Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
✝ GuðsteinnVignir Guð-
jónsson fæddist á
Tunguhálsi í Lýt-
ingsstaðahreppi 5.
maí 1940. Hann lést
að heimili sínu,
Lækjarbakka 11,
17. mars 2017.
Foreldrar hans
voru Guðjón Jóns-
son, f. 27. janúar
1902, d. 30. júlí
1972, og Valborg Hjálmars-
dóttir, f. 1. maí 1907, d. 27. sept-
ember 1997. Guðsteinn var fjórði
í aldursröð systkina. Hin eru í
aldursröð: 1) Valgeir, f. 1929, d.
1981, maki Guðbjörg G. Fel-
ixdóttir. 2) Auður, f. 1930, d.
2008 maki Stefán A. Ingólfsson,
d. 1995. 3) Garðar Víðir, f. 1932,
maki Sigurlaug Gunnarsdóttir,
d. 2015. 4) Hjálmar, f. 1943, d.
2007, maki Þórey Helgadóttir. 5)
Stefán Sigurður, f. 1952, maki
Steinvör Ingibjörg Gísladóttir.
Guðsteinn kvæntist 31. janúar
1965 Ingu Björk Sigurðardóttur
Smári, f. 18. október 1993, unn-
usta Hólmfríður Böðvarsdóttir,
og Hugrún Ása, f. 6. júlí 1999. 4)
Ásdís Anna, f. 12. mars 1977,
maki Magnús Kristjánsson, f. 9.
mars 1974. Börn: Sunna, f. 25.
apríl 2000, Birta Ósk, f. 20. apríl
2014, d. 20. apríl 2014,Thelma
Ósk f. 20.4. 2014, d. 20.4. 2014 og
Óskar Logi, f. 29. september
2015.
Guðsteinn bjó til ársins 1991 á
Tunguhálsi I og stundaði þar bú-
skap. Flutti þaðan til Sauð-
árkróks og bjó þar til ársins 1996
og keypti þá Laugardal í Lýt-
ingsstaðahreppi og bjó þar til
ársins 2015. Síðast var hann bú-
settur að Lækjarbakka 11 í sömu
sveit. Hann var mikill aðdáandi
söngs og söng í karlakórnum
Heimi og kirkjukór
Lýtingsstaðahrepps. Hann var
mikil refaskytta og byrjaði á
grenjum aðeins 16 ára. Hann
hafði mikinn áhuga á ýmiskonar
véla- og viðgerðavinnu og vann
mikið við vörubílaakstur með bú-
skapnum. Hann gegndi ýmsum
nefnda- og félagsstörfum. Hann
hafði mjög sterkar skoðanir á
málefnum líðandi stundar, sér-
staklega stjórnmálum.
Útför Guðsteins verður gerð
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1.
apríl 2017, klukkan 11.
frá Borgarfelli í
Lýtingsstaðahreppi,
f. 21. júlí 1944. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Eiríksson,
f. 12 ágúst 1899, d.
25. janúar 1974, og
Helga Guðrún
Sveinbjörnsdóttir, f.
27. september 1918,
d. 4. júlí 2005. Dæt-
ur Guðsteins og
Bjarkar eru: 1) Val-
borg Inga, f. 29. september 1964,
maki Ólafur Kr. Jóhannsson, f. 8.
júní 1964. Börn: Brynjar Páll, f.
14. mars 1994, faðir Jóhannes Jó-
hannesson, f. 20. apríl 1966, og
Jóhann Steinn, f. 20. ágúst 2003.
2) Heiðrún Edda, f. 11.desember
1968, maki Haraldur Birgisson,
f. 10. ágúst, 1964. Börn: Birgir
Þór, f. 19. apríl 1991, unnusta
Harpa Birgisdóttir, og Bjarki
Már, f. 6. júní 1995, unnusta Sig-
ríður Vaka Víkingsdóttir. 3)
Guðrún Brynja, f. 8. desember
1971, maki Gylfi Ingimarsson, f.
14. mars 1970, börn: Hafþór
Elsku pabbi minn. Ég sit hér og
rifja upp okkar bestu stundir sam-
an.
Það er margt sem flæðir í gegn-
um hugann eins og til dæmis
fjallaferðin okkar upp að Ytri-
Stafnsvötnum sl. sumar. Ekki
grunaði mig að það yrði okkar síð-
asta fjallaferð saman. Á fjöllum
leið þér best og aldrei sagðir þú
nei væri þér boðið í slíka. Þú
þekktir hvern einasta stein,
hverja einustu þúfu. Þú varst mik-
il grenjaskytta og í öllum fjalla-
ferðum varst þú tilbúinn ef lágfóta
sýndi sig. Til útlanda fórst þú
aldrei og sagðir að þú hefðir ekk-
ert að gera í mengunina þar enda
undir þú sáttur við þitt í sveitinni.
Elsku pabbi minn. Nú er ferða-
lagi okkar saman lokið, í bili að
minnsta kosti.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Farðu í friði, pabbi minn.
Þín dóttir,
Guðrún Brynja.
Jæja, elsku pabbi minn. Mig
langar bara að óska þér góðrar
ferðar. Ég heyrði í þér síðast í
síma á miðvikudaginn í vikunni
sem þú lést. Þá varstu á leiðinni í
bæinn í fermingu helgina eftir. Þú
sagðir að það væri kominn tími til
að koma í heimsókn en þú varst
ekki búinn að sjá nýja heimilið
okkar. Enda varstu ekki mikið
fyrir að fara úr firðinum fagra
þannig að það var alltaf viss við-
burður þegar þú komst í bæinn.
Ég veit að þú átt eftir að koma í
heimsókn, það verður bara með
öðru sniði en áður. Þú ert ávallt
velkominn, pabbi minn. Þú varst
búinn að spyrja nokkrum sinnum
hvort Óskar Logi væri ekki farinn
að labba. Líklega hefur þér þótt
hann heldur seinn af stað, enda
orðinn eins og hálfs árs, en núna
er hann farinn að labba um allt.
Elsku pabbi minn, hvíldu í guðs
friði, ég veit að núna ertu búinn að
hitta stelpurnar mínar og þið
passið upp á hvort annað.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Góða ferð og góða nótt, elsku
pabbi minn.
Þín Nína, eins og þú kallaðir
mig alltaf,
Ásdís.
Elsku pabbi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Faðmlögin okkar voru ekki
mörg en þú faðmaðir mig þétt að
þér og kysstir mig á kinnina 8.
desember síðastliðinn á tröppun-
um á Lækjarbakka þegar ég var
búin að aðstoða þig við svolítið
sem þú réðir ekki við einn. Þetta
var mér meira virði en þú getur
ímyndað þér. Að lokum vil ég færa
þér mínar bestu þakkir fyrir
hversu góður þú varst við syni
mína. Þú kenndir þeim svo margt
sem mun nýtast þeim um ókomin
ár.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Heiðrún Edda.
Elsku afi Guðsteinn. Það er svo
erfitt að hugsa sér að þú sért far-
inn frá mér, við áttum eftir að gera
svo margt saman. Á sama tíma er
ég svo þakklátur fyrir allt sem við
gerðum saman í sveitinni, hvort
sem það var að sinna sveitastörf-
unum eða viðhalda tækjunum þín-
um. Ég man hvað ég hlakkaði allt-
af til þegar þú komst heim af
grenjum til að fá fréttir af veiðinni
og ferðinni, enda er allur veiði-
áhugi minn frá þér kominn. Alla
tíð hef ég litið upp til þín enda
varst þú traustur félagi og alltaf
samkvæmur sjálfum þér í einu og
öllu. Farðu nú vel með þig, elsku
afi minn, þér mun ég aldrei
gleyma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þitt barnabarn,
Hafþór Smári Gylfason.
Elsku afi minn, margs er að
minnast. Við vorum góðir vinir og
gerðum svo margt saman. Þú
varst líka eini afi minn sem ég gat
treyst á. Ég er þakklátur fyrir allt
það sem þú kenndir mér, það mun
nýtast mér alla ævi. Eftirminni-
legar eru ferðirnar sem við fórum
á greni í framsveitum Lýtings-
staðahrepps. Þá fórum við ríðandi
og þú varst með riffilinn framan á
þér. Þarna vorum við kóngar um
stund og þessu mun ég aldrei
gleyma. Mikið sem var nú líka
gaman hjá okkur þegar við vorum
einir í heyskapnum og átum svið í
hvert mál sem amma hafði soðið
áður en hún fór til útlanda.
Ég man þegar þú varst með
pólsku smiðina með þér á gamla
Crusier þegar við fórum í Krók-
inn. Þú skildir nú lítið það sem
þeir voru að segja og réttir þeim
alltaf neftóbak þegar þeir sögðu
eitthvað og svo hlógum við saman
að þessu. Oft vorum við búnir að
hringjast á og ræða hina ýmsu
hluti og það er svo skrýtið að geta
ekki tekið upp símann og hringt í
afa. Þú varst stoltur og glaður
daginn sem ég hringdi í þig og til-
kynnti þér um jarðarkaupin hjá
okkur Hörpu. Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir það að þú komst í
heimsókn til okkar í sveitina og
tókst út búskapinn, það verður
gott að vita af þér þarna uppi að
fylgjast með okkur í framtíðinni.
Við hugsum vel um ömmu og
hjálpum henni að sjá um hrossin
ykkar. Ég mun alltaf vera stoltur
af því að vera afkomandi þinn og
hugsa um allar góðu stundirnar
sem við áttum saman í sveitinni og
víðar. Hvíldu í friði, elsku besti afi.
Þinn vinur,
Birgir Þór Haraldsson.
Elsku afi. Það hefur verið frek-
ar tómlegt eftir að þú fórst frá
okkur þar sem við töluðum saman
nánast daglega um alla heimsins
hluti en sérstaklega hross, þar
sem þau eru mikið áhugamál okk-
ar beggja. Ég hjálpaði þér eins og
ég gat í einu og öllu og er engin
hætta á öðru en að ég reyni eins
og ég get að halda hrossastofni
þínum áfram í ræktun, þar sem
mér þykir ofboðslega vænt um
hrossin þín. Það eru margar minn-
ingar sem þú skilur eftir þig, eins
og síðasta stundin sem við áttum
saman, þegar við fórum saman
með meri í tamningu í Eyjafjörð-
inn miðvikudaginn 15. mars til
Agnars bónda og tamningar-
manns að Syðra-Garðshorni.
Þetta var skemmtilegur dagur og
eftirminnilegur. Haustið 2015 fór-
um við ásamt pabba ferð suður á
land að sækja hest sem Ketill
bóndi og vinur gaf mér. Var þetta
eins og heimsreisa fyrir þig að
komast á sunnlenskt undirlendi
og var oft minnst á þessa ferð, þar
sem þér fannst við hafa fengið svo
höfðinglegar móttökur. Þú hafðir
sterkar skoðanir á flestum hlutum
og lést þær óspart í ljós og var ég
yfirleitt sammála þér. Við munum
minnast þín og vitna í þig alla
daga. Hvíldu í friði, afi minn.
Bjarki Már Haraldsson.
Látinn er Guðsteinn Guðjóns-
son, góður nágranni og vinur.
Kynni okkar hófust þegar við
fórum að dvelja langdvölum í
Skagafirði fyrir nokkrum árum.
Í sveitinni er dýrmætt að eiga
góða nágranna og það er ekki
sjálfgefið. Guðsteinn var mjög
greiðvikinn maður og var alltaf
einstaklega hjálplegur ef við
þurftum á aðstoð að halda.
Guðsteinn og Björk eiginkona
hans bjuggu með fé og hross í
Laugardal í Dalsplássi þar til fyrir
tveimur árum. Þá hættu þau
fjárbúskapnum og fluttu sig um
set í nærliggjandi Steinsstaða-
hverfi en héldu áfram með hest-
ana á jörð sinni Borgarfelli í sömu
sveit. Guðsteinn var mjög áhuga-
samur um hross og oft var hann að
sýsla eitthvað með hestana sína
heimavið í Laugardal eða á veg-
inum í Dalsplássinu. Þau ár sem
við vorum að kynnast var hann oft
og iðulega að frumtemja ung-
hrossin og mörg þeirra voru áber-
andi falleg. Hann gerði þau band-
vön og kenndi þeim að teymast
með öðrum hrossum og kom þeim
síðan í hendurnar á atvinnutamn-
ingarfólki og hafa margir góðir
hestar komið úr röðum Laugar-
dalshrossanna. Guðsteinn hafði
t.d. mjög glöggt auga fyrir fram-
tíðarstóðhestum og notaði oft
hesta sem seinna urðu þekktir í
ræktun sína. Bera hestar hans
vitni um að hann var góður
hrossaræktandi.
Guðsteinn var stór maður vexti,
svipmikill, orðvar og fastur fyrir
ef því var að skipta. Hann reyndist
okkur afar vel og er minnisstæður
persónuleiki.
Það var orðinn nokkuð fastur
liður í tilverunni að sjá þá félaga
saman á ferð, Guðstein við stýrið
og hundinn hans Asa, sem stóð
sperrtur aftan á pallbílnum, skim-
andi í allar áttir, ef þeir lögðu leið
sína niður í Dalspláss, þeirra fyrri
heimaslóðir. Við söknum Guð-
steins og þökkum honum kærlega
fyrir samfylgdina og biðjum góð-
an Guð að veita Björk og fjöl-
skyldunni allri styrk á þessari
skilnaðarstundu.
Gunnar og Þórdís.
Það er gæfa hverrar mann-
eskju að eignast góða vini – og það
var gæfa mín fyrir 23 árum, að
kynnast Guðsteini á sameiginleg-
um vinnustað, því þá tókst með
okkur afar góð vinátta sem entist
meðan báðir lifðu. Guðsteinn tók
unglingnum sem jafningja og vin-
skapurinn óx og treystist með ár-
unum. Mikil vinskapur hafði verið
milli Guðmundar langafa míns á
Breið og Guðsteins – og ég er ekki
frá því að hann hafi látið mig njóta
þess fyrst í stað. Ótal minningar
koma upp í hugann þegar litið er
um öxl og öllum fylgir þeim góð
tilfinning, hlýja og bros.
Ég minnist allra góðu heim-
sóknanna í Laugardal, til þeirra
Bjarkar; svolítið eins og að koma
heim. Stundum var bara spjall; ég
settist í „sætið mitt“ á bekknum
og síðan var spjallað yfir góð-
gjörðum drjúga stund. Stundum
var hrossabras ýmiskonar; stund-
um útreiðar, jafnvel fyrirdráttur í
Vötnunum eða bara skoðunar-
ferðir um landareignina.
Oftast í asaleysi og rólegheit-
um, þó ekki alltaf. Ég minnist
sögulegrar þriggja daga hesta-
ferðar fram í Þorljótsstaði í Vest-
urdal, Hraunþúfuklaustur og
Runu. Þar naut Guðsteinn sín;
sögumaður eins og best gerðist,
greindi frá staðháttum og gömlum
atburðum, svo ljóslifandi stendur í
hugskoti. Ég minnist Guðsteins á
Grámúla sínum á flugaskeiði fram
við Stafnsvötn – eða með Brá
hnarreista í fanginu. Ég minnist
alls söngsins í leik og starfi með
kirkjukór Mælifellsprestakalls.
Við stóðum hlið við hlið í ten-
órnum og létum oft „blíva“ á háu
nóturnar, bara til gamans og þá
var þrefalda amenið í uppáhaldi;
þurfti stundum ekki annað en smá
olnbogaskot til að espa upp. Ég
minnist ótal, ótal símtala sem gátu
varað á annan tíma, um allt og
ekkert – eða bara stutt, til að taka
stöðuna.
Ég minnist hláturs, kímni og
hnyttinna tilsvara. Guðsteinn var
vinur vina sinna og ég er viss um
að það var betra að hafa hann með
sér en á móti. En hann var hreinn
og beinn og fólk gekk ekki í graf-
götur um hvorumegin það var.
Ég hringdi í Guðstein í byrjun
mánaðar og boðaði komu mína –
sagðist samt ekkert vilja tefja þau
hjónin. Það stóð ekki á svari: „Nú
til hvers ertu þá að koma, ef þú
ætlar ekkert að tefja?“ – Og hlátur
í kjölfarið. Það var mín síðasta
heimsókn til Guðsteins.
Þegar ég hafði tafið svolítið
kvöddumst við með virktum eins
og alltaf.
Traust, hlýtt og þétt handtak
að lokum.
Kæri vinur – þakka þér ára-
langa, trausta og gefandi vináttu.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Elsku Björk og fjölskyldan öll.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra.
Ólafur Atli Sindrason.
Guðsteinn Vignir
Guðjónsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Okkar ástkæri faðir,
KJARTAN FRIÐRIKSSON,
Faxatúni 14,
Garðabæ,
andaðist 27. mars. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 5. apríl
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim er vildu
minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ingibjörg Kjartansdóttir Salómon Kristjánsson
Kristín Kjartansdóttir Sigurður Þór Sigurðsson
Anna Kjartansdóttir
Brynja Kjartansdóttir Albert B. Hjálmarsson
og fjölskyldur
Okkar ástkæra,
FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR,
Vesturgötu 7,
lést á hjartadeild Landspítalans 27. mars.
Útför hennar fer fram frá kapellu
Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. apríl
klukkan 15.
Guðrún Hjálmarsdóttir og fjölskylda
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
GRÓA BJÖRNSDÓTTIR,
Efstalandi 10, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans
28. mars, verður jarðsungin frá Seljakirkju
fimmtudaginn 6. apríl klukkan 13.
Jóhanna Eivinsdóttir
Eivin Christiansen
Sólveig Eyvindsdóttir Kjartan Æ. Kristinsson
Elín Gróa Kjartansdóttir
Lára Hlín Kjartansdóttir
Sigurbjörn Björnsson Svava Björnsdóttir
Sigurður Björnsson Ásdís Magnúsdóttir
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN JÚLÍUSSON,
Heiðarbrún 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
31. mars.
Útförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn