Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 4

Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Um leið og Rauði krossinn á Íslandi óskar þér til hamingju með stór- afmælið á árinu langar okkur til þess að benda þér á hvernig þú getur lát- ið gott af þér leiða.“ Svo hefst bréf sem mannúðar- og hjálparsamtökin Rauði krossinn á Ísland sendir fólki sem á sextugsafmæli á árinu, frá mars fram í september. „Margir sem fagna afmælinu sínu afþakka gjafir en vilja þess í stað bjóða fólki að styrkja góð málefni. Rauði kross- inn á Íslandi er með einfalda leið til þess að safna slíkum fjármunum,“ segir ennfremur í bréfinu. Þá eru leiðbeiningar um hvernig fólk getur látið gefa upphæðir til samtakanna á sínu nafni og það hvatt til að kynna sér þann mögu- leika og leggja þannig sitt af mörk- um til hjálpar- og mannúðarstarfs. Þetta er í fyrsta skipti sem Rauði krossinn fer þessa leið til fjáröfl- unar. „Þegar fólk á stórafmæli af- þakkar það gjarnan gjafir og bendir á málefni sem það vill frekar að gjaf- irnar renni til þannig að við ákváðum að prófa að senda út svona bréf til fólks sem verður sextugt á árinu,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hún segir að með þessu sé tilgang- urinn að kynna nýtt söfnunarkerfi sem virkar eins og söfnunin sem fer fram í kringum Reykjavíkurmara- þonið. „Það þarf enginn að gera þetta. Fólki er bent á möguleika sem það getur nýtt sér.“ Vanhugsuð leið Þessi markaðssetning Rauða krossins hefur lagst misvel í þá sem hafa fengið bréfið. Kona sem verður sextug í vor segir að það sé bæði frekja og dónaskapur að sníkja af- mælisgjafir, hvort sem er handa sér eða öðrum. „Mér er bent á að ég geti með því að afþakka afmælisgjafir látið gott af mér leiða. Ég hef aldrei beðið um gjafir og ég ætlast ekki til þess að fá þær. Ef fólk vill styrkja góð málefni í stað þess að fá afmæl- isgjafir á það á finna þörfina til þess hjá sér sjálft og fá að velja málefnið sjálft. Mér finnst bréf Rauða kross- ins vanhugað og bera vott um upp- eldisleysi, að skrifa fólki bréf og spyrja; má ég eiga pakkann þinn?“ segir konan. Brynhildi segist ekki vera kunn- ugt um að þau hafi fengið kvartanir vegna þessara bréfa en þau séu bara að benda á möguleika, tilgangurinn sé ekki að sníkja eða láta fólk fá samviskubit yfir að þiggja afmæl- isgjafir. „Við teljum ekki að við séum dónaleg með því að benda á valkost. Einhvernvegin þurfum við að koma þessari leið til skila svo fólk viti að það sé hægt að nýta þetta. Það er engin pressa eða krafa frá Rauða krossinum en við þurfum að leita leiða til að geta fjármagnað þau fjöldamörgu verkefni sem við sinn- um.“ Gagnrýnir fjáröflun Rauða krossins  Rauði krossinn sendir bréf til þeirra sem verða 60 ára í ár og bendir þeim á hvernig þeir geta látið afmælisgjafirnar renna til samtakanna  „Dónaskapur að sníkja“ segir kona sem er ósátt við bréfið Morgunblaðið/Heiddi Hjálparsamtök Rauði krossinn leitar nýrra leiða til að afla fjár. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hugmyndin var að taka klæðn- inguna af, sementsfesta veginn og setja malbik yfir. Við nánari hönn- unarvinnu kom í ljós að það gengur ekki upp. Við þurfum að setjast nið- ur með þjóðgarðsverði og Þingvalla- nefnd og ræða betur hvernig að þessu verður staðið. Þarna þarf að koma góður og öruggur vegur til framtíðar litið,“ segir G. Pétur Matt- híasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar, en deildar meiningar eru um hvernig viðhalda beri veg- inum gegnum þjóðgarðinn á Þing- völlum, frá þjónustumiðstöðinni að Gjábakka. Vegurinn er orðinn mjög illa far- inn og erfitt fyrir stór ökutæki að mætast, einkum hópferðabíla. Um síðustu helgi mátti litlu muna að illa færi þegar vegkantur gaf sig undan rútu með breska skólakrakka og hallaðist hún verulega, án þess þó að velta á hliðina. „Vegurinn er ónýtur“ Að sögn G. Péturs er Vegagerðin tilbúin með 200 milljónir króna af viðhaldsfé, til að endurbæta hluta vegarins gegnum þjóðgarðinn. Á fundi Þingvallanefndar á síðasta ári var fallist á að taka klæðninguna af núverandi vegi og setja malbik yfir, án þess að breikka hann, en veg- urinn er 6,5 metra breiður. Fram- væmdaleyfi var gefið út og sam- þykkt af hálfu Þingvallanefndar. G. Pétur segir að við nánari hönn- unarvinnu verkfræðinga hafi komið í ljós að þessi útfærsla væri ekki möguleg. „Vegurinn er ónýtur og það þarf að byggja hann alveg upp á nýtt. Hugmyndin stóðst ekki forsendur um burðarþol og fláa í vegköntum. Eins og vegurinn er núna þá er hann of mjór og erfitt fyrir rútur að mæt- ast. Ef yrði bara klætt yfir veginn óbreyttan þá væru vegkantarnir fljótir að gefa sig,“ segir G. Pétur, en í fyrra vildi Vegagerðin laga fláa á hluta vegarins og breikka hann. G. Pétur segir Vegagerðina hafa skoðað það hjá sérfræðingum Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri hvernig færa má gróður vegna vega- framkvæmda á viðkvæmum svæð- um. Það sé víða gert erlendis en gróðurinn er þá fjarlægður og lagð- ur til hliðar, vegurinn breikkaður og sami gróður settur aftur á sinn stað. Miðað við reynsluna erlendis sé ástand gróðursins orðið mjög gott ári eftir svona framkvæmdir. Þingvallanefnd umboðslaus? Þingvallanefnd hefur ekki fjallað um vegaframkvæmdirnar á undan- förnum vikum og ekki fengið beiðni frá Vegagerðinni um nýja útfærslu á verkinu. Sigrún Magnúsdóttir, for- maður Þingvallanefndar, segir ríkis- stjórnina ekki hafa skipað nýja nefnd. Í henni sitji núna nokkrir fyrrverandi þingmenn og segist Sig- rún líta svo á að nefndin hafi ekki umboð til að taka stórar ákvarðanir um framtíð þjóðgarðsins. „Við höfum verið langeyg eftir því að Vegagerðin hæfi þessar fram- kvæmdir. Við þurfum jafnframt að gæta að því að þetta er vegur í gegn- um þjóðgarð, þannig að þarna getur ekki komið hraðbrautarvegur. Ég vil að í þjóðgarði sé ákveðið yfir- bragð en samt þannig að ef vegur liggur þar um þá sé hann vel úr garði gerður,“ segir Sigrún og telur að ökumenn geti vel dregið úr hrað- anum þá 11 kílómetra sem vegurinn liggur um, og notið þjóðgarðsins í leiðinni. Morgunblaðið/Ómar Þingvellir Fjöldi ferðamanna fer um þjóðgarðinn á degi hverjum og margir þeirra koma í hópferðum á rútum. Tekist á um viðhaldið  Vegagerðin telur útfærslu á endurbættum vegi á Þingvöll- um ekki ganga upp  Þingvallanefnd ekki fengið nýtt erindi Ljósmynd/Ragnhildur Sævarsdóttir Óhapp Vegkantur gaf sig undan þessari rútu um síðustu helgi. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur fjármálastefnu og áætlun ríkisins hvorki skapa grundvöll að efnahags- legum né félagslegum stöðugleika og velferð. Í athugasemd ASÍ við ríkis- fjármálaáætlunina segir sambandið að skattalækkanir undanfarin ár hafa veikt tekjustofna ríkisins og dregið úr aðhaldi ríkisfjármála í miðri uppsveiflu. „Afleiðingarnar verða þær að tekjustofnar ríkisins nægja ekki til að fjármagna nauðsynleg útgjöld til velferðar og innviða þrátt fyrir upp- sveiflu,“ segir í athugasemd ASÍ. Telur sambandið það fyrirséð að þegar dragi úr umsvifum muni blasa við niðurskurður í opinberum rekstri eða skattahækkanir þvert á hag- sveifluna. Fjölgun hjúkrunarrýma ónóg ASÍ gerir nokkrar alvarlegar at- hugasemdir við efnisatriði fjármála- áætlunarinnar. Telur sambandið til að mynda ekki nógu langt gengið í fjölgun hjúkrunarrýma en sam- bandið segir áformaða fjölgun fram til ársins 2022 aðeins nema rúmlega helmingi áætlaðrar viðbótarþarfar fyrir ný hjúkrun- arrými til ársins 2020. ASÍ gagn- rýnir einnig stytt- ingu bótatímabils atvinnuleysis- trygginga úr 30 mánuðum í 24 og kallar skerð- inguna „alvarlega aðför að grund- vallarréttindum launafólks“. ASÍ fagnar framlögum til bygg- ingar nýs Landspítala en segir rekstur spítalans enn alvarlega van- fjármagnaðan og gagnrýnir að þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í heil- brigðiskerfinu sé fjármagnað með hækkun á kostnaði hjá allflestum notendum heilbrigðisþjónustunnar. Þá segir ASÍ að barna- og vaxta- bótakerfin sem séu mikilvæg tekju- öflunartæki fyrir ungt fólk séu áfram veik og gagnrýnir jafnframt að engin áform séu um að lengja fæðingaror- lofið í 12 mánuði líkt og ASÍ hefur lagt áherslu á. ASÍ gagnrýnir einnig seinagang í tímabærum breytingum á réttindum örorkulífeyrisþega. Ónógt aðhald í ríkisfjármálum  ASÍ gagnrýnir ríkisfjármálaáætlun ASÍ Betur mætti gera, segir ASÍ. Íslandsbanka er gert að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tæpar 168 milljónir króna vegna út- reiknings á ólöglegum erlendum lán- um sem slökkviliðið tók á árunum 2001 til 2005. Hæstiréttur dæmdi í málinu í gær og sneri þar við dómi héraðsdóms sem hafði sýknað Ís- landsbanka. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að augljós aðstöðumunur hafi verið á bankanum og slökkviliðinu hvað varðar þekkingu á fjármála- starfsemi. Þá hafi slökkviliðið greitt í íslenskum krónum inn á banka- reikning Íslandsbanka til að greiða af láninu. Þannig hafi meginskyldur beggja aðila skv. lánssamningnum verið með greiðslum í íslenskum krónum. Um er að ræða þrjú erlend lán sem veitt voru. Það fyrsta í sept- ember 2001 að upphæð 190 milljónir króna, annað í júlí 2002 upp á 423 milljónir og þriðji lánasamning- urinn í febrúar 2005 upp á 353 milljónir króna. Greindi máls- aðila á um hvort lánasamningana þrjá bæri að meta hvern og einn sem sjálfstæða lánaskuldbindingu, sem svokallaðan rammasamning eða lánalínu sem leiði til þess að skoða beri hverja og eina útborgun lánshluta sem hinar eiginlegu lánveitingar. Þá var tekist á um hvort lánveitingarnar teldust lögleg lán í erlendum gjaldmiðlum eða lán í íslenskum krónum sem bundin væru við gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Slökkvilið hafði betur gegn Íslandsbanka  Gert að greiða tæpar 168 milljónir Hæstiréttur Deilt var um erlend lán slökkviliðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.