Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
✝ Steinunn Ág-ústa Bjarnason
fæddist í Reykjavík
22. maí 1923. Hún
lést 7. febrúar
2017.
Foreldrar Stein-
unnar voru Hall-
dóra Guðmunds-
dóttir frá Akranesi,
f. 26. september
1894, d. 10. október
1964, og Jón
Þorvarðarson kaupmaður í
Reykjavík, f. 7. mars 1890, d. 23.
júlí 1969. Systkini Steinunnar
voru Guðmundur, f. 1920, d.
2007, Þorvarður, f. 1921, d.
1948, Jón Halldór, f. 1929, Ragn-
heiður, f. 1931, d. 2003, og
Gunnar, f. 1932, d. 2005. Eig-
inmaður Steinunnar var Ingi H.
Bjarnason, efnaverkfræðingur,
f. 30. júní 1914, d. 27. desember
1958. Foreldrar hans voru Þor-
leifur H. Bjarnason, yfirkennari
við Lærða skólann í Reykjavík,
f. 1863, d. 1935, og síðari kona
hans, Sigrún Ísleifsdóttir
Bjarnason, f. 1875, d. 1959. Börn
Steinunnar og Inga eru: 1) Dóra
Sigríður Bjarnason, prófessor, f.
1947. Sonur hennar
er Benedikt Hákon
Bjarnason, f. 1980;
2) Ingibjörg
Bjarnason, leik-
stjóri, f. 1951. Son-
ur hennar og
Magnúsar Tóm-
assonar er Hrappur
Steinn, myndlist-
armaður, f. 1971.
Kona hans er Ás-
gerður Kjart-
ansdóttir, sérfræðingur hjá
Mennta- og menningar-
málaráðuneytinu, f. 1973.
Þeirra dóttir er Sólveig, f. 2004;
3) Ingi Þorleifur Bjarnason,
jarðeðlisfræðingur og
rannsóknaprófessor við Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands, f.
1959. Kona hans var Guðríður
Ásgeirsdóttir, verkfræðingur, f.
1960. Þau skildu. Sonur þeirra
er Ásgeir Bjarnason, tölvunar-
verkfræðingur, f. 1988. Sonur
Inga og Svölu Sigvaldadóttur,
deildarstjóra við Háskóla Ís-
lands, er Finnur Breki, f. 2002.
Útför Steinunnar fór fram frá
Neskirkju í Reykjavík 13. febr-
úar 2017.
Fyrstu kynni mín af Steinunni
voru úr fjarlægð árið 2003. Sonur
hennar, Ingi, seinna sambýlis-
maður minn, fór í rannsóknarleyfi
til Japans. Ingi var vanur að
hringja til móður sinnar daglega,
en ekki var hægt um vik að halda
uppi þeim sið frá Japan. Hann bað
mig að hringja til hennar viku-
lega; ég bjó í Þýskalandi. Við töl-
uðum ensku.
Seinna frétti ég, að til þess að
tala betur í samtölum okkur, hefði
hún keypt íslensk-enska orðabók.
Vildi vita allt frá Japan, minnstu
smáatriði; ég var í síma- og tölvu-
sambandi við Inga. Átti eftir að
kynnast því, hversu stálminnug
Steinunn var og hve hún hafði
mikla frásagnargáfu. Minnug á
drauma safnaði hún frásögnum
bæði úr svefni og vöku. Kúnstugt,
þegar sögupersónurnar sjálfar
voru búnar að gleyma atburðun-
um, en Steinunn dró upp lifandi
mynd af þeim, byggða á gömlum
frásögnum, þótt hún hefði sjálf
hvergi komið nærri.
Steinunn var nýflutt á Skelja-
granda 5, jarðhæð. Var hætt að
komast upp á þriðju hæð á
Bræðraborgarstíg 15, en þar hafði
hún búið í mörg ár. Flutningurinn
á Skeljagranda varð endurnýjun
lífdaga. Nú gat hún farið sinna
ferða í stuðningsgrind. Fór í versl-
unarmiðstöðina á Eiðistorgi, sat á
bekk og fylgdist með, næmum
augum. Eitt sinn á Eiðistorgi sá
ég Steinunni. Hún horfði á spegl-
aða glugga torgsins og fylgdist
með mannlífinu undir þessu
skrýtna sjónarhorni. Steinunn fór
á bókasafn Seltjarnarness. Bók-
lestur var áhugamál. Hún eignað-
ist vini á Skeljagranda.
Á Skeljagrandaárunum keyrði
ég Steinunni um bæinn að sinna
erindum. Hún var alltaf ferðbúin á
umtöluðum tíma, smekkleg og
virðuleg fyrir svona bæjarferðir.
Gat verið óþolinmóð við útlend-
inginn, þegar hún sagði mér að
fara þessa leið frekar en hina. Lík-
legast ekki fundist mikið til um
þýzka kímnigáfu mína. Enginn
haggaði virðulegu fasi. Væri henni
sýnd óvirðing, tók hún upp vara-
litinn og varð enn virðingarfyllri.
Þjóðverji hefði farið að rífast, en
sjálf kom hún fram af virðingu við
alla.
Árið 2010 flutti ég til Þýska-
lands, en hef haldið tengslum við
fjölskylduna og margsinnis komið
í heimsókn og þá alltaf til Stein-
unnar á Grund, en þangað flutti
hún 2013. Mín reynsla er, að þeg-
ar flust er af heimili á hjúkrunar-
heimili, þá dragi af fólki. En gagn-
stætt var um Steinunni. Þar skipti
máli, að flutningurinn var ákvörð-
un hennar. Eftir skamma aðlögun
hélt hún áfram að fylgjast með,
hafði skoðanir og tilfinningu fyrir,
hvað væri rétt og rangt. Minnið
um gamalt og nýtt bilaði ekki.
Varð nú félagslyndari en ég
þekkti áður. Deildi sorg og gleði
með heimilismönnum Grundar og
starfsmönnum. Greinilegt, að
mörgum þótti vænt um hana
þarna. Það var gagnkvæmt. Þó
stöðugt hallaði undan fæti líkam-
lega, flestir vinir á Grund dánir,
var eins og andi hennar yrði sterk-
ari og mildari. Henni leiddist nú
að tala um sjúkdóma. Ég frétti, að
hún hefði dáið lífsglöð, – á sólar-
hring í snörpum veikindum, – ný-
komin úr lagningu. Ég sakna
Steinunnar. Óvenjuleg kona. Tók
framförum til æviloka. Komin á tí-
ræðisaldur.
Birgit Ruff, Hüttisheim,
Baden-Würtemberg,
Þýskalandi.
Steinunn Ágústa
Bjarnason
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
BIRNA GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR
RYSTE,
Bergen, Noregi,
andaðist 17. apríl.
Útförin fer fram í Bergen 27. apríl.
Kristjan Ryste Kristine Kjærgård
Bengta Ryste Jo Gjedrem
Johann, Maria, Ulrik, Oda og Juni
Reinhold Kristjánsson Elín Þórðardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN EINARSDÓTTIR,
Hléskógum 9,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík
mánudaginn 17. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. apríl
klukkan 13.
Hjalti Sveinn Einarsson
Trausti Einarsson Berglind Brynjólfsdóttir
Sigrún Einarsdóttir
Einar Magnús Einarsson Margrét Ingvarsdóttir
Margrét Jóna Einarsdóttir Baldur Þórólfsson
barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGIBJÖRG ÓLAFÍA RÓSANTS
STEFÁNSDÓTTIR,
Einivöllum 7, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 17. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. apríl
klukkan 13.
Jens Evertsson
Jóhanna Sigrún Jensdóttir Gísli H. Guðlaugsson
Evert Stefán Jensson Marivena M. Marcial Jensson
Karlotta Jensdóttir Jón Einarsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GÍSLÍNA ERNA EINARSDÓTTIR,
Flétturima 6, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. apríl.
Ragnar Gunnarsson Guðríður Sigurjónsdóttir
Eiríkur Gunnarsson Bára Jensdóttir
Már Gunnarsson Erna Sigurðardóttir
Einar Gunnarsson Matthildur Sigurðardóttir
Sveinn Gunnarsson Jóna Guðmannsdóttir
Aldís Gunnarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson
Hulda Gunnarsdóttir
Örn Gunnarsson Sólveig Franklínsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR,
Vesturbergi 60,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 11.
apríl. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 24. apríl klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið
endurhæfingarmiðstöð.
Jóhanna Vigdís Þórðardóttir
Eiríka Inga Þórðardóttir
Þorbjörg Þórðardóttir Þórður Hall
Sigríður Þóra Þórðardóttir Hans Steinar Bjarnason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ættmóðir okkar,
SIGURLAUG A. STEFÁNSDÓTTIR,
lést 19. apríl á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hildur Gunnarsdóttir Jóhannes Jónsson
Áslaug Þorsteinsdóttir
Stefán Gunnarsson Helga Sigurbjörnsdóttir
Ágústa Gunnarsdóttir Leigh Woods
og fjölskyldur þeirra
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARÍA SIGBJÖRG
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Jaðarstúni 12, Akureyri,
lést í Flórída laugardaginn 15. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Steingrímsson
Jónas Þór Guðmundsson Ingibjörg Árnadóttir
Unnur Elín Guðmundsdóttir Jón Már Jónsson
Guðmundur Már Guðmunds. Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir
og ömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ODDRÚN S. HALLDÓRSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
áður Njálsgötu 3,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 6. apríl, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju þann 26. apríl klukkan 13.
Ingibjörg Miltimore
Sigríður Brynjólfsdóttir
Gunnar Brynjólfsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Guðbjörg B. Guðmundsd. Gunnar G. Guðlaugsson
barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
HU DAO BEN,
fyrrverandi landsliðsþjálfari í
borðtennis,
lést 14. apríl í Kaupmannahöfn.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni
þriðjudaginn 25. apríl klukkan 15.
JinXiang Huang
Jing Hu Legrand
Bo Hu
og barnabörn
Móðir okkar og amma,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
kennari,
Flókagötu 56, Reykjavík,
andaðist laugardaginn 15. apríl. Útförin fer
fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27.
apríl klukkan 15.
Einar Gautur Steingrímsson
Ragnar Gautur Steingrímsson
Sindri Gautur Einarsson