Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Á norðurslóðum Skúta á siglingu um Scoresbysund, sem er lengsti fjörður í heimi og nær 350 km inn í austurströnd Grænlands. Hann er kenndur við skoska hvalveiðimanninn William Scoresby. RAX Samfélög á norður- slóðum hafa dafnað vel á undanförnum árum. Það blasir ekki endi- lega við öllum, en lífs- gæði, atvinnumögu- leikar og efnahagslegur upp- gangur er mikill á svæðinu. Sá mynd- arlegi hagvöxtur sem mælist, ekki síst fyrir tilstilli tækni- framfara og fjárfestinga í innviðum, mun að öllum líkindum haldast hár næstu áratugi. Uppbygging innviða er grundvöll- ur hagsældar. Norðurslóðir eru gríð- arlega ríkar af náttúruauðlindum, allt að 20% af heild, en á sama tíma hafa hinar dreifðu byggðir fjögurra milljóna íbúa svæðisins þörf fyrir frekari innviðauppbyggingu. Norður-Íshafið, langsmæsta og grynnsta úthafið, tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku, en um 90% af alþjóðaviðskiptum fara fram á norðurhveli jarðar milli þessara þriggja heimsálfa. Með flutn- ingaleiðum um norðurslóðir geta stærstu heimsálfurnar nálgast hver aðra á hagkvæman hátt, minnkað út- blástur gróðurhúsalofttegunda, bætt aðgengi íbúa norðursins að innviðum og almennt minnkað sóun. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir fjölmenn- ustu svæða heims og þeirra fámenn- ustu. Ísland er dæmi um þessar hröðu breytingar enda sjáum við hér mik- inn hagvöxt, ekki síst vegna fjölg- unar ferðamanna til landsins, í kjöl- far bættra samgangna. Fjárfestingarþörf í innviðum hér á landi er yfir 5 milljarðar Bandaríkja- dala næsta áratuginn eða talsvert hærri fjárhæð en sem samsvarar bókfærðu virði allra þriggja stærstu viðskiptabanka landsins. Fyrir norð- urslóðir í heild sinni er þessi upphæð mun hærri, en bandaríska fjárfest- ingarsjóðurinn Guggenheim Part- ners hefur áætlað að á næstu 15 ár- um sé innviðauppbyggingarþörf norðurslóða yfir 1.000 milljarðar dala. Miklu skiptir að uppbyggingin sé ábyrg. Fyrir ári komu út vinnu- reglur um fjárfestingar á norð- urslóðum (e. Arctic Investment Protocol) í samráði við breiðan hóp hagsmunaaðila, s.s. umhverf- issamtök, fyrirtæki, stjórnvöld og frumbyggja, en þær taka mið af þró- unarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna. Þar sem bann ríkir um vinnslu olíu og gass innan Alaska og Norður- Kanada er líklegt að uppbygging á norðurslóðum Norður-Ameríku muni sitja á hakanum, en á meðan er vöxtur á norðurslóðum Evrópu og Asíu stöðugur og blómstrar á til- teknum svæðum. Silkileiðin og norðurslóðir Rússland hefur séð mestan vöxt þegar kemur að innviðauppbyggingu á norðurslóðum. Þar skiptir miklu áætlun Kína um „nýja silkileið“ (e. Belt and Road Initiative), sem er hluti af 5 trilljón dala innviða- uppbyggingu á milli Asíu og Evrópu. Til samanburðar má nefna að Mars- hall-áætlunin sem endurbyggði inn- viði Evrópu eftir seinni heimsstyrj- öldina var um 120 milljarðar dala á núvirði, eða 2,5% af núverandi áætl- un um uppbyggingu innviða Evrópu og Asíu. Forseti Kína, Xi Jinping, kynnti fyrst „nýju silkileiðina“ í september 2013 í opinberri heimsókn til Kazak- hstan. Nú þremur og hálfu ári seinna telja samstarfsríki áætlunarinnar yf- ir 65 ríki, með samanlagðan mann- fjölda um 4,4 milljarða manns og 30% af vergri landsframleiðslu heimsins. Ráðgjafafyrirtækið PWC hefur áætlað að verðmæti verkefna tengdra áætluninni árið 2016 hafi verið rétt undir 500 milljörðum dala. Fyrsta fjárfestingin tengd „nýju silkileiðinni“ á norðurslóðum hófst í desember 2015 með fjárfestingu í 27 milljarða dala Yamal LNG- gasverkefninu við strendur Síberíu. Yamal LNG er algjört tímamóta- verkefni fyrir flutninga, innviða- uppbyggingu og auðlindanýtingu á norðurslóðum. Kínversk félög fara þar með 29,9% eignarhlut. Aðrir hluthafar eru franska olíufélagið To- tal (20%) og rússneska Novatek (50,1%), en fjármögnun Yamal LNG- verkefnisins er jafnframt bundin við lánasamninga að verðmæti yfir $12 milljarða dala við kínverska þróun- arbankann (e. China Development Bank) og kínverska útflutnings- innflutningsbankann (e. Export- Import Bank of China). Yamal LNG-verkefnið er stærsta einstaka framtaksfjárfestingin á norðurslóðum og er stór ástæða þess að met skipaflutningar voru um Norður-Íshaf við Rússlandsstrendur í fyrra. Verkefnið hefur jafnframt knúið áfram frekari innviða- uppbyggingu á svæðinu, m.a. 3 millj- arða dala járnbrautarverkefni sem tengir Sabettahöfn við evróasíska járnbrautarkerfið og var valið inn- viðaverkefni ársins 2016 í Rússlandi. Norðurlöndin og uppbygging innviða Norðurlöndin eru ekki þátttak- endur í „nýju silkileiðinni“ sem stendur, en öll voru þau þó á meðal stofnaðila asíska innviðafjárfesting- arbankans (e. Asian Infrastructure Investment Bank), sem er hluti af áætluninni, árið 2015. Ísland hefur verið í forystusæti Norðurlandanna í norðurslóðasamtarfi við Kína hingað til, með tvíhliða rammasamningi um samstarf um málefni norðurslóða frá apríl 2012 út frá vísindasamstarfi og viðskiptasamningum fyrirtækja á sviði orkumála og flutninga. „Nýja silkileiðin“ var á dagskrá á nýlegum fundi finnska utanrík- isráðherrans í Peking. Finnar sem fara með formennsku norðurskauts- ráðsins næstu tvö árin, hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu járn- brautarkerfis sem tengir meginland Evrópu við Norður-Íshafið auk þess sem rúmlega 1 milljarðs dala fjár- festing kínverska félagsins Kaida í lífdísilolíuverksmiðju í Kemi í Norð- ur-Finnlandi hefur vakið athygli. Tvíhliða samstarf á milli Kína og Noregs aftur er komið í eðlilegt horf eftir sex ára frost. Framundan í Nor- egi eru fjármagnsfrek verkefni í olíu- og gasvinnslu en til stendur að bora nyrstu holu heims um 450 km norður af landamærum Noregs og Rúss- lands í sumar. Norðmenn hafa misst af dýrmætum tækifærum tengdum ferðamennsku og útflutningi sjáv- arfangs til Kína síðustu sex ár. Sam- starf Noregs og Kína er því að fara að stóraukast. Eins má ætla að sam- starf Kína og Grænlands vaxi mjög. Norðurslóðasvæði Norður- landanna hafa mikil tækifæri til vaxtar. Staða okkar mitt á milli stærstu efnahagsvelda heims setur okkur í þá eftirsóknarverðu stöðu að geta litið suður til Evrópu, vestur til Norður-Ameríku og austur til Asíu eftir samstarfsaðilum til innviða- uppbyggingar svæðisins. Það er rök- rétt að „nýja silkileiðin“ verði hluti af þeim áformum og framkvæmdum sem framundan eru. „Nýja silkileiðin“ teygir sig sífellt lengra inn í Evrópu, líkt og samstarf Kína við ríki Evrópu á sviði járn- brautarflutninga. Til að fjármagna uppbygginguna var settur á stofn $11 milljarða dala fjárfesting- arsjóður af stærsta viðskiptabanka Kína, Industrial and Commercial Bank of China (ICBC) í nóvember. Ísland er í lykilstöðu til þátttöku í „nýju silkileiðinni“ með tilheyrandi ágóða af innviðauppbyggingu og við- skiptatengslum á þau svæði í heim- inum sem munu vaxa mest. Hingað til hefur Ísland verið leiðandi í vís- inda- og viðskiptasamtarfi við Kína, en hin löndin á Norðurlöndum hafa nú tekið frumkvæðið og spurning hvort Ísland hafi tekið upplýsta ákvörðun um að sitja hjá í þessum stóru málum. Eftir Heiðar Guð- jónsson og Egil Þór Níelsson » Staða okkar mitt á milli stærstu efna- hagsvelda heims setur okkur í þá eftirsókn- arverðu stöðu að geta litið suður til Evrópu, vestur til Norður- Ameríku og austur til Asíu eftir samstarfs- aðilum til innviða- uppbyggingar svæð- isins. Egill Þór Níelsson Heiðar er stjórnarformaður við- skiptaráðs norðurslóða, Eykon og Fjarskipta. Egill Þór er fram- kvæmdastjóri Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar og gisti- fræðimaður við Heimskautastofnun Kína. Innviðir, norðurslóðir og Kína Heiðar Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.