Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 24
Creditinfo býður nú öllum Íslend- ingum eitt frítt lánshæfismat á ári á heimasíðu sinni, en lánshæfismatið getur nýst fólki til að styrkja stöðu sína gagnvart fjármálastofnunum. Algjör spreng- ing hefur orðið í notkun láns- hæfismats eftir að lög um neyt- endalán voru inn- leidd árið 2013, en þar var láns- hæfismat gert að skilyrði fyrir lán- veitingum. Láns- hæfismat er töl- fræðilegt mat á því hversu miklar líkur eru á að að- ili fari í vanskil á næstu 12 mán- uðum. Meðal þess sem áhrif hefur á lánshæfismat einstaklinga er aldur, tengsl við atvinnulífið, fjöldi upp- flettinga í vanskilaskrá, upplýsingar úr skattskrá, búseta og hjúskapar- staða. Brynja Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir að það þekkist víða erlendis að fólk fái mismunandi lánakjör út frá láns- hæfismati og velji sér lán í sam- ræmi við það. „Í Bretlandi og í Bandaríkjunum, þar sem lánshæfis- mat er mikið notað, er fólk með- vitað um fjármálasögu sína og veit að það að draga að greiða reikninga mun skila sér í verra lánshæfismati, sem aftur skilar sér í verri lána- kjörum. Það sem er mikilvægt í þessu er að lánshæfismat er fyrst og fremst notað til að verðleggja lánsviðskipti rétt, út frá áhættunni sem felst í því að veita lánið. Þannig eru góðir lántakendur ekki að greiða fyrir afskriftir þeirra sem ekki standa í skilum.“ Brynja segir Íslendinga mjög duglega að nota vanskilaskrá til þess að meta hvort hleypa eigi fyrirtæki eða einstaklingi í reikn- ingsviðskipti. Gjarnan er talað um jákvæð og neikvæð gögn í þessu samhengi. „Neikvæð gögn eru upp- lýsingar um vanskil, en jákvæð gögn eru til dæmis yfirlit yfir skuldastöðuna, og hvernig þú ert að greiða þína reikninga. Hér á Íslandi er mjög takmarkaður aðgangur að jákvæðum gögnum sem eru til þess fallin að umbuna góðum lántökum.“ Brynja segir að jafnvel slæmt lánshæfismat geti gefið einstaklingi aðgang að fjármagni sem hann hefði annars ekki fengið, en þá mögulega á lakari kjörum. Fjármálaþjónusta er að þróast mjög hratt þessi misserin og sjálf- virkni að aukast. Aukin krafa er einnig um afgreiðsluhraða. „Góð gögn eru grundvöllurinn að því að hægt sé að sjálfvirkja ákvarðana- tökur í viðskiptum. Lánshæfismat er eitt af púslunum í því.“ Brynja segir að ýmis tækifæri felist í notkun lánshæfismats, meðal annars að fjármálafyrirtæki geti boðið viðskiptavinum vörur og þjón- ustu að fyrra bragði í auknum mæli og keppt þannig á virkari hátt um viðskipti fólks. Slíkt hljóti á end- anum að vera neytendum til góða. Morgunblaðið/Golli Lánshæfi Lántakendur aðgreindir. Einstaklingar fái sterkari stöðu  Sprenging hefur orðið í notkun lánshæfismats Brynja Baldursdóttir 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar sem blása hita allt í kring. Úrval af hiturum frá Honeywell 1. apríl 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.83 113.37 113.1 Sterlingspund 140.43 141.11 140.77 Kanadadalur 84.44 84.94 84.69 Dönsk króna 16.191 16.285 16.238 Norsk króna 13.123 13.201 13.162 Sænsk króna 12.628 12.702 12.665 Svissn. franki 112.66 113.28 112.97 Japanskt jen 1.0085 1.0143 1.0114 SDR 152.96 153.88 153.42 Evra 120.43 121.11 120.77 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.0185 Hrávöruverð Gull 1241.7 ($/únsa) Ál 1954.5 ($/tonn) LME Hráolía 52.39 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Birna Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar- sviðs Landsvirkj- unar. Birna Ósk hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá Símanum frá árinu 2011, síðast yfir sölu- og þjónustusviði, en hún hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2001. Hlutverk markaðs- og viðskipta- þróunarsviðs er að hámarka tekjur Landsvirkjunar til langs tíma. Í því felst þróun, kynning og sala á orkuvörum og þjónustu, samskipti við núverandi og væntanlega viðskiptavini vegna samn- inga og reksturs þeirra og greining við- skiptatækifæra. Birna Ósk tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Björgvini Skúla Sigurðssyni, sem lét af störfum fyrir nokkru eftir fjögur ár í starfi. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að næstu vikurnar hnýti hún lausa enda hjá félaginu áður en hún hverfi á braut. Birna ráðin framkvæmda- stjóri hjá Landsvirkjun Birna Ósk Einarsdóttir STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri vék að því á ársfundi bank- ans í vikunni að hægt væri að stuðla að jákvæðu eigin fé bankans með því að dreifa kostnaði af gjaldeyrisforðanum á milli þeirra aðila sem njóta góðs af honum, eins og hann orðaði það í ræðu sinni. Hann sagði að vegna mikils neikvæðs vaxtamunar sem tengd- ist annars vegar forðanum, þar sem hann væri fjárfestur á sögu- lega lágum vöxtum erlendis, og hins vegar vaxtakostnaði af krónu- skuldum Seðlabankans sem bæru mun hærri vexti, þá sýndu fram- reikningar til ársins 2025 að af- koma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með árinu 2018 um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé Seðlabankans yrði neikvætt í framhaldinu. Þá kom fram í máli hans að mið- að við landsframleiðslu væri forð- inn sá stærsti frá lokum seinni heimsstyrjaldar. „Það eru í sjálfu sér engin ragnarök og margir virtir seðla- bankar hafa starfað með ágætum með neikvætt eigið fé. Eigi að síð- ur er af margvíslegum ástæðum heppilegra að Seðlabankinn hafi þokkalega eiginfjárstöðu. Fram- reikningar Seðlabankans sýna að með margvíslegum aðgerðum og eðlilegri dreifingu kostnaðarins af forðanum á milli þeirra aðila sem njóta góðs af honum sé hægt að loka þessu gati. Þar með telst möguleg aukin ávöxtun forðans með því að skipta honum upp í tvo eða fleiri hluta með tilliti til bind- ingar og ávöxtunar,“ sagði Már í ræðu sinni. Gert kleift að losa höft Hann sagði jafnframt að Íslend- ingar hefðu haft mikinn hag af þessum „tiltölulega stóra forða“. „Það er hann sem hefur gert okkur kleift að losa fjármagnshöftin án þess að taka of mikla áhættu varð- andi efnahagslegan og fjármálaleg- an stöðugleika. Hann leikur stórt hlutverk í nýlegri hækkun á láns- hæfismati eins og sjá má af tilkynn- ingum lánshæfismatsfyrirtækjanna. Það leiðir síðan til þess að lánakjör ríkissjóðs, bankanna og stærri fyr- irtækja á erlendum lánamarkaði batna,“ sagði Már. Kostnaði forðans dreift til að loka gati Morgunblaðið/Ómar Eigið fé Virtir seðlabankar hafa starfað með ágætum með neikvætt eigið fé. Gjaldeyrir » Gjaldeyrisforðinn er fjár- festur á sögulega lágum vöxtum erlendis. » Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans nam í lok febrúar sl. rúmum 810 milljörðum króna. » Stór gjaldeyrisforði gerir kleift að milda áföll framtíð- arinnar. » Á síðasta ári varð tap á rekstri Seðlabankans sem nam 35 milljörðum króna.  Mikill hagur orðinn af stórum forða  Kjör margra batna ● Seðlabanki Íslands hefur sett nýjar reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana sem byggðar eru á alþjóðlegum staðli Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit. Nýju reglurnar munu ekki hafa mikil áhrif á lausafjárkröfur sem gerðar eru til banka, að því er fram kemur í frétt á vef Seðlabankans. Nýju reglurnar miða að því að inn- leiða sömu skilgreiningar og framsetn- ingu og hafa tekið gildi í Evrópusam- bandinu og eru að mestu leyti sam- hljóða reglum ESB. Í nýjum reglum Seðlabankans eru þó áfram gerðar sér- stakar kröfur um lágmark lausafjárhlut- falls fyrir erlenda gjaldmiðla sem ekki er að finna í lausafjárreglum Evrópu- sambandsins. Seðlabankinn uppfærir reglur um laust fé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.