Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 26
Jacob Zuma, for- seti Suður- Afríku, var harð- lega gagnrýndur af samflokks- mönnum sínum fyrir að hafa rek- ið fjármálaráð- herra sinn, Pra- vin Gordhan, í skjóli nætur, auk þess sem hann stokkaði upp í 20 öðrum ráðherraembættum. Varaforseti landsins, Cyril Ra- maphosa, gagnrýndi Zuma harð- lega og sagði Gordhan hafa staðið sig framúrskarandi vel í starfi. Zuma gagnrýndur fyrir uppstokkun Jacob Zuma SUÐUR-AFRÍKA Park Geun-hye, fyrrverandi for- seti Suður- Kóreu, var í gær færð í varðhald eftir að dómstóll mælti fyrir um handtöku henn- ar. Park var neydd til þess að segja af sér fyrr á þessu ári vegna spillingarmáls, en mál hennar leiddi til fjöldamót- mæla á götum höfuðborgarinnar Seoul. Saksóknarar hafa enn ekki borið fram formlega ákæru á hendur Park, en hún er grunuð um mútu- þægni, misbeitingu valds og að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Sagði í úrskurðinum að handtaka Park væri réttlætanleg, þar sem veruleg hætta væri á að sönnunargögnum í máli hennar yrði spillt. Park Geun-hye sett í varðhald Park Geun-hye SUÐUR-KÓREA Þing AndstæðingarStuðningsmenn Maduro Löggjafarvald 167 þingmenn Framkvæmdavald Nicolás Maduro forseti Leystir frá störfum vegna gruns um kosningasvik Þjóðarkjörráð Borgaravald DómstólarForseti Skipar varaforseta og ráðherra Dómsvald Stjórn kosninga Umboðsmaður, yfirsaksóknari og ríkisendurskoðandi5 æðstu embættismenn 32 Hæstaréttardómarar Stjórnkerfi Venesúela 112 55 4 31 Skipaðir af síðasta þingi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Luisa Ortega, dómsmálaráðherra Venesúela, gagnrýndi í gær hæsta- rétt landsins fyrir nýlega úrskurði réttarins sem miðuðu að því að treysta völd Nicolás Maduro, forseta landsins. Úrskurðaði rétturinn með- al annars í vikunni að leysa skyldi upp þjóðþingið og tók rétturinn sér löggjafarvald. Opnaði hæstiréttur landsins einnig á að hægt yrði að sækja sitjandi þingmenn til saka. Þjóðþingið var eini armur ríkisvalds- ins þar sem Maduro og stuðnings- menn hans höfðu ekki traustan meirihluta. Sagði Ortega að úrskurðirnir gengju gegn stjórnarskrá Venesúela og að þeir sýndu „fáfræði“ um það hvernig stjórnskipan landsins væri háttað. Ortega hefur löngum verið talin til helstu stuðningsmanna „sósíalísku byltingarinnar“, sem Hugo Chavez heitinn, fyrirrennari Maduros í forsetaembættinu, sagð- ist standa fyrir. Neita öllum ásökunum Úrskurðirnir hafa verið gagn- rýndir úr öllum áttum og hafa Bandaríkin, Evrópusambandið og samtök Ameríkuríkja, OAS, öll for- dæmt þá. Mariano Rajoy, forsætis- ráðherra Spánar, fordæmdi einnig venesúelsk stjórnvöld. „Þegar þú brýtur niður skiptingu ríkisvaldsins brýturðu lýðræðið niður um leið.“ Stjórnvöld í Venesúela höfnuðu því í gær að úrskurðir réttarins væru valdarán og sögðu gagnrýnendur sína vera „heimsvaldasinna“, sem væru að framfylgja skipunum Bandaríkjastjórnar. Sagði í tilkynn- ingu stjórnvalda að rétturinn hefði eingöngu verið að „leiðrétta“ fyrri tilraunir þjóðþingsins til þess að ræna völdum. Luis Almagro, framkvæmdastjóri OAS, boðaði í gær til neyðarfundar samtakanna þar sem ástandið í Venesúela yrði rætt. Saka Maduro um valdarán  Hæstiréttur Venesúela tekur sér löggjafarvald og leysir upp þingið  Dóms- málaráðherrann gagnrýnir réttinn  Samtök Ameríkuríkja boða til neyðarfunda AFP Friðhelgi Michael Flynn hefur ósk- að eftir friðhelgi frá saksókn. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðar- öryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bauðst í fyrrinótt til að bera vitni um samskipti for- setaframboðs Trumps og Rússlands á síðasta ári, í skiptum fyrir friðhelgi frá því að vera sóttur til saka. Lög- fræðingur Flynns sagði að hann hefði „sögu að segja“ um þau efni, og að hann myndi greina frá henni við réttar aðstæður. Flynn mun hafa boðið bandarísku alríkislögreglunni FBI og leyniþjón- ustunefndum Bandaríkjaþings að hann myndi bera vitni. Flynn vann náið með Trump í kosningabaráttunni á síðasta ári og var útnefndur þjóðaröryggisráðgjafi hans fyrr á þessu ári. Flynn neyddist hins vegar til þess að segja af sér eft- ir að í ljós kom að hann hafði afvega- leitt ýmsa, þar á meðal Mike Pence varaforseta, um efni samtala sinna við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Washington, í desember síðastliðnum. Wall Street Journal, sem greindi fyrst frá tilboði Flynns, sagði að ekki væri að fullu ljóst hvað Flynn hefði boðist til þess að upplýsa um, en ónefndur embættismaður sagði við blaðið að bón um friðhelgi gegn upp- lýsingum benti til þess að Flynn teldi sig vera á hálum ís lagalega séð. New York Times greindi hins veg- ar frá því, að rannsóknarmenn væru efins um gildi þess að semja við Flynn um friðhelgi á þessu stigi, þegar enn væri óljóst hvað Flynn hefði að segja. Að minnsta kosti fjór- ar rannsóknir eru nú í gangi vest- anhafs um þær ásakanir að framboð Trumps hafi átt í samstarfi við Rússa til þess að hafa áhrif á forseta- kosningarnar í nóvember. sgs@mbl.is Flynn biður um friðhelgi  Segist hafa „sögu að segja“ um samskipti Trump-framboðsins og Rússa 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Elon Musk, eigandi SpaceX-fyrirtækisins, sagði að bylting hefði orðið í geimferðum mannkyns í fyrradag, þegar endurnýttri geimflaug var skotið á loft í fyrsta sinn, en tæknin gæti lækkað kostnað við geimferðir. Eldflaugin, sem fékk heitið Falcon 9, skaust á loft í Flórída síðdegis á fimmtudaginn, en hún bar með sér fjarskiptagervihnött á sporbaug jarðar. Flaugin lenti skömmu síðar, en hún fór áður út í geim í apríl 2016. AFP Geimferðafyrirtækið SpaceX Geimflaug endurnýtt í fyrsta sinn Um 200 manns komu saman við höfnina í Shimonoseki í Japan til þess að taka á móti þremur hval- veiðiskipum sem verið hafa að veið- um við Suðurskautslandið frá því í nóvember síðastliðnum. Yfirlýst markmið veiðanna var að ná 333 hrefnum „til þess að rann- saka vistkerfi hafsins“, en umhverf- issamtök og mörg ríki, sem hafa gagnrýnt veiðarnar, segja að útskýr- ing Japana á veiðunum sé yfirvarp til þess að komast hjá banni á hval- veiðum. Japanir gerðu hlé á vísindaveiðum sínum árið 2014 eftir að Alþjóða- dómstóllinn úrskurðaði að Japönum bæri að hætta þeim, þar sem vís- indatilgangur þeirra væri enginn. Veiðarnar hófust hins vegar á ný ári síðar. Hvalveiðar hafa verið bann- aðar frá árinu 1986, en heimild er til þess að stunda veiðar á hvölum í þágu rannsókna. Japanir hafa veitt hvali í mörg ár, en neysla á afurðum af þeim hefur farið minnkandi á síð- ustu árum. Flotinn snýr aftur af veiðum  Um 300 hrefnur veiddar í Japan AFP Brexit Donald Tusk kynnir afstöðu ESB til viðræðnanna við Breta. Evrópusambandið mun krefjast þess að Bretar verði komnir vel á veg með „skilnað“ sinn við sambandið áður en hægt verður að ræða möguleg við- skipti á milli Breta og sambandsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í samningsmarkmiðum sam- bandsins, sem birt voru í gær. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, hafnaði þar með kröfu Theresu May, for- sætisráðherra Breta, um að við- skiptin yrðu rædd samhliða öðrum þáttum útgöngunnar. Sagði Tusk að Bretar yrðu fyrst að semja um kostnað við útgönguna og tryggja réttindi þeirra þriggja millj- óna ríkisborgara aðildarríkjanna sem byggju í Bretlandi. Í markmiðunum er einnig greint frá því að Evrópusambandið krefst þess að Spánverjar fái að ráða því hvort samkomulag sambandsins við Breta um útgönguna nái einnig yfir Gíbraltar. Spánn og Bretland hafa deilt um fullveldi yfir Gíbraltar allt frá því að Bretar tóku skagann yfir árið 1713. ESB setur fram harða afstöðu  Neita að ræða viðskiptin um leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.