guðmunds- dóttir á tónleikum hér í borg í gegnum árin og er allt þetta lista- fólk á heimsmælikvarða. Það sama má segja um Daníel Bjarnason og Jóhann Jóhannsson, að öðrum ólöstuðum. Í viðtali við blaðakonu Los Angeles Times nýlega var haft eft- ir Georg Hólm, bassaleikara Sigur Rósar, að það að koma fram með stórum sinfóníuhljómsveitum gæti annaðhvort heppnast mjög vel eða valdið miklum vonbrigðum þar sem um mjög flókna samvinnu væri að ræða. Hann þarf lítið að hafa áhyggjur af hinu síðara, ekki frek- ar en hitt tónlistarfólkið sem hing- að kemur. Í Gróttu Úr 360°myndbandi Bjarkar við lagið „Stonemilker“ sem verður á sýningunni Björk Digital. Innrás frá Reykjavík » Þegar tillit er tekiðtil þeirrar breiddar á tónlist sem flutt verður, er ekki laust við smá stolt af listafólki klakans. Tónlistarfólkið á þessari hátíð þarf ekkert að hafa neina minnimáttarkennd. Morgunblaðið/hag Innlifun Jónsi á tónleikum Sigur Rósar á Iceland Airwaves árið 2012. Morgunblaðið/Styrmir Kári Einbeittur Daníel Bjarnason á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðasala og nánari upplýsingar 5% TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 SÝND KL. 2, 5.30, 8, 10.15 SÝND 2, 4, 6 laugardag - SÝND 2 sunnudag SÝND KL. 8, 10.35 SÝND KL. 2, 4, 6SÝND KL. 8, 10.15 Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.