Morgunblaðið - 07.04.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.04.2017, Qupperneq 10
Í ályktun frá Samiðn er skorað á fjár- málaráðherra að tryggja fjármuni svo Ríkisskattstjóri geti áfram verið þátt- takandi stéttarfélaganna í vinnu- staðaeftirliti. Nú hafi RSK ákveðið að hætta þessu samstarfi og beri meðal annars fyrir sig að Alþingi hafi ákveð- ið að skera niður fjárveitingu upp á 40 milljónir sem sérstaklega hafi verið ætlaðar þessu eftirlitsstarfi. Slíkt sé miður. Þetta starf hafi skilað góðum árangri, þar sem hluti þeirra útlend- inga sem starfa á Íslandi njóti ekki þeirra starfskjara sem kjarasamning- ar og lög eigi að tryggja. Vel sé búið að starfsmönnum „Eins og kunnugt er hefur orðið mikil fjölgun erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og spár benda til að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi. Erlendir starfsmenn eru mikilvægir fyrir atvinnulífið og mik- ilvægt að vel sé búið að þeim hvað varðar aðbúnað og launakjör. Reynsl- an segir okkur að hættan á félagsleg- um undirboðum og undanskotum frá skatti eykst verulega við aðstæður sem þessar og öflugt og skilvirkt vinnustaðaeftirlit því nauðsynlegt,“ segir Samiðn. Í annarri áyktun Samiðnar er fagn- að hugmyndum sem uppi séu um breytingar á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda erlenda starfsmenn tímabund- ið til Íslands. Nú sé meðal annars gert ráð fyrir ábyrgð notendafyrirtækis í byggingastarfsemi eða mannvirkja- gerð á vangoldnum lágmarkslaunum starfsmanna erlendra verktaka í þeirra þjónustu og starfsmannaleiga. Þetta hefur verið kallað keðjuábyrgð og er skorað á félagsmálaráðherra að tryggja að frumvarp að breytingun- um verði lagt fyrir Alþingi og það af- greitt á yfirstandandi þingi. Jafn- framt er því beint til Alþingis að tryggja að ábyrgðin taki einnig til starfsmanna íslenskra undirverktaka svo jafnræði erlendra og íslenskra starfsmanna sé tryggt. sbs@mbl.is Vinnustaðaeftirlit verði tryggt áfram  RSK fái fé  Hætta á undanskotum Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Fólk erlendis frá er mikilvægt á vinnumarkaði hér. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is Landvernd hefur sett af stað hug- myndasamkeppni meðal félags- manna og almennings um hvernig nýta megi jörðina Alviðru í Ölfusi í þágu náttúru- og umhverfisverndar. Magnús Jóhannesson bóndi gaf Landvernd og Héraðsnefnd Árnes- inga jörðina árið 1973. Landvernd rak þar umhverfisfræðslusetur í mörg ár en eftir bankahrunið hefur botninn dottið úr starfseminni. Er ekkert svona setur starfandi í dag. Skólar hafa lítið sóst eftir því að komast í Alviðru og Landvernd rek- ur það til gildistöku nýrra grunn- skólalaga 2008, sem kveða á um að ekki megi lengur rukka foreldra um ferðakostnað fyrir vettvangsferðir. Húsnæðið í Alviðru þarfnast einn- ig endurbóta og vill Landvernd fá hugmyndir um hvernig nýta megi jörðina þannig að ákvæði gefandans, Magnúsar, séu betur virt. Samkeppnin stendur til 21. apríl nk. og verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Nánari upplýsingar um samkeppnina eru á landvernd.is. Landvernd með hugmynda- samkeppni um Alviðru  Vilja nýta jörð- ina betur í þágu umhverfisverndar Ljósmynd/Landvernd Alviðra Landvernd fékk jörðina til afnota 1973 frá Magnúsi Jóhannessyni. Engey RE 91, nýr ísfisktogari HB Granda, kemur til hafnar í Reykja- vík í dag frá Akranesi þar sem sjálf- virku lestarkerfi ásamt búnaði á vinnsludekki var komið fyrir í skip- inu. Samkvæmt upplýsingum frá Granda er búnaðurinn sá fyrsti sinn- ar tegundar. Fyrirtækið Skaginn 3X hefur hannað, þróað og smíðað á Akranesi og á Ísafirði. Búnaðurinn muni stórbæta vinnuumhverfi sjó- manna um borð auk þess sem hann muni auka afkastagetu skipsins og hámarka virði afurða úr afla þess. Engey kom til landsins 25. janúar sl. að lokinni 15 sólarhringa siglingu frá Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Nautic ehf. sá um hönn- un skipsins. Samtals eru klefar fyrir 17 manns um borð í skipinu, 15 eins manns klefar og einn tveggja manna klefi. Móttökuathöfn verður við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Engey verður síð- an almenningi til sýnis á morgun, laugardag, frá kl. 13-16. Reiknað er með að Engey fari í sína fyrstu veiði- ferð í lok apríl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýstárlegt skip Engey kom til landsins í janúar og vakti þá athygli fyrir nýstárlegt útlit. Formleg móttökuathöfn verður við Norðurgarð í dag. Tekið formlega á móti Engey  Nýtt vinnslukerfi frá Skaganum 3X Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um starfsnám á fram- haldsskólastigi kemur fram að að- gerðir stjórnvalda á undanförnum árum til að efla starfsnám á fram- haldsskólastigi hafi ekki náð tilætl- uðum árangri. Að mati Ríkis- endurskoðunar hljóti ómarkviss stefnumörkun og ófullnægjandi að- gerðir stjórnvalda að eiga umtals- verðan þátt í því að starfsnám standi enn höllum fæti. Kristján Þór Júlíusson mennta- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú myndi fara fram ákveðin vinna í ráðuneyt- inu við að greina skýrsluna og hugsa hver næstu skref yrðu af hálfu stjórnvalda. „Ég er mjög eindreginn talsmaður þess að verk- og starfs- nám verði eflt og hef mikinn áhuga á því að finna leiðir til þess,“ sagði Kristján. Í skýrslunni kemur fram að ný lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, hafi átt að verða starfsréttindanámi til framdráttar og opna skólum leið til að efla starfsnám og nám tengt þjón- ustugreinum. Frá 2008 til skólaárs- ins 2014-15 hafi nemendum verk- og starfsnámsbrauta hins vegar fækkað um 7% og brautskráningum þeirra fækkað um 18%. Frá því að lögin tóku gildi hafi stjórnvöld unnið að ýmsum áætlunum um aðgerðir til úr- bóta án þess að þeim hafi verið hrundið í framkvæmd með skipu- lögðum hætti. Stendur höllum fæti Ríkisendurskoðun telur að ómark- viss stefnumörkun og ófullnægjandi aðgerðir stjórnvalda eigi umtals- verðan þátt í því að starfsnám standi enn höllum fæti. Í skýrslunni kemur fram að ríkis- endurskoðun telur að ný aðalnám- skrá fyrir framhaldsskóla sem tók gildi 2011 og átti að fullu að vera komin til framkvæmda 2015 sé ekki komin til framkvæmda hvað varðar starfsnám. Í janúar á þessu ári hafi einungis níu af rúmlega 100 námsbrautum sem telja megi til starfsnáms hlotið staðfestingu og fimm að auki hafi beðið staðfestingar. Því sé ljóst að meirihluti starfsnáms á framhalds- skólastigi fari fram á óstaðfestum námsbrautum. Þetta verði að teljast „alvarlegur veikleiki á stjórnsýslu starfsmenntunar“. Ríkisendurskoðun hvetur mennta- og menningarmálaráðuneytið til að beita sér fyrir því að skipulag og hlutverk starfsgreinaráðs verði endurskoðað og tryggt verði að starfsgreinanefnd sinni hlutverki sínu. Auk þess hvetur stofnunin ráðuneytið til að meta ávinning þess að skólum verði falin skýr ábyrgð á þeim þáttum starfsnáms sem krefj- ast náms og þjálfunar á vinnustað. Ómarkviss stefnumörkun  Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru stjórnvöld gagnrýnd harðlega fyrir það hvernig staðið hefur verið að verk- og starfsnámi í framhaldsskólum  Aðgerðir til að fjölga nemendum hafa lítinn árangur borið Fjöldi nemenda á framhaldsskólastigi 2008-2015 Heimild: Hagstofa Íslands 15.000 12.000 9.000 6.000 3.000 0 2008-9 2009-10 2010-11 2011-12 2012-13 2013-14 2014-15 Stúdentsbrautir Starfsnámsbrautir Almennar brautir Borgarráð hefur samþykkt ráðn- ingu Örnu Schram í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur- borgar. Alls bár- ust 25 umsóknir um stöðuna, 6 umsækjendur drógu umsókn sína til baka og úrvinnsla fór því fram á 19 umsóknum. Arna hefur starfað sem forstöðumaður menningar- mála hjá Kópavogsbæ síðan í febr- úar 2011. Hún hefur lokið BA- gráðu í stjórnmálafræði og heim- speki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla auk MBA-gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskól- anum í Reykjavík. Ráðin sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Arna Schram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.