Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Yngri og grænn í gegn stóð ég í þeirri trú að RSK stæði fyrir embætti Ríkisskatt- stjóra. Eftir því sem ég hef átt meiri samskipti við þetta embætti í ár- anna rás hefur mér orð- ið ljóst að þessir þrír stafir hljóti í raun að standa fyrir embætti Ríkisskattsvikara. Þetta er sú stofnun sem skattþegnar landsins eiga að geta leitað til með ábendingar um þá aðila sem stunda svarta atvinnustarfsemi og vænta þess þá að gripið sé til við- eigandi ráðstafana til að stöðva slíka starfsemi. En því fer víðs fjarri. Hvergi í samfélaginu er minni áhugi til að uppræta skattsvik af ýmsu tagi en einmitt hjá þessu svokallaða RSK, hvað svo sem menn vilja telja að það standi fyrir. Þrátt fyrir að hafa fengið afhent á silfurfati beinhörð sönn- unargögn yfir rekstraraðila sem stór- tækir hafa verið í undanskotum gegn- um einkahlutafélög á undanförnum árum þar sem tugum milljóna hefur verið stolið af samfélaginu hefur þetta RSK-apparat ekki séð ástæðu til að aðhafast neitt í þeim málum sem orðið getur til að stöðva þessa skúrka. Þeir eru því enn að með blómlegan neðanjarðarrekstur í sam- keppni við hina sem smám saman blæðir út. Fyrir nokkru síðan hafði ég samband við eftirlitsdeild RSK vegna máls sem snertir son minn en hann réð sig til vinnu hjá aðilum sem síðar kom í ljós að eru algjörir skúrkar og hafa engu skilað af því sem dregið var af launum hans til hlutaðeigandi að- ila. Þegar sonur minn ætlaði að ganga frá skattframtali á netinu þá kom í ljós að ekki hafði verið skilað inn launaframtali fyrir síðasta ár en verra er að engu af því sem dregið var af hafði heldur verið skilað. Þrátt fyrir að ganga eftir því við umrædda skúrka að þeir skiluðu inn umræddu launaframtali hefur það ekki enn gengið eftir. Þar af leiðandi hafði ég samband við RSK og fékk þar sam- band við aðila sem ég mun ekki nafn- greina hér hvað svo sem síðar verður. Þrátt fyrir að geta lagt fram allar upplýsingar um aðila málsins og málavexti þá var áhuginn hjá RSK ekki meiri en svo að sennilega hefði ég náð eyrum þeirra sem hvíla í Sól- landi í Fossvoginum betur en þess að- ila hjá RSK sem ég vísa hér til. Á meðan hinn almenni starfsmaður RSK situr á afturendanum og hlustar áhugalaus á þá sem koma með ábend- ingar um misbresti í þeim málum sem þeim ber að beita sér í, staðráðnir í að láta kyrrt liggja, já kyrrar en í kirkjugörð- um landsins, þá er æðsti embættismaður RSK önnum kafinn við að tryggja opinberum starfsmönnum, emb- ættismönnum, flug- liðum o.fl., svo ein- hverjir séu nefndir, friðhelgi við að skjóta undan sköttum af ferða- dagpeningum. Með þessum undanskotum leggja þessir aðilar þyngri byrðar á herðar samborgara sinna með bless- un æðsta embættismanns RSK. Fjár- málaráðherrum síðustu ríkisstjórna þvert á alla flokka hefur verið bent ítrekað á þetta en án þess að vekja áhuga þeirra enda njóta þeir þeirrar vafasömu friðhelgi ríkulega sjálfir. Fyrir nokkru síðan var kynnt um breytingar á vinnutilhögun starfs- manna RSK sem sneri að styttingu vinnuvikunnar. Þetta vesalings fólk er sjálft búið að telja sér, og að því er virðist einhverjum öðrum líka trú um að það sé orðið svo örmagna af þreytu eftir 34 klukkustunda þjónustutíma stofnunarinnar að rétt sé að stytta vinnutíma síðasta dag hverrar vinnu- viku. Rökin eru að vinnuskil séu jafn- mikil hvort sem er. Þessi rök eiga al- veg örugglega við þar sem um er að ræða erfiðisvinnu og þar hefur sýnt sig að vinnuskil umfram 10 klst. á dag 6 daga vikunnar skila ekki auknum afköstum þegar fram í sækir. Það er hins vegar frekar langsótt að hér sé um sambærilega hluti að ræða. Væri ekki nær að stytta bara vinnutíma starfsmanna embættisins um 100% og þá taka þá bara af launaskrá? Þetta fólk virðist ekki vera að gera neitt hvort eð er sem er samfélaginu til framdráttar, flækist jafnvel fyrir og eru því svokallaðir fyrirflækingar. Og í ljósi þess að embætti RSK er misnotað til að tryggja ákveðnum sérréttindahópum stórfelld und- anskot væri kannski rétt að leggja embættið hreinlega niður og spara þar með skattþegnum landsins stórfé. Eftir Örn Gunn- laugsson » Í ljósi þess að RSK er misnotað til að tryggja ákveðnum hóp- um stórfelld undanskot væri kannski rétt að skoða að leggja emb- ættið hreinlega niður. Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. orng05@simnet.is RSK – Ríkisskatt- svikarinn Einkennilegur vet- ur líður nú að vori. Veðurfar hér á klak- anum hefur verið með mildara móti, rétt eins og Vetur kon- ungur hafi ákveðið að hvíla okkur um sinn frá hinum kvíðavekj- andi kuldaverkum, enda nóg um kvíða í stjórnmálum hvar- vetna. Í Bretlandi var eldra fólkið steinhætt að trúa elít- unni og kaus Brexit svo fjár- málamarkaðurinn fór tímabundið af hjörunum. Í Bandaríkjunum kaus millistéttin Trump, svo vinstri menn allra landa fóru af hjörunum. Hér unnu íhaldsmenn og afsprengi þeirra meiri kosn- ingasigur en vænst var og enduðu í stjórn saman með smáviðbót. Kreppan síðasta komi miklu róti á stjórnmál Vesturlanda. Í Banda- ríkjunum kusu menn fyrst hinn glæsilega vinstri sinnaða blökku- mann, Obama, og honum var hvar- vetna vel tekið, fékk meira að segja friðarverðlaun Nóbels fyrir góð áform í embætti. Eftir setu hans í átta ár kusu menn Trump og hon- um er hvarvetna illa tekið. Oft minnti líka orðfæri hans í barátt- unni á hinn gamla málshátt, „fíflinu skal á foraðið etja“, en Trump er allt annað en fífl og sama má segja um Jón Gnarr og hans baráttu, þó þar með sé upp talið það sem þessir tveir menn eiga sameig- inlegt. Eitt er þó ljóst, í kosningu beggja þessara einstaklinga krist- allast það, að kjósendur treysta einskis orðum lengur. Nú skal horft á verkin. Kosningabrölt Trump var sér- stakt. Trump blés á hlýnandi loftslag og lofaði að opna aftur kolanámur. Hann lofaði að girða af Mexíkó og henda út aftur öllu ólöglega innfluttu hyski. Síðan boðaði Trump nýja tíma í sam- skiptum við aðrar þjóðir, þar sem samningatækni hans sjálfs mundi skipta sköpum. Hvers vegna, eftir öll stóryrðin, hlaut boðskapur Trump jafn góðan hljómgrunn og raun varð á? Ef til vill er skýring- anna að leita í því, hvernig Obama fylgdi eftir draumum sínum, þeim sem hann lýsti svo þegar hann tók við embætti: „Við erum aðeins skref frá grundvallarbreytingu á Bandaríkjum Norður-Ameríku.“ Trúir sinni sannfæringu vilja vinstri menn gera grundvall- arbreytingar í Reykjavík. En hvernig er þeim draumum fylgt eftir? Fyrst fjölga þeir fólki í borgar- kerfinu og auka pólitískt eftirlit, þar sem stöðvunarvaldi er beitt. Með tíð og tíma leiðir slíkt ætíð til hærri skatta og óstjórnar. Svo taka þeir upp nokkur draumaverkefni.  Flugvöllinn burt! Það gera þeir með því að kaffæra hann í nýrri byggð.  Hindra Sundabraut! Það gera þeir með því að kaffæra vest- urenda hagkvæmustu leiðar í nýrri byggð.  Vistvænni götur! Það gera þeir með því að þrengja að akrein- um greiðfærra umferðarleiða svo hægist á umferð.  Þétting byggðar! Það gera þeir með því að úthluta helst að- eins lóðum á vannýttum reitum í eldri borginni, þó þær verði færri og dýrari en lóðir á nýjum svæð- um.  Fleiri félagslegar íbúðir! Það gera þeir með því að úthluta helst engum lóðum fyrir aðrar íbúðir. Hver sem er vilji fólksins, hvað sem lóðir skortir og íbúðaverð hækkar, þá skal gæluverkefnið í forgang. Auðvitað kostar vaxandi óstjórn sitt. Því þarf fyrst að hækka út- svarið eins og lög leyfa. Síðan þarf að finna upp nýja tekjustofna, eins og skrefagjald vegna labbs ösku- karla. Næst er að vanrækja við- hald gatna og spara slátt á sumrin og loks minnka heimilisaðstoð við aldraða. Ekkert skal gert við vax- andi umferðaröng í borginni. Óhjákvæmilega þrengist þá kostur sumra. Til dæmis þeirra sem vilja fá sér sitt einbýlishús og nota sinn eigin bíl. Þetta fólk hugsar sitt, bíðandi í umferðahnút í boði vinstri meirihlutans og má vel vera að það mundi nú jafnvel kjósa Trump eða Engeyjarættina fremur en Dag. Nærtækara er þó, að flytja út í Kragann og fyrir ungt fólk á uppleið að flytja upp á Skaga eða austur fyrir heiði. Gall- inn er sá, að frá borginni flytur gróft reiknað það fólk sem greiðir tekjur hennar nú og til frambúðar. Vinstri meirihlutinn virðist hafa gengið svo hart fram við fram- kvæmd drauma sinna, að farið er að koma niður á lífsmáta þeirra sem borga brúsann. Þeir greiða þá atkvæði með fótunum og flýja. Þar með er hafið ferli hnignunar, sem erfitt getur verið að snúa við. Þeir sem þurfa opinbera aðstoð sækja í borgina og kjósa áfram vinstri flokkana svo Dagur heldur völd- um. Greiðendur útsvarsins sækja á móti út úr borginni og sjá allir, að það er ekki góð þróun fyrir glæsilega höfuðborg. Ungt fólk vill geta keypt litla fyrstu íbúð á góðu verði og að nokkrum árum liðnum aðra stærri, einnig á góðu verði, en þá er það líka farið að borga til sam- félagsins og ef svo heldur fram sem horfir, flutt úr Reykjavík. Þessa fólks vegna skulum við gleyma þessu óbyggilega dýi undir flugvellinum, leysum hnútinn í Ár- túnsbrekkunni með Sundabraut og aukum lóðaframboð handan Elliðaár. Ekki síst skal veita hin- um borgandi meirihluta í borginni þá þjónustu, sem hann þarf á því verði, að hann uni þar áfram. Eftir Elías Elíasson » Vinstri meirihlutinn virðist hafa gengið svo hart fram við fram- kvæmd drauma sinna, að farið er að koma nið- ur á lífsmáta þeirra sem borga brúsann. Elías B. Elíasson Höfundur er fyrrverandi sérfræð- ingur í orkumálum hjá Landsvirkjun. Ó, Dags míns borg – fyrir dýrin þínSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi um- ræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.