Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 32

Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ SigurjónSteinsson fæddist á Hring í Stíflu 22. maí 1929. Hann lést á HSN Siglufirði 25. mars 2017. Foreldrar Sig- urjóns voru Steinn Jónsson bóndi, f. 12. mars 1898, d. 6. mars 1982, og El- ínbjörg Hjálm- arsdóttir, f. 24. október 1888, d. 29. september 1964. Sigurjón kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svölu Bjarnadóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 6. apríl 1937, 26. desember 1964. Synir þeirra eru: a) Sigurður f. 19. desember 1965, kvæntur Huldu Magn- 7. júlí 1998, Fanney, f. 29. júní 1922, d. 4. apríl 1901, Jón Gest- ur, f. 25. ágúst 1924, d. 12. júní 1926, Hulda, f. 4. febrúar 1927. Systkini samfeðra: Hreinn, f. 26. mars 1934, d. 9. desember 1916, Regína, f. 26. mars 1937, Jó- hann, f. 7. september 1945, og Sigrún, f. 29. apríl 1951. Sig- urjón flutti frá Nefstöðum í Fljótum til Siglufjarðar vorið 1961. Hann starfaði sem vörubíl- stjóri alla tíð eða allt þar til hann seldi vörubifreið sína árið 2014, þá 85 ára gamall. Sigurjón var mikill harmonikkuunnandi, hann var sjálflærður og byrjaði að spila á harmonikku 14 ára gamall. Hann spilaði víða og kom m.a. fram í mörg ár á sölt- unarsýningum Síldarminja- safnsins á Siglufirði. Útför Sigurjóns fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 7. apríl 2017, klukkan 14. úsardóttur, f. 24. febrúar 1962, börn þeirra eru Linda Hrönn, f. 2. mars 1986, gift Halldóri Páli Jóhannssyni og eiga þau saman eina dóttur, Heru Sóleyju, f. 24. nóv- ember 2008. Sig- urjón Ólafur, f. 4. júlí 1994, og Helga Eir, f. 9. febrúar 1996. b) Júlíus Helgi, f. 26. ágúst 1971, í sambúð með Hönnu Bryndísi Þórisdóttur Axels, f. 2. febrúar 1970, dætur Hönnu Bryndísar eru Silja Ýr, f. 7. febr- úar 1992, og Lydía Ýr, f. 16. jan- úar 1995. Systkini Sigurjóns: Ingólfur, f. 1. september 1919, d. Elsku Ninni minn, nú er komið að leiðarlokum. Ég veit ekki hvernig lífið verður núna án þín, við vorum samrýnd hjón og eftir að við hættum að vinna gerðum við nánast allt saman, fórum okk- ar daglegu rúnta og gengum oft suður á fjörð, ég mun sakna þess. Ég veit að strákarnir okkar sem þú varst svo stoltur af passa upp á mig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þú varst minn besti vinur. Ég elska þig og mun hitta þig á ný í Sumarlandinu góða. Þín Svala. Elsku pabbi, ein af fyrstu minn- ingunum sem koma upp í hugann var að vera með þér í vörubílnum, ég gat eytt heilu og hálfu dögunum með þér og fannst alltaf jafn gam- an, svo þegar ég varð eldri rædd- um við mikið um bíla því þar áttum við sameiginlegt áhugamál. Ég sat í sófanum heima hjá þér og mömmu stuttu eftir að þú fórst í Sumarlandið og var að skoða eitt- hvað á netinu og sá gamlan vörubíl. Ég stóð upp til þess að sýna þér því að mér fannst þú vera í eldhúsinu en áttaði mig á að þú varst ekki þar. Ég er svo þakklátur fyrir hvað við áttum góðan tíma saman. Þó að ég væri lengi í burtu á sjó reyndi ég alltaf að hringja á tveggja daga fresti og þú varst alltaf svo glaður að sjá mig þegar ég kom í land. Hlutverkin víxluðust hjá okkur síð- ustu árin, þá keyrði ég fyrir ykkur mömmu þegar þið þurftuð að fara út úr bænum. Ég sakna þín óskaplega mikið, elsku pabbi minn, og ég veit að þú fylgist með okkur og ég passa upp á mömmu fyrir þig. Ég elska þig, pabbi minn, og þú kemur og nærð í mig þegar minn tími kemur. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson.) Þinn sonur Júlíus. Í dag kveð ég merkilegan mann, stóran og sterkan en jafn- framt blíðan og góðan. Ég var svo heppinn að eiga þennan mann sem föður og að hafa haft hann sem stóran hluta af lífi mínu í yfir 50 ár, í lífi sem einkenndist af endalaus- um stuðningi við mig og mína, nánast sama um hvað var að ræða. Elsku pabbi, ég kveð þig með óendanlegum söknuði en þakka jafnframt fyrir öll árin okkar sam- an. Ég veit þú situr og vakir yfir okkur og tekur eflaust eitt og eitt lag á nikkuna á meðan. Hvíl í friði. Þinn sonur, Sigurður. Þó að við vitum að þetta sé okk- ar allra leið, að hverfa að lokum frá þessu jarðlífi, er eins og það komi okkur alltaf á óvart og við er- um einhvern veginn aldrei viðbúin þegar höggvið er skarð í ástvina- hópinn, hvað þá þegar það ber svo brátt að. Mig langar að rita örfáar línur til að minnast Sigurjóns tengda- föður míns, eða Ninna eins og hann var ætíð kallaður. Kynni okkar hófust fyrir um 27 árum er ég og Siddi sonur hans hófum okk- ar samband. Ég tel mig hafa verið mjög lánsama að fá að kynnast þessum einstaka manni, manni sem var alltaf til taks, alltaf boðinn og búinn að aðstoða á allan þann hátt sem hann mögulega gat. Hann var umhyggjusamur og blíður en jafnframt ákveðinn. Hann bar alltaf hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og held að það sé ekkert sem hann hefði ekki fyr- ir okkur gert. Barnabörnunum þremur, Lindu, Sigurjóni og Helgu, reyndist hann einnig ein- stakur afi, bar þau alltaf á höndum sér og hafði mikið yndi af þeim. Þegar þau voru yngri þurfti ekki nema eitt símtal til afa: „Afi, viltu koma að sækja mig.“ Þá var hann mættur á svæðið um leið. Það var alltaf svo gott að vera hjá afa Ninna og ömmu Svölu. Stundirnar voru þeim ekki síður dýrmætar eftir að þau komust á fullorðinsár, ég veit að þau eiga eftir að sakna afa síns mikið en eiga frábærar og skemmtilegar minningar um ynd- islegan afa sem á eftir að ylja þeim um hjartarætur um ókomna tíð. Elsku Ninni minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína. Megi góður Guð geyma þig. Þín tengdadóttir, Hulda. Í dag kveð ég yndislega afa minn, orð fá því ekki lýst hversu mikið mér þykir vænt um hann og hvað ég sakna hans mikið. Frá því að ég var pínulítil þótti mér alltaf gaman að vera hjá ömmu og afa og var afi alltaf svo góður við mig. Hann var mikið meira en bara afi minn, hann var góður vinur minn og við gátum alltaf setið og spjall- að og hlegið saman. Ég fann það líka hversu vænt afa þótti um mig, en hann vildi helst bara hafa mig heima á Sigló, en þegar ég flutti til Danmerkur var hann svo hræddur um að ég kæmi aldrei aftur heim. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar okkar saman, elsku afi minn, þú ert flottasti eng- illinn á himnum. Þín afastelpa Helga Eir. Mig langar til að minnast vinar míns Sigurjóns Steinssonar, eða Ninna eins og hann var oftast kall- aður, í örfáum orðum. Ninni var sannur Fljótamaður, ættaður úr Stíflunni þar sem hann ólst upp. Hann byrjaði snemma að spila á harmonikku og var fyrir- myndin systir hans sem einnig spilaði. Ekki voru hljóðfæraleikar- ar á hverjum bæ og var því snemma farið að spila fyrir dansi á skemmtunum bæði í Fljótum og Ólafsfirði. Það var ekki talið eftir sér að labba á skíðum yfir Lág- heiðina með harmonikkuna á bak- inu ef einhver skemmtun var í Ólafsfirði. Það var alla tíð áberandi í leik Ninna að hann var vanur að spila dansmúsík, því alltaf var passað að spila í danstakti og takt- fast. Ninni flutti til Siglufjarðar upp úr 1960, hóf þar búskap og fór strax að keyra vörubíl á bílastöð- inni. F 200 var alltaf með flottustu vörubílunum, enda maðurinn snyrtimenni fram í fingurgóma og með hæfilega bíladellu. Eftir komuna til Siglufjarðar lagðist harmonikkuleikurinn af að mestu og aðeins tekið í nikkuna í góðra vina hópi. Það var svo fyrir 25 árum að nokkrir harmonikkuleikarar og aðrir tóku sig saman og stofnuðu Harmonikkufélag Siglufjarðar. Eftir nokkra umhugsun gekk Ninni til liðs við þann hóp og var þá ekki aftur snúið. Ninni spilaði með félaginu meðan það var við lýði og var spilandi allar götur síð- an. Hann var duglegur að spila á söltunarsýningum hjá Síldar- minjasafninu og öðrum viðburðum þar. Það var svo eftir samveruna í Harmonikkufélaginu að við Ninni fórum að spila saman við hin ýmsu tækifæri, hann á nikkuna og ég á bassann. Oft var trommari fenginn til hjálpar. Síðan þróaðist þetta út í meiri spilamennsku og var stofn- uð fimm mann hljómsveit, Heldri- menn. Æfingatími þeirrar hljóm- sveitar var alla laugardags- morgna frá kl. 10 til 12 og ekki slegið slöku við. Sú hljómsveit spilaði við hin ýmsu tækifæri og náði að gefa út einn geisladisk. Þá hafði Ninni þegar spilað inn á disk upp á sitt einsdæmi. Á síðasta ári var farið að þynn- ast í hópi þeirra Heldrimanna vegna veikinda og dauðsfalla en ekki lagði Ninni nikkuna á hilluna. Hann fékk til liðs við sig ungan harmonikkuleikara. Oftar en ekki var ég með á bassann. Spilað var saman allar götur þar til Ninni veiktist fyrir skömmu og hvarf úr þessari jarðvist eftir stutta sjúk- dómslegu. Innilegar þakkir fyrir þann tíma sem við áttum saman í þessu spiliríi okkar. Aldrei bar skugga á samkomulagið, aldrei ósætti eða fýla. Þín verður sárt saknað. Ekki hvað síst hjá eldri borgurum sem nutu þess að dansa við músíkina þína í Skálarhlíð á sunnudögum. Við Haukur Orri ætlum að halda uppi merkinu. Svölu og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigurður Ómar Hauksson. Í dag er borinn til grafar Sig- urjón Steinsson, Ninni, vörubíl- stjóri og harmonikkuleikari á Siglufirði. Við undirrituð, starfs- menn Síldarminjasafns Íslands, sjáum á bak traustum samstarfs- manni og félaga. Nefna má þrennt sem tengdi Ninna við safnið: harmonikkuna, vörubílinn og síldina. Ungur drengur hreifst Ninni af tónlistaráhuga og færni sveitunga sinna í Fljótum. Heima á Hring í Stíflu hafði hann stolist í harmo- nikku eldri systur sinnar og fékk síðan slíkt hljóðfæri í fermingar- gjöf í fyllingu tímans. Eftir þrot- lausar æfingar næstu misserin fór hann að spila á skemmtunum. Og hversu merkilegt er það nú og frá- sagnarvert að tíðum gekk hann, Sigurjón Steinsson ✝ Sesselja HrönnGuðmunds- dóttir fæddist í Stykkishólmi 26. nóvember 1942. Hún lést 29. mars 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Kristján Ágústsson lagervörður í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi, f. 4. desember 1918, d. 3. desember 1978, og Fjóla Sigurðardóttir húsmóðir, f. 13. apríl 1914. d. 16. september 1999. Bræður Sess- elju eru Örn Ágúst Guðmunds- son, f. 28. september 1938, og Sigurður Guðmundsson, f. 17. febrúar 1946. Eiginmaður Sess- elju var Eðvarð Geirsson flug- virki, f. 13. júlí 1939, d. 27. júní 1984. Sesselja eignaðist þrjú börn: 1) Fjólu Eðvarðsdóttur, f. 20. mars 1965, eiginmaður henn- ar er Justin Wallace. Dætur Fjólu eru Elísabet Hrönn Fjóludóttir, f. 15. september 1986, og Sylvía Guðrún Fjólud. Wallace, f. 4. októ- ber 1996. 2) Geir Eðvarðsson, f. 8. desember 1968. 3) Ingibjörg Sólveig Eðvarðsdóttir, f. 16. júlí 1973, eigin- maður hennar er Baldur Ingi Sæmundsson. Börn Ingibjargar eru Eðvarð Geir Holt, f. 30. júní 1994, Emma Ósk Baldursdóttir, f. 17. febrúar 2005, Inga Fjóla Baldursdóttir, f. 15. júní 2011, og Ronja Valgý Baldursdóttir, f. 16. júní 2013. Sesselja var lengst af heima- vinnandi húsmóðir en starfaði hjá Icelandair og Hagstofu Ís- lands á árunum 1988 til 1995. Jarðarförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 7. apríl 2017, klukkan 13. Amma mín. Elsku besta amma mín, nú þeg- ar komið er að kveðjustund er erf- itt að átta sig á því hvar er best að byrja. Það er svo margt sem ég er þakklát fyrir þegar ég hugsa um tímann okkar saman. Þú varst svo miklu meira en amma fyrir mér, þú varst uppalandi og góður vinur sem var ávallt til staðar fyrir mig. Þú kenndir mér að vera góð manneskja og að sjá það sem skiptir mestu máli í lífinu. Því það sem er mikilvægast er að sjálf- sögðu fjölskyldan, vinir og að passa upp á að eiga góðar stundir með sínum nánustu. Þrátt fyrir að þú, elsku amma, þyrftir að berjast við veikindi nánast allt þitt líf hef ég ekki hitt sterkari né ákveðnari konu en þig. Þú vildir lifa og njóta lífsins, þú kenndir okkur fjölskyld- unni að gera það sama og aldrei ef- aðist maður um að þú elskaðir mann. Það sem ég mun aldrei gleyma er að í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til þín brostirðu svo fallega til mín og sagðir: „Elsk- an mín, ertu komin, það er svo gott að sjá þig.“ Ég mun aldrei heyra Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir ✝ Jóna BertaJónsdóttir fæddist 6. október 1931. Hún lést 2. apríl 2017 á Sjúkrahúsi Akur- eyrar. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Þórhannesdóttir, f. 17. júní 1902, d. 4. mars 1941, og Jón Guðjónsson, f. 18. mars 1903, d. 9. maí 1969. Seinni kona Jóns var Þorgerð- ur Einarsdóttir, f. 5. ágúst 1910, d. 13. september 1985. Systkini sam- mæðra voru Krist- björn og Stella. Systir samfeðra er Hrafnhildur og fóstursystir Gréta. Börn Jónu Bertu eru: 1) Þorgerður Jóna, maki Helgi Aðalsteinsson. Þeirra börn, Jón Þór, Aðalsteinn, Sumarliði og Mar- grét Kristín og eru barnabörn- in 13. 2) Guðmundur Jóhann, maki Sólveig Þóra Arnfinns- dóttir. Þeirra börn eru Krist- inn, Gísli, Heiða Berta, Finnur Freyr, Steinunn Hödd og Eydís Ögn. Barnabörnin eru 11. 3) Sigurður Hrafn, maki Heiða Kristín Kolbeinsdóttir. Þeirra börn eru Viktor Andri, Arnór Snær og Karítas Katla. Jóna Berta ólst upp á Akureyri og bjó þar alla sína ævi. Hún vann við ýmis störf, t.d. vann hún á Sambandsverksmiðjunum og á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hún starfaði í yfir tuttugu ár fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, lengst af sem formaður nefnd- arinnar. Á 150 ára afmæli Akureyrarbæjar var hún gerð að heiðursborgara bæjarins. Hún var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu fyrir vel unnin störf að mannúðarmálum. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 7. apríl 2017, klukkan 13.30. Mesta fyrirmynd okkar er nú fallin frá. Þó að við séum hlutdræg var amma Berta best í öllum heiminum. Hún leysti ráðgátuna um hvað lífið raunverulega snýst um. Amma kenndi okkur að lífið snýst um fjölskylduna. Um ástina. Um að styðja hvert annað án tak- marka. Að vera þakklát fyrir heilsuna og hvert annað. Að verja tíma saman. Að njóta. Að hjálpa þeim sem minna mega sín. Að borða góðan mat með þeim sem maður elskar. Að biðja bænirnar sínar. Að vera jákvæður. Að sýna samferðarmönnum sínum virð- ingu. Að hafa trú á sjálfum sér. Að gefast ekki upp þótt á móti blási. Við erum ríkari og betri mann- eskjur eftir að hafa fengið að hafa ömmu Bertu í lífi okkar. Að sama skapi er heimurinn nú fátækari án hennar. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur. Jón Þór, Aðalsteinn, Sumarliði og Margrét. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Í dag, þegar við kveðjum okkar elskulegu „frænku“, eins og við kölluðum hana alltaf, leitar ekki bara á hugann söknuður heldur ekki síður innilegt þakklæti fyrir samvistir liðinna ára. Jóna frænka átti mikla hlýju að gefa og væntumþykja hennar og stolt af fjölskyldu sinni og skyld- fólki var ósvikið. Okkur er í fersku minni þegar við fórum í okkar fyrsta ferðalag saman til Akureyrar, ungt par með sex mánaða dreng. Þá var ekki tekið annað í mál, en að gist væri á Strandgötunni, þar sem beinlínis var gengið úr rúmi fyrir unga fólkið. Sannarlega var það heldur ekki í síðasta skiptið sem þannig var tekið á móti okkur og börnunum okkar þegar leiðir lágu norður. Jóna frænka var einstök kona, sem gaman var að ræða við um hin ýmsu málefni líðandi stundar. Al- þýðukona með ákveðnar skoðanir, sem bar hag þeirra sem minna mega sín í samfélagi okkar ætíð fyrir brjósti sér. Þetta lýsti sér einkar vel í starfi hennar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar til fjölda ára. Það fyllti okkur ættingja henn- ar því miklu stolti þegar forseti Ís- lands sæmdi hana heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum hinn 17. júní 2013 fyrir störf hennar að mannúðar- málum. Fyrir rúmri viku þegar við hitt- umst síðast sáum við og fundum að líkaminn var orðinn þreyttur þó að hugurinn væri enn nokkuð skýr og þótti okkur vænt um mót- tökurnar þegar við komum. „Nei, eruð þetta þið, elskurnar?“ en þannig tók hún alltaf á móti okkur. Nú að leiðarlokum vottum við börnum hennar og öllum afkom- endum okkar innilegustu samúð um leið og við þökkum þá hlýju og ástúð sem hún sýndi ætíð okkur og börnum okkar. Minningin um einstaka konu mun lifa. Þorsteinn og Gerður. Jóna Berta Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.