Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 18

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barmmerkjum og hlutamerkjum og fleira Stimplar eru okkar fag það eru skiltin líka Áratuga reynslaÖrugg þjónusta BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Samningur var undirritaður á síð- asta vetrardag um að Garðabær kaupi jörðina Vífilsstaði af ríkis- sjóði. Um er að ræða alls 202,4 hekt- ara sem er svæðið í kringum Víf- ilsstaðaspítala, svæði austan Vífils- staða (Skyggnir), núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er 558,6 milljónir króna og byggist það á mati á grunnverði landsins sem aðilar stóðu sameiginlega að. Matið unnu Jón Guðmundsson, löggiltur fast- eignasali, og Stefán Gunnar Thors umhverfishag- fræðingur. Við undirritun kaupsamnings koma til greiðslu 99,3 milljónir. Eftirstöðvar koma til greiðslu í tengslum við uppbyggingu svæðisins eða eigi síðar en inn- an átta ára. Til viðbótar grunnverði á seljandi rétt á hlutdeild í ábata af sölu bygging- arréttar á svæðinu. Í samningnum eru undanskildar allar húseignir ríkisins á Vífils- stöðum en gerðir verða lóðarleigu- samningar um eignirnar. Með kaupum á landinu tryggir Garðabær sér forræði yfir eign- arhaldi landsins sem mun auðvelda bæjarfélaginu að vinna að gerð skipulagsáætlana fyrir svæðið. Íbúum Garðabæjar mun fjölga umtalsvert þegar uppbyggingu á svæðinu verður lokið, en íbúar Garðabæjar voru í gær 15.439. Samkeppni um rammaskipulag Í tillögu að nýju aðalskipulagi Garðabæjar er gert ráð fyrir að svæði Vetrarmýrar, Hnoðraholts og Vífilsstaða verði eitt skólasvæði með 1.200-1.500 íbúðum þar sem fléttast saman ólíkir hagsmunir með uppbyggingu íbúðarbyggðar, skóla- og íþróttasvæði og atvinnu- og þjónustusvæði. Samkvæmt áætlunum verða skólabyggingar á svæðinu 6.650 fermetrar og knatt- hús 9.000 fermetrar. Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, er stefnt að því að efna til samkeppni um rammaskipulag fyrir allt svæðið. Fyrir hendi sé rammaskipulag fyr- ir Hnoðraholt, sem var í eigu bæj- arins, en hið nýja skipulag mun ná upp að Rjúpnahæð og Smalaholti. Að sögn Gunnars er mögulegt, vegna þess að rammaskipulag er til fyrir Hnoðraholt, að flýta deili- skipulagsvinnu á svæðinu. Með samningnum við ríkið eign- ast Garðabær land þar sem nú er golfvöllur GKG. Samkvæmt vinnslutillögu í aðalskipulagi verð- ur hluti golfvallarins tekinn undir byggð í Vetrarmýri. Í staðinn mun golfvöllurinn að hluta færast til suðausturs, í átt að Vífils- staðavatni. Að sögn Gunnar Ein- arssonar býður það svæði upp á möguleika á mjög skemmtilegum golfbrautum. „Við viljum ramma golfvöllinn vel inn og útbúa eitt skólahverfi. Við reiknum með að klára aðal- skipulagið á þessu ári og gerum ráð fyrir að uppbygging geti hafist fljótlega,“ segir Gunnar. Nýr kirkjugarður í Smalaholti Landið í kringum spítalabygg- ingarnar er 162,5 hektarar. Einnig hefur Garðabær eignast land Sím- ans á Rjúpnahæð, rúmlega 40 hektara. Þarna voru áður síma- möstur og byggingar en allt er þetta farið núna. Í aðalskipulagi er ráð fyrir því gert að þarna verði kirkjugarður, þar sem heitir Smalaholt. Að sögn Gunnars er horft til þess að þarna geti einnig orðið íbúðabyggð og léttur iðn- aður. Loks er að nefna að Garðabær eignast land í Svínahrauni. Að sögn Gunnars var hraunið friðlýst með ríkinu á sínum tíma. „Við höf- um friðlýst hraunið að stærstum hluta alveg frá Búrfelli niður að sjó. Þetta verður útivistarsvæði fyrir íbúa Garðabæjar og aðra sem vilja njóta,“ segir Gunnar. Í umræðum um nýjan þjóðar- spítala hefur verið bent á að Vífils- staðaland væri heppileg staðsetn- ing. Eins hefur verið bent á að þótt nýrri spítali verði byggður á Landspítalalóðinni þurfi að huga að öðrum slíkum spítala í framtíð- inni. „Það er möguleiki að byggja nýjan þjóðarspítala á svæðinu, en við getum ekki beðið endalaust eft- ir því að ríkið taki einhverja slíka ákvörðun. Við viljum hefja upp- byggingu þarna sem allra fyrst og búa til verðmæti úr landinu. Við höfum nokkur ár til að skoða þennan möguleika og ég útiloka ekki að við ræðum við ríkið,“ segir Gunnar Einarsson að lokum. Íbúðabyggð í landi Vífilsstaða  Með kaupum á Vífilsstöðum eignast Garðabær verðmætt land til uppbyggingar  12-1.500 íbúða byggð með nýjum skóla og knatthúsi  Nýr þjóðarspítali mögulegur en ekki hægt að bíða endalaust Vífilsstaðaland Á myndinni má sjá það land sem Garðabær kaupir af ríkinu merkt með grænu striki. Svarta línan eru bæjarmörkin við Kópa- vog. Byggðin í Vetrarmýri verður efst í landinu en í fyrrverandi landi Símans, gegnt hesthúsabyggðinni á Kjóavöllum, verður kirkju- garður og íbúðabyggð. Golfvöllurinn verður að hluta færður nær vatninu og nokkrar núverandi golf- brautir teknar undir byggð. Neðst á myndinni er Svína- hraun, meðfram Reykjanesbraut, sem verður útivistarsvæði, enda friðað. Svæðið í kringum Vífilsstaðavatn er einnig friðað. Gunnar Einarsson Vífilsstaðaspítali var berklahæli og hjúkrunarheim- ili í Garðabæ sem tók formlega til starfa 5. sept- ember 1910. Spítalinn er stórglæsileg bygging sem setur svip sinn á umhverfið. Hún er teiknuð af hinum merka húsameistara Rögnvaldi Ólafssyni. Starfsemi Vífilsstaða snérist í upphafi um þjón- ustu við berklasjúklinga þar til hælinu var breytt í spítala fyrir sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma á vegum LSH árið 1973, að því er fram kemur í frjálsa alfræðiritinu. Árið 1976 tók til starfa meðferðar- stofnun fyrir áfengissjúklinga á vegum Kleppsspít- ala í sérhúsnæði á Vífilsstöðum. Öll starfsemi hins opinbera lagðist af árið 2002 en þá tók Hrafnista við húsnæðinu og rak þar öldr- unarheimili fyrir um 50 manns til 20. ágúst 2010. Það var svo í september 2013 að ríkisstjórnin sam- þykkti tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigð- isráðherra um að opna hjúkrunarheimili á ný á Víf- ilsstöðum með 42 rýmum. Opnun Vífilsstaða var í samræmi við áætlun um aðgerðir sem ráðherra og forstjóri Landspítala höfðu kynnt og var áætlað að létta álagi af lyflæknasviði LHS og mæta þörf fólks sem beið eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili. Glæsibygging með langa sögu Morgunblaðið/Sverrir Spítalinn Glæsibygging Rögnvaldar Ólafssonar. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, leiðir ferð um Grafarvog í dag kl. 11 þar sem fuglarnir safnast saman. Hist verður á bílastæðinu við Grafarvogskirkju og gott að koma með sjónauka og gjarnan fuglabæk- ur, segir í fréttatilkynningu. Áætlað er að ferðin taki um tvær klukku- stundir. Gangan er hluti af verkefni Há- skóla Íslands og Ferðafélags Ís- lands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking farar- stjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskól- ans blandast saman í þessum göngu- ferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin at- hygli og áhugi á fjölbreyttri starf- semi Háskóla Íslands og Ferða- félagsins. Þátttaka er ókeypis og allir boðnir velkomnir. Farfuglaskoðun í Grafarvogi í dag Morgunblaðið/Ómar Grafarvogur Gengið verður um voginn í fylgd sérfræðings. Hvalfjarðargöng verða lokuð fjórar nætur í næstu viku, þ.e. 17. viku ársins. Á heimasíðu Spalar er vakin sérstök athygli á að lokað verð- ur kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Síðasta lokunin er því frá mið- nætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl. „Næturlokun ganganna á þessum tíma árs er hefðbundinn vor- og sumarboði, tími sem nýtt- ur er til viðhalds af ýmsu tagi og hreingerningar,“ segir á heima- síðunni. Þeir sem verða á ferðinni á þessum tíma verða því að aka fyrir Hvalfjörðinn. sisi@mbl.is Næturlokanir verða í Hvalfjarðargöngum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.