Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ Gústaf Magn-ússon fæddist í Hafnarfirði 11. nóv- ember 1942. Hann lést á heimili sínu 30. mars 2017. Foreldrar hans voru Sigurlín Ágústsdóttir, hús- móðir í Hafnarfirði, f. í Hjallabúð í Fróð- árhreppi 1. júlí 1923, d. 29. september 2003, og Magnús Thorberg, f. á Ísafirði 12. júlí 1917, d. 2. október 1991. Sigurlín giftist Guðmundi Ársæli Guðmundssyni, skipstjóra í Hafnarfirði, f. á Hellissandi 28. september 1921, d. 7. mars 2002, sem gekk Gústaf í föðurstað. Systkini Gústafs sammæðra eru: Alfreð Guðmundsson netagerð- armeistari, f. 1. ágúst 1946, d. 20. maí 2009, Guðmundur Gunnar Guðmundsson vélstjóri, f. 17. febrúar 1948, Lilja Ágústa Guð- mundsdóttir, kennari og fjöl- miðlafræðingur, f. 17. febrúar 1948, Ársæll Guðmundsson hag- fræðingur, f. 16. júní 1952, Guð- Gústaf stundaði nám í Barna- skóla Hafnarfjarðar og Flens- borgarskólanum. Hann lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík vorið 1966. Jafnframt lauk hann 1. stigi vélstjórnarnáms frá Vélskóla Íslands vorið 1997. Gústaf byrjaði til sjós 13 ára gamall á mótorbátnum Ársæli Sigurðssyni á reknetum við Eld- ey. Á árunum 1958-60 var Gústaf háseti hjá fósturföður sínum, Guðmundi Ársæli, sem var þá skipstjóri á Álftanesinu. Eftir að Gústaf lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum var hann m.a stýrimaður á Röðli og Þormóði goða og rúmlega þrítugur tók hann við skipstjórn á Þormóði goða. Gústaf var á hinum ýmsu togurum, Apríl, Maí og Júní frá Hafnarfirði, en einnig Viðey, Helgu II og Karlsefni. Árið 1993 hóf Gústaf störf hjá Hafnarfjarð- arhöfn sem skipstjóri á hafn- sögubátum, ásamt því að sinna ýmsum störfum á vegum hafn- arinnar. Gústaf lét af störfum í nóvember árið 2012. Útför Gústafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. rún Hrefna Guð- mundsdóttir skólameistari, f. 8. febrúar 1957. Syst- kini Gústafs sam- feðra eru Þorbjörg Gyða Thorberg, f. 20. apríl 1947, d. 6. september 2006, Kristín Thorberg, f. 13. nóvember 1948, Helga Thor- berg, f. 7. júlí 1950. Gústaf var kvæntur Björgu Helgu Sigmundsdóttur, f. 10. apríl 1948, d. 25. febrúar 1978. Börn Gústafs eru: 1) Jóhanna Gústafsdóttir, f. 14. apríl 1970, d. 2. júlí 1973. 2) Heiða Björg Gúst- afsdóttir, f. 12. febrúar 1978, maki Garðar K. Vilhjálmsson, börn Bjarni Halldór, Gunnar Geir, Arnar Freyr og Helga Björg. 3) Ágúst Örn Gústafsson, f. 17. janúar 1980, börn Mikael Máni og Esekíel Örn. 4) Sigurlín Gústafsdóttir, f. 12. júlí 1983, dóttir Alexandra Björg. Sambýliskona Gústafs var Elín Schicke. Elsku hjartans pabbi minn. Síðustu orð þín nokkrum klukkustund fyrir andlát þitt til mín voru: „Ég læt heyra frá mér, Heiða mín.“ Og svo heyrðist ekki meir. Söknuðurinn er mikill, nánast óbærilegur, en það er mér huggun harmi gegn að þið mamma séuð loks sameinuð á ný í Sumarlandinu góða falleg og heilbrigð. Mig setur hljóða á þessari stund sem skilur okkur að í þess- ari jarðvist svo ég kveð þig með þessum orðum: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Megi algóður Guð varðveita ykkur mömmu um ókomna tíð. Ég elska ykkur. Heiða Björg Gústafsdóttir. Elsku afi. Mér líður ekki vel í hjartanu mínu af því þú ert dáinn. Ég sakna þín, þú varst svo skemmti- legur afi og svo góður við mig og Helgu. Ég man þú varst alltaf á svölunum með íslenska fánann þinn að horfa á mig í sundlaug- inni í Búlgaríu og á Spáni líka. Þú varst líka alltaf að gefa mér og Helgu nammi og þú áttir allt- af kók. Mamma segir að núna líði þér vel og ég held þú sért með ömmu Björgu og þá er ég glaður. Bless, elsku afi. Þinn Arnar Freyr Bjarkason. Fimmtudagsmorgun, þann 30. mars, féll frá mikilvæg mann- eskja og fyrirmynd í mínu lífi. Það er mikil og djúp sorg sem fylgir því að kveðja afa sinn, manneskju sem hefur verið manni svo náin og kær alla ævi. Á einhvern hátt finnur maður líka til sektarkenndar. Hann afi dreifði því víða að afabarnið hans gæti mögulega farið inn á þing á næstunni. Hann beið mjög spenntur og spurði mig reglu- lega hvenær slíkt gæti orðið að veruleika, eða síðast tveimur dögum áður en hann lést. Það er einkar sársaukafullt að hafa ekki náð því fyrir hann á meðan hann var enn á lífi. Ég get þó huggað mig við að hann hafi verið stoltur afi. Að hann hafi verið hamingjusamur og góður afi líka. Hann var hetja í orðsins fyllstu merkingu og barðist af fullum krafti síðustu árin til að geta notið lífsins. Að lokum kvaddi hann á sólríkum og fallegum degi, sem þó hæfði hon- um vel, enda alltaf mikið fyrir sólina. Það verður ekki eins lit- ríkt án hans, afa tattú, eins og ég kaus að kalla hann þegar ég var yngri. Elsku afi, þín verður sakn- að af mörgum. Bjarni Halldór Janusson. Mig langar að minnast Gústa í nokkrum orðum. Móðir mín Elín, oftast kölluð Ella, kynntist Gústa fyrir nokkr- um árum, þá bjó hún á Völlunum og hann í Móabarði í Hafnarfirði. Í fyrstu voru þau góðir vinir og voru í fjarbúð fyrsta árið. Gústi var búinn að bjóða henni að búa hjá sér sem tók hana nokkra mánuði að fallast á. Fór það svo að hún flutti heim til hans og bjuggu þau þar saman og studdu hvort annað, hún sá um heimilið, að halda því fínu og hreinu, rækta blómin sín og halda utan um þvott og strauja og mjög dugleg að skipa um sængurver. Gústi sá aftur á móti meira um eldamennskuna enda var hann góður kokkur og margt til listanna lagt í þeim efnum, sós- urnar hjá honum voru sérstak- lega góðar, Kjöt í karríi, lamba- læri og hryggur klikkaði ekki hjá honum. Þegar móðir mín og Gústi voru að kynnast var Gústi enn að vinna við Hafnafjarðarhöfn sinnti þar ýmsum störfum og var hvað mest að stýra lónsbátnum, þá bauð hann stelpunni stundum með sér þegar gott veður var úti á sjó, hann kallaði mömmu oft stelpuna þrátt fyrir að þau væru bæði orðin löggilt gamalmenni. Gústi ræddi oft um fjölskyldu sína við mig, um systkinin sín talaði hann af væntumþykju og hlakkaði alltaf til að fara í sviða- veisluna til Sæla bróður síns sem hann var með árlega. Hann var þakklátur Gígju systur sinni fyr- ir að taka son sinn inn á heimilið sitt og styðja hann við að fara í nám. Þó kynntist ég lítið fjöl- skyldu Gústa nema hafði hitt Sillu dóttur hans nokkrum sinn- um heima hjá pabba hennar, þó finnst mér ég þekkja þau mörg talsvert vegna þess að Gústi ræddi svo oft um börnin sín, barnabörn, móður og systkini, fólkið sem átti svo stóran part í hjarta hans. Hann sagði mér líka oft söguna um þegar barnsmóðir hans féll frá ung að aldri og börnin lítil og hann þurfti að hætta til sjós. Þetta hefði verið honum virkilega erfitt tímabil og áfall sem erfitt var að sættast við. Eitt það besta sem ég kunni við Gústa var hversu hreinn og beinn hann var í samskiptum og góður hlustandi. Hann reyndist mér vel, manninum mínum og Tómasi Loga syni mínum enda kallaði hann Gústa afa. Mér fannst gott að koma til þeirra í Móabarðið og kom þangað ósjaldan. Gústi og Hjálmar mað- urinn minn náðu vel saman enda Gústi skipstjóri og Hjálmar vél- stjóri. Þeir töluðu sama tungu- mál, sem sagt sjómannamál, þar sem þeir skildu hvor annan. Mamma og Gústi nutu bæði góðs af því að búa saman, þeim þótti vænt um hvort annað, voru vinir og höfðu félagsskap hvort af öðru. Gústi reyndist henni góður og hún honum og það er það sem skiptir máli. Þau voru nýlega komin frá Kanarí og voru ánægð með þá ferð saman. Kæri Gústi minn, hvíl þú nú í friði og bestu þakkir fyrir kynnin okkar og það var gaman að fá að kynnast þér. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Ég votta nánustu aðstandend- um og vinum mína dýpstu sam- úð. Hafdís Ósk Karlsdóttir. Sjómannslíf, ástir og ævintýr. Þessi hending úr sjómannalagi er það fyrsta sem kemur í hug- ann þegar rennt er yfir æviskeið Gústafs Magnússonar bróður míns eða Gústa Sillu. Það var oft sláttur á kallinum, ekki síst eftir að komið var úr siglingum. Og margt kom hann með frá útland- inu m.a. hjól fyrir litla bróður. Gústi byrjaði ungur til sjós og var sjómennska hans lífsstarf uns hann hætti á sjónum um 1995 og gerðist hafnsögumaður. Um 1960 fór hann með Hamra- fellinu í Svartahaf og á svipuðum tíma var hann á Vetti, sem lenti í miklum sjávarháska á Ný- fundnalandsmiðum. Skipið þótti heimt úr helju þegar það kom til hafnar. Síðan var hann lengi á togar- anum Maí með Halldóri Hall- dórssyni skipstjóra og urðu þeir Halldór góðir vinir. Síðasta skip- ið sem Gústi var skipstjóri á var Viðey RE. Hann þótti mikill afla- maður, einkum þó við karfaveið- ar. T.d. var veiðistaður í Faxa- flóa nefndur eftir honum og kallaður Ágústa. Ég naut þess að fara nokkra túra á togara með bróður mín- um. Það var á skipunum Þormóði Goða, Hamranesi og Karlsefni. Þarna kynntist maður bróður sínum í hlutverkum bátsmanns, stýrimanns og skipstjóra. Þar var öðrum persónuleika að mæta, hörkuduglegum harðjaxli, sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Samband okkar hefur ávallt verið mjög náið og var varla farið svo í sumarbústað að við færum ekki saman, enda var ekki spurt hvort við værum að fara heldur hvenær eigum við að mæta. Mik- ill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna, enda var vinskapur hans við Birnu og syni okkar mjög náinn og einlægur. Það var föst regla að Gústi kæmi til okk- ar á gamlárskvöld og oftlega bæði á jólum og páskum með börnum sínum ásamt gömlu hjónunum. Þá var glatt á hjalla og mikið spilað. Það verður tóm- legt að fá ekki símtölin eða heim- sóknirnar. Enda var vart hægt að hugsa sér skemmtilegri og líf- legri gest. Hreinskilni var hon- um í brjóst borin og kom hann til dyranna eins og hann var klædd- ur. Um 1970 kynntist Gústi til- vonandi eiginkonu sinni, Björgu Helgu Sigmundsdóttur frá Siglu- firði. Þau hófu búskap á Suður- götu 58, hjá Ágústi afa og Lilju ömmu. Þessi tími var yndislegur í okkar lífi, enda mikið samneyti og félagsskapur með afa og ömmu. Samskipti Bjargar og Lilju ömmu verða lengi í minn- um höfð. Síðar bjuggu þau á Sléttahrauni og á Breiðvangi. Þeim varð þriggja barna auðið, allt hin mannvænlegustu börn. Björg deyr úr krabbameini árið 1988 og reyndist það tímabil sem í hönd fór honum og börnunum erfitt. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Gústa bróður inni- lega fyrir allt sem hann hefur fyrir okkur gert. Við gleymum aldrei þegar hann og Björg komu færandi hendi til okkar þegar við vorum að hefja okkar búskap 1973. Og oft og tíðum færði hann okkur fisk í soðið og ýmislegt kruðirí eftir siglingar. Fyrir allt sem hann hefur fyrir okkur gert verður seint fullþakkað. Síðustu árin var Gústi í sam- búð með Elínu Schicke og leið þeim mjög vel saman, enda bjó hún honum snyrtilegt og fallegt heimili. Við vottum aðstandendum dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Gústafs Magnússonar. Ársæll og Birna. Gústaf Magnússon ✝ Hanna SoffíaGestsdóttir fæddist á Siglufirði 29. september 1928. Hún andaðist 31. mars 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Svava Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 5. febrúar 1909, d. 15. febrúar 1933, og Gestur Valdi- mar Bjarnason, hafnarvörður á Akureyri, f. 13. febrúar 1904, d. 12. september 1935. Hanna var elst systkina sinna, sem voru þrjú talsins. Þau voru auk Hönnu Bjarni, f. 26. febrúar 1930, og Freyr, f. 12. júní 1932. Þeir eru báðir látnir. Eftirlifandi maki Bjarna er Ester Kristjánsdóttir. Freyr var kvæntur Margréti Ket- átti Páll Þór Ástu Huldu Ármann, f. 1988, og Ágústu Ármann, f. 1992. Sara Margrét Sigurðardóttir, f. 6. október 1978, maki Sigtryggur Sigurðsson. Börn þeirra eru Alex- ander Þór, f. 6. desember 2011, og Júlía Freyja, f. 3. mars 2015. Sólveig Íris Sigurðardóttir, f. 17. janúar 1981, maki Luca Ram- pone og eru börn þeirra Ísabella Sóley, f. 13. júlí 2013, og Sebastian Óliver, f. 30. september 2015. Svava Jóhanna Stefánsdóttir er búsett í Danmörku og maki henn- ar er Jón Garðarsson. Hanna lærði hanskagerð á Akureyri og starfaði á sauma- stofu Iðunnar og Gefjunar. Hanna starfaði í mötuneytinu í Búrfelli meðan á byggingu virkjunarinnar stóð. Hún vann á saumastofu í Reykjavík og síðar í mötuneytinu hjá Íslenska álfélaginu í Straums- vík þar til hún hætti sökum ald- urs. Útför Hönnu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. ilsdóttur en þau skildu. 8. nóvember 1947 giftist Hanna Stefáni Eiríki Sigurðssyni, f. að Dæli í Haganes- hreppi í Skagafirði 6. febrúar 1921, d. 30. maí 2003. Hanna og Stefán eignuðust tvö börn. Þau eru Sigurður, f. 24. febrúar 1947, og Svava Jóhanna, f. 24. febrúar 1952, fæddust þau bæði á Ak- ureyri. Sigurður eignaðist þrjár dæt- ur. Þær eru: Hanna Sigríður Sig- urðardóttir, f. 8. desember 1967, maki Páll Þór Ármann og eru börn þeirra Þórunn Eva Ármann, f. 27. október 2002, og Tara Dís Ármann, f. 4. mars 2006. Fyrir Í dag kveðjum við ömmu Hönnu, en hún hefur verið stór hluti af fjölskyldu okkar frá því að afi Stefán féll frá. Það var einhvern veginn þannig að amma Hanna var alltaf með. Amma Hanna og ég, nafna hennar, áttum yndislegt sam- band í 30 ár eða allt frá því að ég flutti til Reykjavíkur. Við gátum spjallað um heima og geima og treyst hvor annarri fyrir leyndarmálum. Ófáar bíl- ferðir um Reykjavík þar sem hún kom með rifjast upp og var hún hin rólegasta meðan ég út- rétti hingað og þangað um bæ- inn. Þegar langömmubörnin fædd- ust ákvað amma að hún skyldi nú hjálpa til á heimilinu. Hún sótti stelpurnar á leikskólann og gekk með þær heim og spjallaði við þær á leiðinni. Hún var því mikil hjálp þegar hugsað er til baka og einstakt fyrir okkur og stelpurnar að fá slíka umönnun. Áttu Þórunn Eva og Tara Dís margar góðar stundir með henni sem oft eru rifjaðar upp. Amma flutti úr Skipasundinu í Hæðargarðinn fyrir fimm ár- um. Það verður að segjast eins og er að flutningarnir fóru til að byrja með ekkert sérstaklega vel í hana. En við vorum sann- færð um að þetta væri gott fyrir hana enda var hún amma ein- staklega félagslynd og fannst gaman innan um fólk. Amma naut sín því vel í fjölbýlinu í Hæðargarði og eignaðist þar góða vini. Hægt og rólega varð þetta líka bara það besta sem gat gerst. Það var stutt fyrir stelpurnar að skjótast í Hæð- argarðinn og oft voru pönnsur á boðstólum. Amma Hanna hafði gaman af handavinnu og þá sértaklega út- saumi og kortagerð. Hin fjöl- mörgu fallegu gjafakort sem hér eru til voru saumuð á listilegan hátt og lifa sem minning um ein- staka ömmu og langömmu. Við kveðjum því ekki bara ömmu og langömmu heldur líka góðan vin. Hvíl í friði. Hanna Sigríður, Páll Þór, Þórunn Eva og Tara Dís. Elsku amma Hanna. Það var sárt að vakna við fréttirnar að þú væri farin okk- ur frá. Við systurnar fylgdumst með þér úr fjarlægð og heyrð- um í þér í síma. Þú varst alltaf til í að spjalla um heima og geima, fá fréttir af fjölskyldunni og heyra hvað við værum að gera í fjarlægum löndum. Minn- ingar með ömmu Hönnu eru margar og góðar með hlátri og gleði. Alltaf var gaman að fara með þér út í nokkra leiðangra, þér þótti gaman að sjá mannlífið og prófa nýja staði, mat og kaffi- hús. Í gamla daga þegar við komum í heimsókn fengum við ævinlega smá aur til að fara í sjoppuna og leigja mynd og kaupa nammi. Í hvert sinn var mikil leit en á endanum sama myndin leigð, þér þótti það mjög skondið. Það var svo mikill lúxus að koma til ömmu og afa, þau voru gjafmild og vildu allt fyrir okkur gera. Ferðir í Straumsvík voru fyrir okkur eins og að fara til útlanda, jólaböllin þar ógleym- anleg og að sjá ömmu með svuntuna og hattinn sinn fína í eldhúsinu er ljóslifandi í minn- ingunni. Amma Hanna og afi Stebbi fóru með okkur í mörg ár á gamla Volvonum fyrst á Álfa- skeið og seinna á Flúðir í hjól- hýsið. Á leið austur var stoppað í tívolíinu og á leiðinni tilbaka stoppað í Eden og keyptur ís. Þar var alltaf kósý að sitja inni og spila eða frammi í fortjaldi að njóta sumarsins og stundum rigningarinnar. Það var eins og að koma inn í íbúðina í Skipa- sundi, minnti meira á fallegt heimili en hjólhýsi. Allt skreytt með blómum og allt í stíl. Amma var mikil smekkskona, það var svo fallegt hjá ömmu, okkur þótti íbúðin eins og kastali skreyttur með gulli og kristöll- um. Það var ekki bara fallegt heima hjá ömmu og í hjólhýsinu heldur var amma sjálf alltaf flottust, hún var alltaf með tú- berað hárið og vissi alltaf hvað var í tísku, eða „móðins“ eins og hún sagði sjálf. Amma var sú flottasta og fínasta kona sem við þekktum. Maturinn hennar var líka allt- af góður, amma eldaði lúxus máltíðir á gashellunum í hjól- hýsinu og heima var allur matur dýrindis veisla en ekki þótti okkur síðra að fá bláberjaskyrið sem var hrært annan hvern dag og borðað í morgunmat svo ára- tugum skipti. Amma hafði líka skemmtileg- an húmor, hún gat reytt af sér brandarana þegar hún fann að áheyrendur nutu þess. Amma hló innilega og þegar við vorum litlar bentum við henni á hvað bumban hennar hristist mikið þegar hún hló, þá sprakk amma úr hlátri. Amma var alltaf flott í fram- komu en við fengum að sjá hlið á henni sem fáir fengu að njóta. Amma var gjafmild við fólkið sitt, kleinur voru steiktar fram á nótt fyrir brottför til náms er- lendis og hvert tækifæri sem gafst nýtti amma til að senda nýsteiktar kleinur út í heim. Hún var líka stolt af barna- barnabörnunum sínum þau veittu henni ómælda gleði og áttu þau stóran hluta af lífi hennar. Við munum minna þau reglulega á orðin þín sem fylgdu hverju útsaumuðu korti frá þér: „Guð skóp gleðina þér til góðs.“ Elsku amma Hanna, við kveðjum þig hinstu kveðju og þökkum fyrir að hafa átt þig svona lengi að og hversu mikið þú elskaðir okkur. Við elskum þig, amma Hanna, hvíli í friði. Sara Margrét og Sólveig Íris. Hanna Soffía Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.