Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 41
rannsóknum sem skipt hafa miklu máli fyrir útflutning sjáv- arafurða og fyrir íslenska neyt- endur. Kiddi var ávallt tilbúinn að nýta vísindin til að takast á við áskoranir og vandamál sam- félagsins, hvort sem málið sneri að því að tryggja að neytendur fengju raunverulega þá vöru sem þeir teldu sig kaupa eða til að tryggja útflutningshagsmuni Íslendinga. Hann var framsæk- inn vísindamaður sem lagði mikið á sig til að tengja saman ólíkar greinar vísinda. Kiddi gat unnið með hverjum sem var. Hann gegndi ýmsum ábyrgðar- og nefndarstörfum fyrir hönd Matís og leiddi m.a. verkefnisstjórn MareFrame, stórs alþjóðlegs rannsóknaverk- efnis, innan Matís. Þar var hann í samskiptum við vísindamenn, embættismenn, hagsmunaaðila, endurskoðendur o.fl., frá fjöl- mörgum þjóðum innan Evrópu og utan. Alltaf gat Kiddi komið málum áfram, sett sig í spor annarra og séð raunsæis- spaugilegu hliðina á öllum mál- um. Kiddi safnaði spaugilegum sögum um vinnufélagana og stakk þeim fram í umræðunni þegar átti við, gjarnan við kát- ínu viðstaddra. Það verða sagð- ar sögur af Kidda um ókomna tíð hjá Matís, enda góður drengur fallinn frá. Þannig mun hann áfram glæða vinnustaðinn lífi. Kiddi var frábær fulltrúi ís- lenskra vísinda á alþjóðavísu og okkur hafa borist hundruð sam- úðarkveðja frá samstarfsaðilum hans víðs vegar um heim. Við áframsendum þær kveðjur og sendum jafnframt fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Anna Kristín Daníels- dóttir, sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Þvílíkt áfall það var að frétta að vinur minn, Kristinn Ólafs- son, væri fallinn frá langt um aldur fram. Það er erfitt að meðtaka að hann sé farinn og ég bíð eiginlega enn eftir að hann komi inn um dyrnar hjá mér með stríðnisglottið sitt á vör. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Matís fyrir um tíu árum síðan frétti ég strax að það væri ann- ar Eyjamaður að vinna hjá fyr- irtækinu. Þetta væri Kiddi Ólafs sem ég þá þekkti bara sem litla bróður Gulla og redd- ara hjá höfninni í Eyjum – sem ég hafði reyndar stundum blót- að á sjómannsferli mínum fyrir að láta okkur sífellt færa bátinn milli bryggjukanta að „þarfa- lausu“. Sem nýr starfsmaður Matís sá ég strax að ég þyrfti að kynnast Kidda betur. Hann var aðalsprautan í starfsmanna- félaginu og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Sem betur fer höguðu örlögin því svo að ekki leið á löngu þar til við vor- um orðnir nánir samstarfsfélag- ar og mestu mátar. Flest verk- efni sem ég hef unnið síðustu ár höfum við Kiddi unnið saman og hefur aldrei borið skugga á það samstarf. Kiddi kom með fag- lega þekkingu, vísindaleg vinnu- brögð, dugnað og góða skapið inn í verkefnin, en ég tók meira á mig að sjá um praktísk atriði, þannig að lausnirnar væru nýt- anlegar í raunheimum, eða eins og Kiddi þreyttist aldrei á að segja „það þarf einhver að taka að sér að vera fúli leiðinlegi kallinn“. Þeir eru vandfundnir stríðn- ari menn en Kiddi. Flesta daga kom hann inn á skrifstofu til mín með blik í auga til að segja mér frá einhverju prakkara- strikinu. En stundum varð ég líka fyrir barðinu á púkanum í honum. Það var til dæmis al- gjörlega bannað að fara frá tölvunni án þess að læsa henni, Kiddi leit svo á að það væri boð á að prakkarast. Megnið af starfi okkar Kidda á síðustu árum hafa verið al- þjóðleg rannsóknarverkefni sem tekið hafa okkur í ferðalög víðs vegar um Evrópu. Mér telst svo til að á síðastliðnu ári höfum við ferðast saman í tíu skipti og í dagbókinni minni fyrir næstu tvo mánuði voru þrjár ferðir áætlaðar til viðbótar. Kiddi var einstaklega skemmtilegur ferðafélagi og þó svo mér leiðist yfirleitt svona vinnuferðir þá urðu allar ferðir með Kidda að skemmtiferðum. Síðasta vor og aftur nú í mars framlengdum við Kiddi vinnuferðir okkar til Prag og Róm, þar sem við feng- um eiginkonur okkar til að vera með okkur að „túristast“ yfir helgi. Skemmtilegri helgar hef ég vart upplifað, Kiddi og Mar- grét voru svo yndisleg og við Inger verðum ávallt þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að verja þessum tíma með þeim. Það leyndist engum að Kiddi var mikill fjölskyldumaður og talaði hann oft um þær Mar- gréti, Siggu og Ingu, sem hann var gífurlega stoltur af. Einnig barst tal okkar stundum að for- eldrum og systkinum, sem hann augljóslega var í góðu sambandi við og elskaði heitt. Hugur minn er hjá þeim öllum á þessum erf- iðu tímum og vil ég votta þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum gæðadreng og mikið af- skaplega mun ég sakna hans. Líf mitt er ríkara fyrir að hafa fengið að eiga Kidda sem vin. Jónas Rúnar Viðarsson. Skyndilegt fráfall kærs vinar var mikið reiðarslag fyrir okkur samstarfsfélaga Kidda, eins og alla sem honum stóðu nærri. Matís, vinnustaður okkar, verð- ur aldrei samur og hans er sárt saknað. Kiddi var einn af þeim sem gerði lífið skemmtilegra. Hann sá ávallt spaugilegu hliðarnar á öllu og fannst gaman að gera góðlátlegt grín að okkur með tilheyrandi glotti en átti þó jafnframt auðvelt með að gera grín að sjálfum sér. Hann var einstaklega góður félagi, hjarta- hlýr, jákvæður og uppátækja- samur. Kiddi var eldklár grúsk- ari, greiðvikinn, fróðleiksfús og stundum óþarflega minnugur. Hann hafði einstakt lag á að hlusta á fólk, greina aðstæður og finna lausnir á vandamálum, hvort sem þau snertu vísinda- starf eða persónuleg málefni. Kiddi var öllu jafna miðpunkt- urinn í félagslífi Matís og virkur í Prokaria-hópnum, viskíklúbbn- um, veiðifélaginu og skynmats- hópnum þar sem hann í góðra vina hópi naut sín til fulls. Svo hafði hann bara svo gaman af því að spjalla og hafði einstakt lag á því að segja skemmtilega frá. Hann tók upp á ýmsu til að skemmta sér og öðrum og við eigum óteljandi minningar og sögur af uppátækjum Kidda. Undanfarna daga höfum við rifjað upp sögur af hinum ýmsu skemmtilegu hrekkjum sem Kiddi stóð fyrir. Margir þeirra voru þaulskipulagðir og mikil vinna lögð í framkvæmd þeirra. Þar má nefna ratleik sem stóð í heila viku þar sem samstarfs- félagi þurfti að fylgja vísbend- ingum til að finna uppáhalds- kaffibollann sinn sem hafði horfið á óútskýranlegan hátt. Kiddi faldi og myndaði bollann á hinum ýmsu stöðum og föndr- aði m.a. eftirlíkingu af bollanum sem hann pakkaði af natni inn í gjafaumbúðir. Einnig stóð Kiddi fyrir óteljandi tölvuhrekkjum þar sem skjámyndum var snúið, límband var sett undir tölvumýs og heimasíða Sjálfstæðisflokks- ins átti það til að birtast sem upphafssíða á tölvuskjáum okk- ar. Að sama skapi fannst Kidda fátt skemmtilegra en þegar honum var svarað í sömu mynt, eins og þegar skrifborðið og bíllinn hans voru plöstuð og þegar gras fór skyndilega að vaxa upp úr lyklaborðinu. Kiddi var góður vísindamað- ur og hæfni hans til að grúska og greina naut sín þar til fulls. Framlag hans í hinum ýmsu rannsóknaverkefnum, einkum tengdum stofnerfðafræði, er mikilvægt til skilnings á stofn- erfða- og vistfræði laxfiska í Norður-Atlantshafi. Niðurstöð- ur hans um uppruna og land- nám laxa í íslenskum ám eftir að síðustu ísöld lauk og erfða- fræðilegan mun milli árkerfa eru þess eðlis að vekja athygli og áhuga langt út fyrir þröngan hóp sérfræðinga. En fyrst og fremst var Kiddi mikill fjölskyldumaður. Honum var tíðrætt um fjölskylduna og engum duldist hversu gríðar- lega stoltur hann var af stelp- unum sínum. Hugur okkar er hjá fjölskyldunni og við sendum Margréti, Siggu, Ingu, foreldr- um, systkinum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum fátækari án Kidda en þakklát fyrir að hafa kynnst honum og átt hann að félaga og vini. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Matís, Bryndís, Guðbjörg, Sigurlaug, Alex, Steinunn, Óli, Rósa og Guðmundur Óli. Leiðir okkar Kidda lágu fyrst saman á skólasetningu í Ham- arsskóla Vestmannaeyja 1984. Þá vorum við bæði sex ára göm- ul. Ég hafði í raun þekkt hann lengur því hann bjó ekki langt frá mér eða uppi á Höfðavegi í húsi sem mér fannst alltaf vera eins og kastali. Húsið stóð efst í götunni uppi á nokkurs konar hæð og ég man að mig langaði alltaf að koma inn í þetta áhugaverða „kastala“-hús. Telma Róberts bjó í næsta húsi við Kidda og í næsta botnlanga bjó Stebbi Steindórs. Við fjögur ásamt nokkrum öðrum fylgd- umst að í gegnum alla grunn- skólagönguna. Við Kiddi urðum góðir vinir. Við höfðum sömu áhugamál, sama húmor og við stóðum sam- an. Við fórum samferða í skól- ann þá ásamt Telmu og Stebba og í þessum gönguferðum voru drögin lögð að framtíðinni með öllum þeim ævintýrum og þrám sem fylgja því að eldast og dafna. Þegar amma hans Kidda, hún Helga, flutti á túnið milli Hrauntúnsins og Hamarsskóla þá var gott að koma þar við og spjalla við hana. Kiddi var í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni enda ekki furða, hann var fal- legur og ljúfur og hann var góð- ur við hana, kom fram við hana af virðingu og gaf henni ríflega af tíma sínum. Þarna er honum kannski best lýst, hann var góð- ur drengur sem með tíð og tíma fullorðnaðist og varð að vönd- uðum ungum manni. Hann kom fram við fólk af virðingu þó svo að hann væri oft hnyttinn í til- svörum. Ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann stað- ið í útistöðum við nokkurn mann heldur aftur á móti lagði hann sig fram við að afstýra þeim. Kiddi var traustur, hann baktalaði ekki og það var hægt að leita til hans. Hann kom yf- irleitt með einfaldar lausnir enda ekki mikið fyrir að flækja hlutina um of. Kiddi sýndi mér ávallt stuðning og ef á móti blés þá lét hann mig vita að hann væri með mér í liði. Hann var sannur vinur. Í síðustu viku fékk ég þær fréttir að æskuvinur minn, Kiddi Ólafs, hefði látist. Ég neita að trúa þessu. Ég hugsa um þetta á kvöldin áður en ég fer að sofa og sama hugsun kemur alltaf upp, „þetta bara getur ekki verið“. Ég er reið yf- ir þessu óréttlæti, ég er reið fyrir hönd fjölskyldu hans Kidda, dætra hans og eiginkonu og foreldra hans og systkina, ég er reið yfir því að hann var sviptur framtíðinni, að fá að sjá dætur sína vaxa úr grasi og ég er reið sjálfri mér að hafa ekki verið í meiri samskiptum eftir að við fullorðnuðumst. Með tím- anum rennur manni svo reiðin og þá brýst út þakklæti. Þakk- læti fyrir að hafa fengið að hafa Kidda svo náið í sínu lífi alla barnæskuna. Við þurfum ekki að sætta okkur við þegar svona sorglegir atburðir eiga sér stað, við þurfum ekki að segja að svona lífsreynsla styrki okkur. Við megum gráta, syrgja og reiðast. Ég trúi því að með tím- anum þá aðlagi fólk sig að svona lífsreynslu og læri að lifa með henni. Þakklæti fyrir góðan tíma með ástvinum sínum brýst fram og yfirvinnur reiðina og mestu sorgina. Aldrei hefði ég trúað því að ég sæti hérna árið 2017 og skrifaði minningargrein um einn af mínum bestu æskuvin- um, hvað þá hann Kidda. Orðin hljóma hálf tóm og þráin til að breyta öllu verður yfirsterkari. En með sorg í hjarta og tár í augum þá rita ég nú lokakveðju til vinar míns, Kristins Ólafs- sonar. Ég get ekki með nokkru móti sett mig í spor eiginkonu hans og dætra og nánustu fjöl- skyldu og vina. Missir ykkar er mikill. Ég samhryggist ykkur af öllu hjarta. Kveðja, Oddný Friðriksdóttir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Við Sofía Erla kynntumst fyrir rúmum tuttugu ár- um. Þá fórum við saman til Spánar í skemmtilegt brúðkaup vinkonu hennar. Það var upphaf samveru okkar. Við nutum þess bæði að ferðast. Ég minnist ferða okkar um Þýskaland þar sem við heimsótt- um ættingja hennar. Eftirminnilegar eru keppnis- ferðir hennar til Ísrael og Hong Kong, þar sem við skoðuðum sögufræga staði og byggingar. Hún naut sín sérstaklega vel á margvíslegum útimörkuðum. Okkur fannst gaman að prófa alls konar framandi matsölustaði. Einnig ferðuðumst við mikið um Bandaríkin þar sem við kynnt- umst ótal borgum, menningu, list- um, mat, útimörkuðum og marg- víslegu mannlífi að ógleymdri siglingu um Karíbahafið. Sofía stóð fast við sínar skoð- anir, hún var ákveðin og vissi hvað hún vildi. Hún var ljúf og góð og stóð með lítilmagnanum. Umhyggja hennar og ástúð í garð mömmu sinnar var mikil og óeigingjörn. Ég sakna hennar. Blessuð sé minning Sofíu Erlu. Þinn Ásgeir Þór. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Samstarfskona til margra ára og vinkona, Sofía Erla Stefáns- dóttir, hefur kvatt þetta líf eftir baráttu við óvæginn sjúkdóm. Sofía var sérstök og mjög heillandi kona með mikla útgeisl- un. Hún var kona sem tekið var eftir, fjörug, fyndin, hávær, skemmtileg og með stórt hjarta. Það var aldrei nein lognmolla á skrifstofunni þegar Sofía mætti til vinnu hjá Icelandair Cargo, en þar Sofía Erla Stefánsdóttir ✝ Sofía Erla Stef-ánsdóttir fædd- ist 21. desember 1962. Hún lést 22. mars 2017. Sofía Erla var jarðsungin 31. mars 2017. unnum við saman um árabil. Lífið verður mun fátæk- legra án hennar en ég trúi því að það lifni heldur betur yf- ir Sumarlandinu með Sofíu Erlu þar innanborðs. Blessuð sé minn- ing Sofíu Erlu Stef- ánsdóttur. Ég vil þakka henni sam- veruárin okkar í Fraktinni. Fjölskyldu Sofíu votta ég inni- lega samúð. Lára Kjartansdóttir. Kæra vinkona og liðsfélagi, okkar kynni voru löng og góð og áttum við góðan tíma saman. Alltaf svo glettin og ákveðin við okkur hvernig sem á gekk og bara alltaf þegar við hittumst. Áttum okkar tíma í gegnum súrt og sætt. Við munum sakna þín allar sem ein. Guð veri með þínum nánustu á þessari stundu. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Þínir liðsfélagar í ÍR BK, Halldóra, Berglind, Herdís og Laufey. HINSTA KVEÐJA Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sér- hver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Góða ferð, mín kæra, og sjáumst síðar. Þín frænka og vinkona, Inger Sofía. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur og unnustu, GUÐLAUGAR MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR. Björn Jón Ævarsson Anna Lilja Ottósdóttir Hjörvar Freyr Björnsson Kolbrún Rós Björgvinsdóttir Helena Draumey Hjörvarsdóttir Einar Björn Halldórsson HELGA GUNNARSDÓTTIR frá Eyri við Ingólfsfjörð er látin. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn 27. mars. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Sigtryggur Karlsson Karl Sigtryggsson Ásdís Sigtryggsdóttir Usman Gani Virk systur og barnabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGILL HJARTAR rafmagnstæknifræðingur, Vættaborgum, lést á heimili sínu laugardaginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fríða Egilsdóttir Bergsteinn Ólafsson Sigríður Theodóra Egilsd. Hörður Guðmundsson Ívar Bergmann Egilsson Íris Sigurðardóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.