Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 39

Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Fólk er hvergi óhult fyrirglæpum og Hjaltland erekki öruggari staður enLundúnir ef því er að skipta. Í glæpasögunni Hrafna- myrkri dregur Ann Cleeves upp trú- verðuga mynd af lífinu í fámenninu á Hjaltlandseyjum, þar sem allir þekkja alla, en ógnvænlegir at- burðir gerast þar sem annars staðar. Litlar eyjar eru ævintýraheimur út af fyrir sig, rétt eins og aðrir staðir fjarri ys stór- borga. Í fámenninu virðast hefðir oft ríkari en annars staðar, allir treysta öllum og ekkert slæmt ger- ist. Að minnsta kosti ekki á yf- irborðinu. En þar sem er fólk er viðbúið að vandamál eigi sér stað, jafnvel og ekki síður þótt allir séu skyldir eða tengdir. Einelti þekkist í skólum, einfarar búa á meðal ann- arra og þótt ekki beri á miklum vandræðum eiga margir við erf- iðleika að stríða. Ann Cleeves fangar þetta and- rúmsloft í bókinni, vefur það í kald- an búning janúarmánaðar og lyftir hulunni af gömlu máli samfara því að beina augum að líkfundi. Þetta er ein af þessum þægilegu glæpasögum, þar sem nokkurs kon- ar kyrrð ríkir þrátt fyrir glæpi. Tengingar fólksins gera það að verkum að ótti sem slíkur grípur ekki um sig, lífið gengur áfram sinn vanagang að mestu en engu að síður eru eyjarskeggjar á varðbergi. Í aðra röndina er Hrafnamyrkur víðtæk fjölskyldusaga með áherslu á atburði líðandi stundar. Um leið er sögupunktum kastað inn, eins og til dæmis fróðleiksmola um Friðar- eyjarprjón, hvaðan það er upp- runnið og hvernig það tengist einni helstu persónu sögunnar, Jimmy Perez lögregluforingja. Sagan rennur ágætlega og per- sónusköpun höfundar er ágæt. Ann Cleeves lýsir eyjarskeggjum eins og þeir eru, en víndrykkja 16 ára stúlkna í boði fullorðinna passar ekki inn í aðrar lýsingar. Þetta er ekki bara glæpasaga heldur saga fá- mennis með kostum þess og ekki síður göllum. Trúverðug Ann Cleeves dregur upp trúverðuga mynd af lífinu í fámenn- inu á Hjaltlandseyjum. Litlar tjarnir ekki síður varasamar Glæpasaga Hrafnamyrkur bbbmn Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla 2017. Kilja. 334 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Snjór og Salóme Salóme og Hrafn eru bestu vinir, leigja saman íbúð og hafa stundum verið kærustupar líka. Babb kemur í bátinn þegar Hrafn fær þær frétt- ir að hann eigi von á barni með Rík- eyju nokkurri og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni þegar sú ólétta flytur inn á heimili þeirra Hrafns. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Sig- urður Anton Friðþjófsson og með aðalhlutverk fara Anna Hafþórs- dóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir og Vigfús Þormar Gunnarsson. Dýrin í Hálsaskógi Norsk „stop motion“ kvikmynd unnin upp úr sögunni góðkunnu um Lilla klifurmús, Mikka ref og öll hin dýrin í skóginum. Dýrunum stend- ur ógn af Mikka ref og Patta brodd- gelti sem vilja gæða sér á smádýr- um skógarins. Þegar Bangsa litla er rænt þurfa dýrin að snúa bökum saman til að bjarga honum. Leik- stjóri myndarinnar er Rasmus A. Sivertsen og helstu leikarar í ís- lenskri talsetningu eru Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason, Þór- hallur Sigurðsson/Laddi, Orri Hug- inn Ágústsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Ævar Þór Benedikts- son. Gagnrýni norskra fjölmiðla um myndina hefur verið í jákvæðari kantinum, Dagbladet gaf henni fullt hús stiga og Aftenposten og Dag- savisen fimm stjörnur af sex mögu- legum, svo dæmi séu tekin. I, Daniel Blake Daniel Blake er 59 ára gamall smið- ur sem er nýbúinn að fá hjartaáfall. Læknirinn hans segir honum að hann megi ekki vinna en eftir að hafa svarað fáránlegum spurn- ingum skrifstofumanns segir kerfið hins vegar að hann sé vinnufær. Í kjölfarið tekur við löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfi. Myndin hefur m.a. hlotið Gull- pálmann á Cannes og BAFTA- verðlaun fyrir bestu bresku mynd ársins. Leikstjóri er Ken Loach og með aðalhlutverk fara Dave Johns, Hayley Squires, Sharon Percy. Rotten Tomatoes: 93% Glory/Slava Veröld fátæka verkamannsins Tsanko Petrov umturnast þegar hann finnur mikið af reiðufé við vinnu sína á járnbrautarteinum í Búlgaríu. Hann ákveður að gera lögreglu viðvart, en þegar stjórn- málamenn komast á snoðir um sög- una vilja þeir gera Tsanko að hetju í innlendum fjölmiðlum. Glory heitir á frummálinu Slava og er önnur kvikmyndin í trílógíu leikstjóranna Kristinu Grozeva og Petar Valcha- nov sem fjallar á félagslega raun- sæjan hátt um spillingu og stétta- skiptingu í nútímasamfélagi Búlgaríu og hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Með aðalhlutverk fara Stefan Denolyubov, Margita Gosheva og Ana Bratoeva. Rotten Tomatoes: 100% Jesús, furðumynd og barnamyndir Söngleikjamyndin Jesus Christ Su- perstar, eftir leikstjórann Norman Jewison, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld á sérstakri föstudagspartí- sýningu og á sunnudaginn mun bíó- klúbburinn Svartir sunnudagar sýna furðumyndina Spider Baby eft- ir Jack Hill frá árinu 1967. Barna- kvikmyndahátíð bíósins stendur auk þess yfir og lýkur 9. apríl. Bíófrumsýningar Salóme, dýr og verðlaunamyndir Raunsæisverk Úr Glory, annarri kvikmyndinni í þríleik sem fjallar um spillingu og stéttaskiptingu í nútímasamfélagi Búlgaríu. Í frétt í blaðinu í gær um uppfærslu Nemenda- óperu Söngskólans í Reykjavík á Töfraflautunni eftir Mozart í Edinborgarhúsinu á Ísafirði lædd- ist inn rangur sýningartími og er beðist velvirð- ingar á því. Hið rétta er að sýningin verður í kvöld, föstudag, kl. 19.30, en húsið verður opnað kl. 18. Í sýningunni koma fram yfir tuttugu nem- endur Söngskólans auk þess sem frá Ísafirði bætast við Aron Ottó Jóhannsson og Pétur Ernir Svavarsson, Karlakórinn Ernir og Sunnukórinn. Leikstjóri er Sibylle Köll, píanóleikari Hrönn Þráinsdóttir og stjórnandi Garðar Cortes. Töfraflautan sýnd í kvöld LEIÐRÉTT Ísak Óli Sævarsson opnar sýn- inguna Tinni í túninu heima í Lista- sal Mosfellsbæjar á morgun, laug- ardag, kl. 14. „Þar mun Ísak Óli sýna tugi af Tinnamyndum sem hann hefur málað undanfarin ár, en Ísak Óli er að öllum líkindum manna fróðastur hérlendis um Tinnabækurnar,“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Sýn- ingin verður opin til 13. maí. Tinni í túninu heima opnuð í Listasal Mosfellsbæjar Listamaðurinn Ísak Óli Sævarsson. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fös 28/4 kl. 20:00 16. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fös 7/4 kl. 20:00 20. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Fim 20/4 kl. 20:00 21. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 31. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 22. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 32. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 23. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 24. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 157 sýn. Lau 6/5 kl. 20:00 162 sýn. Mið 24/5 kl. 20:00 167 sýn. Þri 11/4 kl. 20:00 158 sýn. Fös 12/5 kl. 20:00 163 sýn. Fim 25/5 kl. 20:00 168 sýn. Mið 19/4 kl. 20:00 159 sýn. Lau 13/5 kl. 13:00 164 sýn. Fös 26/5 kl. 20:00 169 sýn. Lau 22/4 kl. 20:00 160 sýn. Fös 19/5 kl. 20:00 165 sýn. Lau 27/5 kl. 20:00 170 sýn. Fös 28/4 kl. 20:00 161 sýn. Lau 20/5 kl. 13:00 166 sýn. Sun 28/5 kl. 20:00 171 sýn. Gleðisprengjan heldur áfram! Síðustu sýningar. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Síðustu sýningar! Fórn (Allt húsið) Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar. Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 16:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Sun 23/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 23/4 kl. 19:30 Sun 30/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 7/4 kl. 19:00 Festival Mið 12/4 kl. 20:00 Mið 26/4 kl. 20:00 Lau 8/4 kl. 19:00 Festival Mið 19/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Álfahöllin (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 19:30 Frums Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 Mið 19/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.