Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 29

Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 29
hún Viddú-Viddú. Við hlógum og sögðum hvor annarri fyndnar sög- ur þar til mál var að halda áfram. Það var mannýgur tuddi í girð- ingu á leiðinni sem við vorum passlega smeykar við. Pössuðum að minnsta kosti að vera alls ekki í neinu rauðu því þá myndu leikar æsast og hann gæti hugsanlega stokkið yfir gaddavírinn og elt okkur. Sei sei nei, ekkert rautt. Við vorum spenntar að komast á leiðarenda og berja Brúará aug- um – þessa merkilegu og sögulegu á. Þetta var orðið töluvert ferðalag þegar tekið var með í reikninginn að við áttum heimleiðina eftir. Hvað er hægt að hugsa sér betra en einmitt slíka stund? Enda lifir hún í minningunni þar til við erum báðar horfnar á braut. Nú skilja leiðir og þú ríður honum Grána um blómlegar grundir með ljósið bjarta fram undan. Elsku Júlla, Þorsteinn, börn, barnabörn, ættingjar og vinir – mínar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari skilnaðarstund. Edda Valborg Sigurðardóttir (Trippa). Setta, ég man fyrst eftir henni þegar ég var í Fóstruskólanum, hún þá með þessum mögnuðu konum í framhaldsnáminu, þær fóru eins og sveipur um skólann. Hópur kjarnakvenna sem við ungu nemarnir horfðum opin- minntir á. Svo fór hún í Hlíðar- borg og brátt heyrðust sögur af nýjum vinnubrögðum, Setta hafði lesið fræðin vel í framhaldsnám- inu og fór strax í að innleiða vinnu- brögð í anda gúrúanna Kami og DeVries. Ég held að ég geti sagt það með nokkurri vissu að hún innleiddi valið í leikskólana. Hvernig það þróaðist og varð alls- konar er önnur saga. En sá veldur miklu sem upphafinu veldur, Setta tók þátt í að innleiða kerf- isbundin og ný vinnubrögð í starf leikskólanna. Í dag þætti það skrítið leikskólastarf þar sem börn hefðu ekki val í einhverri mynd um daglegar athafnir og leiki. Seinna vann ég með henni að stofnun Félags leikskólakennara, sem hét þá Fóstrufélag Íslands, ég var með henni í nefndum og ráðum. Þær voru þar margar skólasysturnar úr þessu fyrsta framhaldsnámi. Hún var fylgin sér og bar alltaf markmið og hag stéttarinnar fyrir brjósti, var ein þeirra sem oft komu í púlt, sagði sína skoðun og mótaði viðhorf okkar. Þegar ég lít yfir held ég samt að hennar áhrifamesta starf hafi verið í Kópavogi – ég er stundum að hugsa hvað það var mikil gæfa fyrir leikskólana þar að fá hana til starfa. Þegar sársauka- fullar sameiningar voru í gangi í Reykjavík, þurfti þess ekki með í Kópavogi. Settu, þvert á það sem mörgum fannst heillavænlegt, datt ekki í hug að byggja minna en sex deilda leikskóla. Þörfin fyrir sameiningar á krepputímum varð því lítil. Setta minnti mig á ljón, hún var eins og ljónynja fyrir hönd barna og réttinda þeirra. Birtingar- myndirnar voru ýmsar, svo sem að börn hefðu rétt til að hafa menntað fagfólk. Setta eins og fleiri vissi að menntun stéttar og gæði starfs fara gjarnan saman, þess vegna hafði hún forgöngu um að ganga til samninga við Háskól- ann á Akureyri um menntun leik- skólakennara í fjarnámi. Ákvörð- un sem sýndi kjark og skipti máli og sem leiddi til hærra hlutfalls leikskólakennara í Kópvogi en víða annars staðar á höfuðborgar- svæðinu. Það gladdi mig sérstak- lega þegar henni var veitt Orð- sporið, viðurkenning leikskóla- kennarastéttarinnar og ýmissa hagsmunaaðila leikskólans; mér finnst fáir hafa verið jafn vel að því komnir. Elsku Setta, hvíldu í friði. Kristín Dýrfjörð.  Fleiri minningargreinar um Sesselju Hauksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ Fjóla OddnýSigurðardóttir fæddist í Merki, Borgarfirði eystra, 24. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu 29. mars 2017. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Einarsson, f. 1889, d. 1939, og Una Kristín Árnadóttir, f. 1895, d. 1943. Fjóla eignaðist 11 systkini og eru 3 þeirra á lífi í dag. Þann 21. desember 1963 giftist Fjóla Sig- urgeiri M. Olsen, f. 1926, d. 1995. Börn þeirra eru: 1) Gylfi Kr. Sigurgeirsson, f. 1956, í sambúð með Bryndísi S. Eiríks- dóttur. Sonur hans er Gylfi Geir Gylfason, f. 1991. 2) Bára G. Sig- urgeirsdóttir, f. 1958, einhleyp og barnlaus. 3) Ásdís Sigur- geirsdóttir, f. 1960, gift Viðari Elliðasyni. Börn þeirra eru Kjartan Viðarsson, f. 1986, og Fjóla Dís Viðarsdóttir, f. 1997. 4) Inga Hulda Sigurgeirsdóttir, f. 1963, einhleyp. Börn hennar eru: Sigurgeir Magnús Magn- stúlka og sóttist námið vel. For- eldrar Fjólu létust með nokk- urra ára millibili á árunum 1939-1943, voru bæði látin þeg- ar Fjóla var 14 ára gömul. Fjóla vann árin 1943-1944 á spít- alanum á Seyðisfirði sem ganga- stúlka, þá 15 ára gömul. Fjóla vann á Elliheimilinu Grund í Reykjavík árin 1945-1947 við umönnunarstörf, en fór á sumr- in heim á Borgarfjörð til að hjálpa til við heyskapinn. Árið 1950 flytur Fjóla alfarið til Reykjavíkur og hóf þá störf í eldhúsi Landspítalans og kynnt- ist hún þar verðandi eiginmanni sínum, Sigurgeiri M. Olsen. Þau giftu sig 21. desember 1963 og áttu saman 6 börn, 2 drengi og 4 stúlkur. Þau bjuggu lengst af á Vesturgötu 26A í Reykjavík. Fluttust þau árið 1967 í Kópa- voginn að Löngubrekku 6. Þar bjó Fjóla í 40 ár frá 1967-2007 en þá flutti hún í Lækjarhjalla 2 í Kópavogi þar sem hún bjó síð- ustu 10 ár ævinnar. Fjóla elsk- aði blóm og garðrækt auk þess sem hún var mikil hannyrða- kona. Fjóla var lengst af heima- vinnandi húsmóðir en eftir að börnin komust á legg starfaði hún í kjötvinnslunni í Síld og fiski á árunum 1984-1994. Útför Fjólu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. apríl 2017, klukkan 15. ússon, f. 1983, Sæv- ar Vilhelm Sölva- son, f. 1991, d. 2013, Kolbrún Fjóla Sölvadóttir, f. 1992, og Aníta Sölvadótt- ir, f. 2002. 5) Guð- laugur S. Sig- urgeirsson, f. 1965, giftur Guðrúnu Björgu Bragadótt- ur, f. 1970. Börn Guðlaugs eru Þór- arinn Alfreð Guðlaugsson, f. 1987, Þórdís Guðlaugsdóttir, f. 1991, Þór Steinar Guðlaugsson, f. 1995, og Hekla Líf Guðlaugs- dóttir, f. 2006, er hún dóttir þeirra Guðlaugs og Guðrúnar. 6) Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, f. 1968, í sambúð með Kjartani Magnússyni. Börn þeirra eru: Snæfríður Kjartansdóttir, f. 1999, Magnús Geir Kjartansson, f. 2001, og Oddný Áslaug Kjart- ansdóttir, f. 2009. Fjóla Oddný Sigurðardóttir fæddist í torf- bænum Merki á Borgarfirði eystra og var sú sjötta í hópi tólf systkina. Fjóla gekk í Barna- skóla Borgarfjarðar sem ung Þegar ég horfi til baka sé ég hve heppin ég var að eiga ynd- islega og frábæra foreldra. Samt voru þau skemmtilega ólík. Pabbi var mikil félagsvera og leið best þegar hann gat verið á ferðinni. Þau voru bæði framkvæmdasöm og var mamma mjög heimakær, ótrúlega handlagin í alla staði. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt gerði hún snilldarlega vel. Haustið 1967 fluttum við í Löngubrekku 6 í Kópavogi, fyrst í kjallarann og fimm árum seinna upp á efri hæðina. Pabbi vann mikið og man ég þegar iðnaðar- mennirnir komu ekki eins og áætlað var, þá byrjaði mamma bara og oft var hún búin með verkið þegar þeir mættu. Hún gerði alla hluti vel, hvort sem var að mála, smíða eða hanna garðinn sinn sem varð fljótlega eitt blóma- haf. Mamma var einstaklega fjöl- hæf og vílaði ekki fyrir sér að ganga í öll þau störf á heimilinu sem brýnust voru hverju sinni. Alla tíð stóð hún þétt við bakið á mér og var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin. Hún var alltaf tilbúin að passa börnin mín og það var alveg sama hvað ég bað hana um, hún var alltaf til í að hjálpa og vera til staðar. Börnin mín voru heppin að fá að vera í pössun hjá elsku mömmu og kenndi hún þeim ýmsa hluti og hafði gaman af að dunda með þeim. Alltaf var dreg- inn fram dótakassinn þegar við fórum til hennar. Hjá ömmu var ýmislegt byggt úr kubbum þar sem hún hjálpaði að sjálfsögðu til. Man ég þær stundir þegar hún sat með mér og seinna með börnum mínum og kenndi okkur að prjóna, alltaf jafnþolinmóð og -ná- kvæm. Mamma var ótrúleg hann- yrðakona og oft fór ég með með garn til hennar og afganga af mín- um prjónaskap og dundaði hún sér þá við að prjóna sokka, vett- linga og þvottapoka í afmælisgjaf- ir og jólagjafir sem hún kláraði alltaf tímanlega. Mamma var sterk líkamlega, enda stundaði hún íþróttir sem barn á Borgarfirði eystra og hafði hún gaman af að fylgjast með íþróttum alla tíð, þá sérstaklega þegar sýndir voru handbolta- og fótboltaleikir í sjónvarpinu. Síðustu mánuðir voru búnir að vera henni mjög góðir. Var hún búin að jafna sig eftir aðgerð sem hún fór í síðasta haust og var hún komin á fullt að hugsa um rósirn- ar og blómin sem hún var með á svölunum sínum. Þegar ég sit og skrifa þetta er ég ekki enn búin að ná því að elsku mamma sé farin og hef ég oftar en einu sinni hringt í hana en fæ ekk- ert svar. En elsku mamma mín, ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Knúsaðu elsku pabba og elsku Sævar minn frá mér. Elska þig og sakna meir en orð geta lýst. Þín Inga Hulda. Elsku mamma. Ég vil þakka þér samfylgdina og handleiðsluna í gegnum lífið. Þú varst hógvær og lítillát, en á sama tíma svo stór manneskja. Stór manneskja í þeim skilningi að þú komst eins fram við alla, af hlýju og virðingu, hvort sem það voru börnin þín eða utangarðsfólk sem átti í engin hús að venda og þurfti á hjálp að halda. Þú varst mikið náttúrubarn, þú einfaldlega varst, eins og sagt er um blómin og dýrin. Þú varst ein- læglega til staðar fyrir börnin þín og samferðafólk þitt í lífinu á svo eðlilegan og fallegan hátt. Þú fæddist í litlum torfbæ í Borgarfirði eystra, í faðmi fjalla á einum af fegurstu stöðum lands- ins. Foreldrar þínir voru Sigurður Einarsson og Una Kristín Árna- dóttir sem bæði voru annáluð fyr- ir dugnað og hagleik. Þá arfleifð fékkst þú í vöggugjöf, enda vart hægt að hugsa sé myndugri, handlagnari og vandvirkari manneskju en þig. Þú varðst mun- aðarlaus aðeins 14 ára gömul þeg- ar báðir foreldar þínir voru fallnir frá. Sú lífsreynsla var þér afar erf- ið. Þú syrgðir og saknaðir móður þinnar alla þína ævi. Þú vannst verk þín í hljóði, en þau unnust vel og örugglega og voru óaðfinnan- lega vel gerð. Við systkinin litum upp til þín og fylgdust með þér leysa hvert verkefnið á fætur öðru þegar við vorum að alast upp. Þú varst hinn þjónandi leiðtogi í nútíma skiln- ingi, þú kenndir okkur með fram- komu þinni og gjörðum. Þú hafðir unun af að skapa, hvort sem það var heimilið þitt, garðurinn þinn, hannyrðir af ýmsu tagi eða listaverk úr reka- viði og kuðungum svo eitthvað sé nefnt. Þú varst mikil blómakona, elskaðir blóm, tré og plöntur og rósirnar á heimili þínu umvafðir þú kærleika og hlýju allt fram í andlátið. Hafðu þökk fyrir allar þær dýr- mætu gjafir sem þú gafst mér, með því að vera sú sem þú varst. Ég óska þér góðrar ferðar í Sum- arlandið og hlakka til að hitta þig aftur, í miðju blómahafinu. Sendi ég þér nú hinstu sumarkveðju með þessu ljóði sem heitir Gleði- legt sumar, en gróandinn og sum- arið var þinn tími. Nú frjóvgast sérhvert fræ í mold er fallið lá um vetrartíð. Og grænum skrúða skrýðist fold en skreyta blómin fjallahlíð. Í huga vaknar hlýja og þrá nær hljómar allt af fuglasöng. En glitra fjöllin fagurblá sem faðmi lykja skógar þröng. Þín Bára. Elsku besta mamma mín er nú farin og eftir sitja dýrmætar minningar um frábæra mömmu. Hún var traust, hlý og góðhjörtuð, hógvær og heimakær og fannst gott að hafa nóg fyrir stafni. Alltaf var hún tilbúin að rétta okkur hjálparhönd. Hún var snillingur í höndunum, prjónaði, saumaði, heklaði, málaði húsið að innan sem utan, allt svo vel gert hjá henni. Hún smíðaði ýmislegt sem þurfti, svo sem stóran gróður- kassa með loki og öllu fyrir jarð- arberjaplönturnar sínar og margt fleira. Hún elskaði að hugsa um blómin sín og fyrstu morgunverk- in voru að fara út á svalir í Lækj- arsmáranum þar sem hún bjó síð- ustu árin til að dekra og spjalla svolítið við rósirnar sínar enda blómstruðu þær endalaust fyrir hana og þar leið henni vel. Svo náði hún smá slökun í sól- stólnum sínum sem hún hafði á svölunum, þetta var litla paradísin hennar. Síðastliðið haust fór hún í að- gerð á Landspítalanum, þá 88 ára gömul, þar sem hún dvaldi á ann- an mánuð og var vel hugsað um hana. Mamma átti fallega, bjarta íbúð og var heimilið hennar alltaf sérlega snyrtilegt og hlýlegt. Var hún því alsæl þegar hún fékk að fara heim til sín af spítalanum og hélt nú sem fyrr áfram að elda hafragrautinn sinn á hverjum ein- asta morgni og las síðan dagblöð- in í rólegheitum. Einnig fannst henni svo notalegt að sitja við út- varpið sitt og prjóna eitthvað fal- legt með munstri eða köðlum og fylgjast svo með lífinu fyrir utan, en þar var alltaf eitthvað að sjá. Síðustu mánuði var hún svo glöð og ánægð með lífið og rifj- uðum við þá upp fullt af sögum frá því hún var lítil stelpa á Borgar- firði eystra og fram á þennan dag. Við skrifuðum niður og hlógum að mörgu sem við börnin hennar brölluðum hér áður fyrr. Þetta voru okkur dýrmætar samveru- stundir. Mamma var dýrmæt perla sem ég á fallegar minningar um. Þín Ásdís. Elsku mamma. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý því burt varstu kölluð á örskammri stundu Í huganum hrannast upp sorgarský fyrir mér varstu þú ímynd hins göfuga og góða svo falleg, einlæg og hlý en örlög þín ráðin- mig setur hljóðan við hittumst samt aftur á ný megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár Þó komin sé yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár (Höf. ókunnur.) Þinn mömmustrákur Guðlaugur. Móðir mín fæddist í Merki og ólst þar upp við kröpp kjör í stórum systkinahópi. Hún lifði byltingartíma í þjóðarsögunni. Af slíkri konu mátti margt læra. Merki var lítill torfbær með baðstofu og eldhúsi en síðar var öðru herbergi bætt við. Í baðstof- unni sváfu systkinin, ýmist í rúm- um sem fest voru á veggina eða á gólfinu á grófum fiðursængum þar sem rúmin voru ekki nógu mörg. Áfast bænum var lítið fjós sem rúmaði tvær kýr. Fyrir nú- tímafólk er erfitt að ímynda sér hvernig var að búa við slíkar að- stæður. Fljótlega lærðu systkinin að hjálpa til og taka þátt í hinum ýmsu störfum. Amma var mikil hannyrðakona og auk þess að sauma og prjóna föt á allan barna- hópinn seldi hún einnig flíkur til að drýgja tekjur heimilisins. Óhætt er að segja að nýtni og vinnusemi hafi verið Merkisfólk- inu í blóð borin og það veganesti sem systkinin tóku með sér út í líf- ið. Dæturnar lærðu handbragð móður sinnar og mömmu fannst sjálfsagt að sauma og prjóna föt á okkur systkinin fram á fullorðins- aldur. Mamma nýtti allt sem hægt var að nýta. Hlutum var ekki hent ef hægt var að finna þeim nýtt hlutverk. Þegar gluggatjöldin í barnaherbergjunum voru tekin niður þar sem þau höfðu þjónað sínu hlutverki í áratugi, datt henni ekki í hug að fleygja þeim heldur gerði úr þeim handklæði. Sigurður, faðir Fjólu, var mikill lungnasjúklingur og eftir að hann lést þurfti amma Una að bera hit- ann og þungann af heimilishald- inu. Fjórtán ára gömul var mamma send í vist til Reykjavík- ur en nokkrum mánuðum síðar fórst móðir hennar með svipleg- um hætti. Foreldramissirinn varð mömmu gífurlegt áfall en hún bar harm sinn í hljóði. Ég held að hún hafi tekist á við þennan missi með einhverjum hætti allt sitt líf. Mamma vann við ýmis störf í Seyðisfirði og Reykjavík næstu ár og gat sér hvarvetna gott orð fyrir vinnusemi og vandvirkni. Þau pabbi kynntust þegar þau unnu bæði á Landspítalanum. Hófu þau búskap á Vesturgötu en reistu sér síðan einbýlishús í Löngubrekku í Kópavogi þar sem mamma sinnti öllu heimilishaldi með glæsibrag. Mamma var mikill náttúruunn- andi og hafði mikla ánægju af því að rækta blóm í garðinum og þar átti hún sínar bestu stundir. Ævikvöldinu eyddi mamma í Lækjasmára, við eitt helsta um- ferðarhorn Kópavogs þar sem hvert háhýsið reis á fætur öðru. Að heimsækja hana þangað var eins og að vera á mörkum tveggja heima. Hjá mömmu var allt í föst- um skorðum, röð og regla á öllum hlutum og eins og tíminn stæði í stað. Hún undi sér best við hann- yrðir og lestur. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist og hafði sínar skoðanir en flest í nútímalifnaðarháttum freistaði ekki. Kapphlaup neyslu- samfélagsins var markleysa sem hvarflaði aldrei að henni að taka þátt í. Hún var hógvær og orð voru dýr, betra var að segja minna en meira. Mamma bað aldrei um neitt og erfitt var að finna gjafir handa henni þar sem hún taldi sig ekkert skorta. Það skipti hana öllu máli að hennar nánustu liði vel og er óhætt að segja að hún hafi lifað í samræmi við það lífsviðhorf. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Elsku Fjóla, nú ertu farin og langar mig að þakka þér fyrir árin okkar. Það var árið 2004 að ég kynnt- ist honum Gulla mínum, hann var hennar næstyngsta barn. Hann var einstæður faðir og átti þrjú börn og alveg ótrúlega þétta fjöl- skyldu. Ætli við Fjóla höfum ekki verið búnar að þekkjast í um tvö ár þeg- ar við sátum saman og ég þakkaði henni fyrir drenginn sem hún bjó til handa mér, henni vöknaði um augun, tók þétt í höndina á mér og sagði að enginn hefði áður þakkað henni fyrir börnin hennar. Oft verður mér hugsað til þessarar stundar sem við áttum og hversu þakklát hún var. Fjóla var ótrúlega lítillát kona og ljúf, tók þarfir annarra fram fyrir sínar eigin og vildi ekki að neinn væri að hafa eitthvað fyrir sér. Ég er þakklát fyrir hversu ern hún var fram til síðasta dags. Elsku Fjóla, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín lifir. Þín tengdadóttir Guðrún Björg. Amma Fjóla var yndisleg kona og mun ég ætíð minnast hennar með mikilli hlýju. Þrátt fyrir mik- inn aldursmun gátum við alltaf spjallað saman um hina ýmsu hluti. Þegar ég kom í heimsókn var hún ætíð tilbúin að gefa manni allan þann mat sem leyndist í eld- húsinu hennar. Amma hefur alltaf verið flink í höndunum og gat að mér virtist alltaf fundið einhver not fyrir jafnvel hina ómerkileg- ustu afgangsbúta. Það er mér minnisstætt þegar amma kenndi mér að prjóna. Ég held ég hafi náð svona átta lykkjum, þó með hjálp hennar. Ég hef alltaf dáðst að því hvað amma gat prjónað fallegar flíkur og gaf hún okkur barnabörnunum ótal pör af vettlingum og sokkum. Mér þykir mjög vænt um þá minningu þegar við litla systir mín heim- sóttum ömmu upp á spítala í vet- ur. Ekki hafði ég oft farið í spít- alaheimsókn og vissi ekki hvernig ég átti að haga mér. Átti maður að vera formlegur? Nei, aldeilis ekki. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund þar sem við spiluðum og hlógum allar þrjár og mér leið eins og ég væri komin heim í stofu til mömmu. Hið allra besta við ömmu var að hún tók manni eins og maður var og reyndi ekki að breyta neinum. Snæfríður Kjartansdóttir. Elsku amma. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna, Hekla Líf Guðlaugsdóttir. Fjóla Oddný Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.