Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Varkárni íorðavali ein-kennir alla jafna málflutning embættismanna stofnana á borð við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Sendinefnd sjóðsins var stödd hér á landi í vikunni og svaraði spurningum um íslenskt fjár- málaumhverfi á blaðamanna- fundi. Formaður nefndarinnar, Ashok Bhatia, var spurður um fjárfestingu vogunarsjóða í Ar- ion banka. Svaraði Bhatia því til eins og fram kom í frétt á við- skiptasíðu Morgunblaðsins á miðvikudag að nefndin væri ekki með sérstakar ráðleggingar um að vogunarsjóðir væru verri kaupendur banka en aðrir. Hann ítrekaði hins vegar að eigendur fjármálafyrirtækja þyrftu að fara í gegnum rækilega skoðun og í skýrslu nefndarinnar um stöðuna á Íslandi segir að nýleg kaup erlendra aðila í Arion banka muni „reyna á Fjármála- eftirlitið“. Greinilegt var þó að hvað sem þessu varfærnislega svari um skilgreiningu á vondum kaup- endum banka leið hefur Bhatia fyrirvara á að bankarekstur sé í höndum vogunarsjóða. Þegar spurt var um eign vogunarsjóða á bönkum í öðrum löndum sagði hann það þekkjast en bætti við að það væri hins vegar ekki ákjósanlegt: „Maður hefði viljað sjá íhaldssama fjárfesta með stefnu og langtímasýn fyrir Ís- land. Varðandi bankana sem eru í eigu ríkisins leggjum við áherslu á að menn flýti sér ekki að einkavæða bankana, heldur leyfi því að taka þann tíma sem þarf, hvort sem það eru 5 eða 10 ár.“ Sami tónn er í skýrslu nefndarinnar þar sem segir að gæði nýrra eigenda eigi að hafa forgang umfram hraða viðskipta eða verð. Í skýrslunni er síðan lýst með nokkuð afdráttarlausum hætti hvað muni hafa forgang hjá er- lendu fjárfestunum sem keyptu í Arion banka, og nefna ekki „stefnu og langtímasýn fyrir Ís- land“: „Nýlegur samningur um sölu á hlutdeild í banka til fjög- urra erlendra fjárfesta, sem munu að líkindum sækjast eftir háum arðgreiðslum, sölu eigna og endurskipulagningu, er dæmi um þau öfl sem munu knýja sam- keppni.“ Í fréttum um kaupendurna er yfirleitt til þess tekið að meðal þeirra sé hinn þekkti fjárfesting- arbanki Goldman Sachs. Hlutur hans er reyndar minnstur í kaup- unum, nemur 2,6% hlut í bank- anum, en nafnið á greinilega að gefa kaupendunum vigt. En hvað með hina kaupend- urna? Fróðlegt er að skoða félag- ið Sculptor Investments s.a.r.l., sem keypti 6,6% hlut. Það teng- ist fjárfestingarbankanum Och- Ziff Capital Management Group, sem fjallað er um í Sunnudags- blaði Morgunblaðs- ins nú um helgina. Och-Ziff var hleypt af stokk- unum árið 1994 og var Goldman Sachs einmitt í hópi þeirra sem fólu hinu nýja fjárfestingarfyr- irtæki að ávaxta sitt pund. Það kom ekki á óvart því að Daniel S. Och, stjórnandi þess, fékk stóra tækifærið hjá Goldman Sachs og reis þar í tign uns hann var orð- inn einn af yfirmönnum bankans áður en hann ákvað að freista gæfunnar á eigin spýtur. Þegar Och-Ziff var sett á hlutabréfamarkað var gengi hlutarins 32 dollarar. Nú er það 2,2 dollarar. Bréfin hrundu reyndar í fjármálakreppunni 2008 en réttu aftur úr kútnum. Ástæðurnar fyrir því hversu lágt það er núna má meðal annars rekja til spillingarmála. Í októ- ber í fyrra var Och-Ziff gert að borga bandaríska dómsmála- ráðuneytinu 213 milljónir dollara (24 milljarða króna) í sekt út af mútugreiðslum í Afríkuríkjunum Líbíu, Lýðveldinu Kongó, Tsjad og Níger. Saksóknarinn í málinu var ekki í nokkrum vafa um þátt Och-Ziff í málinu: „Þrátt fyrir að vita að mútur voru greiddar háttsetum embættismönnum stjórnvalda fjármagnaði Och- Ziff ítrekað spillta gjörninga“. Um leið samþykkti Och-Ziff að borga bandaríska fjármálaeftir- litinu, SEC, 199 milljónir dollara (tæplega 22,5 milljarða króna) vegna sama máls. Sagði fjár- málaeftirlitið að „Och-Ziff [hefði] ráðist í flóknar, viðamikl- ar fléttur til að fá sérstakan að- gang og tryggja umfangsmikla samninga og gróða í gegnum spillingu“. Þrátt fyrir þessar háu sektir komst Och-Ziff hjá því að gang- ast við sekt í málinu. Henni var skellt á OZ Africa Management GP, fyrirtæki skráð í fylkinu De- laware, sem er enginn eftirbátur Tortólu í fjármálaheiminum því að óvíða er að finna jafn margar skúffur fullar af fyrirtækjum. Fyrirtækið varð auk þess að greiða sektirnar að heita því að gera ekkert misjafnt næstu þrjú árin og verður þann tíma undir sérstakri smásjá bandarískra yfirvalda. Einn af væntanlegum eigendum Arion banka verður sem sagt í gjörgæslu næstu árin vegna spillingar. Þetta vekur spurningar um það hverjir megi eiga banka á Ís- landi. Er jafnvel svo komið að fyrirtæki þurfi að svara ræki- legri spurningum um hver þau séu og hvaðan peningar þeirra komi þegar þau stofna reikning í banka hér á landi, en þegar þau kaupa banka? Það má því velta fyrir sér hvað það þýðir í raun þegar hinir var- káru útsendarar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins kjósa að orða það svo að það sé „ekki ákjósanlegt“ að vogunarsjóðir slái eign sinni á banka. Einn af kaupendum Arion banka greiddi nýverið tæpa 50 milljarða króna í sekt fyrir spillingu} „Ekki ákjósanlegt“ M ikið er talað um hækkandi fast- eignaverð og skort á íbúðum þessa dagana. Ekki sízt á höf- uðborgarsvæðinu. Það kemur ekki á óvart að ófáir vinstri- menn kenni markaðinum um þetta ástand eins og svo margt annað. Raunveruleikinn er hins vegar talsvert flóknari en sumir vilja meina. Þá væntanlega annaðhvort vegna þekkingarleysis eða meðvitaðrar eða ómeðvitaðrar pólitískrar rörsýni á aðstæður. Langur vegur er frá því að markaðurinn haldi um alla þræði þessara mála. Meginvandamálið er að sveitarfélögin, og þá ekki síst Reykjavíkurborg vegna vægis hennar á markaðinum, eru ekki að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði. Það er eðli málsins samkvæmt erfitt að byggja hús ef engin er lóðin undir það. Erfitt er að byggja í lausu lofti. Stjórnmálamenn, ekki sízt í Reykjavík, hafa ítrekað lofað þúsundum nýrra lóða fyrir kosningar sem ekki hefur verið staðið við. Í Reykjavík spilar þar stóra rullu stefna vinstrimanna að þétta byggð eins og það er kallað. Þétting byggðar er þó engan veginn tæmandi lausn á þeim húsnæðisvanda sem venjulegt fólk stendur frammi fyrir. Þétting byggðar á sér aðallega stað í grónum hverfum þar sem húsnæðisverð er það hátt að fáeinar íbúðir til við- bótar miðað við heildarfjöldann gera lítið til þess að lækka verðið. Sér í lagi þegar eftirspurnin er slík að íbúðir seljast nánast áður en þær eru settar á sölu. Jafnvel óséðar og á verði vel yfir því auglýsta. Borgaryfirvöld mega helzt ekki heyra á það minnzt að halda áfram uppbyggingu í út- hverfum eins og Úlfarsárdal þar sem til stóð áður að byggja miklu fleiri íbúðir en nú eru á teikniborðinu. Ein ástæðan er sú að vinstri- menn vilja að fólk noti almenningssamgöngur fremur en einkabílinn og telja að íbúar út- hverfa séu líklegri til þess að velja síðarnefnda kostinn. Framgangan gagnvart þeim sem vilja nota einkabílinn er efni í annan pistil en helzt dettur manni í hug að þessi framganga borg- aryfirvalda sé liður í því að skapa þrýsting á það að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatns- mýrinni svo hægt sé að byggja þar. Það er vonandi að ráðamenn borgarinnar séu ekki að notfæra sér húsnæðiserfiðleika fólks í slíkum pólitískum tilgangi. Það er þannig æði ódýrt að sparka í mark- aðinn þegar staðreyndin er sú að sveitarfélögin stýra framboðinu á lóðum og ennfremur hvers konar hús megi byggja á þeim í krafti skipulagsvalds síns og þar með hversu mikið er hægt að byggja af íbúðum. Ef markaður- inn væri frjálsari í þessum efnum væri klárlega meira jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar einfaldlega vegna þess að markaðurinn reynir alltaf að fullnægja þeirri eftirspurn sem til staðar er. Það getur hann hins vegar ekki í dag þar sem íbúðarhús verða ekki byggð í lausu lofti. Til þess þarf lóðir og framboðið á þeim er eng- an veginn nóg. Þökk sé þeim sem fara með skipulags- valdið: Sveitarfélögunum. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sparkað í markaðinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Skýrsla um áhrif ferðaþjón-ustu á húsnæðis- og vinnu-markað í Reykjavík varlögð fram til kynningar á fundi borgarráðs í fyrradag. Skýrsl- an er unnin af VSÓ ráðgjöf í sam- vinnu við Analytica að beiðni Reykjavíkurborgar. Skýrsluhöfundar meta það svo að 90% líkur séu á því að árið 2020 verði fjöldi ferðamanna, sem komi hingað til lands, á bilinu 3,2 til 5,9 milljónir og segja væntigildið (vænt meðaltal, sem byggir á ákveðnum fjölda hermana sem gerðar eru – innskot blaðamanns) vera 4,3 millj- ónir. Byggir sú spá á greiningu á fjölda koma aftur til ársins 2002. Væntigildið sýnir 39% vöxt í komu ferðamanna á þessu ári, 20% á árinu 2018, 17% árið 2019 og 23% árið 2020. Í skýrslunni kemur fram að töl- fræðileg greining á fyrri frammi- stöðu gefi ekki annað til kynna en að áframhaldandi vöxtur verði á fjölda ferðamanna til landsins þótt bakslag geti verið mögulegt. Vægi einstakra upprunalanda geti haft mikil áhrif á útkomuna. Bretar og Bandaríkjamenn hafi mikið vægi í fjölda ferðamanna og sé ferða- mannafjöldinn í heild því við- kvæmur fyrir efnahagsþróun á þessum mörkuðum. Kínverjar séu sívaxandi hópur sem geti haft veru- leg áhrif á ekki bara fjölda ferða- manna heldur einnig árstíðardreif- ingu og gæði þjónustunnar og spá skýrsluhöfundar því að kínverskir ferðamenn verði 10% allra ferða- manna á Íslandi árið 2025 en 6% ár- ið 2020, en í fyrra voru þeir 3,6% ferðamanna á Íslandi. Tvær gistinætur Miða megi við að hver ferða- maður til Íslands skapi kringum tvær gistinætur á höfuðborgarsvæð- inu. Á þessu ári megi því reikna með um 5 milljónum gistinátta og 6 millj- ónum á næsta ári. Gistirými á höfuðborgarsvæð- inu voru um 14.000 í lok árs 2016 samkvæmt opinberri skráningu. Í skýrslunni segir að um 1.600 gististaðir séu að jafnaði til reiðu á Airbnb en líklega séu um 400 af þeim gistiheimili, íbúðargisting og heimagisting sem hefur tilskilin leyfi. Þeir 1.200 staðir sem eftir standi bjóði líklega upp á um 3.000 gistirými að jafnaði. Ekki sé gerð grein fyrir 41% gistinátta í opinberum skráningum samanborið við könnun Ferða- málastofu á dvöl ferðamanna. Stór hluti óskráðrar gistingar sé viðvar- andi skekkja í upplýsingum um greinina. Fram kemur að nýting á hótel- herbergjum er komin yfir 80% yfir 12 mánaða meðaltal á höfuðborgar- svæðinu og á háannatíma er hún yf- ir 90%. Heildarfjöldi í einkennandi störfum ferðaþjónustu er sagður 26.500 manns, sem eru um 14% af vinnumarkaðnum. 15.000 störf hafi orðið til í ferðaþjónustunni frá árinu 2009. Á síðasta ári hafi orðið til 4.000 störf, sem sé þriðjungur nýrra starfa. A.m.k. annað hvert starf í greininni sé fyllt með innfluttu vinnuafli. Á þessu ári megi reikna með að 2.000 störf verði til í ferðaþjónust- unni og einnig 2018 og 2019. Í sam- ræmi við fjölgun ferðamanna kunni að verða til 3.000 störf árið 2020. Byggingariðnaður er talinn veita um 12.000 störf en erfitt sé að meta hvort fleiri störf séu í reynd og hvernig sambandi greinarinnar við þenslu í ferðaþjónustu sé háttað. Fjöldi ferðamanna 4,3 milljónir 2020 Spá um fjölda ferðamanna á Íslandi Heimild: Analytica 8.000.000 7.000.000 6.000.000 5.000.000 4.000.000 3.000.000 2.000.000 1.000.000 0 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Efri mörk Neðri mörkMiðspá Skýrsluhöfundar segja að við- bótareftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna starfsfólks í ferðaþjónustu verði um 600-750 íbúðir ár- lega næstu árin. Fram kemur að heildar- mannfjöldi og breytingar á hlutfalli erlendra ríkisborgara bendi til þess að sótt sé að íbúðarbyggð í Austurbænum. Sömu sögu sé þó ekki endi- lega að segja af nærliggjandi hverfum og því megi telja að áhrif heimagistingar á íbúð- armarkaðinn séu fremur stað- bundin. Í skýrslunni segir að ekki sé enn ljóst hvort ný lög um heimagistingu, sem tóku gildi um áramótin, hafi haft áhrif óleyfisgististaða á Airbnb. Láti eftirlitsaðilar ekki vita af sér muni framboðið halda áfram að vaxa í takt við eftirspurn. Vantar 600- 750 íbúðir VIÐBÓTAREFTIRSPURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.