Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hef verið sendiherra í Finnlandi nú í tvö ár og sjö mánuði, og þar með sendiherra fyrir Ísland á sama tíma,“ segir Andrii Olefirov, sendiherra Úkraínu, en hann var hér á landi í vikunni þar sem hann fundaði meðal annars með ráðamönnum og heilsaði upp á þátttakendur Íslands í Euro- vision-söngvakeppninni, sem fram fer í Úkraínu í maí. Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel, sér í lagi þar sem sendiherra Íslands í Finnlandi, Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, sinni einnig forsvari Íslands í Úkraínu. Það séu því hæg heimatökin þegar ríkin þurfi að skiptast á upplýs- ingum. „Það er eitt að lesa sér til um hlutinn og annað að fá lýsingu á hon- um frá einhverjum sem þekkir til.“ Góð samskipti lykilatriði Olefirov segir að hann sé heppinn með að hafa Ísland á sínu borði, þar sem hann telji fjölmörg tækifæri á þessu ári til þess að styrkja tengsl landanna tveggja. „Það mikilvægasta í öllum samskiptum er þegar fólk hittist og kynnist hvað öðru,“ segir Olefirov. Hann nefnir þar Eurovisi- on-söngvakeppnina, sem haldin verð- ur í Kænugarði, en keppnin eigi sér harða fylgismenn sem fari á hana. Olefirov segist kannski ekki eiga von á því að mjög margir komi frá Ís- landi, þar sem ekkert beint flug sé á milli ríkjanna, en vonast þó eftir því að sem flestir sem vilji muni fara og snúi til baka til Íslands með skýrari sýn á úkraínskt samfélag. Annað tækifæri til þess að þjóð- irnar geti kynnst komi svo í haust, þegar úkraínska landsliðið heimsæk- ir Laugardalsvöllinn en fjöldi Úkra- ínumanna fylgi því jafnan á útileiki. „Ég vona að þeir kynnist þá gestrisni Íslendinga.“ Getum tekið við af Rússum Viðskipti eru þó ekki síður mik- ilvæg til þess að styrkja samskiptin. „Á síðasta ári tvöfölduðust viðskipti ríkjanna, jafnvel meira,“ segir Olef- irov en andvirði þeirra viðskipta nemur um 70 milljónum evra. Aukn- ingin er að miklu leyti tilkomin vegna þess að Íslendingar selji mun meira af fiski og fiskafurðum til Úkraínu en áður. Að einhverju leyti sé það vegna innflutningsbanns Rússa, sem sett var í hefndarskyni fyrir þátttöku Ís- lands í refsiaðgerðum gegn sér. „En þá er vert að nefna það að í Úkraínu búa um 45 milljónir manna og landið er hið stærsta að flatarmáli í Evrópu, við gætum auðveldlega tekið við hlut- verki Rússa sem markaður fyrir fisk- inn ykkar,“ segir Olefirov. Að lokum nefnir sendiherrann að hann hafi rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um möguleikann á auknu sam- starfi þegar kemur að nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu. „Ég veit ekki hvort Íslend- ingum sé það almennt kunnugt að fyrir um tveimur árum gerðu þjóðir okkar með sér samkomulag um samstarf í orkumálum og á síðasta ári kynntu Íslendingar mikilvægt skjal um það hvernig Úkraínu- markaður gæti nýtt sér jarð- varmaorku í vesturhluta landsins. Þar gætu Íslendingar fjárfest og báðar þjóðir hlotið ágóða af.“ Olef- irov bætir við að það gæti orðið mik- ilvægt skref í að gera Úkraínu óháða öðrum um orkuframleiðslu og að Ís- lendingar gætu verið þar í far- arbroddi. Bjartsýnn á að lausnin finnist Talið berst að Úkraínudeilunni, sem nú hefur staðið yfir í rúm þrjú ár. Olefirov segir Úkraínumenn þakkláta fyrir þann stuðning sem Ís- lendingar hafi sýnt landinu á síðustu árum bæði með stuðningsyfirlýs- ingum og þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir innlimun þeirra á Krímskaganum. Olefirov segir þá að- gerð hafa verið kolólöglega með vís- an til þeirra samninga sem ríktu á milli ríkjanna um landamæri þeirra. Í raun megi líkja tökunni á Krím- skaga við það þegar Þjóðverjar tóku Súdetahéruðin af Tékkóslóvakíu árið 1938. Samskipti ríkja á 21. öld geti ekki farið fram með þeim hætti. Olefirov segist bjartsýnn á að deil- an muni leysast innan skamms. Markmið Pútíns hafi verið að jað- arsetja Úkraínu, en að hann hafi í raun aðeins náð að jaðarsetja sjálfan sig. „Við munum fá Krímskagann til baka, en það verður gert með lögleg- um hætti, ekki með hervaldi.“ Olefirov segist átta sig á því að sumir Íslendingar gætu spurt sig hvers vegna þeir ættu að styðja við Úkraínu í deilunni, sérstaklega ef það bitnaði á útflutningsgreinum okkar. „Svar mitt væri að spyrja í hvernig heimi Íslendingar vildu búa? Þið tilheyrið hinum vestræna heimi og ég trúi því að flestir Íslendinga vilji búa þar áfram, þar sem gildi lýð- ræðis og málfrelsis, sem Ísland er þekkt fyrir, ráða ríkjum. Ég myndi segja ykkur að við værum að verja þessi gildi þegar við leyfum ekki Rússum að taka yfir landið okkar,“ segir Olefirov. „Þetta snýst ekki bara um Úkraínu heldur um gildi lýðræð- isins gegn þeim sem brutu gegn þeim gildum. Verðgildi peninga er minna en þau verðmæti sem felast í vörn fyrir mannréttindi og þau alþjóðalög að landamæri ríkja eigi að halda í heiðri.“ Þakklátir fyrir stuðninginn  Andrii Olefirov, sendiherra Úkraínu á Íslandi, segir mörg tækifæri til að auka samstarf ríkjanna  Íslendingar hafa aukið mjög útflutning sinn til Úkraínu  Úkraínudeilan snýst um að verja gildi Morgunblaðið/Golli Sendiherra Andrii Olefirov, sendiherra Úkraínu á Íslandi, segir mörg tækifæri á auknu samstarfi ríkjanna. Ísland og Úkraína mætast 5. sept- ember á Laugardals- velli í undankeppn- inni fyrir heims- meistaramótið í knattspyrnu karla sem haldið verður í Rússlandi árið 2018. Olefirov vildi ekki spá fyrir um úrslit leiksins, en fyrri leik liðanna í Kænugarði lauk með 1:1 jafntefli. „Ég vona auðvitað að úrslitin verði góð fyrir mína menn og að við getum unnið góðan og heiðvirðan útisigur en á sama tíma óska ég íslenska landsliðinu góðrar vel- gengni.“ Olefirov segir að hann öfundi alla þá sem hafi farið til Nice og fengið að sjá með eigin augum hinn ótrúlega leik þegar Íslend- ingar unnu Englendinga 2:1 á Evrópumótinu síðastliðið sumar. „Þetta var ótrúlegt og í Úkraínu eru margir sem dást að íslenska landsliðinu.“ Liðið á sér marga aðdáendur í Úkraínu ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Breyta þarf skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar, sem hefur ekki þróast í takt við tímann, stéttarfélög eru of mörg og mörg þeirra reyna að tryggja tilveru sína með því að taka sem flesta í félagið. Þetta veikir fé- lög og kemur í veg fyrir að til verði sterk félög sem einbeita sér að hags- munagæslu fyrir ákveðna hópa. Þetta skrifar Guðmundur Ragn- arsson, formaður VM, í pistli á vef- síðu félagsins. „Við verðum að vinna hratt í að koma þessum breytingum á, enda er það að koma betur og betur í ljós að það er kominn undirboðsmarkaður í félagsgjöld stéttarfélaga þar sem fé- lög laða til sín félagsmenn með lág- um félagsgjöldum. Hvað gera svo þessi félög? Til að reka sig taka þau peninga úr sjóðum sem ekki eru ætl- aðir í rekstur þeirra og hafa ekki innri styrk til að fara í aðgerðir,“ skrifar hann. Guðmundur segir í samtali að þetta séu hugleiðingar hans til að koma í gang umræðu um þessi mál. Kveikjan er ekki síst sjómannaverk- fallið í vetur en þá kom félaginu á óvart í kjaradeilunni fyrir vélstjóra á fiskiskipum „að ótrúlega margir vél- stjórar hafa farið í sjómannafélög sem eru með þak á félagsgjöldum. Það sem merkilegast er við þetta er að með þessu eru þeir að veikja VM og gera félaginu erfiðara að berjast fyrir hærri launum vélstjóra á fiski- skipum. Í síðustu samningum voru þessi sjómannafélög ekki tilbúin til að styðja kröfu VM um að hækka hlut vélstjóra á uppsjávarskipum í það sama og er á frystitogurunum. Því má segja að okkar félagar fóru í stéttarfélög sem eru á móti því að launin þeirra hækki. Er þetta ekki svolítið galið?“ Guðmundur nefnir Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) í samtali við Morgunblaðið sem hafi boðið þak á félagsgjöld. Eins og fram hefur komið hafnaði miðstjórn ASÍ því að veita SVG 62 milljóna styrk úr Vinnudeilusjóði ASÍ en hratt gekk á verkfallssjóð SVG í verkfallinu. Guðmundur segir ólíku saman að jafna hvernig stéttarfélög eru í stakk búin til að veita þjónustu, t.a.m. að manna opinberar nefndir sem verkalýðshreyfingin tilnefnir í og svo getur verið stór munur á bót- um launamanna úr sjúkrasjóðum fé- laga, en 1% af launum rennur til sjóðanna. Eru í mörgum stéttarfélögum Aðspurður segir hann að heilt yfir hafi fyrirkomulag stéttarfélaga ekki þróast í takt við breytingar í sam- félaginu. Víða um land séu blönduð stéttarfélög með takmarkaða burði til að veita þjónustu og sinna hags- munagæslu vegna veikrar fjárhags- stöðu en séu samt sem áður jafnvel að undirbjóða félagsgjöldin. Þeir sem starfa í vél- og málmtækni- greinum eru nú í mörgum stétt- arfélögum. VM er stærsta félag þeirra sem starfa í þessum greinum en æskilegast væri að sögn hans að einungis væri eitt landsfélag allra sem starfa í vél- og málmtækni- greinum. Undirbjóða félagsgjöld  Stéttarfélög sögð of mörg og það er talið veikja verkalýðshreyfinguna Morgunblaðið/Árni Sæberg ASÍ Frá ársfundi Alþýðusambands Íslands. Formaður VM segir að félög innan sambandsins laði til sín félagsmenn með lágum félagsgjöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.