Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
✝ Hjalti Þórð-arson fæddist
18. júní1927 á
Bjarnastöðum í Ölf-
usi. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 21. mars
2017. Foreldrar
hans voru Ásta
María Einarsdóttir,
f. 1900, d. 1981, frá
Grímslæk, og Þórð-
ur Jóhann Símonarson, f. 1891,
d. 1980, frá Bjarnastöðum.
Systkini Hjalta voru Helga Lilja,
f. 1920, d. 2013, Unnur, f. 1922,
d. 2006, Klara Guðrún, f. 1923,
d. 2008, Soffía, f. 1924, d. 2011,
Ingvar Pétur, f. 1929, d. 2006,
Axel, f. 1930, d. 2001.
Hinn 3. nóvember 1956
kvæntist Hjalti eftirlifandi eig-
inkonu sinni Eineyju Guðríði
Þórarinsdóttur, f. 21. júní 1935 í
Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Árni, f. 11.9. 1956, d. 11.11.
1956.
2. Erna Björk, f. 1958, kenn-
ari, býr í Hafnarfirði, maki
Steinarr Þór Þórðarson, f. 1955.
5. Þóra Jóhanna, f. 1963,
kerfisfræðingur, býr í Reykja-
vík, maki: Lúðvík Björgvinsson,
f. 1960. Börn: Bergur Logi, f.
1990, maki Rebekka Jóhanns-
dóttir, f. 1993, Egill, f. 1993,
maki Áslaug Gunnarsdóttir, f.
1989. 6. Hulda Svandís Hjalta-
dóttir, f. 1965, bókari og býr í
Hveragerði, maki: Benedikt
Hallgrímsson, f. 1958. Börn:
Oddur, f. 1989, Brynja, f. 1993.
Hjalti var fæddur og uppalinn
á Bjarnastöðum í Ölfusi og bjó
þar allt til ársins 2012 er hann
fluttist til Hveragerðis þar sem
hann bjó til dauðadags. Skóla-
ganga Hjalta var ekki löng,
fyrst tvö ár að Hjalla 8-10 ára og
svo fjögur ár í heimavistarskóla
í Hveragerði 10-14 ára. Hann
var bóndi á Bjarnastöðum, frá
árinu 1957 í félagi við foreldra
sína en frá árinu 1964 stóðu þau
Einey ein fyrir búinu. Á yngri
árum stundaði Hjalti ýmis störf
með búskapnum svo sem í slát-
urhúsi, byggingarvinnu, vega-
vinnu og við sjómennsku. Hann
var nokkrur ár á togurum, Jóni
forseta og Marsinum, og sigldi
m.a. með afla til Skotlands, Eng-
lands og Þýskalands.
Útför Hjalta fer fram frá Þor-
lákskirkju, Þorlákshöfn, í dag,
1. apríl 2017, kl. 14.
Börn: Hjalti Þór, f.
1978, maki Díana
Lind Monzon.
Berglind, f. 1993,
maki Tómas Gauti
Einarsson, barn:
Emilía Rós, f. 2014.
Markús Bjartur, f.
1999.
3. Gunnar Þór, f.
1959, vélamaður og
býr á Bjarnastöð-
um 2. Börn: Katrín
Ósk, f. 1982, maki Axel Ósk-
arsson, börn: Iðunn Hekla, f.
2007, Óskar, f. 2013, Jóhann
Smári, f. 1986, maki Aníta
Aagestad, barn: Ylfa, f. 2013,
Einey Ösp, f. 1993, maki Guðni
Helgi Helgason, barn: óskírður
drengur, f. 2017, Árni Freyr, f.
1995, maki Hugrún Mjöll
Þórðardóttir, barn þeirra Mel-
korka Þórey, f. 2014, Stefán
Þór, f. 1997. 4. Ásta María, f.
1960, bókari, býr í Danmörku.
Börn: Bylgja Sjöfn, f. 1979,
börn: Mikael, f. 1997, Charlotta
Ýr, f. 2000, Linda María, f. 2005,
Gísli Örn, f. 1985, maki Unnur
Kristín Brynjólfsdóttir, Þór-
arinn, f. 1995.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt einmitt þennan mann
fyrir pabba, hann Hjalta á Bjarna-
stöðum. Ég er þakklát fyrir allt
sem hann kenndi mér. Pabbi minn
var kannski meiri verkstjóri en
faðir, eins og trúlega flestir feður í
sveitum á þeim tíma. Hann kenndi
mér svo ótal margt, allt frá því að
klappa kettinum, þurrka skánina,
hjálpa kindunum við burð, vinna á
traktorunum og allt þar á milli.
Þegar hann var að kenna mér að
tengja drifskaftið og ég kvartaði
yfir því að puttarnir næðu ekki ut-
an um, þá teygði hann bara aðeins
á þeim og eftir það náðu þeir alltaf
utan um.
Hann kenndi mér að koma
auga á hið spaugilega í kringum
mig, en hann var meinhæðinn.
Það sást oft greinilega í svip hans
þegar eitthvað kætti hann. Hann
var óspar á það að hlæja að sjálf-
um sér og öðrum. Eins og þegar
hann fékk heyrnartækin og gat
varla pissað. Það var nefnilega svo
mikill hávaði þegar hlandið skall í
klósettskálina, hann var alveg að
ærast.
Oftast var hann að flýta sér
enda mörgu að sinna, alltaf að
haska sér. Yfirleitt hljóp hann við
fót og ég lærði snemma að ganga
eins hratt og fæturnir réðu við.
Eins og hann var nú fjárglögg-
ur þá var hann að sama skapi
ótrúlega ómannglöggur. Eitt sinn
var hann fenginn til að keyra
saumaklúbb systra sinn í Þjóð-
leikhúsið og þekkti þær ekki þeg-
ar þær voru komnar úr kápunum.
Hann þekkti ekki þessar hálf beru
konur sem undan kápunum komu.
Sem unglingur var ég í framhalds-
skóla í Reykjavík og kom heim um
helgar og pabbi sótti mig í rútuna í
Hveragerði á laugardögum. Það
kom fyrir að hann þekkti mig ekki
fyrr en ég var sest inn í bíl hjá
honum. Kannski átti það þátt í því
að þá var ég í Reykjavíkurskvísu-
fötunum mínum. Þessar ökuferðir
eru mér minnisstæðar þegar hann
kom á hvítu Lödunni og hafði stillt
miðstöðina á fullan styrk þegar
hann lagði af stað frá Bjarnastöð-
um og ekki lækkað á leiðinni. Síð-
an kveikti hann sér í pípu og
reykti hana í bílnum. Hitinn í bíln-
um sá um að magna upp lyktina af
pípunni og fjósalyktina af honum
sjálfum - og ég sem var í Reykja-
víkurdressinu mínu.
Viðhorf pabba til ættartengsla
var svolítið sérstakt. Hans ætt-
artré var meira ættarhekk. Hann
klippti af því allar ljótu greinarn-
ar. Skyldmenni foreldra hans
voru ekki endilega hans frænd-
fólk. Þetta er auðvitað alger snilld
og ég hef tekið mér þetta viðhorf
til eftirbreytni.
Pabbi reyndist mínum börnum
einstaklega vel. Þó svo að hann
væri hvorki að leika við þau né að
lauma að þeim einhverjum góð-
gjörðum löðuðust þau að honum.
Þau fengu oft að fylgja honum í
þau verk sem hann þurfti að sinna
hverju sinni. Heilu dögunum
vörðu þau með honum í traktorn-
um og margar ferðirnar fóru þau
með honum á fjórhjólinu þegar
kíkja þurfti eftir kindum. Margoft
hræddi hann nánast úr þeim líf-
tóruna enda oft farið hratt yfir,
hvort sem það var á bíl, traktor
eða á fjórhjóli. Þá var eins gott að
vera við öllu búinn og halda sér.
Nú verða ferðirnar ekki fleiri en
gott er að geta rifjað upp ljúfar
minningar.
Hulda Svandís Hjaltadóttir.
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast Hjalta, tengdaföður
míns. Þegar ég kom inn í fjöl-
skyldu hans var hann farinn að
draga úr búskap, hættur með
kýrnar, en var enn með fjárbú. Ég
var því svo lánsamur að kynnast
honum sem starfandi bónda,
kynntist honum í heyskap, smala-
mennsku, gegningum og við önn-
ur hefðbundin störf fjárbónda.
Það leyndist mér ekki að hann var
góður bóndi sem rak búskap sinn
af miklum skörungsskap. Það var
honum því þungt áfall þegar hann
varð að skera niður allan bústofn-
inn þegar upp kom riða í sveitinni.
Eftir það sneri hann sér að öðrum
störfum, breytti hlöðunni í stóra
geymslu og fjósinu í verkstæði
þar sem hann dundaði sér við
smíðar og fleira meðan kraftar
entust.
Það var alltaf gaman að koma
heim að Bjarnastöðum. Þau Hjalti
og Einey, tengdamóðir mín, voru
alla tíð gestrisin og tóku ætíð vel á
móti gestum og gangandi. Margra
stunda minnist ég þar sem setið
var til borðs og veitingum gerð
góð skil. Þar var Hjalti jafnan
hrókur alls fagnaðar enda jafnan
glaðvær og viðræðugóður um allt
og alla. Og ekki skemmdi hlátur-
mildi hans fyrir.
Eitt áhugamál átti hann sem
tók flestum öðrum fram. Knatt-
spyrnan og einkum þá enski bolt-
inn. Þar átti hann í tugi ára sér sitt
uppáhaldsfélag, Arsenal, og hélt
með því hvernig sem gekk. Hjalti
fylgdist því jafnan vel með öllum
boltaíþróttum, stöðu liða og gangi
þeirra. Hin seinni ár naut hann
þess að sitja fyrir framan sjón-
varpið og uppáhaldssjónvarpsefn-
ið var að sjálfsögðu íþróttir.
Þau hjónin nutu þess að ferðast
innanlands og utan. Ófáar ferðir
fóru þau með bændaferðum víðs
vegar um Evrópu og nokkrar
ferðir til Kanaríeyja. Hjalti bjó þá
löngum að reynslu sinni frá því að
hann var ungur maður í siglingum
og eftir þessar ferðir var gaman
og fróðlegt fyrir okkur að heyra
hjá honum hversu miklum breyt-
ingum Evrópa hefði tekið frá þeim
tíma, einkum Þýskaland og Aust-
ur-Evrópa. Innanlands fóru þau í
margar ferðir ein eða með ein-
hverjum úr fjölskyldu sinni. Eins
fóru þau í nokkrar ferðir með eldri
borgurum.
Það var alltaf gaman að ferðast
með þeim hjónum og fóru þau
ásamt mér og fjölskyldu minni
nokkrar lengri og styttri ferðir.
Þá nutum við Hjalta og alls hans
fróðleiks og margar sögur sagði
hann okkur um menn og atburði
sem tengdust staðháttum hverju
sinni.
Að síðustu vil ég þakka Hjalta
og Eineyju fyrir alla þá aðstoð og
gestrisni sem þau sýndu okkur
þegar við byggðum okkur sumar-
hús á Karlskotsmóa. Með því
gerðu þau sitt til að tryggja að
börn okkar og barnabörn fengju
notið sveitar þeirra um ókomin ár.
Steinarr Þór.
Prakkarinn er allur.
Elsku besti pabbi minn, það er
erfitt að kveðja þig. Þótt við viss-
um að styttist að leiðarlokum er
það erfitt þegar á reynir.
Ég ylja mér við ótal góðar
minningar um góðan mann og
langbesta pabbann. Það var alltaf
gaman í kringum þig, endalaust
grín og glens og stutt í brosið.
Þú varst þó auðvitað ekki skap-
laus og stundum gat legið illa á
þér, t.d. ef heyskapur stóð yfir og
vélar biluðu eða rigndi í heyið. Þú
vannst mikið, heyskaparhættir og
gegningar voru með gamla laginu
og mikil líkamleg vinna. Í dag
væri þetta allt unnið með vélum.
Ef eitthvað bilaði þurftirðu að
gera við það sjálfur. Kýrnar þurfti
jú að mjólka alla daga ársins svo
það var aldrei frí.
Mér fannst allt spennandi sem
þú varst að gera, elti þig á röndum
og vildi aðstoða þig við öll verk.
Fékk oft að fljóta með hvort sem
var við girðingavinnu úti á túni,
elta kindur um fjöll og firnindi eða
stússast í kringum kýrnar og fjós-
ið.
Ég man eftir síðustu vetrunum
áður en ég byrjaði í skóla, þá elti
ég þig í fjárhúsin, reyndi að fylla
fangið af heyi eins og þú til að gefa
kindunum. Svo þegar búið var að
gefa fórum við í kapphlaup frá
fjárhúsum yfir hlaðið að kjallara-
dyrum. Ég rembdist eins og ég
gat að vera undan þér en þú
skemmtir þér við að skjótast fram
úr á síðustu metrunum, prakkar-
inn þinn. Mér finnst mjög við hæfi
og varla tilviljun að við skulum
kveðja þig á þessum degi, 1. apríl.
Þú kenndir mér að spila og það
þótti mér gaman. Ég flýtti mér
eins og ég gat inn úr útihúsum til
að vera búin að gefa í eitt spil, ól-
sen eða marías, við eldhúsborðið
áður en þú settist og þá áttirðu
erfitt með að neita mér um „bara
eitt spil“ fyrir matinn.
Þú kenndir okkur að vinna vel
og það þýddi ekkert að reyna að
komast undan þótt verkin væru
misjafnlega skemmtileg. Það var
dýrmætur undirbúningur fyrir líf-
ið að fá ung hlutverk við bústörfin
og finna að það skipti engu hvors
kyns við værum. Við systkinin
gengum jafnt í öll verk og það var
ekkert til sem hét karlmanns- eða
kvenmannsverk. Annað sem þú
kenndir okkur var að bera virð-
ingu fyrir öllu lífi. Þótt við ælumst
upp við að gleðjast yfir lömbunum
fæðast á vorin vitandi að þeirra
biði slátrun að hausti kenndir þú
okkur að fara vel með skepnurn-
ar, það var ekki sama hvernig tek-
ið var á þeim. Þegar þú slóst túnin
skildirðu gjarnan eftir bletti eða
tungur þar sem endur eða aðrar
fuglategundir höfðu búið sér
hreiður. Á vorin þurfti alls staðar
að vara sig á hreiðrum fuglanna,
ekki mátti snerta neitt og helst
ekki nálgast þau á meðan legið var
á eggjum eða ungum.
Það var alltaf gott að koma
heim að Bjarnastöðum, heim-
sækja ykkur mömmu. Oft var set-
ið við eldhúsborðið tímunum sam-
an, um margt spjallað og mikið
hlegið. Þú fylgdist vel með því
sem var að gerast í þjóðfélaginu
og það var hægt að spjalla við þig
um heima og geima. Þú hafðir
áhuga á fólki og gafst þér oftast
tíma til að taka á móti gestum.
Þið mamma voruð vinamörg og
fleirum en mér þótti gott og gam-
an að koma í kaffi á Bjarnastöð-
um. Við börnin komum með vini
okkar og margir þeirra minnast
þess hversu góðar móttökurnar
voru.
Elsku pabbi minn, nú kveð ég
þig í bili, sjáumst síðar. Þín,
Þóra.
Mér var sagt á unglingsárum
mínum að ég hefði húmorinn hans
afa og að við værum svolítið líkir.
Ég hef oft hugsað til þess af miklu
stolti, enda leit ég mikið upp til
þín, elsku afi minn. Ég er svo ein-
staklega þakklátur fyrir þær
ómetanlegu samverustundir og
minningar sem ég á með þér. Það
er erfitt að lýsa hvað þú gast glatt
lítinn dreng með því að taka hann
með þér á fjórhjólið eða leyfa hon-
um að sitja með þér í traktornum.
Ég man þegar við ferðuðumst
saman um Danmörku og ég spil-
aði botsía með þér og ömmu á
kvöldin. Fjörið var ekki minna
þegar ég sat á milli ykkar ömmu
og við keyrðum um Vestfirðina.
Mamma og pabbi sátu fram í á
meðan „við krakkarnir“ sátum
saman aftur í. Á þeim tíma þótti
mér fátt erfiðara en að halda ein-
beitingu og hlusta en það var ekki
vandamál þegar þú sagðir mér
sögur frá í gamla daga. Þú sagðir
mér sögur af drukknum hermönn-
um og njósnurum Þjóðverja á
stríðsárunum.
Þetta voru sannkallaðar full-
orðinssögur, sem krökkum á mín-
um aldri var sjaldan leyft að
heyra, en þú sagðir mér þær enda
varstu ekki bara afi minn heldur
líka góður vinur minn.
Ég vona að það sé rétt að ég
hafi fengið húmorinn þinn, því ég
man hvað mér fannst þú alltaf
fyndinn.
Ég man þegar amma hafði ver-
ið erlendis í nokkra daga og þú
sagðir að það hefði verið ágætt því
þá hefðir þú getað rekið við í friði
og hlóst. Þú varst hörkutól og
mjög vinnusamur. Hugsaðir vel
um bæinn og dýrin. Þú varst að
verða níræður þegar þú fórst
fyrst inn á spítala. Þú varst enginn
venjulegur afi. Minningar mínar
um þig munu ávallt veita mér
hlýju.
Ég kveð þig fullur þakklætis,
elsku afi minn, og sé þig aftur síð-
ar.
Egill.
Hjalti Þórðarson
Nú er hún elsku
amma Sveina fallin
frá eftir langa ævi
og litríkt lífsins
ferðalag. Ég hugsa með hlýju í
hjarta um þær stundir sem við
áttum saman. Að heimsækja
ömmu og afa í Hverhamar var
ávallt skemmtilegt sem barn. Í
Hverhamri var stórkostlegur
garður að leika sér í og áin með
öllum fallegu steinunum. Við
systkinin áttum öll tímabil í lífi
okkar þar sem við söfnuðum
steinum sem flestir fundust í
grennd við Hverhamar og voru
gersemar í okkar augum. Þeg-
ar ég kom í heimsókn var gam-
an að leika sér í garðinum, fara
með ömmu í göngutúr í Eden
og fá ís, sjá málverkasýningar
og öll blómin. Á haustin var
hressandi að fara með ömmu í
berjamó upp við Hamar. Úr
berjunum var búið til saft sem
notað var út á grautinn. Það
var oft grautur í eftirmat, enda
fór ég aldrei svöng frá ömmu.
Föndur og hannyrðir spiluðu
stóran sess í lífi ömmu og má
með sanni segja að þar hafi hún
prófað ýmislegt til að stytta sér
stundirnar. Alltaf var hún dug-
leg að föndra gjafir fyrir fjöl-
skylduna sem rötuðu í jóla- eða
afmælispakka og á ég ófáa
gripi eftir hana úr leir, útsaum-
aða púða og föndruð kort sem
ég verð ævinlega þakklát fyrir
enda mikil sál og hlýhugur að
baki.
Það var alltaf gaman að
heyra hana rifja upp sögur úr
æsku sinni þegar hún var ung
stúlka fyrir norðan, sögur úr
sveitinni og svo sögur af fjöl-
skyldunni. Ekki má gleyma
áhuga hennar á ljóðum og
söngvum, en eftir að aldurinn
færðist yfir og minnið lét í
minnið pokann voru það ljóðin
og söngvarnir sem hún mundi
svo vel allt fram á síðasta dag
og veittu henni mikla gleði í líf-
inu.
Eitt af því sem einkenndi
ömmu Sveinu var innilegar
kveðjustundir. Það brást ekki
að þegar maður kvaddi hana
eftir heimsókn var einn koss og
faðmlag aldrei nóg heldur urðu
kossarnir margir á báðar kinn-
ar og innileg faðmlög síend-
urtekin. Heillakveðjur fylgdu
langt fram að næstu heimsókn
og nú inn í líf mitt um ókomna
tíð með fallegum minningum
sem ylja mér.
Elsku amma Sveina, nú er
komið að kveðjustund og við
tekur nýtt ferðalag eftir langt
og innihaldsríkt líf. Kveð þig
með mörgum kossum og inni-
legu faðmlagi sem ég óska að
fylgi þér langt inn í eilífðina.
Hafðu þökk fyrir allar góðu
stundirnar og takk fyrir að
vera amma mín.
Þín ömmustelpa,
Kristín Birna.
Fallin er frá yndisleg kona
sem alltaf var svo glöð og
hress. Sveinu Ben hitti ég fyrst
2009 þegar ég kynntist eigin-
konu minni, þá var farinn rúnt-
ur um helgar í Hveragerði til
að kíkja í heimsókn til ömmu
hennar Lindu minnar, þá bjó
hún við Bláskóga. Það var allt-
af farið í að hella upp á kaffi og
boðið upp á eitthvert kruðerí
með kaffinu, þá var spjallað um
gamla tíma og var Grænahlíðin
stundum nefnd en þar bjó hún
Sveingerður
Benediktsdóttir
✝ SveingerðurBenedikts-
dóttir fæddist 30.
apríl 1922. Hún lést
18. mars 2017.
Útför Sveingerð-
ar fór fram 31.
mars 2017.
á sínum yngri ár-
um. Þá kynntist
maður því hversu
litla peninga fólk
hafði í þá daga og
þurfti að huga vel
að því hvernig
hverri krónu var
varið.
Sveina bjó síð-
ustu árin á Dval-
arheimilinu Ási,
þar sem hún fékk
góða ummönnun enda góð kona
sem vildi öllum vel. Það var
enn skemmtilegra að kíkja
þangað eftir að langömmubarn-
ið Steinunn Viktoría fæddist,
þá brosti hún út að eyrum.
Elsku Sveina mín, takk kær-
lega fyrir allar skemmtilegu
stundirnar sem við áttum sam-
an. Guð veri með þér.
Björn Ingi Sveinsson.
Þegar ég var lítil stelpa var
ég svo heppin að eiga ömmu og
afa sem bjuggu í hálfgerðum
ævintýraheimi. Hjá ömmu og
afa var hægt að fara í könn-
unarleiðangra sem fólust m.a. í
því að ganga á stíflu yfir á og
þegar lengra var komið voru
hættulegir hverir og heitur
jarðvegur. Hjá ömmu og afa
var líka hægt að grafa smá holu
inn í hæðina á móti húsinu og
ef maður gróf nógu langt var
hægt að finna leir. Leirinn not-
uðum við til að búa til litlar
skálar sem við pússuðum og
þetta urðu hinir fallegustu
gripir.
Garðurinn þeirra var sá fal-
legasti í Hveragerði og voru
ófáar klukkustundirnar sem
amma vann í garðinum. Í mat-
artímanum var fiskur á borðum
og kartöflurnar soðnar í litlum
hver hjá húsinu. Eftir matinn
lögðust allir á beddann inni í
herbergi og hlustuðu á frétt-
irnar og dánarfregnir og jarð-
arfarir. Það var langbest að
leggja sig hjá ömmu og afa, þar
var svo mikil ró og tikkið í
klukkunni var ómissandi.
Amma var alltaf að mála og
föndra og fengum við systur
alltaf að prófa að gera eins og
hún. Amma var mikill listamað-
ur og erum við fjölskyldan svo
heppin að eiga marga fallega
muni eftir hana.
Þegar ég var unglingur
fluttu amma og afi úr Hver-
hamri og örlítið nær okkur fjöl-
skyldunni. Þá kom ég oftar við
hjá ömmu og afa og eru minn-
ingarnar í eldhúsinu bestar, en
það var alltaf nóg til af öllu. Í
eldhúsinu var mikið spjallað og
þegar ég hafði aldur til fór ég
að hafa áhuga á því að vita
meira um ömmu og líf hennar
áður en ég fæddist. Amma var
frá Grænhól rétt við Akureyri
og hún talaði mikið um öll stóru
aðalbláberin sem hún tíndi sem
stelpa.
Það tók því varla að tína ber
fyrir sunnan, svo lítil voru þau í
samanburði við fullkomnu að-
albláberin fyrir norðan. Líf
ömmu var ekki dans á rósum
og í seinni tíð þegar ég eign-
aðist sjálf börn fann ég fyrir
því hvað ég bar mikla virðingu
fyrir ömmu minni og öllu því
sem hún hafði áorkað í gegnum
tíðina. Þrátt fyrir alls kyns erf-
iðleika var amma alltaf glöð og
syngjandi. Ég man aldrei eftir
henni í vondu skapi og undir
það síðasta þegar hún var á
hjúkrunarheimilinu í Hvera-
gerði var hún enn syngjandi
„viltu með mér vaka í nótt“ og
svo hló hún svo skemmtilega.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu Sveinu sem við höfum öll
lært svo mikið af. Minningin
um góða konu lifir áfram.
Fanney Snorradóttir.