Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 SumargleðiáSikiley sp ör eh f. Sumar 11 Sólríka eyjan Sikiley er undurfögur. Fornar minjar bera vitni um 3.000 ára sögu hennar og hvísla um menningu þeirra þjóða sem hér ríktu í gegnum tíðina. Ásamt því að skoða Palermo verður farið til Monreale, Ragusa sem er barokkprýði eyjarinnar, forngrísku borgarinnar Sýrakúsa, Modica sem frægust er fyrir súkkulaðigerð sína og Catania sem stendur við rætur eldfjallsins Etnu, sem við skoðum auðvitað nánar. 7. - 21. ágúst Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 338.300 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ef hækkun virðisaukaskatts á flest- ar tegundir ferðaþjónustu fer að fullu út í verðlagið má gera ráð fyrir það leiði til þess að verð á gistingu, farþegaflutningum, ferðaskrifstof- um og baðstöðum hækki um 10,4%. Þetta er mat sérfræðinga fjármála- ráðuneytisins. Metur ráðuneytið það sem svo að breytingin hækki heildarkostnað dæmigerðs ferða- manns í kringum 4%, að öllu öðru óbreyttu. Áformin um að færa ferða- þjónustuna úr 11% virðisaukaskatti í efra þrepið, sem er 24% í dag, voru útfærð þegar Benedikt Jóhannes- son, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun til fimm ára í gær. Breytingin á að taka gildi 1. júlí 2018, eða 15 mánuðum frá til- kynningu, og hálfu ári síðar, eða 1. janúar 2019, á efra og almenna þrep virðisaukaskattsins að lækka í 22,5%. Í áætluninni er gengið lengra og sagt að þegar framvindan í opinber- um fjármálum liggi betur fyrir verði skoðað hvort rými sé fyrir frekari lækkun niður í 22,0%. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa harðlega mótmælt fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á greinina og sagt hana fela í sér um 20 millj- arða aukna skattbyrði á greinina. Fjármálaráðuneytið áætlar á hinn bóginn að auknar tekjur af þrepa- tilfærslu ferðaþjónustunnar gætu að öðru óbreyttu orðið tæpir 9 millj- arðar á seinni hluta ársins 2018 en um 17,5 milljarðar á ársgrundvelli frá og með árinu 2019. Á móti komi svo lækkun almenna þrepsins í 22,5% sem talin er leiða til 13,5 milljarða lækkunar á tekjum ríkis- sjóðs á ári. Nettó tekjuáhrif af til- færslu ferðaþjónustu í almennt þrep gætu þannig orðið um 16 milljarðar á ári að teknu tilliti til lækkunar al- menna þrepsins að mati ráðuneytis- ins. Hvað hækkar? Veitingaþjónusta verður áfram í lægra þrepinu til samræmis við matvæli. Þannig mun hvers kyns sala framreidds matar og drykkjar, hvort sem hún fer fram á veitinga- stöðum, mötuneytum eða öðrum sölustöðum, áfram skattlögð í neðra þrepi á sama hátt og matur og drykkur í verslunum. Eftirtalin starfsemi verður hins vegar færð upp í efra skattþrepið gangi þessi áform eftir; gistiþjónusta, ferða- skrifstofur, ferðaskipuleggjendur og ferðafélög, fólksflutningar í afþrey- ingarskyni og ferðir á vegum ferða- þjónustufyrirtækja, aðgangseyrir að heilsulindum og ferðaleiðsögn. Áhrifin á verðbólgu af tilfærslu ferðaþjónustunnar á milli skatt- þrepa eru ekki talin verða mikil og leiða til 0,06% til hækkunar á vísi- tölu neysluverðs en á móti muni lækkun þrepsins í 22,5% leiða til 0,47% lækkunar á vísitölunni. Gisting og farþegaflutning- ar gætu hækkað um 10,4%  Skattabreytingin skili 16 milljörðum hærri skatttekjum á ári frá ferðaþjónustu Það sem hækkar í efra þrep virðisaukaskatts Rútuferðir, snjósleða-, fjórhjóla-, hesta-, hvalaskoðunar- og útsýnisferðir (þó ekki almenningssamgöngur og akstur leigubifreiða) Aðgangseyrir að baðhúsum og heilsulindum (þó ekki aðgangs- eyrir að sundlaugum og líkams- ræktarstöðvum) 1. júlí 2018 1. janúar 2019 Fólksflutningar í afþreyingarskyni Baðaðstaða og heilsulindir Ferða- leiðsögn Þjónusta ferðaskrifstofa, ferða­ skipuleggjenda og ferðafélaga Ferðaþjónustutengd starfsemi færist í almennt þrep Almenna þrepið lækkar úr 24% í 22,5% Útleiga gistirýma og tjaldstæða (veitingahús verða áfram í neðra þrepi til samræmis við matvæli) Gistiþjónusta Kolefnisgjald á að hækka um 100% 1. janúar nk. skv. fjár- málaáætluninni sem kynnt var í gær. Frekari að- gerðir á sviði grænna skatta eru svo sagðar koma til skoðunar síðar. Núverandi gjald er sagt vera lágt í alþjóð- legum samanburði og á hækkunin að hvetja til skipta yfir í hreinni orku. Gjaldið er lagt á gas- og dísil- olíu, bensín, flugvéla- og þotuelds- neyti og brennsluolíu. Talið er að hækkunin muni fyrst leiða til fjög- urra milljarða aukningar á tekjum ríkisins en fara svo lækkandi þegar frá líður. omfr@mbl.is Kolefnagjaldið verði tvöfaldað 1. janúar Sú hugmynd er sett fram í umfjöllun fjármálaáætlunar um vinnumark- aðinn að ríkissáttasemjari geti boðið upp á svokallaða fyrirbyggjandi sáttamiðlun á samningstíma. Slíkt myndi auka líkurnar á því að einn samningur taki við af öðrum án þess að rof verði á samningssambandinu. Til að það geti gengið eftir þarf að boða samningsaðila mun fyrr að borðinu en tíðkast hefur. Þá sé mik- ilvægt að ríkissáttasemjari hafi betri yfirsýn yfir efndir samninga og bjóði upp á sáttamiðlunarþjónustu á samn- ingstíma ef aðilar þurfa á að halda. Árið 2015 voru vinnustöðvanir boðaðar í 43 af 60 sáttamálum og kom til vinnustöðvana í 29% tilvika. Í fyrra var 11 sáttamálum vísað til rík- issáttasemjara og sjö voru til með- ferðar frá fyrra ári. Voru vinnu- stöðvanir boðaðar í níu málanna (50%) og hófst vinnustöðvun í sex þeirra. Fyrirbyggjandi sáttamiðlun Bygging nýs Landspítala er meðal stærstu fjárfestingarverkefna í rík- isfjármálaáætluninni til næstu fimm ára. Nú er gert ráð fyrir að bygging- arframkvæmdir við fyrsta verká- fanga, einkum meðferðarkjarna og rannsóknarhús, verði boðnar út á næsta ári og að framkvæmdir verði komnar á fullan skrið árin 2019– 2021. Aðrar stórar fjárfestingar eru m.a. kaup á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en gert er ráð fyrir ríflega 14 milljarða framlögum í útgjaldaramma áranna 2019-2022 vegna þyrlukaupanna. Fram kemur að útköllum björgunarþyrlna vegna innlendra og erlendra ferðamanna í vandræðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum eða ríflega 80% milli áranna 2008-2016. Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, framkvæmdir við Dýrafjarðargöng og bygging þriggja nýrra hjúkr- unarheimila eru einnig meðal stærstu fjárfestingarverkefnanna. Landspítali Bjóða á út byggingarfram- kvæmdir síðla árs 2018. Hefja útboð vegna nýs spítala að ári Morgunblaðið/Ómar Í umfjöllun um starfshætti og áskor- anir í helstu atvinnugreinum í fjár- málaáætlun fjármálaráðherra segir meðal annars að veiðar á laxi og sil- ungi í ám og vötnum landsins sé mik- ilvæg tekjulind fyrir landeigendur og bændur. „Velta í kringum stangveiði er um 15 milljarðar króna á ári. Um 1.000 störf eru tilkomin vegna stangveiða, sem er rótgróinn hluti ferðaþjón- ustu,“ segir í fjármálaáætluninni. 15 milljarða velta í kringum stangveiði Stefnt er að 20% raunaukningu framlaga til heilbrigðismála á næstu árum og 13% aukningu á framlögum í velferðarkerfið al- mennt. Þetta kom m.a. fram í máli Benedikts Jóhannessonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti fjármálaáætlun til næstu 5 ára eða til 2022, sem lögð var fram í gær. Einfalda á skattkerfið og greiða skuldir hratt niður. Greiðslur for- eldra í fæðingarorlofi verða hækk- aðar. Frítekjumark vegna atvinnu- tekna eldri borgara verður hækkað í skrefum og bótakerfi öryrkja end- urskoðað. Gert er ráð fyrir að bygging nýs Landspítala verði á lokastigum við lok áætlunarinnar, stytta á biðlista á sjúkrastofnunum og fjölga hjúkrunarrýmum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigð- isþjónustunni tekur gildi og greiðsluþátttaka sjúklinga verður lækkuð á tímabilinu. Boðaðar eru aðgerðir um land allt vegna geð- sjúkdóma og efla á sálfræðiþjón- ustu í skólum. Hækka á hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi á tíma- bilinu og boðuð er lækkun trygg- ingagjalds í atvinnurekstri, eftir því sem svigrúm leyfi, frá og með 2020. omfr@mbl.is Lagt fram Benedikt Jóhannesson kynnir fjármálaáætlun 2018 til 2022. Auka á framlög til heilbrigðismála Samhliða skattabreytingum í ferðaþjónustunni á að verja auknu fé í þágu greinarinnar. Þannig verður Framkvæmdasjóður ferða- mannastaða efldur úr 610 millj- ónum kr. á þessu ári í 800 milljónir 2018. Efla á innviðauppbyggingu á vegum Umhverfisráðuneytisins með landsáætlun til verndar nátt- úru og menningarsögulegra minja. Veita á aukið fé til stjórnsýslu og upplýsingaveitna, stefnumótunar landshlutanna, öryggismála, mark- aðsstofa og Hæfniseturs ferða- þjónustunnar. Fé til þessara og skyldra verkefna ráðuneytis ferða- mála hækkar úr 461 milljónum kr. 2017 í 834 millj. kr. 2018. Efla á landvörslu og af auknu fjármagni til löggæslu 2017 verður 184 millj. kr. varið í fjölgun lögreglumanna á Suðurlandi og Norðausturlandi vegna aukins umferðareftirlits og hálendisvaktar o.fl. Þá fer nýsam- þykkt 1.200 milljóna kr. auka- framlag til samgöngumála að stórum hluta í leiðir sem tengjast vinsælum ferðamannastöðum, s.s. Dettifossveg, Kjósarskarð og Uxa- hryggjaveg. Hækkun til framkvæmdasjóðs VERJA Á AUKNU FÉ Í ÞÁGU FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Ferðamenn Ráðuneytið segir að rök fyrir ívilnunum eigi ekki lengur við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.