Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Verð frá369.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
á mann m.v. tvo í ytri klefa með svölum.
Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson
Miðjarðarhafið
og Barcelona
Sigling með Freedom of the Seas | 8.–18. sept.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Fjárfestar bíða eftir starfsleyfinu
Hægst hefur á fjármögnun Thorsil vegna kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
John Fenger, stjórnarformaður
kísilversins Thorsil, segir kæru
Landverndar, Náttúruverndar-
samtaka Suðvesturlands og hóps
íbúa í Reykjanesbæ vegna starfs-
leyfis fyrirtækisins til úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamál
hafa hægt á fjárfestingum í fyr-
irtækinu.
„Vonandi mun úrskurðarnefnd
ganga frá leyfinu innan tíðar, hún
hefur þrjá mánuði til þess. Allt það
ferli hefur hægt á því að við getum
gengið frá fjármögnun,“ segir
John. Hann segir að fyrirtækið
vinni ennþá að því að ganga frá
allri fjármögnun og býst sterklega
við því að allt verði klárt eftir nið-
urstöðu nefndarinnar.
Kísilver almennt lyktarlaus
Hann segir uppákomurnar hjá
United Silicon í Helguvík, þar sem
fyrirhugað er að reisa kísilver
Thorsil, og umræðuna sem hefur
skapast í kjölfarið ekki hjálpa til
við fjárfestingar í fyrirtækinu, en
tekur fram að slíkir hlutir séu ekki
algengir í kísilverksmiðjum. „Ég
hef unnið við
þetta stóran
hluti ævinnar og
rekið svona
verksmiðjur í
Noregi og Norð-
ur-Ameríku og
það hefur aldrei
komið lykt úr
svona verk-
smiðjum. Það á
ekki að koma lykt úr þeim, það er
ekki þekkt fyrirbæri,“ segir John
en hann hefur starfað í yfir 40 ár í
málmiðnaðinum og við rekstur kís-
ilverksmiðja. Hann bendir einnig á
að í starfsleyfi fyrirtækisins sé
sérstaklega tekið fram að starf-
semin eigi að vera lyktarlaus. „Við
munum auðvitað hlíta því,“ segir
John en slík krafa var viðbót í
starfsleyfið vegna United Silicon.
Strangari kröfur á Íslandi
Hann bendir jafnframt á að um-
hverfiskröfurnar í starfsleyfinu
hérlendis séu mun strangari en
gengur og gerist í Skandinavíu.
„Algengt er víða um heim að kísil-
verksmiðjur séu nálægt byggð.
Mjög margar verksmiðjur, t.d. í
Noregi, eru nálægt bæjum eða
hreinlega inni í bæjum,“ segir
John og nefnir m.a. kísilverk-
smiðju Elkem í Bremanger í Nor-
egi. Hann segir að allir sem koma
að Thorsil hafi ennþá fulla trú á
verkefninu. „Þetta er sterkt verk-
efni og er mjög vel undirbúið.
Markaðurinn er á mikilli uppleið,
það er mikil eftirspurn eftir kísil-
málmi í heiminum. Við erum búin
að tryggja sölu á rúmlega 80% af
vörunni til fjársterkra aðila, við
erum búin að tryggja hráefni fyrir
verksmiðjuna, raforku og allt sem
þarf til,“ segir John og bætir við
að nú vanti bara starfsleyfið.
John Fenger
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bláa lónið og athafnasvæði þess
verður lokað frá og með morgundeg-
inum, 23. apríl, til og með næstkom-
andi fimmtudegi, 27. apríl. Þannig
háttar til að setja þarf niður
jarðsjávarlögn á svæðinu og sú
framkvæmd er hluti af byggingu
heilsulindarinnar Lava Cove.
Miklar framkvæmdir
Stefnt er að opnun heilsulindar-
innar í haust svo og hótels sem verð-
ur starfrækt undir nafninu Moss
Hotel. Lögnin mun flytja jarðsjó inn
á lónsvæði lindarinnar og hótelsins.
Nýframkvæmdunum öllum miðar
vel áfram og lýkur í haust þegar hin
nýja heilsulind og hótel verða tekin í
notkun. Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir er alls um 6 milljarðar
króna.
„Við innleiddum aðgangsstýringu
fyrir nokkru og það fyrirkomulag
hefur gefist afar vel. Allir okkar
gestir bóka heimsókn sína því fyrir-
fram og þannig náum við að stýra
umferð. Við lokuðum því fyrir bók-
anir þá daga sem verður lokað hjá
okkur nú í apríl,“ segir Magnea Guð-
mundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa
lónsins. Hún segir þessar ráðstafan-
ir hafa komið í veg fyrir núning sem
hefði getað skapast vegna lokunar
staðarins.
Skilningur sýndur
„Við kynntum lokunina einnig fyr-
ir samstarfsfyrirtækjum okkar í
ferðaþjónustu síðastliðið haust. Við-
brögð þeirra hafa verið góð og þau
hafa sýnt verkefninu skilning,“ segir
Magnea. sbs@mbl.is
Lónið lokað næstu daga
Jarðsjávarlögn
við nýja heilsulind í
Bláa lóninu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blátt Framkvæmdir standa yfir og
því þarf að loka lóninu um hríð.
næsta ári. Stórt
svæði er undir í
byrjun sem svo
verður þrengt
niður samkvæmt
þeim rannsókn-
arniðurstöðum
sem aflast,“ seg-
ir Skúli Thor-
oddsen, lögfræð-
ingur hjá
Umhverf-
isstofnun.
Bæði norðan við landið og sunn-
an við Reykjanes segir hann vera
þekktar jarðhitaslóðir sem borað
sé í af háum pöllum, líkt og í olíu-
leit. Munurinn sé sá að á pallinum
sé komið fyrir túrbínu til fram-
leiðslu á rafmagni, sem svo sé flutt
með kapli í land. sbs@mbl.is
Orkustofnun hefur veitt fyrirtæk-
inu North Tech Energy ehf. leyfi
til rannsókna og leitar á jarðhita á
tveimur rannsóknarsvæðum á
hafsbotni, það er til suðvesturs út
af Reykjanestá og úti fyrir Norð-
urlandi milli Tröllaskaga og Mel-
rakkasléttu. Ætlunin með þessu er
að afla upplýsinga svo meta megi
háhitasvæði til orkuframleiðslu.
Í byrjun á að leita fýsilegra
svæða til raforkuframleiðslu og
stíga svo skrefinu lengra í rann-
sóknarvinnu á síðara tímabilinu.
Leyfið sem Orkustofnun gefur út
veitir North Tech Energy ehf. for-
gang að nýtingarrétti til raforku-
framleiðslu í tvö ár eftir að form-
legur gildistími leitarleyfis er úti.
„Þetta eru algjörar frumrann-
sóknir sem væntanlega hefjast á
Ætlunin að leita að
jarðhita úti á hafi
Skúli
Thoroddsen
Orkustofnun gefur út leyfi Tvö svæði
„Af toppnum er oft frábært útsýni
og það er einstakt að upplifa þess-
ar lifandi verur uppi í trjákrón-
unni,“ segir Orri Freyr Finn-
bogason. Hann starfar hjá
fyrirtækinu Hreinum görðum sem
arboristi en það er starfsheiti fólks
sem vinnur við það að klifra í trjám
til þess að snyrta þau og fella. Af
þessu hefur Orri langa reynslu, en
hann starfaði lengi sem skógar-
höggsmaður en aflaði sér síðan
frekari menntunar í faginu í Dan-
mörku sem arboristi.
„Þetta er vandasamt og vissu-
lega hættulegt,“ segir Orri sem
klífur í sérhæfðum búnaði. Hann
segir vorvertíðina í trjáhirðu hafna
af fullum krafti. Það eigi sér í lagi
við um snyrtingar á trjám, en á síð-
ustu árum hafi orðið mikil vitund-
arvakning varðandi trjáheilsu.
Þannig þurfi að fjarlægja dauðar
greinar og kalkvisti svo trén geti
lokað sárum sínum. Einnig verði að
taka burt krossliggjandi greinar
sem núist geti saman og skapað
sár.
Í gær varð Orri á vegi ljósmynd-
ara Morgunblaðsins þar sem hann
var við störf í Kópavogi. Þar var
verkefnið að fella stórt grenitré
sem ekki naut sín lengur í þröng-
um bakgarði. Er slíkt algengt, það
að trén vaxi umhverfi sínu yfir höf-
uð, ef svo má segja, og því er grisj-
un nauðsynleg. Á þetta ekki síst
við um aspir sem plantað var of
þétt saman með afleiðingum sem
nú eru að koma fram. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX
Klifrað í
trjánum í
Kópavogi
Páll Matthíasson, forstjóri Landspít-
alans, segist vona að fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-
2022 verði leiðrétt með hliðsjón af
raunveruleikanum, eins og hann
kemst að orði í föstudagspistli sínum
sem hann birtir á vefsíðu Landspít-
alans. Að öðrum kosti þurfi Land-
spítalinn að draga verulega saman í
rekstri á næsta ári.
Í pistlinum minnir Páll á að fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins hafi
verið eitt aðalkosningamálið í síðustu
kosningum. Nú liggi fyrir að nær allt
það nýja fjármagn, sem ætlað sé í
heilbrigðisþjónustu á tímabilinu,
muni koma til á seinni hluta þess og
renna að mestu í stofnframkvæmdir.
„Þegar kemur að rekstri þjónust-
unnar kveður við annan og öllu kunn-
uglegri tón. Fjármálaáætlunin gerir
ráð fyrir að Landspítali dragi veru-
lega saman í rekstri á næsta ári,“
skrifar Páll og segir að honum og
öðrum stjórnendum spítalans sé
talsvert brugðið vegna þessa.
Páli brugðið vegna fjármálaáætlunarinnar