Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótelfasteign í miðborginni Frekari upplýsingar veitir: Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is Til sölu ný 24 herbergja hótelfasteign á mótum Rauðarárstígs og Háteigsvegar. Hótelið er hið glæsilegasta, en húsið var allt tekið í gegn árið 2016 og því fylgja 17 bílastæði. Langur leigusamningur er við öflugan og traustan rekstraraðila. Í öllum herbergjum er að finna ísskáp, ofn, eldavél, örbylgjuofn, uppþvottavél, og fallegar eldhúsinnréttingar með granít borðplötum. Herbergin eru með sér baðherbergi. Innréttingar og aðbúnaður er eins og best verður á kosið. Ha uk ur 03 .1 7 Til sölu: Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændasamtök Íslands, búgreina- félögin og bændasamtökin eru að taka upp innheimtu félagsgjalda til að standa undir hagsmunagæslu og þjónustu við bændur. Þau leggja ým- ist á veltutengd gjöld eða gjöld á hvern félagsmann. Koma félagsgjöld- in í stað sjóðagjalda sem ríkið inn- heimti en dæmd voru ólögleg að þessu leyti og lögð niður um síðustu áramót. Hin ýmsu samtök bænda skiptu á milli sín 600 milljóna króna búnaðar- gjaldi nema hvað Bjargráðasjóður fékk hlutdeild í gjaldinu. Gjaldið stóð undir verulegum hluta af rekstri Bændasamtaka Íslands og 25 aðild- arfélaga þess sem eru meðal annars öll búgreinafélögin og búnaðarsam- böndin. Skynsamleg breyting Sum samtakanna hafa ákveðið hvernig staðið verður að innheimtu félagsgjalda en önnur ákveða það á næstu dögum og vikum. Bændasamtök Íslands sendu í byrjun mánaðarins bréf til allra fé- lagsmanna aðildarfélaganna þar sem þeim var boðið upp á það að vera áfram félagar með því að greiða 42 þúsund í félagsgjald. Gjaldinu fylgir full aðild fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búi en hægt er að greiða lægra gjald fyrir þriðja aðila að búinu og fyrir bú sem er með litla veltu. Bændasamtökin fengu í fyrra 140 milljónir af búnaðargjaldinu. Inn- heimta félagsgjaldanna nú miðast við að ná inn 100 milljónum kr. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri sam- takanna, segir að hagræða þurfi í rekstri og auka þjónustu- og eigna- tekjur til að halda fullum rekstri. Fé- lagsgjaldið er notað í hagsmunagæslu í þágu landbúnaðarins. Einnig fá fé- lagsmenn afslátt af þjónustu Bænda- samtakanna og aðgang að aðstöðu sem þau hafa yfir að ráða. Hann segir að heimtur á félags- gjaldinu séu ágætar, það sem af er. „Þetta er auðvitað heilmikil breyting og veruleg áskorun því að bændur hafa um árabil greitt gjöld til samtaka sinna í gegnum sjóðagjöld eins og búnaðargjaldið. En til lengri tíma litið þá ég ég þetta skynsamlega breyt- ingu fyrir samtökin,“ segir Sigurður. Sauðfjárbændur með búsgjald Félög einstakra búgreina hafa haldið úti hagsmunagæslu fyrir sínar búgreinar og hafa rekið sig að miklu leyti fyrir hlutdeild í búnaðargjaldi. Þau fara misjafnar leiðir til að finna sér nýjan tekjugrundvöll með fé- lagsgjöldum. Líflegar umræður hafa verið innan Landssambands kúabænda um inn- heimtu veltutengdra félagsgjalda og ljóst að ekki er full samstaða um þá leið. Félagsgjald meðalbúsins er á bilinu 80 til 100 þúsund kr. á ári. Mun fleiri einstaklingar eru innan Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem 1600 sauðfjárbú eru í landinu. Þórarinn Ingi Pétursson formaður segir að fyrir aðalfundi sem haldinn er í vikunni liggi tillaga um innheimtu svokallaðs búsgjalds, 17 þúsund á ári, og gildi það fyrir tvo aðila að hverju búi. Tekjurnar fara í að reka skrifstofu samtakanna. Þórarinn segir að fé- lagsmenn fái aðgengi að samtökunum og geti tekið fullan þátt í hagsmuna- baráttunni á þeim vettvangi. „Það hefur verið mikil og góð þátttaka í fé- lagsstarfi aðildarfélaganna. Við leggj- um mikið upp úr því að styrkja gras- rótina enn frekar. Mikilvægt er að hafa stór og öflug samtök sem geta látið til sín taka þegar þörf er á,“ segir Þórarinn. Veltutengt í garðyrkjunni Samband garðyrkjubænda fer sömu leið og Landssamband kúa- bænda, innheimtir veltutengd fé- lagsgjöld, þó með þaki og gólfi því lágmarksgjald er 50 þúsund á fé- lagsmann og veltuskatturinn fer ekki yfir 900 þúsund á garðyrkjustöð. Gunnar Þorgeirsson, formaður SG, viðurkennir að skiptar skoðanir hafi verið um fyrirkomulagið en þetta hafi orðið niðurstaðan á aðalfundi á dög- unum og út frá því verði unnið. „Ég á von á því að hluti garðyrkjubænda vilji ekki vera með fyrst í stað. Það var reynsla garðykjubænda í Dan- mörku þegar þeir breyttu kerfinu fyr- ir tíu árum. Þeir misstu um helming félagsmanna en flestir þeirra eru raunar komnir til baka núna,“ segir Gunnar. SG fékk rúmar 30 milljónir kr. af búnaðargjaldinu á síðasta ári og reiknað er með að félagsgjöldin skili rúmlega helmingi þess. Gunnar segir að sambandið þurfi að hagræða í rekstri eða leita nýrra tekjupósta. Samband garðyrkjubænda vinnur að hagsmunamálum garðyrkjunnar og veitir félagsmönnum þjónustu við kynningar- og gæðamál undir merkj- um fánarandarinnar. Félag kjúklingabænda mun vænt- anlega innheimta gjald á hvert fram- leitt kíló kjöts sem félagsgjald. Til- laga um það verður lögð fyrir aðalfund í næsta mánuði, að sögn Ingimundar Bergmann formanns. Gjaldið verður stillt af miðað við rekstur félagsins. Ingimundur segir að kostnaður hafi verið í lágmarki. Telur að samstaða sé um þetta mál í félaginu. Geta borgað á mörgum stöðum Bændur sem sérhæfa sig í einni bú- grein geta verið í þremur félögum, búnaðarsambandi, búgreinafélagi og Bændasamtökum Íslands – og fleiri félögum ef búið er blandað. Þeir geta líka valið að vera í hluta félaganna eða engu. Þeir sem vilja vera í Bænda- samtökum Íslands þurfa þó að vera í einhverju aðildarfélagi. Búnaðarsamböndin hafa fengið litla sneið af búnaðargjaldinu en þau innheimta félagsgjöld þar fyrir utan. Mörg búnaðarsambandanna eru með umfangsmikla þjónustu sem seld er til bænda. Þau eru að velta því fyrir sér að hækka gjaldskrár til þess að tekjurnar standi betur undir sameig- inlegri stjórnun og aðstöðu og sum eru einnig að huga að hækkun fé- lagsgjalda. Áskorun fyrir samtök bænda  Sum samtök bænda innheimta veltutengd gjöld en önnur innheimta jafnt félagsgjald á hvern félagsmann  Reyna að fóta sig í nýju umhverfi eftir að búnaðargjaldið var lagt af Morgunblaðið/Styrmir Kári Búnaðarþing Frá setningu síðasta búnaðarþings, árið 2016. Til að spara verður ekkert búnaðarþing í ár, en ársfundur var haldinn á Akureyri. Ákveðið var að hefja framkvæmdir á 78 litlum og hagkvæmum íbúðum á Keilugranda í Reykjavík innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélag- inu Búseta, en gríðarmikil upp- söfnuð þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Búseti fékk lóðina formlega af- henta í gær, þar hyggst félagið byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hug- myndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR. Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vöru- geymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. ára- tug síðustu aldar. Gott samráð haft við íbúa Borgarstjóri sagði við þetta til- efni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að sam- ráði við íbúa af hálfu Búseta. „Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynn- ingu. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostn- aði niðri og að það yrði á færi venju- legs fólks að kaupa íbúðir á reitn- um. Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litl- ar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækk- ar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði til- búnar til afhendingar árið 2019. Um 80 íbúðir í sölu í haust Búseti er einnig að fara að út- hluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm í miðbæ Reykjavíkur, en tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust. Þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Bú- seti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. mhj@mbl.is Nýtt Svona er áætlað að Keilugrandi muni líta út að framkvæmdum loknum. „Megið byrja strax“  Niðurnídd vörugeymsla víkur fyrir íbúðum  Verður lýðheilsureitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.