Morgunblaðið - 07.04.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.04.2017, Qupperneq 31
urnir vorum u.þ.b. 10 ára. Ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel. Ég er nokkuð viss um að Rudolf sé mér sammála, þrátt fyrir hafa fengið myndarlegan sólbruna. Ég mun aldrei gleyma minningunni um ömmu að maka nokkrum ís- köldum jógúrtdollum á bakið á mínum elskulega frænda. Eitt af fjölmörgu sem hún amma mín kenndi mér. Kærleikur og umhyggjusemi einkenndi ömmu. Fráfall ömmu skilur eftir sig gríðarlega mikið tóm. Þetta tóm er bein afleiðing þeirra áhrifa sem amma hafði á fólkið í kringum sig og ber skýran vott um að hún hefur sannarlega komið auga á það sem máli skiptir í lífinu. Um leið og ég er þakklátur fyr- ir að Unnur Sigríður hafi fengið að hitta langömmu sína er ég sorgmæddur yfir því að stundir þeirra saman verði ekki fleiri. Ég mun í staðinn sjá til þess að minn- ing ömmu lifi, ekki síst með því að gera mitt allra besta til að Unnur Sigríður verði gædd sömu kostum og langamma hennar. Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Þú trúir því ekki hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég elska þig. Jón Gunnar Ásbjörnsson (Nonni). Elsku amma mín. Það var alltaf svo skemmtilegt hjá okkur. Það sem við gátum hlegið þegar við fífluðumst með Hafnarfjarðarferjuna og frægu ferðina okkar í Fjarðarkaup. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið til þín í kjötsúpu í hádeginu og allra matarsendinganna sem þú varst svo dugleg að senda okk- ur öllum. Ég á svo skemmtilegar myndir af þér og Móheiði sem ég hlakka til að sýna henni og segja sögur af því hversu glæsileg, skemmtileg og góð kona þú varst. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Rudolf Jón Árnason. Fallin er frá vinkona okkar, Halla Daníelsdóttir, eftir langvar- andi og erfið veikindi. Halla fædd- ist á Akureyri og ólst þar upp með foreldrum sínum og tveimur systkinum. Hún minntist oft með gleði æskuáranna í hópi frænd- fólks og vina. Ung fluttist hún suð- ur og fór í húsmæðraskóla að þeirrar tíðar hætti. Þar tókst vin- skapur með þeim skólasystrum sem entist æ síðan. Þær stofnuðu saumaklúbb sem var annarrar gerðar en margir aðrir með sama heiti, þar var nefnilega saumað af kappi. Halla giftist Jóni Ásbjörns- syni og bjuggu þau síðan í Reykja- vík og lengi á Seltjarnarnesi. Þau eignuðust tvö börn og tengda- börn, fimm barnabörn og nú síð- ast Halla tvær langömmustelpur. Halla var stolt af sínu fólki og mátti hún vera það. Kynni okkar hófust fyrir rúm- lega 30 árum. Við fórum oft í hópi góðra vina í sumarbústaði, spiluð- um brids og slógum upp stór- veislum, í matargerð var Halla fremst meðal jafningja. Við fórum árum saman í skíðaferðir til Aust- urríkis en oftast til smábæjar Frakklandsmegin í Pýrenea- fjöllum. Við héldum okkur gjarn- an í aflíðandi brekkum meðan meiri kappar í hópnum lögðu á brattann. Margar ferðir fórum við í hús Höllu á Spáni, einnig til fleiri landa, m.a. í tvær dásamlegar Frakklandsferðir. En eftir allar þessar skemmtilegu ferðir og fínu veislur var ánægjulegt að sitja í eldhúsinu á fallegu heimili hennar Höllu með kaffibolla og heimabak- að. Við glímdum saman við kross- gátu Moggans í mörg ár og höfð- um gaman af því að fetta og bretta hugsunina. Halla var listamaður í höndunum. Þegar unglingur okk- ur tengdur fermdist fyrir allmörg- um árum horfði yngri systir yfir góssið þar sem glóði á skart og glampaði á tölvu í peningahrúg- unni, benti og sagði: Mig langar í svona sokka. Voru það listilega út- prjónaðir ullarsokkar frá Höllu. Skilnaður þeirra Jóns á sínum tíma var Höllu þungbær en lífið hélt áfram og hennar góða fjöl- skylda og vinir stóðu þétt að baki hennar. Síðustu árin voru Höllu erfið. Heilsan var brostin og þrek- ið þvarr. Börnin hennar, tengda- börn og barnabörn sinntu henni af mikilli umhyggju. Þegar sorg og söknuður sækir að er gott að eiga sjóð minninga. Kæra fjölskylda, við samhryggjumst ykkur inni- lega. Geymd er góð minning. Valgerður Kristjónsdóttir, Björn Theodórsson. Mig langar til að skrifa nokkur kveðjuorð til hennar Höllu sem ég var búin að þekkja síðan við vor- um um tvítugt og hún kom nýtrú- lofuð Jóni, frænda mínum, á heim- ili foreldra Jóns á Nýlendugötu 29, þar sem ég var heimagangur. Okkur kom strax vel saman og töpuðum við aldrei okkar góða sambandi þó að leiðir þeirra Jóns skildi og áttum við Garðar alltaf gott samband við Höllu. Hún fór með okkur vestur að Deildará nokkrar ferðir eins og þau Jón höfðu gert áður, öll nutum við okkar vel í kyrrð afskekktrar byggðar þótt við værum orðin þrjú og lentum við í ýmsum æv- intýrum. En eftirminnilegast var þegar Garðar minn vildi bera berjafötuna hennar Höllu yfir Lurká, sem var þá óvenjuvatns- mikil og hann hrasaði og fór á bólakaf í ána, fyrst brá okkur mik- ið en allt breyttist í hlátur þegar sást að allt væri í lagi. Jón og Halla byrjuðu að búa á Nýlendugötunni á hæðinni fyrir ofan foreldra Jóns og eignuðust fljótlega tvö myndarleg börn, sem glöddu ömmu og afa. Mér fannst ég alltaf koma heim er ég kom til frændfólksins á Nýlendugötu sem alltaf var svo gott samband við. Því miður var Halla vinkona mín ekki heilsuhraust síðustu árin en hún lét samt ekkert buga sig og var ótrúlega dugleg að reyna að halda heilsunni. Við hjónin viljum þakka Höllu fyrir allt góða sam- bandið sem við höfðum á lífsleið- inni og aldrei bar skugga á. Fyrir rúmu ári bauð hún nánustu ætt- ingjum Jóns heim með góðri að- stoð systur sinnar og áttum við þá góða stund saman í fallegu íbúð- inni á Hrólfsskálamel, sem Halla fékk allt of stutt að búa í. Ég trúi því að í sumarlandinu hitti ég ykkur öll, ættingja mína og vini, og veit að Halla hefur fengið góða heimkomu til Guðs, eins góð kona og hún var. Við hjónin vottum börnum Höllu og ættingjum innilega samúð og biðj- um þeim Guðs blessunar. Guð veri með þér góða vinkona, Ásta og Garðar. Við kynntumst í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1957-1958. Hópurinn kom víðs vegar að af landinu. Halla kom frá Akureyri. Þetta var skemmtilegur vetur. Við lærðum allt sem átti að gera okkur að góðum húsmæðrum; matargerð, bakstur, fatasaum, út- saum, prjón, hekl, vefnað og þrif meðal annars. Þegar skóla lauk um vorið fóru flestar sem voru utan af landi aft- ur heim. Við sem eftir vorum ákváðum að stofna saumaklúbb. Við vorum 10 og var Halla okkar ein af þeim. Við höfum haldið hópinn allan þennan tíma og á næsta ári verða liðin 60 ár frá því að við byrjuðum að hittast í saumaklúbb. 10 sinnum á ári höfum við hald- ið saumaklúbb til skiptis hjá hver annarri. Það hefur alltaf verið til- hlökkun að mæta í saumaklúbb og ekki síst til Höllu. Hún var snill- ingur í eldamennsku og bakstri og bráðmyndarleg í höndunum. Halla var mjög smekkleg og bar heimili hennar því gott vitni. Á þessum tíma höfum við farið saman ýmsar ferðir, innanlands og utan. Alltaf var Halla hrókur alls fagnaðar. Hún Halla okkar var svo góð og falleg til orðs og æðis, hvað við eigum eftir að sakna hennar sárt. Fjölskyldu Höllu viljum við votta innilega samúð. Fyrir hönd vinkvennanna í saumaklúbbnum, Sigríður Óskarsdóttir. Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. (Steingrímur Thorsteinsson.) Höllu kynntist ég sem móður Ásdísar vinkonu minnar og sá strax að þar var einstök kona á ferð. Glæsileg, klár og gefandi og elskaði að gleðja aðra. Þegar við vinkonurnar hittumst var oftast sending frá henni, kökur, brauð eða annað bakkelsi, ullarsokkar eða önnur listaverk sem hún hafði gert handa okkur. Halla kom að vinna með mér í Má Mí Mó og var í nokkra mánuði að hanna og sauma og ekki tók hún í mál að þiggja laun, sagðist vinna ánægjunnar vegna. Hún var miklu færari en ég í saumaskap og var góð í hönnun og kenndi mér margt verklegt auk þess að miðla mér af lífsreynslu sinni. Við urð- um góðar vinkonur og nutum samvistanna og ég er þakklát fyr- ir samveru okkar. Nú er hún laus við veikindin og komin í faðm ástvina sem hlúa að henni. Ég sendi fjölskyldu Höllu og vinum mínar samúðarkveðjur. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ Jón Hanssonfæddist í Hafnarfirði 29. ágúst 1923. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. mars 2017. Foreldrar hans voru Sesselja Eng- ilrós Helgadóttir, f. 1889, d. 1962, og Hans Sigurbjörns- son, f. 1878, d. 1941. Systkini Jóns voru Hjalti, f. 1909, látinn, Vigdís, f. 1911, lát- in, Sigurbjörn, f. 1914, látinn, Sigríður, f. 1916, látin, Þórdís, f. 1920, látin, Vilborg, f. 1922, lát- in, og Bergþór, f. 1925, látinn. Jón giftist Þorgerði Sigurjóns- dóttur 29. maí 1946, f. 21. ágúst 1923, d. 2. febrúar 2006. Börn þeirra voru: 1) Hafsteinn Hafn- fjörð, f. 3. janúar 1946, giftur Helgu Guðbjartsdóttur, börn þeirra eru Jón Hafnfjörð, Páll Hafnfjörð, Guð- bjartur Hafnfjörð og Guðrún Halla. 2) Guðbjörn Hafn- fjörð, f. 3. janúar 1946, giftur Lydiu V. Jónsson, börn hans eru Jón Þor- geir og Jóhanna Guðrún. 3) Ingi- björg, f. 4. júlí 1948, gift Karli Guð- mundssyni, börn þeirra eru Guðrún Margrét, Þorgerður, Þröstur, Guðbjarni, Alda Björg og Hafþór. 4) Sess- elja, f. 6. október, gift Hreini Sigurgeirssyni, börn þeirra eru Ásdís og Arnar. 5) Gísli, f. 6. september 1957, giftur Noru O’Sullivan Jónsson, hans börn eru Ólöf Hildur, Lilja og Frey- steinn. Aðrir afkomendur eru54 talsins. Jón var jarðsettur frá Hafnar- fjarðarkirkju 27. mars 2017. Elsku pabbi minn kvaddi okkur þann 21. mars á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Betri pabba var ekki hægt að hugsa sér. Foreldrar mínir byggðu sér hús í Háukinn og ól- umst við þar upp, svo fluttu þau í Stóraberg árið 1978 og undu sér vel á fallega heimilinu sínu. Þau voru mikið fyrir að dansa svo tekið var eftir. Eftir að mamma dó bjó hann þar áfram en kaupir sér svo íbúð á Höfn við Sólvangsveg 1 í Hafnar- firði. Pabbi var mikið snyrtimenni og alltaf flottur í tauinu. Hann var mikill hestamaður og var með hesta í hesthúsahverfinu í Hafn- arfirði. Eftir að hann hætti að vinna tók hann að sér að gefa yfir 100 hestum fyrir aðra hestamenn og þetta var morgungangan hjá hon- um í húsin. Eftir að mamma veikt- ist var hún á Sólvangi og það var tekið eftir því hvað hann kom allt- af á sama tíma til að heimsækja hana og sat hjá henni góða stund. Hann var duglegur að fara með okkur krakkana í veiði við Þing- vallavatn og fórum við yfirleitt þangað um hverja helgi. Hann vann fram að hádegi á laugardögum og þá var farið af stað, stundum vorum við í viku og amma Sesselja fór alltaf með okk- ur, fyrir utan margt annað sem þau gerðu með okkur. Hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. febr- úar. Eftir að hann veiktist vorum við mikið hjá honum og vikum ekki frá honum síðustu dagana. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir þær stundir sem ég átti með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir Ingibjörg. Mig langar að minnast föður míns í fáeinum orðum en pabbi náði 93 ára aldri er hann lést 21. mars síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir stutta veru þar. Hann var jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju mánudaginn 27. mars. Eftir standa margar góðar minningar um ljúfan og traustan pabba sem var alltaf hægt að reiða sig á og vildi allt fyrir alla gera. Betri maður er vandfundinn. Margt kemur fram í hugann á þessari stundu, veiðiferðir, ferða- lög innanlands, samvera í Krýsu- vík þar sem hann og mamma undu sér í kofanum sínum innan um hestana sína en þar áttu þau góðar stundir með öðru hestafólki við út- reiðar í sumarnóttinni. Margar voru ferðir barnabarna sem fengu að fljóta með í helgarferðir og kenndi afi þeim að umgangast hestana sína og tók þau með sér í útreiðartúra, einnig voru spilin ekki langt undan, dýrmætar minningar sem gleymast ekki. Pabbi og mamma voru flott á dansgólfinu en þau lærðu dans í nokkur ár hjá Hermanni Ragnars og átti ég ófá danssporin við þenn- an öðlingsmann. Hann fylgdist vel með þjóðlífi og flestum íþróttum og lét engan leik í sjónvarpi fram hjá sér fara. Hann hafði mikinn áhuga á hvað barnabörnin tóku sér fyrir hendur og fylgdist vel með. Mikill dýravinur var hann og var með hesta til margra ára. Hann gegndi ýmsum störfum í Hestamannafélaginu Sörla og var í Krísuvíkurnefnd til nokkurra ára. Hann var vinur vina sinna og var alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Nú hafa mamma og pabbi sameinast á ný en þau voru einstaklega samrýnd hjón. Þakk- læti er efst í huga að hafa átt föður eins og hann. Hvíl i friði, elsku pabbi. Sesselja. Komið er að leiðarlokum og nú kveðjum við afa og langafa sem lést 21. mars á 94. aldursári. Kær- komin hvíld fyrir hann og loksins eru hann og amma sameinuð á ný eftir 11 ára aðskilnað. Þau voru af- skaplega samrýnd hjón og fannst afa oft erfitt ef hann dreymdi ömmu og vaknaði upp um morg- uninn og það rann upp fyrir hon- um að þetta var bara draumur en það lýsir mjög vel hve samrýnd þau voru sem er aðdáunarvert. Afi var hestamaður mikill og ófáar voru ferðirnar og reiðtúr- arnir í Krýsuvík í kofann hjá ömmu og afa. Afi kenndi okkur barnabörnum að umgangast dýr, hvort sem þau voru stór eða smá, af virðingu. Amma og afi voru dugleg að bjóða okkur í ísbíltúr, hvort sem það voru styttri ferðir eða lengri og höfðu áhuga á að vera með okk- ur. Allar minningar ylja á svona stundum og verða ómetanlegar. Undanfarin átta ár fór heilsan að bresta hjá stálhraustum og stoltum manni sem var vanur að hreyfa sig mikið og passaði meðal annars vel upp á viðhaldið á tveggja hæða húsi – lítið mál að klifra upp á bratt þakið og mála með kaðal sem öryggislínu. En afi þekkti vel sín takmörk og minnk- aði við sig þegar hann sá fram á að geta ekki sinnt viðhaldi og aftur afar skynsamur maður þegar hann tilkynnti að hann væri hætt- ur að keyra 92 ára gamall, að nú væri komið gott. Hef ég verið lánsöm að fá að fylgja afa mínum í meðal annars læknisheimsóknir og gantaðist hann við starfsfólkið að hann væri með sína einkahjúkku með sér. Við urðum ágætisteymi ofan á okkar ríku vináttu, enda ræddum við dauðann, gleði og allt milli himins og jarðar og einnig þegar það kæmi að leiðarlokum. Ekki er langt síðan neistinn hvarf hjá honum og vissi ég hvert stefndi. Mér finnst forréttindi að ég fékk að annast afa og hann treysti á að við værum til staðar fyrir hann. Ég er þakklát fyrir allar okkar stundir, allt það sem afi kenndi mér og að dætur mínar fjórar hafi þekkt langafa sinn vel sem er kannski ekki algengt í dag. Þær hlökkuðu til samveru með langafa en hann passaði alltaf upp á að eiga ís til að bjóða upp á. Þessi hjartahlýi klettur fylgd- ist alveg með í öllu því sem maður tók sér fyrir hendur og spurðist frétta þar til undir það síðasta. Elsku afi minn, komið er að leiðarlokum eins og við höfðum talað um og þið amma sameinuð á ný. Hvíldu í friði – þín verður sárt saknað. Ég sakna þín á sumrin, og þegar sólin skín. Er ég heyri í regninu, þá hugsa ég til þín. Ég veit að þú ert alltaf, í huga og hjarta mér. En á samt óskina, að hafa þig enn hér. (SDG) Takk fyrir allt. Ásdís, Karen Fjóla, Helena Líf,Andrea Sif og Elín Freyja. Jón Hansson Vinur minn Garð- ar Eymundsson er horfinn á braut. Við sem héldum að við yrðum að ei- lífu ung erum nú elst og horfum á eftir meisturum okkar og fyrir- myndum með eftirsjá og virðingu og reynum eftir bestu getu að vera ekki þeirra eftirbátar. Það eru mikil forréttindi að alast upp í litlum bæ þar sem all- ir þekkjast og allir hafa hlutverki að gegna í sameiginlegri tilveru. Garðar var stórleikari á bæj- arsviðinu og skilaði hlutverki sínu af kunnáttu og glæsileik. Hann var óhræddur eldhugi, róttækur umbótamaður, lista- smiður og listamálari, söngmað- ur og náttúruunnandi. Ég kynntist honum fyrst þeg- ar ég var lítil stelpa. Hann og afi minn Jón á Álfhóli voru vinir. Einhvern tímann fékk ég að fljóta með þeim í náttúruskoðun- arferð í Breiðdalinn þar sem Garðar opinberaði fyrir mér ger- semarnar, sem dalurinn fól í skauti sínu. Ametystar, jaspisar, glerhallar og geislasteinar, allt varð þetta mér ógleymanlegt æv- intýri. Á þili í stofunni minni heima á ég olíumálverk sem Garðar mál- aði ungur maður og gaf afa mín- um. Ég kom því þannig fyrir að ég horfi inn í það þegar ég drekk morgunkaffið mitt. Myndin er í gullnum haustlit- um af tveim mannverum á lítilli Garðar Eymundsson ✝ Garðar Ey-mundsson fæddist 29. júní 1926. Hann lést 16. mars 2017. Útförin fór fram 31. mars 2017. skektu á lygnu vatni í dulúðugu landslagi sem er hvorki þessa heims né annars. Handbragðið er óaðfinnanlegt og mótífið sýnir inn í hugarheim róman- tísks náttúruunn- anda. Þegar ég full- orðnaðist tengd- umst við Garðar nánar vegna sameiginlegs áhuga á húsvernd og listum. Þegar þau hjónin, hann og Kalla, gáfu áhugafólki um mynd- list og menningu glæsihúsið Skaftfell. varð það tilefni margra hugarflugsfunda með skemmti- legu og frjóu fólki. Svo undarlega skipaðist til að ég, sem var arkitektinn að endurbótunum, var gerð að byggingarstjóra yfir þessum þaulreynda smið. Hann tók því vel, hlustaði á það sem honum þótti skynsamlegt en sleppti hinu. Þessi rausnarlega gjöf þeirra hjóna skipti sköpum fyrir það listalíf sem byrjaði að spíra í firð- inum á síðasta ártug síðustu ald- ar. Þannig lagði listmálarinn Garðar grunninn að listsköpun framtíðar í bænum sem fóstraði hann. Það er gott. Það verður tómlegt að koma í fjörðinn vitandi að vinur minn er þar ekki lengur. Megi andi hans og annarra genginna góðra Seyðfirðinga vaka yfir bænum okkar. Ég sendi Köllu og krökkunum öllum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Þóra Bergný Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.