Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 91. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.77 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sturla kaupir vörubíl og forðast lán
2. Rúmlega fimmtug með Alzheimer
3. Högni og Snæfríður trúlofuð
4. Buðu upp á vodka fyrir utan kirkjuna
12 hljómsveitir og listamenn kom-
ust í úrslitakeppni Músíktilrauna sem
fer fram í Hörpu í dag kl. 17 og verður
hún í beinni útsendingu á Rás 2. Í úr-
slit komust Between Mountains,
Bjartr, Gabríel Ólafs, Gróa, Hewkii,
Hillingar, Korter í flog, Módest GRÚV,
Misty, Omotrack, Phlegm og Vasi.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Úrslitakeppni Músík-
tilrauna í Hörpu
Fyrstu tónleikar
í nýrri dagskrá
tónleikarað-
arinnar Perlur ís-
lenskra sönglaga,
sem bera yf-
irskriftina Loving,
Drinking and ot-
her nasty habits,
þ.e. Að elska,
drekka og aðrir óskiðir, verða haldnir
á morgun kl. 17 í Kaldalóni í Hörpu.
Söngvarar á þeim eru Lilja Guð-
mundsdóttir sópran og Bjarni Thor
Kristinsson bassi og Helga Bryndís
Magnúsdóttir leikur á píanó.
Bjarni og Lilja syngja
um ósiði í Kaldalóni
Ögmundur Þór Jóhannesson gít-
arleikari heldur einleikstónleika í
Hannesarholti í kvöld kl. 20. Hann
mun m.a. flytja verk eftir Karólínu
Eiríksdóttur og Oliver Kentish og
mun frumflytja
verkið Midnight
Sun eftir
spænska tón-
skáldið Agustin
Castilla-Ávila sem
tileinkar Ög-
mundi verk-
ið.
Ögmundur heldur
einleikstónleika
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 1-12 m/s. Dálítil rigning eða slydda norðvestanlands
og él norðantil þegar líður á daginn. Úrkomulítið syðra. Hiti víða 2 til 5 stig.
Á sunnudag Austan og síðar suðaustan 13-20 m/s með slyddu og síðar talsverðri rign-
ingu, hvassast syðst. Úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 8
stig um kvöldið. Á mánudag Gengur í suðvestan 10-18 með skúrum eða slydduéljum
seinnipartinn, fyrst suðvestan til, en hvassa norðanátt og snjókomu á Vestfjörðum.
Grindvíkingar komu mörgum körfu-
boltaspekingum á óvart í gærkvöldi
og unnu stórsigur á Stjörnunni í
Garðabæ 96:78. Um var að ræða
fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
Íslandsmóts karla. Næsti leikur verð-
ur í Grindavík en Stjarnan var með
heimaleikjarétt í rimmunni eftir að
hafa lent í 2. sæti deildakeppninnar
en Grindavík í 4. »3
Grindvíkingar komu
mörgum á óvart
„Þetta gekk vel og ég er
ánægð með daginn. Veðrið
var geggjað í fjallinu og
gaman að vera komin heim
að keppa. Mætingin var
ágæt og manni finnst alltaf
sérstök stemning fylgja því
að keppa fyrir framan alla
sem maður þekkir,“ sagði
Freydís Halla Einarsdóttir
meðal annars eftir að hafa
orðið Íslandsmeistari í stór-
svigi í gær. »2
Geggjað veður á
Skíðamóti Íslands
„Okkar markmið er að vinna þá aftur
og það eigum við að gera,“ sagði
Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður
Vals, um síðari viðureignina við serb-
neska liðið Sloga Pozega í 8 liða úr-
slitum Áskorendakeppni Evrópu í
handknattleik sem fram fer í Vals-
höllinni í dag. Eftir þriggja marka sig-
ur í fyrri leiknum á
Valur möguleika
á að verða
sjötta íslenska
liðið í sögunni
til að komast í
undanúrslit á
Evrópumóti.
»4
Valsmenn stefna
ótrauðir í undanúrslit
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Alþjóðlegi meistarinn „IP IS
Stjörnuljósa Lúkas DSM JW“ verð-
ur í sviðsljósinu á vorsýningum
Kynjakatta í reiðhöllinni í Grindavík
um helgina. „Þetta er eðalvinnings-
köttur og vonandi nær hann alþjóð-
legum stórmeistaraáfanga að ári,“
segir eigandinn Anna María Moest-
rup, sem sýnir tvo persneska albræð-
ur og einn Maine Coon-kött að þessu
sinni.
Lúkas er hreinræktaður pers-
neskur þjóðhátíðarköttur, sem verð-
ur fjögurra ára 17. júní. Anna María
sýndi hann fyrst í október 2013 og þá
var hann meðal annars útnefndur
besti kettlingurinn og uppáhalds-
köttur dómara. Hann keppir í flokki
geldra katta, er stigahæsti kötturinn
í sínum tegundaflokki og hefur unnið
til ótal verðlauna. „Toppurinn er að
verða æðsti meistari en ég sé það
ekki gerast fyrr en eftir fjögur ár, því
það tekur tíma að vinna sér inn stig,“
segir Anna María.
Dýrvitlaus
Anna María segist alla tíð hafa
verið mikill dýravinur og sérstaklega
hænst að köttum, en byrjað að vera
með persneska ketti 2011 og þá fyrst
tekið þátt í sýningum. „Ég hef alla tíð
verið dýrvitlaus enda stundum verið
kölluð „The Crazy Cat Lady“. Það er
hollt fyrir alla að vera með áhugamál
og ég átti mér lengi þann draum að
eignast persneska kisu. Eftir mikla
leit fann ég ræktanda sem átti pers-
neskan kött og ég fékk hann með
þeim skilyrðum að sýna hann á sýn-
ingum,“ segir hún. „Eftir það varð
ekki aftur snúið.“
Áhugamálið tekur sinn tíma, en
fyrir utan daglega umhirðu fer Anna
María reglulega á erlendar kattasýn-
ingar til að kynna sér það nýjasta
hverju sinni. „Ég hef ekki farið með
mínar kisur til útlanda því þá þyrfti
ég að setja þær í einangrun þegar ég
kæmi aftur með þær heim,“ segir
hún.
Kynjakettir, Kattaræktarfélag Ís-
lands, er félag kattaræktenda, katta-
eigenda og áhugafólks um ketti.
Anna María segir að víða erlendis
séu svona kattasýningar í íþróttasöl-
um en hérlendis hafi reynst erfitt að
fá húsnæði. „Það virðast margir hafa
kisuofnæmi þegar kemur að sýn-
ingum,“ segir hún og leggur áherslu
á að vel sé hugsað um sýningarketti.
Hún greiði sínum köttum daglega,
þvoi þeim í framan á hverjum degi og
þeir fari í bað og blástur eini sinni í
mánuði. „Þetta eru innikisur og þar
sem um sýningarketti er að ræða vil
ég hafa þá í fullum feldi.“
Alþjóðlegar sýningar Kynjakatta
fara fram vor og haust og þessar eru
númer 84 og 85 í röðinni. Dómarar
koma að utan og 106 kisur eru skráð-
ar til leiks, en sýningarnar standa yf-
ir klukkan 10-17 báða dagana.
Æðsti meistari toppurinn
Vorsýning
Kynjakatta í
Grindavík
Ljósmyndir/Erling Aðalsteinsson
Verðlaun Lúkas er alþjóðlegur meistari og margverðlaunaður köttur sem verður fjögurra ára 17. júní.
Vinir Anna María Moestrup og Lúkas verða í Grindavík um helgina.